Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 2
/ VlSÍ R VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLABAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 linur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Úr sambúðinni. tiltölu við fólksfjölda höf- um við íslendingar látið fleiri menn en nokkrir aðrir af völdum, blindra náttúruafla. En við höfum líka misst færri en aðrir af völdum sjáandi manna. Þótt eriendum mönnum þyki við kannske vera agamánni en þörf væri á, verður því ekki haldið fram, að það agaleysi hafi sýnt sig í grófum stórglæpum. Manndráp eru fátíðari hér á landi en nokkursstaðar á byggðu bóli. Og þótt meira sé vegist hér með orðum en víðast hvar ger- ist, þá er auðvitað ósaknæmara að í tálknum, hvíni en byssu- kjöftum. Þegar Bretar komu hingað fyrir 22 mánuðum, voru nýaf- staðnar orustumar miklu í ' Flandern. Þar höfðu hermenn vanizt því, að mæta fyrirsátri, svo að segja á hverju götuhorni, og var allt morandi i‘„fimmtu herdeildar“ mönnum. Þegar svo kom hingað, var litið nokkrum tortryggnisaugum á ýmsa hina „innfæddu“. Og það var, þótt skömm sé frá að segja, alið á þessari tortryggni af ýmsum „þjóðholIum“ Islendingum, sem, töldu sér það þegnskaparskyldu, að sverta sína eigin landa í aug- um hinnar nýju yfirþjóðar. Og þetta var ekki alveg ógerlegt i byrjun. Allir Islendingar fundu sárt til, er landið var hex-numið, og margir höfðu ekki geð til að leyna gremju sinni og vonbrigð - um. En þessháttar ummæli þóttu stundum nægja til þess, að sá, er þau hafði við, var skx-áðuf meðal svartra sauða í spjaldskrá herstjórnarinnar. Sú saga gengúr í kaupstað einum úti á. landi, að góður borgari, Jón- að nafni, hafi verið skrá- settttfí; meðal hættulegra inn- hýggjara. En síðan hefðu menn úr hernum kynnst þessum mafóiÞ pefsónulega og hefði þá vitiíisbufrðinum verið breytt í þessú'átt: „Old John harmless“. Þeir höfðu komizt að raun um, að þessi maður var ekki hættu- legur. ★ Og þetta er ekki einsdæmi. Miklu fremur má segja, að þetta sé einkennandi fyrir afstöðu brezku herstjórnarinnar til Is- lendinga. Hefir reyndin einnig orðið sú, að kali sá, sem var i mörgum góðum íslendingum upphaflega, hefir mjög mildast. Því miður hefir ekki fraxn til þessa tekizt að koma á eins góðri sambúð miili Ameríkumanna og íslendinga. Og hefir raunin orð- ið sxi, að árekstrar hafa aukizt, eftir því sem sambúðin hefir staðið lengur. Er vitanlegt, að daglega eru á ferðinni allskon- ar klögumál, þótt aðeins hinir meiri og alvarlegri atburðir komist i- hámæli í blöðum. Ekkert Ixefir vakið eins mikla alþjóðarathygli hér á landi og sá atburður, er Guimar Einarsson lét lífið fyrir kúlu amerisks her- manns. Því miður liggur þetta mál ekki svo Ijóst fyrir sem æskilegt væri. Það ber mikið á milli í skýrslu herstjórnarinnar og skýrslu íslenzkra yfirvalda. Má á það benda, að það hefir verið venja, að Bretar hafi ís- lendinga í fullri samvinnu, þeg- ar ranrisókn sambærilegra mála hefir verið framkvæmd. Virðist auðsætt, að Jæssa verður að krefjast. Bretar hafa komizt að raun um, að margur sá íslendingur, sem tók þeim fálega, sé „harm- less“ — óskaðlegur. Ameriku- menn gætu komist að því sama, ef þeir áttuðu sig betur en þeg- ar er orðið á þjóðareðli Islend- inga og háttum. Eftir að Eng- lendingar höfðu unnið bug á uphaflegri tortryggni sinni, lief- ir sambúðin við þá farið dag- batnandi. Á þetta er skylt að benda. a Yfirlýsing Magnúsar Einars- sonar forstjóra. Vegna yfirlýsingar amerí- könsku herstjómarinnar i dag- blöðunum þ. 25. þ. m. vil eg taka eftirfarandi fram: Síðastliðið ár hef eg ekið venjulega fjórum sinnum á dag meðfram herbúðum (Rushmoor Camp og Redesdale Camp). Eg hef jafnan verið stöðvaður af hermönnum og hafa þeir að lok- inni athugun ávallt leyft mér að fara óáreittum leiðar minnar. Eg liefi ca. 20 sinnum á ýmsum tíma bæði í björtu og dimmu ekið sömu leið og eg ók laugar- dagskvöldið þ. 14. þ. m. Eg liefi ávallt verið stöðvaður af her- mönnum, en þeir hafa undan- tekningaidaust leyft mér að halda leiðar minnar, eftir að hafa gert fyrirspurn um hvert eg væri að fara. Umrætt laugardagskvöld var eg samkvæmt venju stöðvaður af hermanni. Hann spurði hvert við ætluðum og svöniðum við báðir, eg pg Gunnar, nokkurn- veginn samtimis, að við ætluð- um að Laufskálum, og bentum liermanninum hvar það hús væri. Hermaðurinn' virtist telja svör okkar fullnægjandi, þvi hann sagði að allt væri í lagi (all right), vék sér frá Lifreið- inni og benti okkur að halda áfram. Eg hélt nú, vegna fyrri reynslu minnar, að óhætt væri að halda áfram og gerði það. Er eg hafði ekið ca. 3—4 bifreiðar- lengdir stöðvaði annar hermað- ur okkur og kom hann að bif- reiðinni vinstra megin. Gunnar lieitinn skrúfaði niður rúðuna og töluðust þeir við fáar setn- ingar. Eg veitti því ekki athygli hvaða orð fóru ó milli þeirra. Gunnar var góður enskumaður og er Gunnar segir að allt sé í Iagi ók eg af stað, efaðist eg ekki um að það væri óhætt, enda vék hermaðurinn sér frá bifreiðinni. Er eg hafði ekið ca. þrjár bíllengdir frá þeim stað, sem við vorum stöðvaðir á af síðari hermanninum, reið af skot það er varð Gunnari að bana. Ennfremur skal eftirfarandi tekið fram: 1) Eg sýndi fyrri hermann- inum vegabréf mitt, eftir beiðni hans. 2) Hermaður sá (hinn fyrri), sem eg svaraði, gaf oltkur leyfi til að halda áfram. 3) Hafi verið kallað á eftir okkur af varðmanni i umrætt skipti, þá hefir verið kallað svo lágt að hvorugur okkar heyrði. Að lokum, ef „allrar mögu- legrar og skynsamlegrar varúð- ar hefir verið gætt, að því er tekur til skipana og fyrirskijj- ana varðmanna og eftirlits", sem eg vil ekki draga í efa, þá virðist mér alveg bersýnilegt að vikið hafi verið frá þeim fyrir- skipunum. §altfi§kverknn Joknt á §íða§ta ári. Yar þó aðeins lielmingiip á vid ápid 1939. ^ síðastliðnu ári var saltfiskverkun meiri en árið þar á und- an, þótt megnið af aflanum hafi verið flutt út í ís. Munur- inn nemur þó aðeins um 2.600 smálestum, en hinsvegar nemur saltfiskaflinn á síðasta ári aðeins um helmingi þess afla, sem verkaður var árin 1939 og 1938. — Er hér miðað við fullverk- aðan fisk. — Segir greinilega frá þessu í Ægi, blaði Fiskifél. — Árið 1940 nam saltfiskaflinn 15.750 smál., en á síðasta ári 18.355 smál. Á árinu 1939 var •saltfiskaflinn 37.710.7 smál. og árið þar ó undan aðeins minni. Þessi aukning stafar af því, að isfiskflutningar íslenzkra skipa lögðust niður um skeið á síðasta ári frá marz til ágúst. Voru botnvörpungarnir þá sendir á saltfiskveiðar, allir nema þrir, enda er aukningin nær eingöngu í Sunnlendingafjörðungi, þ. e. í Hafnarfirði og Reykjavik, því að þar var svo sem engin salt- fýskverkun órið áður. I Vestfirðingafjórðungi hefir saltfiskverkunin staðið í stað,— minnkað um 2.5 smál. i 2^34 en i Norðlendingafjórðungi auk- izt um rúmlega 100 smál. í 2608. Hinsvegar hefir saltfiskverkun- in minnkað um rúmar 1200 smál. — í 724 —- í Austfirðinga- fjórðungi. Fjórir fimmtu hlutar jxess saltfisksmagns, sem kom á land í Sunnlendingafjórðungi, feng- ust á skip frá eftirtöldum ver- stöðvum: Vestmannaeyjum, Sandgerði, Keflavik, Njarðvík- um, Hafnarfirði og Reykjavík. Akranes hefir jafnan óður verið í tölu hæstu veiðistöðva á salt- fiski, en á s. 1. ári minnkaði salt- fiskverkun þar um rúmar 1000 smálestir og nam aðeins 152 smálestum. I Vestmannaeyjum dró lika örlítið úr saltfiskvei'k- uninni, en i hinum varð nokkur aukixing. I Reykjavík voru verkaðar 159 smál. árið 1940, en 2283 ó síðast liðnu ári. I Hafnarfirði nam saltfiskverkunin 590 smál. árið 1940, en 2668 árið eftir. Gera má róð fyrir, að saltfisk- verkunin hefir aukizt mun meira, ef skortur hefði ekki orð- ið á salti. Þær tölur, sem hér hafa verið taldar, eiga við fullverkaðan fisk, en langmestur hluti salt- fiskaflans var fluttur út óverk- aður. Fullverkaði hluti aflans nam um 4000 smál., en óverkaði fiskurinn var að magni 20 þús. smál. 1 lok siðasta árs námu fisk- birgðir — piiðað við fullverk- aðan fisk — 4569 smál, en helm- ingurinn af þessu var óverkaður fiskur. Þessi fiskur var seldur, þótt ekki væri búið að afskipa honum. Tæpur helmingur verkaða fiskins — eða 2070 smól. — fór til Portúgals, en megnið af því, sem þá var eftir fór til Spánar, Bretlands og Brazilíu. 5 nýjar niðursuðu verksmiðjur tóku til starfa á s. L ári. Á árinu sem leið tóku fimm nýjar niðursuðuverksmiðjur til starfa — þótt ein væri tilbúin í desember árið áður — að því er segir í Ægi, blaði Fiskifélagsins. Fiskniðursuðuiðnaðurinn átti við ýmsa erfiðleika að stríða, svo sem markaðstöp og lágt verð. Sala innanlands var méð mesta móti, þótt hún ynni ekki upp hina töpuðu markaði. I árs- lok voru að glæðast horfur um sölu til Ameríku. Niðursuðuverksmiðja S.I.F. var eina verksmiðjan, sem var starfandi allt árið. Var unnið úr 702 smál. af fiski, móts. við 830 smál. árið áður, en verðmæti afurðanna jókst úr 151 þús. kr. í 269 þús. Niðursuðuverksmiðjan á Bíldudal var starfrækt i 104 daga og vánn úr rúmum 54 smál. af fiski. Á Akranesi eru tvær niður- suðuverksmiðjur, sem eru eign Bjarna Ólafssonar & Co. og Har- alds Böðvarssonar &, Co. Sú fyrrnefnda framleiddi um 20 þús. heildósir af flökum og um 3000 dósir af hrognum, en hjn sauð niður um 100 þús. dósir af rpyktum síldarflökum, 40 þús. heildósir af fiskbollum og 7500 dósir af þorskhrognum. Þá er niðursuðuverksmiðja h.f. Keflavík, sem aðeins starf- aði í aprílmánuði og sauð niður 18.000 heildósir af þorskflökum. Loks er að geta niðursuðu- verksmiðju Eggerts Jónssonar i Innri-Njarðvik, sem starfaði í 11 vikur og framleiðddi 110 þús. dósir (heil- og hálfdósir) af þorskflökum. Auk þess voru framleiddar 38.900 dósir af þorskhrognum. Bæjar íréWtr Frjálslyndi sofnuðurinn. Föstumessa í fríkirkjunni annað kvöld kl. 8.30. Síra Jón Auðuns. Hallbjörg Bjarnadóttir heklur næturhljómleika í Gamla Bíó annað kvöld kl. H.30, með a‘S- stoð 15 manna hljómsveitar. Hljóm- leikarnir gátu ekki farið fram fyrr, vegna þess að hljómsveitin var ekki í bænum. Meðal spilaranna er Art- hur „Ozzy“ Hale, einn þekktasti saxofónleikari Ameríku. Sundmót K.R. hefst kl. 8,y2 í kvöld. Skal bæjar- búum ráðlagt að mæta timanlega, því aðgöngumiðafjöldinn er tak- markaður. Búast má við harðri kepppni, og ennfremur verður sundsýning K.R.-stúlknanna mjög athyglisverð. Biskup og stjórn Prestafélags íslands biðja prestvigða menn, sem verða við jarðarför dr. Jóns Helgasonar biskups, að safnast saman hempu- klæddir í fordyri Alþingishússins á morgun kl. 1.45. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir mynd, sem nefnist „í hermannaskóla“ (Military Academi). Myndin sýnir daglegt líf yngstu nemenda í her- skólum Ameríku. Aðalhlutverk leika Tommy Kelly, Bóbby Jordan og David Holt. Gamla Bíó sýnir þessa dagana myndina „Flóðbylgjan“ (Typhoon). Þetta er amerisk mynd, sem gerist i Suð- urhöfum og er tekin i eðlilegum lit- um. Aðalhlutverkin leika Dorothy Lamour og Robert Preston. Næturlæknir. Kjartan Guðmundsson, Sólvalla- götu 3, sími 5051. Næturvörður í Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka : a) Valtýr Stefánsson : Úr gömlum blöðum. b) 20.50 Kvæði og stökur, sendar útvarpinu (Jón úr.Vör o. fl. lesa). c) 21.05 Þórir Baldvinsson: Húsabyggingar á stríðstimum. d) 21.25 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur (stjórnandi Karl O. Runólfsson) : a) Blankenburg: Marz. b) Haydn: Andante úr G- dúr symfóníunni. c) Mozart: Men- uett í Es-dúr. d) IGirl O. Runólfs- son : Þrjú ísl. þjóðlög. e) Zimmer- mann: Ameriskur marz. f) Teike: Marz. 21.55 Fréttir. Dagskrárlok. Áheit á Strandarkirkju, afh. Visi: 20 kr. frá ónefndum. 4 kr. frá konu. 10 kr. frá G. J. 5 kr. frá S. Þ. 5 kr. frá B. J. Til ekkjunnar með börnin s'ex, afh. Vísi: 20 kr. (áheit) frá K. S. Minningarsjóður lectors Helga Hálfdánarsonar Sjóður þessi var stofnaður ineð frjálsum, samskotum við andlát Helga lectors Hálfdanar- sonar, og samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins ber að verja hluta vaxtanna til bókaverðlauna lianda guðfræðistúdentum. — Minningarsjóður þessi er í vörzl- um Guðfræðideildar Háskóla Is- lands, og liefir um allmörg und- anfarin ár jafnan verið veitt verðlaun úr honum,. Við fráfall sonar Helga lect- ors, dr. tlieol. Jóns Helgasonar, biskups, hefir þótt vel viðeig- andi, að láta prenta minningar- spjöld fyrir sjóð þenna, þannig að þeir, sem kysi að heiðra minningu hins látna biskups með því að styrkja þennan sjóð, geta fengið slík minningarspjöld í Bókaverzlun Isafoldarprent- smiðju og Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar. Mundi það áreiðanlega vera i anda hins látna biskups, sem áður var kennari og forstöðu- maður Prestaskólans og síðar prófessor við Guðfræðideild Há- skólans, að þessi sjóður mætti cflast og þannig ná tilgangi sin- um enn betur en áður. Lífið í Reykjavík. „Einhveí mesta yfirsjón, sem innflutningsnefnd hefir gert sig seka um i seinni tíð“, skrifar „borgari“ einn Visi, ,‘,var inn- flutningsleyfi á flautum — eins- konar púkablistrum — sem hljóma, eða réttara sagt skera, inn í eyrun á manni hvar sem maður er og fer. Eg hefi hvergi frið fyrir þess- um djöfuldóm“, heldur „borg- arinn“ áfram. „í þau fáu skipti, sem eg sezt niður og ætla að fara að hugsa, þá gellur þetta blístur fyrir eyrunum á mér; þegar eg ætla að fara að sofa, hrekk eg upp við flautublístur fyrir utan gluggann. Þegar eg ætla að fara að hlusta á hljómlist, þá skerast þessir hjáróma tónar inn á milli og eyðileggja fyrir mér nautnina af tónunum. Hvað á eg að gera? Á eg að elta hvern einasta strák úti á götu og taka af honum flaut- una? Á eg að kæra þetta fyrir lögreglunni? Á eg að heita á alla foreldra hér í bænum, að banna börnum sínum að blístra í flaut- ur? Á eg að láta þetta iskur gera mig vitlausan, og lifa það sem eftir er ævinnar á Kleppi? Eða — og það held eg að væri nú snjallasta ráðið — á ég að óska þess, að allir meðlimir innflutn- ingsnefndarinnar verði fyrir samskonar ónæði og eg — svo að þeir leyfi aldrei að eilífu framar innflutning á flautum?“ Nýkomið mikið úrval af sumai'kjóla- efnum, kápum, gardínuefn- um, ullargarni, ullarsokkum, silkisokkum og karlmanna- sokkum. V ef naðarvöruverzltmín, Týsgötu L 1I..S ogr larðeigrn í úthverfi bæjarins er til sölu, Skipti ó 5 herbergja íbúð í bænum getur komið tíl greina. Tilboð og fyrirspurn- ir sendist i pósthóíf 801. — Tau er tekið í þvott og strauningu í þvottahúsinu ÆGIR. Bárugötu 15. — Sími: 5122. 2 góðar stúlkur óskast á kaffistofu hér í bæn- um. — Uppl. á Njálsgötu 65. Vil kaupa lYz tonns vörnbíl í groðn standi Til viðtals frá kl. 6—9 í kvöld. — Sími 5489. Guðm. Magnússon, Njálsgötu 110. íbúð óskast nú strax eða 14. mai; aftems fullorðið fólk. UppL í sima 5406. Nýkomið BURSTASETT NAGLAÁHÖLD S A MK VÆ MISTÖSKUR. Verzl. Goðafoss Laugaveg 5. — Sími 3436. IBUÐ Hver vill Ieigja barnlausu, góðu fólki, hæga ibúð, helzt til margra ára? Tilboð, merkt: „FuIItrúi“ sendist afgr. Visis fyrir 1. apriL — fallegasta tegund til sölu. Unnur Ólafsdóttir. Sími 1037. NB. Gamið er afgreitt i sölu- búð Ullarverksm, Framtíðin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.