Vísir - 24.04.1942, Blaðsíða 4

Vísir - 24.04.1942, Blaðsíða 4
VÍSIR Gamla JBíó (The Ghost Breakers) Amerísk kvikmynd með BOB HOPE og PAULETTE GODDARD. Börn innan t2 ára fá ekki aðgang. Sýud kl. 7 og 9. FRAMHALDS SÝNING kl. SVz—6Yz: Dýrlmgurinn (The Saint in Palm Springs) með GeoE-go Sanders. Viitir yQur etti? Motrley purestíkisokka, — silkisokka, . — ullarsokka, — bómulíarsokka, — Handkíæði, Borðdálca. Vi'ð höfum þetisar vörur og fjölda margt annað, sem yð- sir vantar. Komið, skoðið og kaupið. PerluiibiiðÍBi Vesturgötu 39. i$- Við seljurn næstu daga ca. 100 model-kjóta með tæki- faa-isverði.-- Komið — skoðið og kaupið vður fagran kjól. SporívorierOii Hverfisgötu 50. Viniar iður itti Morley purestlkisokka. — silkisokka, — ullairsokka, — bóniiiiiillarsokka, — Hamdklæði, — Borðduka. Við höfuni þéssar vörur og fjöída margt annað, sem yður vantar. Komið, skoðtð og kaupið. Wsir • iasisin Laugaveg 8. Reykjavíkurannáll h.f. Revýan llalló! Amerika Sýning i kvöld kl. 8.30 Aðgöngumiðasala í dag ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA í VES£! fsienzk frímerki keypt hæsta verði alla virka daga frá 5—7 e. h. Gísli SigouriJíðmsson Hingbraut 150. S.G.T. DANSLEIKUR í kvöld í G. T.-húsinu kl. 10. — Eldri og' yngri dansarnir. Hljómsveit S. G. T. — Aðgöngumiðar frá kl. 3 V2. Sími 3355. Kristin trú og höfundur hennar. Eftir Sigurð Ein- arsson dósent. Svo nefnist nýútkomin bók eftir síra Sigurð Einarsson dó- sent. Höfundur getur j>ess í eft- irmála bókarinnar að hún sé rituð upp úr tveim köflum rit- gerðar þeirrar, er hann samdi í samkeppnisprófi um dósents- embætti við Háskóla íslands haustið 1936. Bókinni skiptir höfundur i þrjá kafla, er fyrsti kaflinn um fagnaðarerindið, annar um Drottin Krist, þriðji um gömul spor. — Við lestur þessarar bókar verður þap augljóst, að sumt er þar þanmg, að það mun falla guðfræðingum með ólíkum skoðunum þvert um geð. En liáskólakénnari getur ekld átt samleið nieð þeim sem ern bundnir dauðum bókstöfunum, eða þeim sem taka allar svokall- aðar rannsóknir á andlega svið- inu fullgildar. Einhversstaðar þar á milli verður að vera vegui' þeirra, sem við háskóla kénna. Hvernig sira Sigurði tekst að feta þann veg er bezt fyrir menn að ganga úr skugga um með því að lesa þessa hók haná. Á hls. 114 segir höfundur: „Annars verður það aldrei nóg- samlega tekið fram, að um alll það, sem viðkemur innra per- sónulégu lífi Jesú, erum vér í miklum vafa og óvissu. Þar eru dulardjúp, sem íorvell' er að kanna, víddir, sem venjulegri mannlegri hugsun er örðugt um að kafa. Auk þess eru heimild- irnar fáorðar og langar aldir Iiðnar. Vér verðum að álykta af líkum. En það er allcunna að á- lyktanir vorar um sálarlíf manna geta verið æði hæpnar, þó að Ijósari og fyllri heimild- um sé á að byggja, og þö að um smábrotnari persónuleilca sé að ræða, en Jesús var“. Það er einmitt þetla, að enn í dag erum vér allir of veikir í slcilningnum á Jesú og orðum hans, og enn í dag getur því enginn tekið sér það dómsvald, (sem honum þar að auki ekki her), og kveðið upp það eina og óskeikula í ýmsum vandamál- um trúarlífsins, þar verður því fyrst og fremst dýrmætust „sú djúpfærna nærgætni sem ein- lcendi mál Jesú livort sem hann álti orðastað við Farisea og skriftlærða eða umkomulausa syndara og smælingja,“ sbr. bls. 171. Eg þykisl viss um, að þessi bók sira Sigurðar verði ört ,keypt og lesin, bæði af prestum og ölluin þeiin sem fylgjast vilja með málefnum trúarlífsins. Höfiindurinn er nýlega orð- inn kennari við Háskólann og því eðlilegra er að almenningur kynni sér skoðanir lians og framsetningu í þessu þýðingai'- mesta máli lífsins. Höfundur- inn er lcunnur að ritsnilld og mælsku og ber bókin þessara liæfileika sterkan vott. Hún er rituð af djúpri alvöru og ein- lægum rannsóknarvilja og er í alla staði hin eigulegasta. Jón Thorarensen. Framnýáll. Eftir dr. Helga Pjeturss. Sem hetur fer væri það lík- lega ofsagt; að því merkilegri sem, einhver hók sé, þvi minni vinsældir hljóti hún jafnan i fyrstu, og svo á hinn veginn þær, sem ómerkilegastar eru. En þó Iiefir reynslan of-oft farið í þessa átt, og má í því sambandi nefna rit dr. Helga Pjeturss, því að þótt þau liafi vakið athygli ýmsra og. aðdáun og traust fá- einna, þá er langt frá, að þau hafi hlotið það fylgi, sem vert var og æskilegt liefði verið. Eins og liinar fyrri bækur dr. Ilelga, Nýall og Ennýall, er þessi nýja bólc hans, Framnýall, safn ýmsra ritgerða, og hafa sumar þeirra sést áður á prenli. En meirihluti bókarinnar, og þar á meðal sumar aðalritgerðirnar, Iiefir ekki áður komið fyrir al- mennings sjónir. Má þar til nefna fyrs.tu ritgerðir bókarinn- ar „Mikilleiki lieimsins og lífið“, „Björgun mannkynsins“, „Saga Jesú“ og fleiri. Er í ritgerðinni „Mikilleiki heimsins og lifið“ á mjög ljósan hátt gerð grein fyrir mikilleik stjörnuheimsins og því, hvernig það væri beint framhald af að eðlisfræðin, og siðar efnafræðin, fóru að ná til stjarnanna, að nú fari líffræðin, fyrir aukna þekkingu á sjálfum manni, að ná einnig til þeirra. I rilgerðinni „Björgun mann- kynsins“, sem er lengsta og ef til vill merkasta ritgerð bókarinn- ar, segir höfundur meðal annars frá merkilegri reynslu sinni, skínandi verum, guðum, sem birtust honum, og einnig látnum snillingum héðan af jörðu. í rit- gerðinni „Saga Jesú“ er saga þessa mikla trúarleiðtoga, Jesú frá Nazaretli, i fyrsta sinn slcoð- uð þannig af náttúrufræðingi, að augljóst má heita, að liún sé i aðalatriðum sönn, og þó merki- legri en jafnvel noklcur guð- fræðingur hefir látið sér koma í hug. 1 Annars væri þýðingarlítið að reyna að rekja efni hverrar einn- | ar ritgerðar í bókinni. Slíkt yrði ! oflangt mál, og gæfi þó áðeins ófulllcomna hugmynd. Er vikið að mörgu í bókinni og þykir mér líklegt, að í framtiðinni megi sumt verða að drögum til sérstalcra vísindagreina. Vil eg þar einkunx benda á ritgerðina „Höfundarmark á íslendinga- sögum“. Get eg elcki betur séð, en að aðferð sú, sem höfundur nefnir þar, og hefir notað til að finna liöfundarmark Snorra Sturlusonar á Egilssögu, og einnig er sagt af í Nýal, sé gott dæmi um slcarpleik höfundar og vit, þó að enn hafi þeir ekki fært sér hana í nyt, sem verið hafa að rannsaka þessi efni. En það sem mestu skiptir og lílca er aðalefni þessarar nýju bókar dr. Helga, svo sem og hinna fyrir bóka hans, er kenn- ingin um lífsambandið milli stjarnanna. Verður ekki ofsög- um sagt af því, live þýðingar- mikil sú kenning má verða og hve mikið ríður á því, að sú þekking, sem höfundur ber þar fram, verði þegin sem allra fyrst. Get eg sagt þetta af þvi, að eg hefi lengi íliugað þetta mál og er mér vel ljóst, að höf- undur segir þar hvergi um of. Að endingu skal eg segja um ril dr. Helga yfir liöfuð það, sem Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri segir um ritgerð lians „Hið mikla samband“ í ágætri grein um Framnýal, sem birlist í jóla- blaði Þjóðólfs 1941. Þau „þyrfti hver einasti Islendingur að lesa og lesa oft, ef hann vill kynnast því, hvernig dýpst og stórkost- legast hefir verið liugsað liér á landi .... og hvernig íslenzk tunga getur jafnvel svarað kröf- um hins mesta mannvits.“ En aðeins vil eg taka það fram, sem J. Þ. virðist ekki skilja til fulls, að það er ófrávikjanlegt undir- stöðuatríði í lcenningu dr. Helga, að vita, að framlifið er hvergi annarsstaðar en á stjörn- unum og á engan hátt annan en líkamlegt. Þaðan og í sam- ræmi við það, byggir hann slciln- ing sinn á eðli og tilgangi lífsins hér á jörðu, einmitt þann slciln- ing, sem þarf til þess að geta öðl- ast hin nauðsynlegu sambönd við guðina. Menn þurfa að gera sér ljóst, að það er náttúrufræð- ingurinn dr. Helgi 'Pjeturss, sem hugsað hefir hinar stórkost- legu hugsanir. Án þess að vera náttúrufræðingur hefði liann aldrei lmgsað þær. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. fréttír I.0.0.F-1= 1234248V2 =9.111. Trúlofun. í gær opinberu'Su trúlofun sína ungfrú Guðmunda Eyjólfsdóttir, Brekkugötu 5, HafnarfirSi, og Magnús Magnússon járnsmiður, Kaplaskjólsvegi 12. Haltó Ameríka! verður sýmd í kvöld kl. en ekki kl. 8, eins og venja hefir veri'Ö. AÖgöngumiðar seldir eftir kl. 2 í dag. Húsaleigunefnd vill vekja athygli almennings á því, aÖ þaÖ sé þýÖingarlaust íyrir leigusala, sem hafa eignazt húseign- ir eftir 8. sept. f. á. og sagt hafa upp leigu á/ibúðarhúsnæði í hús- unum frú 14. mai næstk. a'Ö telja, að leita viðurkenningar nefndar- innar á gildi slíkra uppsagna. Gamla Bió sýnir um þessar mundi myndina ,,Draugaeyjan“ (The Ghost Break- ers). Aðalhlutverkin eru vel og skemmtilega leikin af Bob Hope og Paulette Goddard. Næturlæknir. Axel Blöndal, Eiríksgötij 31, sími 3951. Næturvörður í Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Úr sögu læknisfræðinnar, III: í kjölfar smásjárinnar (Þórarinn Guðnason læknir). 20.55 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett nr. 22 í d-moll eftir Mozart. 21.10 Er- indi: Áfengismál frá mínu sjónar- miði (Jóh. G. Möller alþingism.). 21.30 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinson). H. K. Laxness f ertugur. í gær varð Halldór Kiljan Laxness, einn mikilvirkasti, fl’umlegasti og sérkennilegasti rithöfundur íslendinga, fertug- ur. Uni Halldór Kiljan hefir frá fyrstu tíð mikið verið deilt. Hann var djarfur höfundur og byltingasinnaður og hefir ávallt verið bardagamaður með penna sínúm, bitur, gagnorður og gagnrýninn. Stílfimi lians er óumdeild, og á því sviði hefir hann verið í stöðugri framför allt til þessa. Bækur Halldórs Kiljans eru orðnar 21 að tölu, auk þýðinga. Miðað við aldur er Halldór af- kastamesti rithöfundur sem Is- lendingar liafa átt, og það sem betra er, að meginþorri bóka hans hafa naikið listrænt gildi, þannig að þær beztu þeirra eru tær listaverk. Fyrsta bókin sem Kiljan birti á prenti var „Bam náttúrunn- ar“. Kom liún út 1919 og var höfundurinn þá aðeins 17 ára að aldri. Þegar Kiljan slcrifaði Vefarann mikla frá Kasmír, vakti liann á sér mikla eftir- tekt og varð sú bók mjög um- deild, hæði manna á meðal og í blöðum. En með „Þú vínviður hreini“ og „Fuglinn í f jörunni' hlaut Kiljan sess meðal beztu rithöfunda. I dag lcom 21. bók Halldórs Kiljan Laxness út. Hún lcom út á forlagi Heimskringlu, og eru það smásögur eða þættir, sem höfundurinn nefnir „Sjö töfra- menn“. Koma fram í henni öll beztu höfundareinkenni Iíiljans, og mun hún verða Icærkominn gestur hinum mörgu dáendum, hans. Þ. J. er miðstöð verðbréfavið- skiptanna, — Sími 1710. Til sumargjafa! Bílar — Boltar — Flugvélar — Dúkkur — Dúkkustell — Hringlur — Meccano — Hjólbörur — Skip — Sauma- lcassar — Smíðatól — Lúdó — Stimplalcassa — Pusluspil — Blöðrur og ótal margt fl. K. Finarssoii BJörnsson Nýja Bíó (A Little Bit of Heaven). Skemmtileg1 söngvamynd. Aðalhlutverk leikur GLORIA JEAN, ásamt Robert Stack, Nan Grey, Butch og Buddy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝR smoking á mjög litinn mann til sölu. Uppl. i síma 2353 kk 5—8 í dag og á morgun. (383 Notaðir munir. til söiu KlKIR til sölu. Til sýnis i Herðubreið, Hafnarstræti 4. — ________________________(374 iy2” HURÐIR og kolaofn til sölu. Simi 2395, kl. 7, (375 2 KOLAOFNAR í góðu standi til sölu. Uppl. á Þórsgötu 24. ________________________(379 FERÐAKISTA til sölu. Uppl. i sima 5602. , (364 Notaðir munir keyptir GÓÐUR barnavagn óskast til kaups. Uppl. i sima 2782. (367 tKIUPSKAPUfil Vörur allskonar NÝTT gólfteppi til sölu á Hverfisgötu 59. ,.(371 NÝR skáp-standlampi til sölu og barnavagn í góðu standi. — Hverfisgötu 67 frá 6—8*. (377 NÝR buffet-skápur til sölu á Laugavegi 17 B, verkstæðinu, til ld. 9 í kvöld. (382 KVENKÁPA á grannan kven- mann til sýnis og sölu á Smiðju- stíg 12, uppi. Tækifærisverð. P. W. Biering. (380 BÖRNIN fara í sveitina. Nátt- föt drengja, náttföt telpna, sængurver, hvít og misl., kodda- ver, kvensvuntur, telpusvuntur, divanteppi o. fl. Bergstaðastræti 48 A, kjallaranum. (39 GARDÍNULITUR (Ecru) og fleiri fallegir litir. Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstig 1, TVÖFALDIR klæðaskápar til sölu Hverfisgötu 65 (bakhúsið). Félagslíf SKÁTAR! — Kvenskátar! — Skemmtifundur verður haldinn i kvöld í Oddfellowhúsinu kl. 9. Mætið i búningi. — Skemmti- nefndin. - (378 GUÐSPEKIFÉLÁGAR. Sept- imufundur kl. 8% í kvöld. — Deildarforseti flytur erindi: Kraftaverkið. Utanfélagsmenn velkomnir. (376 KfiUsNÆeil Herbergi til leigu HERBERGI til leigu yfir sumarmánuðina á góðum stað í bænum. Tilboð sendist Vísi, merkt „16“. (373 Herbergi óskast ÁBYGGILEGUR maður ósk- ar eftir herbergi. Uppl. í sima 4013. (368 2 STULKUR vantar 14. maí. Matsalan, Baldursgötu 32. (365 UNGLING vantar til að gæta tveggja ára barns nokkra tima á dag. Bjargarstíg 15, miðhæð. _________________________(366 MAÐUR, sem kann að mjólka óskast á býli við bæinn. Uppl. í sima 4029. (345 VIÐ jaklcasaum vantar dug- lega stúlku nú þegar eða 1. maí Gott kaup. Uppl. á afgr. Álafoss. (347 DRENGUR, 12—14 ára, ósk- ast á bú í Reykjavílc Við mjólk- urflutninga og fleira. Uppl. í sima 4226. (381 MAÐUR með minna bílprófi óskar að komast að keyrslu á vörubíl. — Tilboð sendist afgr. Vísis merkt „Áhugasamur". — (370 Hússtörf KAUPAKONA og 12 ára drengur óskast á sveitaheimili nálægt Borgarnesi. Uppl. á Óð- insgötu 16 B, milli kl. 1 og 3. — (372 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.