Vísir - 15.05.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1942, Blaðsíða 2
V I S I R Arnl Jóitsson frá MúLlas Eru þetta eUiglöp? Menn hafa að vonum undrast, hvað Framsóknar- flokkurinn hefir látið koma sér að óvörum að undan- fömu. Hingað til hefir það þótt eitt höfuðeinkenni þessa flokks, að hann væri öðrum næmari fyrir því, sem í loft- inu lægi, skildi fyrr en skylli í tönnum og vissi á-sig veður eins og dýr merkurinnar. En nú er eitthvað að. Það er eins og þessir hagnýtu eiginleik- ar séu farair að klikka, ekki ósvipað því, þegar loftnet bilar, eða köttur festir hausinn í rottuholu, af því að einhver prakk- ari hefir klippt af honum veiðihárin. Nokkuð er það, að Fram- eóknarflokkurinn veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið. DAGBLAÐ Útgefandi: "LaÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Qitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þegar Framsókn bauð Kommúnistum Siglufjörð. NGUM getur blöskrað, þótt Framsóknarmönnum gangi illa að balda noklcurri línu 1 kjördæmamálinu. Flokkurinn hefir ekkert nema neikvæða stefnu í því máli. Öll rök skortir, og ekkí um annað hugsað en að þyrla upp nógu miklu ryki og stofna til nógu mikilla æsinga. Málstaður þeirra, sem umbót- unum fylgja, er þannig, að þeim þykir sigurvænlegast að snúa máli sínu til dómgreindar kjós- endanna. En Framsókn sér al- veg réttilega, hvað ofan á verð- ur í liugum kjósenda, ef þeim gefst tóm til að hugsa málið í næði: þessvegna er blekkingum og skruini hellt yfir þá í Tíman- um, hlað eftir blað, viku eftir viku og um það eitt hugsað að láta nógu mikinn og hafa nógu hátt. Það er í rauninni ákaflega lé- legur vilnisburður, sem Fram- sóknarflokkurinn gefur kjós- endum sínum, með þvi að ætla þeirn að gleypa Tímann með húð og hári, eins og hann er þokkalega úr garði gerður. Það er svo lélegur vitnisburður, að liann er vafalaust alveg órétt- mætur, hvað allan þorrann af kjósendum Framsóknar snertir. En það er gömul trú á því heim- ili, að það sé um að gera að tala ævinlega við þann heimskasta í liópnum,. Það veður ýmislegt uppi í þessum skrifum Timamanna. Framan af var því haldið fram, að sjálfstæðismenn hefðu hlunn- farið sósíalista í kjördæmamál- inu. Sjálfstæðisflokkurinn átti að bæta við sig 7—8 þingsæt- um, en sósíalistar áttu ekkert að fá, nema reykinn af réttunum. En svo er allt i einu snúið við blaðinu. Nú eru það sjálfstæðis- menn, sem hafa látið blekkjast. Forystuinenn Sjálfstæðisflokks- ins eru „auðnuleysingjar“, sem hafa látið byltingasinna og land- ráðamenn hafa sig að ginningar- fíflum, til þess að koma á upp- lausn í þjóðfélaginu, gera út af við atvinnureksturinn og fjár- haginn og koma sjálfstæði þjóð- arinnar fyrir kattamef. Sjá, þetta hlytu að verða afleiðingar þess, að Framsóknarmenn hættu að hafa tvöfaldan rétt á við aðra kjósendur landsins! Og stundum eru sjálfstæðis- menn látnir vita, hvað það kosti þá, að taka höndum saman við sósíalistaflokkana um lausn þessa eina máls. Framsókn- arflokkurinn ætlar fyrst að koma á landsverzlun með allar vörur. Því næst ætlar hann að semja ný skattalög, til þess að eignir Sveins í Völundi verði jafnar eignum Einars Olgeirs- sonar. Það var sjálfur formað- ur Framsóknarflokksins, sem var með þessar sanngjömu bollaleggingar. Nú skulum við láta það gott lieita, að Framsókn vilji koma á landsverzlun og ránssköttum í hefndarskyni fyrir stjómar- skrárbreytinguna. Eai hvernig ætlar hún að koma þessum fyr- irætlunum fram, án þess að leita samstárfs við sósíalista? Fram- sóknarflokkurinn ætti að niuna það, að þingmannatala lians lækkar um þriðjung á næsta misserinu, — strax þegar stjórn- arskrárbreytingin hefir verið staðfest. Þessvegna er alveg von- laust að hann komi neinu fram á þingi nema í fullri samvinnu við báða sósíalistaflokkana. Það er hálf óviðkunnanlegt af Fram- sókn, að gera þessa fyrrverandi og tilvonandi samstarfsflokka sína að þeiin óaldarlýð, að eng- inn geti átt neitt saman við þá að sælda. Framsóknarflokkurinn hefir frá öndverðu og fram til þessa dags allaf verið í meira eða minna nánu samstarfi við sósíal- ista. Til skamms tíma hafa kommúnistar verið manna bezt scðir hjá Framsókn. Einar 01- geirsson sagði frá því í fyrradag, að það var ekki fyrr búið að lauga hinn nýstofnaða Komm- únistaflokk, í árslok 1930, en sendimenn komu frá Framsókn með tilboð um að gera Siglu- fjörð að sérstöku kjördæmi og styðja framboð kommúnista þar, gegn því, að kommúnistar styddu kosningu Erlings Frið- jónssonar á Akureyri vorið eft- ir, 1931. Svona var fyrsta handleiðslan, sem kommúnistum var boðin, — skoðanaprang í hjartfólgn- asta máli Framsóknarflokksins. Nú þykir Framsókn það ódæði, að nokkrum skuli til hugar koma að gera Siglufjörð að sér- stöku kjördæmi. Ástæðan hlýtur að vera sú, að það eru sjálf- stæðismenn en ekki kommún- istar, sem líklega sigra þar. a Lokun sölubúða Eins og undanfarin ár verður öllum sölubúðum lokað kl. 1 á laugardögum yfir sumarmán- uðina, fram til hausts. Aftur á móti verða búðirnar opnar til kl. 8 e. h. á föstudögum. Það skal tekið fram, að eng- um pöntunum verður veitt mót- taka í matvöruverzlunum á laugardögum, og verður fólk að athuga það. Búðir eru opnar til kl.8 á föstudögum, og er ætl- ast til þess, að fólk panti þá vör- ur til helgarinnar. Ætti fólk að hafa það hugfast, að panta snemma þá matvöru, sem á að nota um helgar. Prestvígsla á Akur- eyri n.k. sunnudag. Biskup Islands, Sigurgeir Sig- urðsson, hefir falið séra Frið- riki Rafnar vigslubiskupi, Ak- ureyri, að vígja guðfræðikandi- datinn Jóhannes Pálmason til prests. Prestsvígslan fer fram í Akureyrarkirkju næstkomanidi sunnudag. Er þetta i fyrsta sinn sem séra Friðrik Rafnar vígslu- biskup annast prestsvígslu fyrir biskups hönd, og er það einnig í fyrsta sinn, sem núverandi biskup felur vígslubiskupi að annast prestsvígslu, og er for- dæmi fyrir þessu úr tíð fyrir- rennara hans. Þannig önnuðust þeir prestsvígslu fyrir hans hönd síra Hálfdán Guðjónsson á Sauðárkröki og síra Geir Sæ- mundsson vígslubiskup. Jóhannes Pálmason guðfræði- kandidat var fyrir nokkru kjör- inn prestur að Stað i Súganda- firði. Eftirtöld prestaköll eru nú laus til umsóknar: Staður í Steingrímsfirði, Eydalur, Suður- Múlaprófastsdæmi, Seyðisfjarð- ar- og Isafjarðarprestaköll og Rafnseyri í Vestur-Isafjarðar- prófastsdæmi. Guðfræðipróf standa nú yfir í Háskóla íslands og Ijúka fjörir guðfræðingar prófi. Þegar atbugað er allt bans tal og háttalag undanfarið misseri, undanfarna mán- uði, jafnvel undaiifarnar vik- ur, er alveg augljóst, að Fram- sóknarflokkurinn hefir ekki getað fengið það í sitt höfuð, að kjördæmamálið mundi ganga fram á þinginu. Allt kosningatal hans hefir verið við það miðað. að ekki yrði hróflað við stjórnarskránni. Flokkurinn hefir verið svo viss í sinni sök, að hann hefir hætt og smánað alla þá, sem hafa leyft sér að nefna nokkuð ann- að en kosningar i vor. Nú tal- ar hann daglega klökkum rómi um þá dæmalausu óhæfu, að stofna til ófriðar á þessum miklu háskatímum! Það er ofmikið sagt, að Framsóknarflokkurinn sé far- inn að fella tennur, — þótt roskinn sé —, því aldrei liefir heyrzt meiri gnístran tanna en úr þeirri átt, seinustu dagana. En það er eins og farin séu að „lirökkva af honum skiln- ingarvitin, hvert af öðru“. Ef hann hefði haldið eðlisávísun sinni óbilaðri, hefði hann kom- izt lijá þeirri skapraun, að *hefja mishepnaða friðarsókn nú fyrir skemmstu, þvert ofan i hrakvrði og liáð um þá, sem bent böfðu á samstarfsleiðina, meðan hún var fær. En öllu fer aftur, þegar því er fullfarið fram. Framsóknar- flokkurinn ætlaði að koma ár sinni svo fyrir borð, að sjálf- Stæðismenn neyddust til þess að ganga til kosninga, án þess að hafa fengið nokkra lausn á kjördæmamálinu. Hann ætlaði að grafa þessum heittelskaða samstarfsflökki kyrrláta og djúpa gröf. En nú brást boga- listin, aldrei þessu vant. Gröf- in er tekin og það er heppi- legt, að hún er dálítið rúm- góð, því hún á að taka við ein- um 6—7 þingmönnum Fram- sóknarflokksins áður en 6 mánuðir eru liðnir. Það er ekki úr vegi að at- huga ofurlítið, hvernig á því stendur, að hinn mikli meist- ari skyldi geta spilað jafn herfilega af sér og raun er á. Því þótt gert sé fyllilega ráð fyrir afföllum á skilningarvit- unum, þá hefir hér svo óhönd- uglega ráðizt, að fyrirmunun má kalla. * Framsóknarflokkurinn gat ekki gengið þess dulinn, að sjálfstæðismenn mundu ekki leggja til kosninga, án þess að reyna að fá endurbætur á kosningafyrirkomulaginu. Hitt gat aftur verið vafamál, hvort þingmeirihluti fengist fyrir þeim breytingum, sem sjálf- stæðismenn gæti staðið saman um. I umræðum um þessi mál leggja Framsóknarmenn höf- uðáherslu á, að gengið sé á hagsmuni „dreifbýlisins* með þeim tillögum, sem nú liggja fyrir. Það er margsinnis búið að sýna fram á, að þessi kenn- ing hefir ekki við neitt að styðjast. En til þess að sanna óvéfengjanlega, hvílik fjar- stæða er hér á ferð, nægir að benda á, að höfuðbreytingin, sem nú er gert ráð fyrir, er tekin upp samkvæmt kröfum „dreifbýlisins“. > Það eru ekki Reykvíkingar eða aðrir kaupstaðabúar, sem bafa tekið upp baráttuna fyr- ir hlutfallskosningum í tví- menningskjördæmum. Nei, það eru kjósendurnir í sveita- kjördæmunum — sjálft „dreif- býlið“. Þessi einfalda umbóta- tillaga kemur fram í eðlilegu framhaldi þess, að sveitamenn úr öllum flokkum höfðu orð- ið ásáttir um, að koma á hlut- fallskosningum til Búnaðar- þings. Eftir að viðurkennt er, að hagarilegt sé og réttmætt, að sveitamenn velji fulltrúana á Búnaðarþing með lilutfalls- kosningum í 7 tvímennings- kjördæmum, er ógerningur að sannfæra nokkurn heilvita mann um, að ranglátt sé og óhaganlegt, að þeir velji full- trúa á Alþing með hlutfalls- kosningum í 6 tvímennings- kjördæmum. „Dreifbýlið“, — sem er eins konar risavaxinn „háttvirtur kjósandi“ i munni Tímamanna — krefst hlutfalls- kosninga í tvímenningskjör- dæmunum. Þess vegna liggur í augum uppi, að sú krafa er ekki borin fram, til þess að vinna „dreifbýlinu“ tjón. Kraf- an er fyrst og fremst fram- komin til þess að rétta hlut þess mikla lcjósendahóps í tví- menningskjördæmunum, sem nú er rangindum beittur. Má vel segja, að þetta sé gert til „samræmingar og lagfæringar“ — eins og í gerðardómslögun- um stendur — eftir að sveita- menn hafa sjálfir tekið upp þetta fyrirkomulag um full- trúaval til Búnaðarþings. Eins og sagt hefir verið hlaut Framsóknarflokknum að vera full-ljóst, að sjálfstæðismenn mundu ekki ganga til kosn- inga, án þess að leita umbóta i kjördæmamálinu. Allir vissu, að Sjálfstæðisflokkurinn stóð einhuga með hlutfallskosning- um í tvimenningskjördæmum. Aftur á móti lá ekkert fyrir um það, að sósíalistaflokkarnir mundu aðhyllast þessa tilhög- un. Það mátti þvert á móti telja líklegt, að þeir létu sér finnast fátt um slíka Iausn málsins. Má þvi til sönnunar benda á, að hér í blaðinu birt- ust í fyrravetur 7 eða 8 grein- ar um þessa breytingu á kosn- ingafyrirkomula^inu, án þess nokkuð væri undir málið tek- ið í blöðum sósíalista, svo að munað sé. * « Framsóknarflokkurinn sá það réttilega, að sósíalista- flokkarnir eru fyrst og fremst málsvarar „þéttbýlisins". Þess vegna gerði hann ekki ráð fyr- ir að þeir mundu taka undir kröfur „dreifbýlisins", um hlutfallskosningar í tvimenn- ingskjördæmunum. Enda höfðu sósíalistaflokkarnir haft allt aðrar og róttækari tillög- ur á prjónunum um breyting- ar á kjördæmaskipuninni. En ástæðan til þess, að sósialista- flokkarnir hurfu frá hinum viðtækari fyrirætlunum sínum og aðhylltust hina einföldu lausn málsins, sem sjálfstæðis- menn höfðu borið fram af hálfu „dreifbýlisins“, var auð- vitað sú, að við nánari athug- un kom í ljós, að þessi lausn' felur ekki einungis i sér rétt- arbætur fyrir kjósendurna í tvímenningskjördæmum, held- ur auk þess afar mikilvæga leiðréttingu á styrkleikahlut- föllum þingflokkanna. I núgildandi stjórnarskrá er gert ráð fyrir, að þingflokkar „hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar“. Þótt Framsóknarmenn látí sér sjást yfir svona smáatriði, geta þeir ekki neitað því, að tilgangur stjórnarskrárinnar sé sá, sem hér er lýst. Reynslan hefir sýnt, að því fer mjög fjarri, að þessum tilgangi verði náð, að stjórnarskránni óbreyttri. Lætur nærri, að þingflokkur Framsóknar hafi tvöfaldan rétt á við hina flokkana hvern um sig, þegar litið er á at- kvæðatölurnar við almennar kosningar. Hin réttmæta krafa „dreif- býlisins“ um hlutfallskosning- ar í tvímenningskjördæmum miðar að því að jafna mjög metin milli flokkanna. Sam- þykkt þessarar breytingar þýð- ir það, að Framsókn verður að láta af hendi 6 illa fengin þing- sæti. Eftir að úti var um sam- vinnu sósíalistaflokkanna, við Framsókn, þótti þeim ekki lengur neina nauðsyn til bera, að láta að óskum Framsókn- ar, frekar en verkast vildi. Langvinn reynsla hafði kennt gömlum samherjum hvað Framsóknarflokkurinn gat verið óbilgjarn og ráðríkur. Nú þótti ekki lengur mega fresta því, að gera ráðstafanir til að draga úr ofmetnaði þessa heimaríka og þrásætna valda- flokks. Það var réttilega séð og skynsamlega athugað, að líklegasta leiðin til þess að hnekkja forréttindaaðstöðu Framsóknar, var að gera þau úrræði, sem Sjálfstæðisflokk- urinn stóð einhuga um, að uppistöðunni í þeim umbóta- tillögum, sem fram yrðu born- ar. * Ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki þegar verið orðinn fyrir talsverðum afföllum á þýðingarmiklum eiginleikum sínum, hefði hann séð, hvað að fór, þegar Alþýðuflokkurinn ber fram frumvarp sitt um kjördæmamálið. Ef hann hefði þá skilið sinn vitjunartíma, var ekki óhugsandi, að hann hefði getað komizt hjá skipbrotinu að þessu sinni. En það var eins og bundið væri fyrir augu og eyru allra þeirra ráðamanna flokksins,sem til sín létu heyra. Það var ætt áfram af svo blindri frekju, að auðséð var, að það var feigðin sjálf, sem kallaði. Þegar loks að Framsókn átt- aði sig, var allt um seinan. Flokkarnir, sem að kjördæma- málinu standa, voru þá orðnir ásáttir um sameiginlega lausn þess. Framkoma Tímamanna, utan þings og innan, hafði sannfært flesta þingmenn lýð- ræðisflokkanna um það, að þeir gætu ekki varið fyrir kjós- endum sínum, eða þjóðinni i heild sinni, að slá á frest nauð- synlegum aðgerðum til að draga úr ergi og yfirgangi of- stopaflokksins. Þetta skildi Framsókn — þegar í tönnun- um skall. Þá beygði þessi gamla dyrgjakné sín og skreið í snjón- um spottakorn. En þá varð engu breytt. Friðarsóknin varð hin ömurlegasta Canossa- ganga, sem um getur í íslenzkri Karlmann °g kvenmann vön sveitavinnu, vantar í vor og sumar. Uppl. i sima 3883. Góðnr vörubll* óskast til kaups strax. HeJzt Ford, 2—2Y2 tonns. — Uppl. i sima 3827 fná kl. 8—9 í kvöld. Brúarfoss fer vestur og norður seint i næstu viku. Um vörur óskast tílkynnt oss fyrir mánudagskvöld 18. maí. — Lítið Garðhús til sölu nú þegar. Afnotaréttur af kálgarði i góðri rækt, kringum 1000 fer- metra að stærð, gæti ef til vill fyigt. Allar nánari uppl. gefur h.d.m. Gunnar E. Benedikts- son, Bankastræti 7. Simi 4033. Úrvals rabbar- barahnausar eru komnir. Mikið af fjölærum plöntnm. Litla Blómabúðin Bankastræti 14. Sími 4957. Vandaður sumarbústaður úr steinsteypu, ca. 10 km. frá bænum, til sölu með góSum kjörum, ef samið er strax. — GUNNAR & GEIR. Veltusund 1. — Sími: 4306. Nokkorir model sumarkjólar. Sauxnastofan Frakkastíg 26. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA 1 VÍSI! Sáiilkii óskast i vist hálfan eða allan daginn. Sérherbergi EMILÍA BORG. Laufásvegi 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.