Vísir - 24.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 24.04.1942, Blaðsíða 3
VlSIR RIEGEL vinnnvetlÍDgrar FYRIRLIGGJANDI. Ólaíur Gíslason & Co. Sími: 1370. Motur Plötui* KLASSISKAR OG NÝTlZKU teknar upp í gær. Kennslunótur SÖNGNÓTUR o. fl. o. fl. m|óð£æraliúsið Kaupmenn og kaupfélagsstjórar. Við eigum á lager og höfum tryggt okkur i Englandi talsvert af vefnaðarvörum, búsáhöldum, ritföngum, pappírsvörum, leð- urvörum, smávörum o. s. frv. Þessar birgðir verða ef til vill seinustu birgðirnar sem fáanlegar verða frá Englandi, þar eð algert útflutningsbann er þegar komið á fjölda af þeim vöru- tegundum, sem við eigum á lager, eða erum að fá. Við bjóðum yður að tryggja yður hluta af birgðum okkar, gegn hagkvæm- um greiðsluskilmálum ef þér óskið ag meðan birgðir okkar endast. Sölumenn okkar og afgreiðslufólk mun aðstoða yður við innkaupin. '• Heildv. Guðm. H. Þórðarsonar. SÍMAR: Skrifstofa 5815 — Lager 5369. Sálumessa MOZARTS Eins og- kunnugt er, verður ( bæjarbúum um þessar mundir i gefinn kostur á að hlýða á eitt fegursta verk á sviði kirkju- legrar sönglistar — en það, er ,,Requiem“*) eða „Sálumessa“ eftir W. A. Mozart. Verður hún flutt í iríkirkjunni undir stjórn dr. Urbantschitsch. Suma les- endur mun, ef til vill, langa til að vita lítið eitt um þau ein- kennilegu atvik, er leiddu til þess, að messan varð til — og varð til með þeim hætti, sem raun er á. Æfi Mozarts var stutt. En á þeim 35 árum, sem lionum voru veitt til dvalár í þessum heimi, afkastaði bann furðulega miklu. Svo virðist, sem örlögin liafi i Mozart þjappað saman meiri starfsorku og lífsreynslu á fóeinum áratugum, en flest- um öðrum mönnum hlotaast á heilum mannsaldri. Sem drenghnokki samdi hann fyrstu óperurnar sinar—á blómaskeiði lifsins, dánarárið 1791, gekk hann frá þeim síðustu. Og sama árið vann hann að „Sálumess- unni“, sem honum varð þó ekki leyft að fullgera. — Saga hennar er, í sluttu máli, á þessa leið: Sumarið 1791 sendi ^reifi einn, Walségg að nafni, ráðs- mann sinn til Mozarts — án þess þó að láta nafns síns getið. Spurðist liann þar fyrir, hvort og með hvaða skilmálum Moz- art vildi semja lianda sér músik við latneskan sálumessutexta. Mozart hugleiddi málið og varð við tilmælunum. Ritlaun voru honum greidd fyrirfram, hins- vegar treysti Mozart sér ekki til þess að binda sig við ákveðinn tima til að afhenda verkið.1— Seinna hefir komið i ljós, að Walsegg greifi hafði pantað messuna til minningar um hina látnu konu sína. Var hann söng- hneigður en ekki að sama skapi ráðvandur maður, er hafði þann sið að flytja verk ýmissa tónskálda á heimahljómleikum hjá sér — og telja sig sjálfan höfund þeirra. Slíkt var reynd- ar ekki eins dæmi á þeim tímum og myndi varla hafa vakið at- hygli manna, ef dauðinn hefði ekki fyrr en varði, skipað Moz- art að leggja pennann frá sér. — Sumarið leið, áður en Mozart gat fengizt við hið nýja verk- efni. En á því tímabili samdi hann m. a. óperuna „Titus“ (á 18 dögum!) og lauk við „Töfra- flautuna“. Síðan fór liann að vinna að „Sálumessunni“. Heilsu hans var þá þegar farið *) Nafnið „Requiern“ er fyrsta orðið i messutextanum: „Requiem æternanr — — “ — „Eilífa hvíld----“. að hnigna. En jafnvel þegar sótt- hitinn hafði náð tökum á hon- um, héll hann áfram að skrá tónmyndir messunnar, sem átli eftir að verða hans sálumessa i orðsins fyllstu merkingu. : Nokkrum dögum fyrir andlátið lét hann vini sína syngja fyrir j sig kafla úr henni og stjórnaði sjálfur söngnum (sjá myndina). Einn af nemendum meistar- ans var tónskáldið Sússmayer. Hafði hann áður fvrr aðstoðað Mozart við ritstörf. Nú varð liann hans „liægri hönd“. Moz- art ræddi við Sússmayer músik „Sálumessunnar“ eða „upp- drælti“, ef svo mætti að orði komast, mjög ítarlega. Mun hann hafa fundið, að lionum yrði ekki unnt að fullgera hana. Mozart lézt, eins og menn vita, 5. desember, og- var jarð- aður í fátæklingagröf á kirkju- garði Vínarborgar. — Walsegg greifi, sem hafði þegar nokkr- úm sinnum gert boð eftir messu „sinni“, fékk handritið skömmu síðar. Hefir hann að líkindum verið hinn ánægðasti, en hann vissi ekki, að hluti þess var rit- aður af Sússmayer, lærisveini Mozarts, en ekki af meistaran- um sjálfum. Var því þannig farið, að Koilstansa, kona Moz- arts, hafði látið Sússmayer fylla í eyðurnar til þess að fullnægja samningnum á milli Mozarts og Walseggs greifa.*) „Sálumessan“ var þó flutt opinberlega þegar árið 1792 undir Mozarts nafni, en „tón- skáldið“ Walsegg hvarf af sjón- arsviðinu. Af sendibréfum Konstönsu, Sússmayers og annara er ekki einsætt, hversu mikið Súss- mayer á i hinum ófullgerðu þáttum messunnar — og hversu mikið hann skráði eftir ná- kvæmum bendingum liins látna meistara, enda deila fræðimenn um það enn þann dag í dag. Flestir, þar á meðal Rruno Walter, sem er frægur fyrir túlkun sína á verkum Mozarts, eru þó þeirrar skoðunar, að andi Mozarts riki í þessum þáttum ekki síður en í hin- um — að fáeinum stöðum qnd- anteknum, enda dr. Urbantsch- itsch sjálfur á því máli. Hér er ekki rúm til þess að rökræða þetla efni. En hvað sem menn kunna að álita í einstök- um atriðum, þá er víst, að flutn- ingur ,,Sálumessunnar“ hér i Reykjavík verður viðburður í músiklífi bæjarins — og væri æskilegt, að sem flestir gætu sótt hljómleikana í frikirkj- unni. Róbert Abraham. *) Hluti af „Lacrymosa“, enn- fremur „Sanctus“, „Benedict- us“ og „Agnus Dei“. Mokkra vana ' ílatniiig:§nienn vaiilai* á togara frá llafnarfirði Uppl. í síma 9111. Regnkápur (á börn og unglinga) Regnslár á 6.80. IÍHZLC? Grettisgötu 57. Illtimiiiii frá húsaleigrnntBfnd A5 gefnu tilefni og vegna mikilla anna hjá nefndinni vill húsalei^unefntí vekja athygli almennings á því9 ad þýðingarlaust es* fyrii* leignsala, sem eignast kafa lihseigniF eftir 8. sept. f.á. og sagt liafa. upp ieigu á íbixdafhúsnædi í Msum frá 14 maí n.k. ad telja, aö leita viöurkenningar nefndarinnar á gildi slíkra uppsagna. Húsaleigunefndin í Eeykjavík. » TÍlli,VllllÍlBg frá húsaleigunefnd. Að mapg-gefnu tilefni vill kúsaieigunefnd taka fram að nefndarmenn og pit- ari nefndapinnar geta alls ekki sint viðtölum út af húsnæðismálum utan bins reglulega viðtalstíma, en hann er, eins og að undan- förnu, hvern mánuðag og miðviku- dag ki. 5-7 e. h. i bæjarþingsstolunni 1 hegningarhúsinu. Húsaleigrunefndin í Ile^kjavík. ¥élatvi§tiir Nlippfélagið Móðir okkar, Ólína Bjarnadóttir frá Hallbjarnareyri, andaðist í dag, 24. apríl. Böm hennar. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu Wuttekningu við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar og sonar, Kjartans Gunnlaugssonar kaupmanns. Margrét Gunnlaugssora og börn. Ingveldur Kjartansdóitir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.