Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 28.03.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR Dr. Guöm. Finnbogason: Vér einiv* vitiim 44 55 slenzkir myndlistarmenn virðast vera að hefja sókn á öllum vígstöðvum gegn Menntamálaráði. Þess er getið í flestum blöðunum með mikilli viðhöfn. Jón í Blátúni liefir fundið ástæðu til að skýra frá hin- um prúðmannlegu viðtökum, er hann veitti Mennta- málaráðinu á dögunum, er hað kom að fyrirfram fengnu.leyfi til að líta á mypdir hans. Jóhann Briem, formaður Bandalags íslenzkra listamanna, skýrir fyrir blöðunum óánæg ju myndlistarmannanna og hvað þeir setlist fvrir, „Nýtt dagblað“ froðufellir, vitnisburðir ríkisbókara og fjármálaráðuneytisins ganga á víxl, alls konar kviksögur fljúga um bæinn. Mikið stendur til. Eg geri ráð fyrir, að Mennta- raálaráð taki á sinum tima á- kærur myndlistarmannanna til athugunar, þegar þeir hafa rutt ár sér því, sem þeir bera fyrir brjósti, og skal því ekki víkja að sannleiksgildi þess, sem fram er komið i fyrstu lotunni. En með þvi að eg á sæti í Mennta- raálaréði og hefi nokkuð hugs- að þetta mál, vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum um upptökin að þessari árás mynd- listarmannanna á Menntamála- ráð og meginatriðið i rökfærslu þeirra, en eg tala hér aðeins fyr- ir sjálfan mig, og aðrir Mennta- málaráðsmenn bera enga ábyrgð á orðum mínum. Samkvæmt frásögn mynd- listarmannanna sjálfra eru upptökin þau, að þeir vilja „að Menntamálaráð hafi sér við hlið listfróða menn til þess að vera þvi til leiðbeiningar i listaverka- kaupum þess“. Lögum samkvæmt ber Menntamálaráði engin skylda til sliks. En mér fyrir mitt leyti virðist þetta vera æskilegt og hefi fyrir nokkurum árum látið J)ó skoðun í ljós á prenti og oft munnlega síðan. Eg held líka, að Menntamálaráði hefði ekki v«ið þetta óljúft, ef til þess hefði fengizt maður, sem lista- menn og almenningur bæru traust til og gæti unnið með Menntamálaráði. En 20. febrúar 1941 skrifuðu myndlistarmenn Alþingi erindi, sem var ákæra á hendur Menntamálaráði, þar sem því var borin á brýn alger vanþekk- ing á list, margs konar yfirsjón- ir, sem það átti enga sök á, og þvi eignaðar hinar fáránlegustu skoðanir og viðleitni. Þetta er- indi birtist m. a. í Morgunblað- inu 7. maí 1941. Menntamála- ráð svaraði stutt og hóglega helztu staðleysum erindisins, i Morgunblaðinu 20. maí. Mynd- listarmennirnir tóku svo aftur til miáls í sama blaði 22. maí. Menntamálaráðið athugaði greinina, en þótti ekki ástæða til að svara henni, af því að það Ireysti dómgreind almennings til að sjá, hvers virði hún væri. í erindi myndlistarmannanna 14 voru nokkrar setningar, sem eg ætla að leyfa mér að til- greina orðrétt og athuga nokkru nánar: „Myndlistarþekking þeirra manna, er voru í Menntamála- ráðinu, og síðan hafa verið þar, var af svo skornum skammti, að helzt mætti líkja við ef ólæs- ir menn hefði á hendi lcaup handa Landsbókasafninu.“ Þá eru ráðamenn þjóðarinnar beðnir að gera sér ljóst, „hve miklar kröfur verður að gera til listaþroska þeirra nlanna, sem ráða yfir þessum málefn- um. Til þess að fullnægja þeim kröfum er ekki nóg að hafa komið nokkrum sinnum á lista- söfn út í Evrópu.“ Og loks er bent á listamennina sjálfa, „sem eru þeir einustu menn hér ó landi, sem færir eru iiin að gera greinarmun góðs og ills í mynd- list.“ Þettá eru nökkurn veginn skýr og skilmerkileg orð og það þvi fremur sem vér höfum heyrt eitthvað svipað áður. Eða hvaða munur er á þessu og hin- um góðkunnu orðum einvalds- konunganna gömlu: „Vér einir vitum —“? Að dómi myndlist- armannanna 14 er enginn mað- ur í þessu landi, sem kann grein- armun góðs og ills i myndlist, nema listamennirnir sjálfir. Hafa þá allar myndirnar, sem einstakir inenn og listasafn rík- isins hafa keypt af þeim, verið valdar af hreinni fáfræði, í blindni? Hef- ir mönnum þá ekkert farið fram í mati á gildi myndlistar þau 40 ár, sem islenzkir mynd- listarmenn hafa starfað hér? Og er þá nokkur von um, að árang- urinn verði betri næstu áratug- ina? Hvaða menningargildi hef- ir þessi list fyrir aðra en lista- menriina sjálfa, ef enginn getur lært að greina þar gott frá illu, nema hann gerist listamaður sjálfur? Á þjóðin að lialda uppi myndlist í landinu af tómum hégómaskap, til þess að liafa á veggjum sínum hluti, sem fram- leiðendurnir sjálfir að vísu segja lienni að séu góðir en hún fær ekki sjálf séð, hvort göðir eru eða illir, fagrir eða ljótir? IJvaða gagn væri að þvi fyrir al- menning að gefa út bækur, ef enginn gæti lesið þær eða lært að lesa þær, nema hann yrði sjálfur rithöfundur. En þessi kenning myndlistar- mannanna 14 riður í bág við reynslu og heilbrigða skynsemi. Enginn neitar því að vísu, að myndlistarmenn standa betur að vígi til þess að dæma um myndlist en hinir, sem ekki iðka þá list sjálfir. Svo er um alla tækni. „Sjá smiðsaugu“, segir máltækið, og það er oftast satt, en það sannar ekki, að eng- ir aðrir en smiðir geti séð eða lært að sjá, hvort hlutir eru vel gerðir og fagrir eða ekki. Eg býst við, að málarar þykist geta séð, hvort fjall eða sólarlag er fagurt eða ekki, þó að þeir hafi ekki skapað það sjálfir. Ef eng- inn gæti dæmt um verk, nema hann gæti unnið það sjálfur, stæði almenningur varnarlaus gegn hverjum Kaupa-IIéðni, er færi með smiði: „Hann er maðr skapillr ok margmæltr — þykk- ist einn vita alt. Hann relcr aftr kaup sín oftlega og flýgr á menn, þegar eigi er svá gert, sem hann vill.“ Sannleikurinn er sá um mynd- list sem annað, að vit og smekk- ur þróast af athugun, ást og umliugsun, og stig þroskans verða óteljandi frá hinu lægsta til hins hæsta, en enginn er al- gjör. Þess vegna hefir listin mikið og veglegt hlutverk að vinna, að opna stöðugt augu manna fyrir nýrri og áður ó þekktri fegurð. Og reynslan sýnir, að fjöldi manna getur lært að s'já og finna þá fegurð bess að verða listamenn sjálfir, þó að það taki tíma. Nefna mætti dæmi um fjöhnarga listasöguhöfunda og forstöðumenn listasafna, er voru taldir ágætir listdómarar án þess að vera sjálfir lista menn. Hins vegar sýnir listasag- an, að margir myndlistarmenn, sem þóttu góðir á sinni tíð, kunnu ekki að mela nýjar stefn ur í list samtíðarmanna sinna og útilokuðu frá sýningum, er þeir sjálfir réðu, menn, er síð- an urðu lieimsfrægir snillingar, og þá voru það stundum leik- menn í listinni, er sáu betur fram í tímann. Það er því mikill vandi að á- kveða, hverjum fela skal for- sjá í þessum efnum. Hin milda grimmd við „frístundarmálar- ana“, sem kom fram í skrifum myndlistarmanna 14 árið sem leið, hefir gert mig hikandi um það, hvort þessum 14 ágæíu listamönnum vorum væri trú- andi til að annast allan nýgræð- ing myndlistarinnar hér á landi, því að eg er ekki viss um nema einhver þeirra kunni að hafa verið „frísturidarmálari“ ein- hvern tíma á æfinni. Um hæfileika Menntamála- ráðsmanna til að velja lista- verk, skal eg endurtaka það, sem Mennlamálaráðið sagði i svari sínu til myndlistarmann- anna 14, að það þvkist eiga réít á að vera dæmt eftir þvi, hvern- ig þau myndlistarverk eru, sem það hefir keypt. Lægi þar ef til vill næst, að þessir 14 myndlist- armenn greiddu fyrst atkvæði um það, liver af þeim verkum, sem Menntamálaráð hefir keypt af þeim sjálfum, þeir telja mis- ráðið að velja til safsins. Ef þeir muna ekki, hvaða verk það erU, geta þeir fengið vitneskju um það hjá ritara Menntamálaráðs. En um það, að taka einhvern þeirra fyrir ráðunaut um kaup listaverka, þá verð eg fvrir mitt leyti að lýsa yfir þvi, að eg er orðinn of gamall til að gerast myndlistarmaður og get því, að þeirra dómi, ekki fremur dæmt um listaverk en ólæs maður um bók. Á þeim grundvelli getur engin samvinna átt sér stað. Eg mun því, meðan eg er 1 Mennta- málaráði, reyna að bjargast við þá skímu, sem eg þykist sjá, og hlita svo dómi framtíðarinnar um það, hvernig valið hafi tek- izt. HÖFUM FYRIRLIGGJANDI: HE88IAW, 50“ os W BINDIGARN og SAUMAGARN. KOLA- og SALTPOKA, G0TUP0KA. «4 Ólafup Gfslason Co. h.f. Sími 1370. $I«ÍLI1«CÍAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip i förum. Tilkynningar um vöm- sendingar sendist Cnlliford «& Oark i.m. BRADLEYS CHAMRERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Iliíiiiiæður x Hafið þér veitt því athyglí, að MW Ulindoui Spray er bezti hreinsilögurinn á hverskonar gler og spegla? Fæst í næstu verzlun. Heildsölubirgðir: H. Benediktsson & Co. REYKJAVlK. íiðvorun lii itlemliiip Samkvæmt fyrirmælum fra 16. okt. 1937 um fram- kvæmd eftirlits með útlendingum, eru allir útlendingar, sem dvelja hér á landi, alvarlega áminntir um að til- kynna viðkomandi lögreglustjóra eða sýslumanni bú- staðaskipti er þeir flyt ja úr einu lögsagnammdæmi í annað, svo og bústaðaskipti innan lögsagjiarumdæmis. Þeir, sem br jóta gegn þessu verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum. Reyk javík, 26. marz 1942 Útlendingaeftirlitíð. Höfum fengið mjög smekklegt úxval af 13 «§: 6 manna kaffiitdlnm 8m|örhúiið IRHA Hafnarstræti 22 Kanpiý§lnmenn Hver einasti maður, sem hefir með höndum kaupsýsla, verzlunarstörf eða viðskipti, þarf að eiga vaxtatöflu, sem sýnir vexti af fjárhaeðum í lengri og skemmri tíma. Slikar vaxtatöflur hafa um iangan tima verið notaðar í bönkum og á skrifstofum stærstu verzlunarfyrirtækja, en þæi’ eru jafn nauðsynlegar fyrir alla, sem viðskipti hafa með höndum. — í bókinni eru reiknaðir lit vextir 4, AVs, 5, 5%, 6, 61/á, 7 og 7af ÖII- um upphæðum, frá einum degi upp i eilt ár. Bókin er bundin í sterkt band og höggið úr fyrir hverjum vaxtaflokki, Nókkrar bækur eru til í bókaverzlunum. FIMLEIKAMÚT fyrir skólanemendur verður liáldið i íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar dagana 30.—31. marz og 1. april 1942. Mótið hefst mánudaginn 30. marz kl. 16.30 og verður þá ein- göngu fyrir hoðsgesti. Áframhaldandi sýningar fyrir almenn- ing verða sem hér segir: Mánud. 30. marz kl. 20,30 — þriðjud. 31. marz kl. 10, kl. 13 og kl. 20,30 — miðvikudaginn 1. april kl. 13 og kl. 20.30. - Alls sýna um 1000 nemendur úr 13 skólum. . Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta að hverri sýningu tvær krónur fyrir fullorðna og eina kr: fyrir börn. - Aðeins fyrir íslendinga! STJÓRN ÍÞRÓTTAKENNARAFÉLAGS ÍSLANDS. Það tilkynnist liérmeð vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Stefán Ingimundarson Borgarnesi, andaðist 23. þessa mánaðar. Kveðjuathöfn, fer fram frá frikirkjunni i Reykjavík, mánudaginn þ. 30. þ. m. kl. 6 e. h. Jarðsett verður að Borg á Mýrum, miðvikudaginn 1. april. María Tómasdóttir. Jarðarför mannsins mins, föður og lengdaföður okkar, Árna Þórðarsonar sem andaðist 21. marz, fer fram frá dómkirkjunni mánu- daginn 30. marz og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Fjölnisvegi 20, kl. 2% e. li. Anna Þórðardóttir, Sigríður og Einar Guðmundsson, Guðný og Kristján Guðmundsscm. Innilegar þakkir við andlát og jarðarför sonar míns, Ingibergs Jónssonar Ólafía Nielsdóttir, Lokastig 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.