Vísir - 15.05.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1942, Blaðsíða 3
V lSIR stjórnmálasögu. Framsóknar- flokkurinn ætti að hafa af þes*u lært, að það fer ekki vel á þvi, að fnæsa annan daginn eins og mannýgur hneykslun- ar-boli, og bregða sér svo í dúfuliki næsta dag. Framsóknarflokkurinn hef- ir verið svo klaufskur og aula- legur síðustu mánuðina, að undur mega heita. Aldarfjórð- ungs óbrigðul strákalukka hef- ir svift hann hæfileikanum til að bregðast við mótlætinu af nokkru viti eða stillingu. Með- vitundin um það, að þessi gamli hundheppni bragðarefur hef- ir loks fest sig í þeirri gildru, að ekki er undankomu auðið, hefir sezt svo ónotalega að flokksmönnunum, að þeir tala allir svart, ef þeir minnast á kjördæmamálið. Nefndarálit Tímamannanna i stjórnar- skrárnefndinni, og ræðurnar, sem þeir héldu i fyrradag í neðri deild, geta engu til leið- ar komið, nema því einu, að svipta flokkinn allri samúð, hversu báglega, sem hann er staddur. Máisvarar Framsóknar hafa engin rök fram að bera sér til varnár í þessu máli. Það er eins og þeir geri sér von um að geta flotið á slagorðum, gorti og hótunum. Eji allir þessir tiíburðir verða bara til þess, að þeir, sem málinu fylgja, verða enn staðfastari i þeim ásetningi, að standa sam- an um lausn þess, þar til vfir lýkur. Það er ekki til neins fyr- ir einn eða neinn, að reyna að ala á innbyrðis tortryggni. þeirra flokka, sem tekið hafa að sér, að sjá málinu borgið. Samkomulag er orðið um það, að Sjálfstæðisflokkurinn fari einn með völd, þar til málið er leitt til endanlegra lykta. Sú staðreynd, að sósíalista- flokkarnir sætta sig við þetta, ætti að gefa til kynna, að allir þeir flokkar, sem að kjör- dæmamálinu standa, berjast fyrir þvi af fullum heilindum. * Menn eru oft að býsnast yf- ir þvi, hvað Tímamenn „geri sig breiða“. En þetta er ekkert undrunarefni. Þeim er, sam- kvæmt stjórnarskránni,»ætlað að fylla tveggja manna rúm. En engum hentar að vera tvö- faldur i roðinu, allra sízt þeim, sem einfaldir eru. Þessf stjórn- skipulegi gildleiki hefir gert margan Tímamanninn belgdan og þembdan, og sízt af öllu orðjð honum til sálubótar. Nú munu gúiar jafnast, eftir kosn- ingar í haust. Þvi skrifað stend- ur: Dramb er falli næst. Það liggur fyrir Framsóknarflokkn- um, að sanna þetta á næstu mánuðum. Á. J. Athugasemd. I Aiþýðublaðinu í dag — 9. mai — er birt bréf frá stjórn Ljósmæðrafélags Islands til borgarstjóra, þar sem því er mótmælt, að Hjúkrunarfélag- inu Likn verði falið eftirlit með heimilisástæðum barnshafand i kvenna í Reykjavík, sem sækja um inntöku í fæðingardeild Landsspítalans, en til þessarar starf6emi hefir bæjarstjórn Reykjavíkur veitt nokkra fjár- upphæð. I bréfi þessu frá stjórn Ljósmæðrafélagsins segir með- al annars svo: „Má um leið minna á, að þetta er ekki fyrsta herferð Líknar á ljósmæðrastétt þessa bæjar, því félagið hefir gert hverja tilraunina eftir aðra til þess að draga eftirlit með vanfærum konum og ung- bömum úr höndum ljós- mæðranna, sem samkvæmt starfsreglum stéttarinnar eiga einar að hafa þetla eftirlit með höndum i samráði og samvinnu við viðkomandi lækna.“ j Þessi ómaklegu ummæli i garð Líknar liljóta að vera á misskilningi byggð. Vil eg i þvi sambandi geta þess, að Hjúkr- unarfélagið Líkn samþykkti að taka að sér umrætt starf fyrir eindregin tilmæli borgarstjóra, j en hefir á engan liátt sótzt eft- ir því. Hvað viðvíkur ungbarnaeftir- liti Líknar, sem stjórn Ljós- mæðrafélagsins vafalaust á einnig við, vil eg gefa þær upp- lýsingar, að læknarnir, sem starfa við ungbamavernd 11 eilsu verndars töðvar Reyk j a- víkur, Katrin Thomddsen og Kristbjörn Tryggvason, hafa sjálfir ákveðið starfslið til stöðv- arinnar og hafa farið þar eftir erlendum fyrirmyndum. Starfs- liættir stöðvarinnar hér í Rvík eru sniðnir eftir dönsku fyrir- komulagi, en heilsuverndareft- irlit ungbarna i Danmörku hefir almennt verið talið til fyrir- myndar. Ennfremur vil eg taka það fram, að eg hefi kynnt mér starfsemi margra hliðstæðra stofnana um öll Norðurlönd og hvergi orðið þess vör, að ljós- mæður væru starfandi á slíkum stöðum. Reykjavik, 9. maí 1942. Sigríður Eiríksdóttir, form. Hjúkrunarfél. Líkn. Áttræöur á morgun: fiisli fi. ímm hreppstjóri að Álftamýri. Gísli á Alftamýri — en svo er hann jafnan nefndur af öllum kunnugum — fæddist í Stapadal 16. mai 1862, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Ásgeir Jónsson og kona hans, Jóhanna Bjarna- dóttir bónda á Bakka í Dölum Ásgeirssonar. Faðir Ásgeirs var Jón Ásgeirsson prestur á Rafns- eyri, orðlagður kraftamaður og eru ýmsar sögur í letur færðar um afl hans og fimi. Var sr. Jón i karllegg 10. maður frá Guð- mundi Andréssyni sýslumanni á Felli í Strandasýslu, en af þessum 10 langfeðgum frá G. A. voru átta prestar og prófastar á Vestfjörðum. Allir voru þeir feðgar fráhærir dugnaðarmenn — og svo var t. d. Ásgeir á Álftamýri ern á efri árum, að hann reri til fiskjar árið sem liann varð niræður og sló túnið með vinnumönnum Gísla sonar síns sumarið eftir. Hann lézt haustið 1923, 93 ára gamall, en konu sina liafði hann misst löngu áður — 1905. Fjögurra ára gamall fluttist Gísli með foreldrum sínum að Rafnseyri, en nokkuru' eftir tvítugsaldur að Álftamýri og liefir síðan átt þar heimili sitt. Er Gísli var 17 ára gamall, var hann einhverju sinni með fjárrekstur fyrir föður sinn á Rafnseyrarhlíð, en hlið sú er allbrött og nær ekkert undir- lendi, svo sem viða er á Vest- fjörðuin. Féll þar þá niður snjó- skriða all-mikil og fór beggja megin við Gisla, en hann stóð eftir á mjóum rima á milli Trésmidafélag Reykja- víkur tilkynnir: Samkv. samþykkt gerðardóms í kaupgjalds- og verðlagsmál- um, er grunnkaup trésmiða frá 15. þ. m. þannig: Sveina kr. 2.00, verkstjóra kr. 2.60, vélamanna kr. 2.40 pr. klst. — Vegna sumar- fría ber að bæta 5 aurum pr. klst. við grunnkaupið í dagvinnu. Grunnkaup meistara er kr. 2.60 pr. klst. Auk þessa greiðist full verðlagsuppbót á öll grunnlaun. Dagvinna sé miðuð við 55 klst. á viku þ. e. frá kl. 7 f. h. til kl. 6 e. h- nema á laugardögum frá kl. 7 til kl. 12 á hádegi. Eftir- vinna sé 4 klst. á sólarhring, en það sem þar er yfir telst nætur- vinna. Eftirvinna greiðist með 60% og næturvinna með 100% hærra grunnkaupi en dagvinna. Kaupið er hið sama við úti- og innivinnu. Nánari upplýsingar um sumarfrí, kjarabætur, kaffihlé og umsjónarþóknun til meistara fá viðkomandi aðilar á skrifstofu félagsins. STJÓRNIN. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. í Kaupþingssalnum. — DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörnefnd. 3. Kosning í Eiðisnefnd. 4. Önnur mál. Fulltrúar verða að sýna skírteini við innganginn. — Lyftan verður í gangi. ) STJÓRNIN. Reykvíkingafélagið Aðalfundur félagsins verður haldinn miánudaginn 18. þ. m. kl. 9 síðdegis í Oddfellowhöllinni. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. skriðupartanna, en lmn liafði klofnað fyrir ofan liann. Lenti sumt af fénu í skriðunni og tók Gísli — þá htt harðnaður unglingur — mjög nærri sér við að bjarga því sem bjargað varð úr skriðunni og sjónum. Mun þar hafa verið að leita or- sakanna til illkynjaðs sjúkdóms er hann kenndi nokkuru síðar og ágerðist svo, að hann fáum árum eftir það, þá 25 ára gam- all, sigldi til Kaupmannahafnar til Jæss að leita sér lækningz. Var hann þar skorinn upp ,upp á lif og dauða“ og kom heim aftur með þann dóm frá lækni sínum að hann gæti vart lifað nema fáein ár og aldrei mætti hann vinna erfiða vinnu. En Gisli lét J>að ekki á sig fá. Hann liafði vinnubannið að engu, gerðist skipstjóri á fiskiskipi frá Bíldudal um nokkur ár, og eftir það bóndi að Álftamyri, er for- eldrar hans brugðu búi. Jafn- framt búskapnum stundaði hann og jafnan sjóróðra og liefir ávallt unnið hvert það verlc er búinu og sjósókninni við kom og gert spádómi lækn- isins i Kaupmannaliöfn hina mestu skömm. Á fyrstu búskaparárum sin- i^m var hann kosinn hrepps- nefndaroddviti og gegndi því starfi til 1919, að hann sagði þvi af sér, eftir full tuttugu ár. Hreppstjóri varð hann skömmu eftir aldamót og hefir verið Jiað siðan. Er hann var 75 ára. hugð- ist hann að segja af sér hrepps- stjórninni og liafði nú með sér öll þau skjöl og bækur, er starf- inu tilheyrði, er hann fór til mannlalsþings. En sýslumaður tók þvi heldur fálega. Kvaðst vera fullkomlega ánægður með hann sem hreppstjóra og ekki sjá ástæðu til að skipta að sinni. Og Gisli fór með bækurnar heim aftur og er enn hrepp- stjóri. Hann hefir ávallt notið hins fyllsta trausts og virðingar allra, er lionum kynntust, og hverju máli jafnan Jxitt vel borgið i höndum hans. 3. október 1896 kvæntist Gisli Guðnýju dóttur Kristjáns bónda í Lokinhömrum Odsson- ar. Hún var hin ágætasta kona, dugandi húsmóðir og samhent manni sínum og frábær eigin- kona og móðir. Hjónaband þeirra var hið farsælasta og heimili Jjeirra jafnan til fyrir- myndar um myndarbrag og höfðinglega gestrisni. — Var J>að öllum kunnugum, skyldum jafnt sem vandalausum, hinn mesti harmur, er liún féll frá sumarið 1929, aðeins tæpra 62 ára gömul. Börn Gísla, fimm, eru öll á lifi: Sigriður gift Matthíasi Ásgeirssyni útgerðarmanni á ísafirði, Jóhanna bústýi’a hjá föður sinum, Bjarney i Rvik, Rósa gift Guðmundi Blöndal vélstjóra frá Siglufirði og Hjálmar, sjómaður, ókvæntur. Auk Jæss ólu þau hjón upp 4 börn aðtekin. Mörg börn önnur voru langdvölum á heimili þeirra í uppvextmum og 18 i börn létu þau hjón ferma. Gísli á Álftamýri er ræðinn maður og skemmtilegur og kann frá mörgu að segja. Hann er í hvívetna hinn vandaðasti drengur í Jjess orðs beztu merk- ingu og Jivkjast allir kunningj- ar hans eiga J)ar góðan vin, sem hann er. Æfinlega hefh’ mér veidð ánægja að, er eg hefi kom- ið á heimili hans, og eg minnist þess, er eg kom þar siðast — hann var þá nýlega 75 ára — J>á fór J>ví mjög fjarri, að mér finndist eg tala við gamlan mann. Margar hlýjar kveðjur berást honum á J>essu merkisafmæli hans og J>eir eru áreiðanlega miklu færri en gjarnan vildu, sem fá að taka í höndina á hon- um á morgun. Þ. K. Skríistofnstúlkur Tvær skrifstofustúlkur geta fengið vinnu hjá siióru fyrirtælii hér í bænum. Nauðsynlegt er, að önnur kunni, vviritun og enska hraðritun, en liin vélritun og helst nokkuð i bókfærslu. Um- sóknir, merktar: „Skrifstofustúlka“, séu komnar á afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudaginn 19. þ. m. — Meðmæli æskileg. — AfgreiðslDmann vaníar sirax Bifreiðastöðin GEYSIIR Tilkynniiftg: Vegna húsnæðisskorts verður VERZLlöNIN SKÓR- I INN lokuð um nokkurn tíma. — Heiðruðram vjðskipta- vinum mun fljótlega verða tilkynnt, þegar verzlunin i tekur aftur til starfa. Virðingarfyllst Nkórino Laugavegi 6. Tilk^nning: Þar sem sölubúðum verður lokað kl. 1 efftir hádegi á laugardögum yfir sumarmánuðina, í fyrsta skipti næst- komandi laugardag, hinn 16. þ. m., verðut ekki unnt að taka á móti pöntunum til heimsendinga á LAUGAR- DÖGUM á nefndu tímabili. félao maMkaHPRn félas kjötyerzlaifl Kaupíélafl M'aiilkir og nðoreiiflis • Grammófónplötnr kiassisk og hýtízku músik kemur daglega. Tek upp í dag Grammófónnálar, allar fáanlegar teg., PieSi-fflp á hljóðdósir, Fjaðrir, Strengir og varahlutir o. fl. Mand«lin- og Banjo- plectara. . III.|óÓía‘rahiÍKÍö Kveðjuathöfn Guðlaugs Vigfússonar frá Grafarholti í Vestmannaeyjum, fer fram frá BUiheim- ilinu Grund laugardaginn 16. maí kl. 1 e. h. Margrét Hróbjartsdóttir. Elsku litla dóttir okkar, Hrafnhildur andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 14. mai Jarðarförin auglýs tsiðar. Valgerður Gísladóttir. Sigurhans Hannesoon. Laugavegi 93.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.