Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórh Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Slml: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 28. marz 1942. 51. tbl. Boris ogr Bnlg:aríift§tjorii alreg á tiandl Þjoðverja I»jóðlii Rftiftftift undir það, sem koma §kal. Öll mótspyrna í Rúmeniu verður brotin á bak aftur með harðri hendi » EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Horfurnar á Balkanskaga eru ískyggilegri en nokkuru sinni og það verðuf æ augljósara, að áform Þjóðver ja og stuðningsmanna þeirra í Rúmeniu og Búlgaríu, er að brjóta alla mótspvmu í þessum löndum gegn kröfum Hitlers, á bak af tur harðri hendi. Boris konungur er enn í Berlín og situr þar ýmsa fundi með helztu ráðamönnum, en meðan svo fer fram er stjórnin í Sofia að búa jsjóðina undir það, sem í bí- gerð er og aðeins á eftir að reka smiðshöggið á, þ. e. al- gera samvinnu við Þjóðverja, en algert bandalag við Þ jóðverja er samvinna einnig í styrjöld. Búlgarska stjórnin kom saman á fund í gær og boð- aður var fundur í dag. Blöðin í Búlgaríu taka nú í þann streng, að alger samvinna Búlgara við Þjóðverja sé hinum fyrrnefndu lífsnauðsyn og svo mikils þykir við þurfa, að forsætis- og utanríkisráðherra, Filoff og Popoff bafa birt áskor- anir til almennings í þessu efni. Fregnir hafa borizt um, að yfirmaður búlgarska her- foringjaráðsins sé kominn til Berlínar til viðræðna við þýzku herstjórnina, svo og hinn nýi yfirmaður rúm- enska herforingjaráðsins, en fyrirrennari hans baðst lausnar eigi alls fyrir löngu, af því að hann vildi ekki fallast á, að Rúmenar sendu meira lið til austurvíg- stöðvanna. Á það, sem nú er að gerast í Berlín og á Balkan, líla menn sem eins konar forleik að sókn Hitlers til Kankasus og suðaust- ur á bóginn. Margir sérfróðir menn hallast að því, að Hitler hafi tvennskonar markmið með sókn í þessar áttir, og hefir iðu- lega verið að því vikið. Fyrsta markið er vitanlega olíulindirn- ar i Kaukasus og yfirráðin yfir löndunum við Miðjarðarhafs- botn og þar með Suezskurðin- um, og svo að taka höndum saman við Japani, sem nú hafa þessa hættu fyrir löngu, og Bengalflóa, og munu halda á- fram sókninni vestur á bóginn. Það var dr. Koo, sendiherra Kína í London, sem benti á þessa hættu fyrir allöngu, og hafa margir herfræðingar gert hana að umtalsefni síðar, og tal- ið hana líklega, seinast Smuts herforingi, forsætisráðherra Suður-Afríku, sem flutti út- varpsræðu í gær og ræddi horf- urnar. Hann benti á, að slík sókn af Hitlers hálfu og Japana væri líklegust, og því yrði að gera ráð fyrir, að Libýa, Egipta- land, Tyrkland, Sýrland, Irak, Palestina og Iran, svo og Ind- land og Indlandshaf yrðu bráð- lega stríðsvettvangur. En, sagði Smuts, af slíkri sókn leiðir, að mikil hætta vofir yfir Þjóðverj- um og Japönum, vegna þess að. andstæðingar þeirra hafa tæki- færi til hliðarárása á þá, Banda- ríkjamenn til hliðarárása á Jap- ani og Rússar á Þjóðverja. Smuts er þess eindregið hvetjandi, að Rússum verði veitt ur sem mestur stuðningur. Það kom einnig fram í fregn- um í gær, sem raunar var áður kunnugt, að Bandaríkjamenn eru orðnir langt á eftir áætlun með að afhenda Rússum her- gögn þau og birgðir, sem þeir hafa Iofað Rússum. Hefir Roose- velt forseti fyrir skemmstu skrifað Land flotaforingja, for- manni siglingaráðsins, og for- manni stríðsframleiðluráðsins, svo og Stimson hermálaráð- herra og Knox flotamálaráð- herra og fyrirskipað, að flutn- ingunum verði hraðað og Rússar látnir sitja fyrir. Eins og kunn- ugt er hefir Roosevelt forseti æðsta vald í þessum efnum. Rússar hefja sókn á Mur- manskvíg- stöðvunum Fregnir frá Kuibysliev herma, að Rússar hafi orðið fyrri til að befja sókn á Murmanskvíg- stoðvunum, og er markmið þeirra, að koma í veg fyrir vor- sókn þá, sem kunnugt er að Þjóðverjar hafa í undirbúningi á þessum slóðum. Landlier, her- skip og flugvélar taka þátl i þessari sókn Rússa. Þeir liafa sett lið á land af herskipum og fallhlífahermenn fyrir aftan viglínu Þjóðverja, og þessu liði hefir tekizt að sprengja í loft upp brýr og skotfærabirgða- stöðvar. Rússneskar hersveitir hafa farið yfir Pitzafljótið fyrir vestan Murmansk og rekið lang- Mikil íundahöld í Vichy. Aðvörun Bandaríkja- stjórnar. Vichystjórnin er nú á stöðug- um fundum. Talið er, að funda- hcld þessi standi i sambandi við það, að Bandaríkjastjórn hefir varað Vichystjórnina við afleið- ingum þess, ef hún 1) Afhendi Þjóðverj um franska flotann, 2) Láti Þjóðverja fá kaf- bátastöðvar á vestur- strönd Afríku, 4) Sendi hersveitum Romm- cls birgðir. Því aðeins, að Vichystjórnin lofi að taka þessa aðvörun til greina vilja Bandaríkjamenn fallast á, að senda birgðir iil Afríkunýlendna Frakka. Það vekur mikla athygli. að Darlan hefir ra;tt við Laval emi á nýjan leik, en eins og kimin’gt er berst Laval fyrir algerri sam- vinnu við Þjóðverja. Stóð við- ræðan í 2 klst., en áður hafði Petain rætt við Laval. Tilkynnt var, að Lavat Iieíði óskað eftir, að viðræðurnar færi fram. Marcel Deat, öðrum kunnasta stuðningsmanni Þjóðverja i Frakklandi, var sýnt banatil- ræði i Tours 5 fyrrakvöld. Var varpað að bonum eldsprengju, cn hann sakráV ekki. Slökkti 1 ; nn sjálfur i sprengjunni og hélt svo áfram ræðunni. (Laval og Deat var sýnt banatilræði í fyrrasumar og særðust báðir og voru lengi að ná sér). an og allbreiðan flevg inn í i varnarstöðvar Þjóðverja. Þessar liernaðaraðgerðir eru enn i framkvgemd og er kunn- ugt, að Rússar senda þarna fram mikið lið, skriðdrekasveitir og fótgöngulið, stutt flugliði. Stór- skotalið tekur og mikinn þátt í bardögunum. Þá er sagt frá börðum áhlaup- um Rússa norðarlega á miðvíg- stöðvunum. Þar sækja þeir einnig fram og nota skriðdreka marga í sókninni. Á Staraya Russa svæðinu segjast Rússar hafa tekið 17.000 fanga seinasta hálfa mánuðinn. Þjóðverjar liafa nú neyðst til þess að nota liinar nýju orustuflugvélar sínar á þessum vigstöðvum, herflutn- ingaflugvélum sínum til verncí- af. Þessar orustuflugvélar — segja Rússar — munu Þjóðverj- ar ekki hafa ætlað að nota i stór- um slíl fyrr en i vorsókninni. Rússar liafa þegar skotið niður nokkurar flugvélar af þessari gerð. Á fimmtudag voru skotnar niður 15 þýzkar flugvélar fvrir Þjóðverjum og 9 rússneskar. Rússneskar steypiflugvélar og flugbátar hafa sökkt þýzkum tundurspilli og laskað annan. Frá útfðr Jóns biskups Helgasonsr. Til hægri: Fylking prestanna á Suðurgötu. Fyrir neðan: Biskupar, pró- fessorar guðfræðideildar og prestar bera kistuna úr kirkju. Asíu- og Kyrrahafs- styrjöldin. Kínverska setuliðið í Toungoo hefir fengið liðsauka. Fregnir frá Kaymyo herma, að kinverska setuliðið i Toun- goo i Birma hafi fengið liðs- auka. Hefir það hleypt nýjum kjarki i Kínverja í Toungoo, sem voru orðnir mjög að- þrengdir, en hafa varizt af fá- dæma hreysti. I gærkveldi var símað, að i yfir tvo sólarhringa hefðu Japanar gert bverl á- hlaupið af öðru á borgina, en Kínverjar Iirundið þeim ölium. Barizt er i suður-, vestur- og norður-úthverfum borgarinnar. Vestar sækja Japanir áfram norður á bóginn eftir Prome- veginum. I Yfirherforingi Breta kominn aftur frá Chungking. Það var tilkynnt i gær, að Alexander yfirforingi Breta hefði verið í Chungking til við- ræðna við Chiang-Kai-shek, en væri nú kominn aftur til Burma. i Filipseyjar. Undangengna tvo daga hafa Japanar haldið uppi stöðugum loftárásum á Corregidorvirki, en ekki orðið mikið ágengt. Loftvarnir eyvirkisins eru svo' öflugar, að flugvélarnar verða i að fljúga í mikilli hæð, og fara flestar sprengjurnar í sjóinn, en þær sem koma niður á eyna valda litlu tjóni. —- Fregn hefir borist frá Bataan- i skaga, þar sem nú eru háðar i snarpir framvarðabardagar, að Yamashita foringi Japana hafi fengið 27 daga frest til þess að gersigra Bandaríkjamenn og Filipseyinga. Takist lionum það ekki verði hann að fremja sjálfsmorð með kviðristu, eins og fyrirrennari Iians, Ilonnna herforingi. Ástralía. MacArthur yfirliershöfðingi hefir setið á fundum með ástr- alska stríðsráðinu. Quezon Fil- ipseyjaforseti er kominn til Ástralíu og hefir þar — eins og á Filipseyjum, sameiginlega aðalbækistöð með MacArthur. (Japanar tilkynntu fyrir nokk- uru, að Quezon hefði verið myrtur). Sir Thomas Blamey liex-for- ingi Ástraliumanna i Egipta- landi er nú kominn til Ásti’aliu, til þess að taka við yfirstjórn heimahei’sins undir stjói’n Mac- Artliui’S. rtsiir ir láfia! Tveir amerískir hermenn réð- ust á Andrés S'veinbjömsson, hafnsögumann, í gærkvéldi og veittu honum mikinn áverka í andliti. Atburður þessi gerðist á ti- unda tímanum í gærkveldi. Andrés var að koma út úr bíl á Grófarbryggju, en hermennirn- ir ætluðu að í'yðjast upp i bil- inn. Ýtti hann þeim frá, til þess að komast út, en þá réðust þeir á hann og börðu hann niðixr. Hlaut hann áverka á andliti, en hermennirnir lögðu þegar á flótta. Bretar reyna landgöngu I Frakklandi. Þjóðverjar tilkynna, að Bret- ar hafi reynt að. setja lið á land í Saint Nazaire í nótt. — Segj- ast Þjóðverjar hafa veitt þeim varmar viðtökur og sökkt ein- um tundurspilli, þrem torpedo- bátum og níu hraðbátum, en tek- ið 100 fanga og fellt mjög marga menn af Bretum. Gjöf til bágstöddu ekkjunnar. 15 kr. frá M. Á. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.