Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAi) Útscfandi: BSLADAÚTGAFAN VÍSIH If.F Kitstjóri: Kristján Guðlaug-sson Skrifst.: Félagsprentsraiöjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið uin frá Ingólfsstræti) Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Lágmarks krafan. jii|EÐ hverjum deginum sem líður verða kröfur sjálf- stæðismanna um lausn kjör- dæmamálsins háværari og ein- dregnari. Er sýnilegt, að flokk- urinn stendur alveg óskiflur að þessu máli. Þetta mál hefir verið á dagskrá hjá þjóðinni fram undir 40 ár og er orðið svo þrautrastt og Jiugsað, sem frek- ast verður á kosið. Mega það fullkomin undur heita, að nokk- ur flokkur skuli leyfa sér að taka uiMÍir slíkt inál sem þetta, eins og Framsóknarflokkurinn gerir nú. En það er auðséð, að málið hefir nú, gagnstætt því, sem ver- ið hefir á undanfömum árum, fengið svo öruggt fylgi innan Alþingis, að því verður eklci lengur staðið i gegn. í íyrravetur var mikið um kosningar talað, því frestunin var ekki ákveðin fyrr en á sið- ustu stundu. Þá var kjördæma- málið tekið til rækilegrar með- ferðar hér í blaðinu. Var sér- staklega gerð ítarleg grein fyrir þeirri lausn, sem Alþýðuflokk- urinn hefir gert að aðaltillögu sinni i frumvarpi því, er nú liggur fyrir Alþingi — hlutfalls- lcosningum i tvímenningskjör- dæmurn. En þótt merkilegt sé, verður ekki munað, að Alþýðublaðið tæki einu orði undir þær um- ræður, sem hér voru vaktar. Það lítur því út fyrir, að fyrir aðeins 12 mánuðum hafi lýðræðishug- ur Alþýðuflokksins ekki verið meiri en það, að hann hafi verið til með að tryggja Framsókn til fjögra ára þau forréttindi á Al- þingi, sem hún hefir að óbreyttu kosningafyrirkoinulaginu. Ein- staka maður hefir haft orð á því, að leiðinlegt væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa ekki orðið fyrstur til að bera fram frumvarp í málinu á þessu þingi. En auðvitað er ekld hægt að. gera neitt veður úr þessu. I- fyrravetur var því haldið fram alveg afidráttarlaust hér í blað- inu, að S j álf stæðisf lokkurinn gæti hvorki þá né siðar gengið til kosninga án þess að krefjast lausnar á þessu réttlætismáli. Alþýðuflokkurinn hefir nú lagt inn á þá braut, sem þá var bent á, og er vel farið. Væri ómak- legt að sakast við flokkinn nú, þótt hann hefði séð seinna að sér en æskilegt hefði verið. Aldrei hefir verið rætt eins mikið um lýðræði í heiminum og nú um þessar mundir. Við íslendingar höfum þegið vernd þeirra tveggja voldugu ríkja, er öllu fórna fyrir málstað lýðræð- isins. Ekkert gæti frekar orðið til þess að rýra okkur í augum þessara þjóða, en hik og alvöru- leysi í því, að sjá lýðræðinu borgið í verki, eftir föngum. Auðvitað má benda á það, að bæði Bandaríkin og Bretland búi við úrelt kosningafyrirkomulag. En enginn getur ætlazt til þess, að við förum að taka upp það, sem úrelt er og afkáralegt í fari þessara þjóða. Það er lika óhætt að fullyrða, að þegar að ófriðnum loknum muni kosn- ingafyrirkomulaginu í báðum þessum löndum breytt í lýðræð- ishorf. Eins og sagt hefir verið áður hér í blaðinu, munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins einliuga um þá lágmarkskröfu, að teknar verði upp hlutfallskosnigar i tví- menningskjördæmunum. Verð- ur þvi að telja að þessari kröfu sé full-borgið á Alþingi, þar sem ætla verður að allir flokkar þingsins, nema Framsókn, standi að þessari lausn. Þótt ýmsir sjálfstæðismenn séu fúsir til að ganga lengra en þetta í kjördæmamálinu, er rétt að menn geri sér þess fulla grein, livað fæst með þessari einföldu lausn. Samkvæmt úr- slitum síðustu kosninga hefði Alþýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn fengið sömu þingmannatölu með hlutfalls- kosningum í tvímenningskjör- dæmunum og verið hefði, ef állt landið hefði verið eitt kjördæmi. Hinsvegar liefði Sjálfstæðis- flokkinn vantað 2 þingsæti upp á fulla hlutfallstölu sína. Þess- vegna er auðsætt, að ef Sjálf- stæðisflokkurinn getur sætt sig við lágmarkskröfuna, geta sósíalistaflokkarnir það ekki síður. Ef kosningar fara fram i vor, verður því að telja fullvíst, að Alþingi afgreiði þetta gamla réttlætismál á þann hátt, að við megi una. a Fjölmennasta glímunámskeið hér á landi. Glímunámskeið er nýafstaðið á Bændaskólanum á Hvanneyri. Nemendur voru oftast um og yfir 40 talsins, sem telja má al- veg- fádæma þátttöku. Kennari var Kjartan Bergmann Guðjóns- son, glímukóngur íslands. Runólfur Sveinsson skóla- stjóri á Hvanneyri, sem er mað- ur mjög áhugasamur um alla iþróttastarfsemi og hefir lagt á- lierzlu á að efla íþróttir sem allra mest i skólalífinu, fékk Kjartan B. Guðjónsson til að kenna íslenzka glimu um mán- aðartíma við skólann i vetur. Hafði Vísir tal af Kjartani, sem er nýkominn frá Hvanneyri. Sagðist honum svo frá, að á- Iiuginn fyrir glímunni liefði ver- ið alveg frábær, og. miklu meiri en liann hefði gert sér nokkurar vonir um. Kenndi hami tvær klst. á hverjum degi og skifti nemendunum eftir deildum, sem ei’u tvær við skólann. Alls eru rúmlega 50 nemendur í skólan- um, og þar af tóku um 40 þeirra að staðaldri þátt i glímunáminu. í námsskeiðslok voru tvær kapp- glímur liáðar meðal nemenda. Var annað bændaglíma milli deilda, með 18 glimumenn í livoru liði, og vann yngri deild. Hitt var venjuleg kappglíma, og var þar keppt um silfurbikar, stóran og fallegan, sem nefnist „Glímubikar Hvanneyrar“, og bar Stefán Sigurþórsson sigur úr býtum. Annars eru í hópi nemendanna margir mjög efni- legir glímumenn, að því er Kjartan telur. Það er gott til þess að vita, að þessi nýbreytni skuli liafa verið tekin upp í skólalífi hér á landi, og á Runólfur miklar þakkir skilið fyrir að hafa riðið hér á vaðið. Sýnir þessi óvenjulega þátttaka það Ijóslega, að áhugi er nægur meðal íslenzku æsk- unnar fyrir þessari fallegu og þróttmiklu þjóðaríþrótt vorri, ef aðeins er eitthvað gert til þess hlúa að henni, af skólum eða af því opinbera. Kjartan telur skólabrag allan á Hvanneyri vera til hinnar mestu fyrirmyndar og skóla- stjórann mikilhæfan og rögg- saman skólamann, sem skólan- um sé ómetanlegur fengur að. Félagsheimili V. R. færir út kvíarnar. Tekiar miðhæðina I hiisi félagsins til afnota. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir nú tekið miðhæð- ina í húsi sínu, Vonarstræti 4, til afnota fyrir félagsstarf- semina, en til þessa hafði félagið aðeins haft efstu hæð hússins til þeirra<þarfa, auk eins skrifstofuherbergis á neðstu hæð. — Félagsheimili V. R. var opnað 2. októher 1940. Aðsókn liefir frá öndverðu verið mjög mikil og orðin nauðsyn á því fyrir löngu, að það færði út kvíarnar. Félagið greip þvi tækifærið feg- ins hendi, þegar ræðismanns- skrifstofur Bandaríkjanna voru fluttar úr húsinu, en þær voru á miðhæðinni, og tók liana til sinna þarfa. Tíðindamaður Vísis hafði tækifæri til þess að skoða hin- ar nýju vistarverur í gær. Her- bergjaskipun er ekki eins og á efstu hæðinni, þar sem er stór salur, auk setustofu, spilaher- hergis og stjórnarherbergis. Á miðhæðinni er allstór salur og þrjúminni herbergi, en skrif - stofa félagsins, hefir verið flutt í eitt þeirra. Salurinn er í suð- vesturhorninu, en hin herbergin tvö meðfram Vonarstræti. Verða hafðar veitingar i þeim, en dansað í salnum. Þessi nýju húsakynni verða líka leigð liinum ýmsu sér- greina-félögum innan verzlun- drstéttarinnar, sem eru oft á hrakólum með hentugt húsnæði fyrir fundi og minni háttar sam- kvæmi. Til slíkra nota eru þessi húsakynni alveg tilvalin, enda munu þau vera lofuð á hverju kveldi, eða því sem næst, langt fram í næsta mánuð. Þá mun hka ætlunin að nem- endur Verzlunarskólans, sem liafa einhverskonar bekkjafélög eftir að skólagöngu lýkur, geti komið þarna saman, svo og að Verzlunarskólaskemmtanir fari þarna fram. Þegar V.R. tók við þessu nýja húsnæði, komu frarn margar tillögur um það, hvernig ætti helzt að nota það. Ein var á þá leið, að gera salinn að „klúbb- herbergi“, með ábreiðu á gólfinu c. s. frv., þar sem fólk gæti set- ið við lestur, skriftir og því uní likt. Kvenþjóðin óskaði lika eftir að fá eitthvert herbergi, þar sem hægt væri að halda sauma- klúbb eða þvílíkt fyrir það. En það varð ofan á, að nota þetta aukna liúsnæði á þann hátt, sem hér hefir verið frá skýrt. Innan félagsins hafa komið Arsþing Slysavarna- félags íslands hafið. 1 gær hófst ársþing Slysa- varnafélags íslands í Kaupþings- salnum. Setti Guðbjartur Ölafs- son, forseti félagsins, þingið og minntist þeirra 139 sjómanna, sem hefðu farizt með ýmsu móti á s.I. ári, en þingmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísá úr sætum sínum. Tuttugu og fjórar deildir hafa sent kjörbréf fyrir 51 fulltrúa. Flestir þeirra eru komnir, en hinir væntanlegir næstu daga. Forseti þingsins er Gísli Sveinsson, alþm., en varaforset- ar Sigurjón Á. Ólafsson og Sig- urjón Jónsson. Ritarar eru Bárður Jakobsson og Sæmund- ur |Ólafsson. Þá voru kosnar, fjárhags-, slysavarna-, skipulags-, laga- og allsher j arnefndir. Annar fundur þingsins hófst laust eftir hádegi í dag. fram raddir um það, að það þyrfti að stofna mötuneyti fyrir verzlunarfólk, en það er ekki hægt eins og húsakosti er nú háttað, því að eldhúsin mundu ekki geta annað því, eins og þau eru nú útbúin. En ekki þarf að efast um það, að slíkt mötu- neyti yrði vinsælt, ekki sízt að sumarlagi, þegar heimilisfeður eru margir einhleypir í bænum meðan fjölskyldur þeirra eru uppi í sveit. I veitinganefnd V. R. eru þeir Egill Guttormsson, Guido Bern- höft og Ásgeir Bjarnason, en ráðskona félagsheimilisins hefir Ragnheiður Bjarnadóttir verið frá upphafi. — Vegna þessa aukna húsnæðis heimilisins hef- ir þrem stúlkum verið bætt við starfsliðið, svo að þær eru nú alls átta. flokki varð í. R. efst í fyrra en Valur er hættulegur keppinaut- ur. I 2. flokki keppa Ármann og Haukar um efsta sætið. Loks fer fram leikur í meistaraflokki milli Hauka og K. R. Sá flokkur, sem tapar, fer niður í 1. flokk. I gærkveldi fóru fram, tveir leikir í 2. flokki. K. R. sigraði Val með 13:11 og Víkingar sigruðu F. H. með 9:7. Handknattleiksmótið, !ÍSti ■ t 11 I 1. og 2. fl. á morgun. Úrslitaleikirnir í Handknatt- leiksmótinu fara fram í kveld kl. 9 og á morgun kl. 3. — I kveld keppa Valur og Vík- ingur til úrslita i meistaraflokki. Valur er meistari, en lið Vík- ings er sterkt, svo að búast má við fjörugum leik. Auk þess keppa Ármann og F. H. í 1. flokki og K. R. við Vík- ing og Ármann við í. R. í 2. flokki. Á morgun keppa 1. R. og Val- ur til úrslita í 1. flokki. í þeim Aðalfnndar Aarðar. Landsmálafélagið Vörður hélt aðalfund sinn í gærkveldi í Kaupþingssalnum. Ámi Jónsson frá Múla, for- maður félagsins, hóf umræður um kosningarnar og kjördæma- málið, er hann hafði gefið skýrslu um félagsstarfið. Urðu fjörugar umræður og tóku þess- ir menn til máls: Hannes Ólafs- son, Sigurður Kristjánsson, Gísli Jónsson, Jón Pálmason, Sigbjörn Ármann og Ólafur Þorvaldsson. Hin nýja stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður Stef- án A. Pálsson og meðstjórnend- ur Andrés G. Þormar, Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Guð- jónsson, Gísli Jónsson, Kristinn Kristjánsson og Guðbjartur jÓl- afsson. Varamenn eru Einar Ás- mundsson, hrm., Gunnar E. Benediktsson og ,ÓlAfur Þor- varðarson. Ólafur Ólafsson og Ásmund- ur Gestsson voru endurkosnir endurskoðendur. Handhæg bók. Isafoldarprentsmiðja h/f. hefir gefið út vaxtatöflu, er sýnir vexti af fjárhæðum yfir lengri e'Sa skemmri tíma. Þetta er mjög hand- hæg bók fyrir öll verzlunarfyrir- tæki og yfirleitt alla þá, sem ein- hver viðskipti hafa með höndum. Verzlunarráð Islands ver 30 þús. kr. til húsbyggingar Frá aðalfundi Verzlunarráðsins. í fyrradag var aðalfundur Verzlunarráðs fslands haldinn, og hófst hann með ræðu HallgrímsBenediktssonar, stórkaupmanns, en hann er formaður Verzlunarráðsins. — - % a’ra’r í ræðu sinni ræddi Hallgrímr ur öll þau breyttu viðhorf íverzl- unarmálunum, sem skapazt hefðu á síðastliðnu ári, einkum við endurskoðun brezk-íslenzka verzlunarsamningsins og við samninginn við Bandaríkin. Benti ræðumaður á þá miklu erfiðleika, sem verzlunin væri háð, viðskiptin við Bretland hefðu með hverjum deginum reynzt örðugri, og þær glæstu vonir, sem menn hefðu alið í brjósti, um góð og greið við- skipti við Bandaríkin, hefðu til þessa alls elcki rætzt. Taldi hann brýna nauðsyn vera til að tryggja innflutning nauðsynja- vara frá Ameríku, því hætta væri á, ef hernaðaraðgerðir hörðnuðu, að innflutningur þessara vara stöðvaðist alveg. Yrði rikisstjórnin að láta þessi mál til sín taka hið skjótasta, til að tryggja nægilega aðdrætti nauðsynja til landsins. herra flutti ærindi um viðskipti íslendinga við Breta, en Björn ,Ólafsson stórkaupmaður um viðskiptasamning íslands og Banidaríkjanna. Lagði Björn á það áherzlu, að innflytjendur reyndu að fá vörur frá Ameriku án aðstoðar viðskiptanefndar- innar, en takist það ekki, skyldu þeir leita aðstoðar hennar. Fjárhagur Verzlunarráðsins hefir aldrei verið jafn góður og nú. Og í tilefni af 25 ára starfs- afmæli Verzlunarráðsins í ár, var samþykkt að leggja 30 þús. kr. í húsbyggingarsjóð. Stjórnarkosning fór þannig, að þeir, sem fara áttu úr stjórn- inni að þessu sinni, en það voru þeir Haraldur Árnason, Jóhann Ólafsson og Magnús Kjaran, voru allir endurkosnir. Vara- menn voru kjörnir: Eggert Kristjánsson, Ragnar Blöndal og Sigurliði Kristjánsson. Fundarstjóri var Eggert Oddur Guðjónsson skrifstofu- Kristjánsson en Helgi Bergs Ameriku- sigling Sjómaður óskar eftir plássi sem timburmaður á ís- lenzku skipi í Ameríku- siglingum. -- A. v. á. — 1-3 herbCTgi með eldhúsaðgangi eða eld- unarplássi óskast strax eða 14. maí. Góð umgengni. Skil- vís greiðsla. — Uppl. i sima 3659. Sigurlína Bjamadóttir, frá Flatey. Nýkomið mikið úrval af sumarkjóla- efnum, kápuefnum, gardina- efnum, ullargarni, ullarsokk- um, silkisokkum og karl- mannasokkum. V ef naðar vöruverzloniit. Týsgötu 1. DISTEMPER margir litir. *■ Drummer litír í öllum litum Smjörhúsið IRMA Hafnarstræti 22. stjóri lýsti störfum stjórnar Verzlunarráðsins á liðnu ári. Pétur Benediktsson sendi- fundarritari. Á fundinum var Iátinna félagsmanna minnst. NÝKOMH) rdlnlni sivonl o.íl. ii Sími 1116 og 1117. rnTV? am Esja1 99 fer n. k. þriðjudagskvöld í hraðferð til Akureyrar með viðkomu á Patreksfirði, ísa- firði og Siglufirði i báðum leiðum. Tekið á móti vörum á Akureyri og Siglufjörð á mánudag og á ísafjörð og Patreksfjörð meðan rúm leyfir fyrir hádegi á þriðju- dag. Pantaðir farseðlar ósk- ast sóttir á mánudag, annars seldir öðrum. Efcadio grrammófónn til sölu. A. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.