Vísir - 15.05.1942, Blaðsíða 6
Föstudaginn'15. maí 1942.
VÍSIR
íþróttakennaraskóli I§lands
verðnr byggfðnr að
Laiigarvahi i.
Hann jafnast á við samsvarandi
skóla erlendis.
Viðtal við Þorstein Einarsson, íþróttaíulltrúa.
í tilefni af því, að. á yfirstandandi þingi hefir verið
;amþ. frumv. til laga um að setja á stofn íþróttakenn-
araskóla íslands að Laugarvatni, hef ir fréttaritari blaðs-
ins snúið sér til Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa
>g innt hann eftir nánari upplýsingum um mál þetta.
Varð hann vel við þessari málaleitan vorri og fer hér á
cftir frásögn hans um það:
Þegar þeir menn, sem fara
með íþróttairiiál landsins sáu
l’ram á það, að þeir myndu á
þessum timum alveg útilokast
frá því að geta sent inenn til
)>eirra landa, sem þeir áður
höfðu farið til, til )>ess að stunda
nám í íþróttum, var gerð gang-
skör að því, að reyna að koma
upp íþróttakennaraskóla innan-
lands, sem gæti útskrifað vel
menntaða íþróttakennara. Þeir
rpenn og konur, sem nú eru
kennarar í íþi*óttum hafa stund-
að nám i nágrannalöndunum,
Danmörku (þar sem er t. d.
hinn frægi Ollerupskóli, Niel-
sens), Noregi, Svíþjóð og enn-
fremur i Finnlandi og I>ýzka-
landi; en eins og stendur er með
öllu loku fyrir það skotið, að
menn komist til þessara landa.
Að vísu hafa nemendur í Kenn-
araskólanum lært nokkuð til
þess að geta kennt íþróttir, en
sú kennsla hefir verið af mjög
skomum skammti og alls ekki
lullkomnari en svo, að jieir
gætu kennt i barnaskólum ein-
göngu.
★
I 1. gr. laga segir svo: „Skól-
inri heitir íþróttakennaraskóli
íslands. Heimili hans er að
Laugarvatni." Ætlunin með
þessum skóla er sú að koma upp
stofnun, sem vinnur að því að
þróa og efla þá líkamsmennt,
sem kallast iþrótt, og búa að
henni sein öðrurn hérlendum
inálum, Skóli þessi á að vera
svo fullkominn, að hann geti
brautskráð íþróttakennara, sem
séu svo vel að sér í greininni, að
þeir geti kennt bæði lægri og
æðri skólum svo og í félögum,
sem hafa iþróttir efst á stefnu-
ski*á sinni. Auk þess sem að
framan er skráð, er ætlast til
þess að íþróttakennarar og aðr-
Ír áhugamenn á þessu sviði
geti dvalið þar til þess að þjálfa
sig, hvíla og liressa. Það skal
tekið fram, að þeir menn eða
könur, sem hafa sýnt sérstakan
áhuga fyrir íþróttum, t. d. með
því að liafa tekið þátt í þeim um
tveggja ára skeið innan einhvers
íþróttafélags, hafa einnig að-
gang að þessum skóla. Mönnum,
sem hafa inikinn áhuga fyrir að
stunda íþróttir, er með þessu
gefinn kostur á því að stunda
þarna bóklegt og verklegt nám,
samtimis því, sem þeir dvelja
þarna sér til hvíldar og hress-
ingar.
★
l>að h.efir stundum verið
minrist á það, að nú þegar sé
starfandi iþróttakennaraskóli á
Ijiugarvatni og er þá átt við
þann skóla, sem Björn Jakobs-
son hefir rekið þar í s. 1. 10 ór.
Iíji þetta er ekki með öllu rétt.
]>að vantar mikið á að segja
inegi, að sá skóli sé fullkominn
iþróttaskóli. Björn hefir haldið
uppi kennslu fyrir þá pilta og
stúlkur, sem vildu afla sér
nokkurrar mennlunar í þessari
grein til )>ess að geta lokið við
íþróttakennarapróf og þá helzt
erlendis. Það hefir verið tölu-
verðum erfiðleikum bundið að
reka þennan skóla, því að fyrst
og fremst liefir hann ekki haft
neitt sérstakt húsnæði, heldur
orðið að notast við þau húsa-
kynni, sem héraðsskólinn á
Laugarvatni hefir getað verið
án. Nemendur hafa orðið að
húa í heimavist héraðsskólans,
notast við bókasafn lians til
bóklegrar fræðslu o. s. frv.
Björn hefir notið árlegs styrks
af fjárlögum. Þessi lOára starf-
semi skólans hefir sýnt, að
hennar var brýn þörf, því að frá
Birni hefir komið fjöldi íþrótta-
kennara, sem hafa á hendi
kennslu víðs vegar um Iandið.
Björn liefir frá fyrstu tíð
skólans verið aðalkennari
lians og kennt bæði það bók-
lega og verklega, en Bjarni
Bjarnason skólastjóri á Laugar-
vatni liefir haft á hendi kennslu
í uppeldisfræði og tilsögn í ís-
lenzkri glímu. Sá árangur, sem
hefir náðst af þessari starfsemi
eins manns og þó með nokkurri
lijálp góðviljaðra manna að
I.augarvatni, hefir sýnt, að hún
er fullkomlega þess verð, að hún
sé aukin til muna, bæði hvað
kennslu snertir og húsakost.
★
Strax og nokkur tök verða á,
verður byrjað á byggingu
íþróttahússins að Laugarvatni.
Ennþá er samt ekki búið að út-
vega efni til þessarar bygging-
ar, en mildar líkur eru til þess,
að það fáist og verður þá þegar
hafizt lianda um framkvæmd
verksins. Verður bygging þessi
hin reisulegasta og er ætlast til
þess, að hún geti komið til sem
mestrar ahnennar notkunar.
Þannveg, að bæði fólk með
kennaraprófi úr Kennaraskól-
anum eða þeir, sem liafa próf
frá hærri skólum eigi þar að-
gang og jafnframt þvi áhuga-
menn um íþróttir og íþróttamál.
★
5. gr. laganna um íþrótta-
kennaraskólanu er þannig:
„Um námskröfur allar, hvert'
skilyrði um inngöngu í skólann
og burtfararpróf, skulu sett á-
kvæði í reglugerð.“ Mehiingin
með þessu er s^, að reglugerð
um þessi framantöldu atriði
skuli vera sett af skólanefnd og
er hún'einráð í þeim sökum.
Mun vera í ráði, að menn stundi
nám við skólann, í 9 mánuði áð-
ur en þeir taki burtfararpróf
þaðan. Auk þess, sem þarna
verður reglulegt skóláhald verða
einnig haldin námskeið á sumr-
in, en óákveðið er livesu löng
þau verði liverju sinni. Á þess-
um námskeiðum verður kennt
annað og meira en í skólanum
og verða þau nokkurskonar
æðsta stig í íþróttakennslu hér
á landi. Iþróttaskólinn verður
rekinn að öllu leyti á kostnað
rikisins og starfar sem hver
önnur rikisstofnun.
★
I skólanefnd eiga sæti 3
menn og eru þeir: íþróttafull-
trúi ríkisins, sem er formaður
hennar, skólastjóri héraðsskól-
ans á Laugarvatni og 3. maður,
sem kennslumálaráðuneytið til-
nefnir. Ástæðan til þess, að
skólasljóri héraðsskólans er i
skólanefnd er sú, að fvrst og
fremst verður iþróttakennara-
skólinn inn á landareign héraðs-
skólans. Auk þessa munu skól-
arnir nota ýmis húsakynni
sameiginlega og einnig kennslu-
krafta. Ilentugasti staðurinn
fyrir þennan iþróttakennara-
skóla var án efa Laugarvatn,
vegna þess að vísir til skóla var
þegar kominn með stofnun þess
skóla, sem Björn Jakobsson
setti upp fyrir 10 árum. Ætlun-
in er sú, að nemendur íþrótta-
skólans fái verklega þekkingu
í greininni, m. a. með því að
kenna, að einhverju leyti, nem-
endum héraðsskólans Ieikfimi
o. þ. h. Aftur á móti munu svo
nemendur íþróttaskólans njóta
bóklegrar kennslu við héraðs-
skólann, t. d. í úppeldisfræði og
ef til vill fleiru. Auk þessara
tveggja skóla eru einnig starf-
ræktir aðrir skólar á Laugar-
vatni, sem eru húsmæðraskóli
og barnaskóli. Munu nemendur
í íþróttakennaraskólanum hafa
á hendi, ásamt kennurum sín-
um, kennslu í iþróttum fyrir
þessa skóla báða. Er bráðnauð-
synlegt að svo sé, því með því
verða nemendur íþróttaskólans
húnir að fá nokkura innsýn í
það hvernig þeir eigi að kenna,
þegar þeir eftir burtfararpróf
úr skólanum taka að sér
kennslu i íþróttum einhvers-
staðar á landinu.
*
Ráða má þrjá fasta starfs-
menri við íþróltakennaraskól-
ann, skólastjöra og tvo fasta
kennara. Skulu þessir starfs-
menn liafa aflað sér þeirrar
menntunar í kennnslugreinum
sínum, sem íslendingar geta
bezt fengið á hverjum tíma. Þeir
njota sömu launakjara og aðrir
starfsmenn við kennaraskóla á
íslandi. g.
Fyrsti platínurefur
á Islandi.
Eitt iskinu af n$Iikum ref licfur
verid selt á kr. 71500,00.
Fráiögo Einar§ Earestveit.
Vísir hefir nýlega haft tal af Einari Farestveit forstjóra refa-
búsins h.f. Silverfox á Hvammstanga og fékk hjá honum eftir-
farandi upplýsingar uin nýja refategund hér á laridi. Heita
þessir refir platínurefir og eru mjög sjaldgæfar skepnur í heim-
inum.---
Fyrsti platínurefur, sem menn
þekkja til, er fæddur í Noregi
árið 1933 út af venjulegum silf-
urrefaforeldrum. Síðar hafa
komið fyrir tvö lík tilfelli í Nor-
egi, að platínurefir hafi fæðst
út af venjulegum silfurrefum.
Fyrst í slað töldu menn þennan
ref lítils virði og sá fyrsti var
seldur mjög vægu verði og nlá
segja, að maður sá, sem, átti
þennan fyrsta platínuref, hafi
verið feginn að losna við hann.
Nú er þetta langsamlega dýrasta
refategund, sem þekkist í heim-
inum.
I febrúar síðastliðnunm kom
hingað til landsins fyrsti refur-
inn af þessari tegund. Hann var
fluttur frá Ameriku og kostaði
of fjár, eða það kostaði rúni-
lega 3000 kr. kilóið í honum.
Gela menn svo reiknað sjálfir
af því, hversu dýr liann var
allur.
Þessi fyrsti refur er þegar
farinn að gefa af sér góðah arð,
því út af honum og fjórum
tæfum, sem eru af úrvals silf-
urrefategund, hafa komið 16
yrðlingar og eru 10 þeirra hrein-
ir platinuyrðlingar. Á því sést,
að haralitur platinurefs er rikj-
andi eiginleiki og má sin meir
hjá afkvæmum heldur en litur
silfurrefsins.
Eins og að framan er getið,
eru þessir refir mjög dýrir, og
ekki bætir það úr skák, að inn-
flutningstollurinn einn var bara
á þriðja þús. kr., auk alls ann-
ars kostnaðar, sem fylgdi því að
flytja hann inn. Eigendur refa-
búsins reikna með því að selja
nokkra yrðlinga nú i haust til
þess að fá eitthvað upp í kostn-
aðinn.
★
Platinurefaskinn komu fyrst
á markaðinn árið 1936 og voru
borguð þá með svipuðu verði og
góð silfurrefaskinn. Yar verðið
þá uni 600—1000 kr., enda var
refur þessi þá ekki mikið þekkt-
ur. Árið 1937 fara skinnin að
hækka í verði og lcomasl nú upp
fyrir liæsta verð á silfurrefa-
skinnum; var meðalverð þá
2000 kr. fyrir skinnið. 1938 er
meðalverð farið að stíga veru-
lega og komst þá upp í 4000 kr.
og þá fyrst byrjar fyrir alvöru
áliiígi fyrir platínurefaskinnum.
Sem dæmi um það, hversu liátt
verðið á þessum skinnum hefir
komizt, má geta þess, að árið
1939 seldisl eitt slíkt skinn fyrir
11.000 dollara (ca. 71500.00 kr.
i ísl. peningum). Eins og sakir
standa, eru engin skinn til,
Þessi mynd er af fyrsta platínurefnum, sem var fluttur til
landsnis í febrúar. Refurinn heitir „Leifur heppi“, enda er hann
fæddur í Ameríku, auk þess sem hann er fyrsti landnáms-plat-
ínurefur á íslandi. v
Gestirnir á palli við Golfskálann, sem tjalda má vfir og auka
þannig húsrýmið.
Golfskálinn og somargleði
Reykvíkinga.
^ Almenningur fær afnot skálans i sumar.
Golfklúbburinn hefir nýlega selt Ragriari Jónssyni Veitinga-
manni Golfskálann á leigu til veizluhalda yfir sumarmánuðina.
Geta Reykvíkingar fengið þar húsnæði og veitingar fyrir öll þau
samkvæmi, sem þeir þuifa að halda á sumrinu og má ætla að
mörgum komi það vel, ýmsra orsaka vegria, en þó ekki sízt
vegna skorts á aðstoð í heimahúsum.
Helgi H. Eiríksson skýrir leyndardóma ísaldarinnar á sorfinni
klöppinni.
Ragnar Jónsson veitingamað-
ur liafði boð inni á laugardaginn
er var í því tilefni, að liann tók
þá við skálanum til afnota í of-
angreindu augnamiði. Var þar
margt manna samankomið,
fréttaritarar hlaða og útvarps,
stjórnendur Golfklúbbsins og
nokkrir fleiri. Var setið þar í
hinuni bezta fagnaði nokkra
lirið, og fóru allar veitingar
,fram með miklum myndarbrag.
Luku allir upp einum, munni
um það, að þeir menn, sem í
sumar skiptu við veitingamann
Golfskálans, myndu ekki verða
fyrir vonbrigðum, ef svo væri á
íialdið sem að þessu sinni.
Það er ekki allsendis vist, að
Reykvíkingar liafi gert sér grein
fyrir þvi, að Golfskálinn stend-
ur á einhverjum allra fegursta
hvorki í Englandi eða Ameríku,
á opinberu framboði. En eftir
þeim upplýsingum, sem við
höfum komizt næst, mun verð-
ið standa milli 200—1000 doll-
ara, eða 1300—6500 kr. í ís-
lenzkum peningum. Geta menn
bezt séð af þessu, liversu mik-
ils virði það er að geta komið
af stað verulegri platínurefa-
rækt hér á landi. Má fyllilega
búasl við því, að þessi refarækt
eigi milda framtíð fyrir sér. Er
óhætt að segja, að það hafi verið
mjög heppileg ráðstöfun að
flytja inn í landið þennan ref,
’því það er þó vísir að meiru,
sem kann að nást í framtiðinni.
Þótt silfurrefaskinn liækki
nú stöðugl í verði, eru platinu-
refir í miklipn minnihluta í
heiminum og verðmunur er
stórkostlegur ennþá, og er vissa
fyrir þvi, að verðið á platínu-
refaskinnunum verði í mun
hærra verði en silfurrefaskinn
að minnsta kosti 10 næslu ár-
in. Þessir platinurefir eru að
flestra dómi mikið fallegri en
silfurrefirnir, enda bendir nafn-
ið til þess, að þeir séu verðmæt-
ari að mun, og nokkuð má af
því marka.
8—
stað í grend við bæinn. jÚtsýni
er þar einstaklega fallegt, og
naut það sín til fulls í þessari
fyrstu veizlu i Golfskálanum.
Þótt skálinn liggi við alfaraveg,
er liann þó það úl úr, að skark-
ali, ys og þys götunnar veldur
þai* engu ónæði.
Þá er það einnig atliyglisvert,
að á þessum stað opnast augu
manna fyrir hamförum ísaldar-
tímabilsins, en raunar mun þar
ekki rétt að tala um eitt slíkt
tímabil, lieldur fleiri. Slcýrði
helgi H. Eiriksson skólastjóri
fyrir gestum livernig sjá mætti
á landslaginu á hvern hétt jök-
ullinn hefði runnið af hálendinu
niður á láglendið, og slalið þar
eftir óll sín vegsummerki. Rétt
utan við skálann er klöpp, sem
ber á sér öll einkenni isaldar-
innar. Hún er sorfin eins og
fjörugrjót, en ber auk þess á sér
rispur eftir jökulinn^ sem mjak-
ast hefir niður eftir lienni. Telja
náttúrufræðingar þetta einstak-
an dýrgrip, sem verði að varð-
veita, þótt öllu öðru verði um-
bylt þarna í nágrenninu.
Af þessu sést, að Golfskálinn
er í senn girnilegur til fróðleiks
og skemmtunar, en einmitt það
tvennt fer bezt saman.
Samkvæmt norska blaðinu
„Vestfolk Presse“ verður norsku
sjálfboðaliðunum i norskusveit-
iniii i Rússlandi ekki leyft að
fara heim, þegar ráðningartimi
þeirra er á enda. Þeir voru i önd-
verðu ráðnir til herþjónustu í
eitt ár, en nú eiga þeir að berjást,
þangað til styrjöldin er á enda.
•
Times í London skýrir frá
því, að flotamálastjóri Þjóð-
verja í Bergen hafi sett á um-
ferðarbann á sjó i námunda við
borgina frá kl. 11 síðdegis til
kl. 4 árdegis livern sólarhring.
Tilkynning hefir verið gefin um
það í Bergen, að allmörg lnis
hafi verið brennd í refsingar-
skyni fyrir víg tveggja liáttsettra
SS-manna á eyju undan strönd-
inni í aprílmánuði.