Vísir - 05.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 05.06.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Ritstjórl | 1 Blaðamenn Slmji Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla J 5 línur m * m 103. tbl. Japanskt orustuskip og flugvélaskip laskast í árás á Midway-ey á Kyrrahafi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ifregn frá Washington segir, að Japanir hafi gert árás á Miðway-eyju, sem er milli Sandyíkureyja og Japan. I fyrstu fregn var að eins sagt frá árás flugvéla á þetta ramgera, litla eyvirki, og komu þá fram getgátur um, að þarna hefðu verið á ferðinni flugvélar frá flugvélaskipi, en þessi loftárás kom í kjölfar tveggja árása á Dutch Harbor á Aleutineyjum, suðvestur af Alaska, sem fyrr var getið. Bn í síðari tilkynningu frá Washington er nánara frá árás- um þessum sagt og m.a., að japönsk flotadeild sé undan Mid- way-ey, og sé hér því um sameiginlega árás hérskipa og flugvéla að ræða, og líkur benda til, að Japanar ætli að frelsta þess aðsetja þarna lið á land. Er aðstaða Japana öll ótryggari, af því að eyjan er á valdi Bandaríkjamanna. . t<w«-rr»í.7'nnr- Hversu þessari árás Japana reiðir af, verður ekki um sagt erin sem komið er, en fullyrða má, að Bandaríkjamenn hafi iekið hraustlega á móti, ekki siður en áður, er Japanir hafa gert tilraunir til þess að brjóta mótspjTnuna þar á bak aftur. Margar flugvélar Japana hafa þegar verið skotnar nið- ur eða laskaðar, og japanskt orustuskip og flugvélaskip hafa laskast, og sennilega eitt all- stórt herskip til. Eftir þessari fregn að dæma er það allöflug flotadeild, sem Japanir hafa sent til þess að hertaka eyna. Þetta er 6. árásin á Midway- ey og var hin síðasta gerð 10. marz. Þetta er langsamlega mesta árásin, sem Japanar nokkuru sinni hafa gert á eyna, sem er 1194 mílur frá Pearl Harbour á Sandvíkureyjum. Hitler i FinnlandL Hitler flaug til Finnlands i gær í afmælisheimsókn til Mannerheims, marskálks. Með Hitler fóru von Keitel yfirhers- höfðingi, Otto Dietrich úr út- hreiðslumálaráðuneyti dr. Göbb- els og fulltrúi von Rihbentrops utanríkisráðherra. Ryti rikisforseti og Manner- heim marskálkur o. fl. ræddu við Hitler. Líklegt er, að fleiri „óskir“ hafi verið fram bornar en afmælisóskir. HITLER ÓTTAST BANATILRÆÐI. Sjö japönskum kafbátum sökkt. I tilkynningu frá aðalbæki- stöð MacArthurs í Ástralíu seg- ir, að hollenzkar og ástralskar flugvélar hafi sökkt tveimur eða. þremur japönskum kafbátum við austurströnd Ástralíu og að meðtöldum þeim, sem .Tapanii’ mistsu í árásinni á Sidney, hefir verið sökkt fyrir þeim á skömm- um tima sjö kafbátum. # Japönsk kafbátaárás á Diego Suarez. Japanir liafa einnig, að þvi er nú er orðið kunnugt, gert árás með dverg-kafbátum á Diego Suarez, flotastöðina, sem Brel- ar tóku af Vicliy-Frökkum. Birtu Japanir aukatilkynningu um árósipa og þóttust hafa laslc- að orusiuskip af Queen Elisa- beth gerð og herskip af sömu stærð og gerð og beitiskipið Arethusa. —• Brezka flotamála- ráðuneytið tilkynnir, að þ. 30. maí hafi sérstaklega útbúnir japanskir kafbátar gert tilraun til árása á brezk herskip á Diego Stiarez-vikinni, en árásin hafi algérlega mistekizt og ekkert brezkt herskip laskazt. Louis P. Lochner, sem um langt skeið var fréttaritari Uni- ted Press í Berlín, birti fregn i dag, þar sem hann segir, að Hitler óttist banatilræði af hálfu herforingja sinna. Jafn- vel marskálkar og aðrir liinna æðstu foringja, verða að skilja eftir skammbyssur sínar og skotfærabelti, þegar þeir ganga fyrir Hitler. Lochner hefir einnig skýrt frá því, að skömmu óður en Þjóðvei’jar réðust inn í Pól- Iand, liafi Hitler ávarpað hers- liöfðingja sina. Þá sagði hann, að heyja yrði algera styrjöld og ekki hlifa neinum, hvorki konum né börnum. Mér stend- ur á sama hvaða nöfnum eg er nefndur og þótt mér verði líkt við Attile, sagði Hitler enn fremur. SÆNSIÍUR VÍSINDAMAÐUR UM STÓRÁRÁSIRNAR Á ÞÝZKAR BORGIR. Amerískir blaðamenn hafa birt fyrstu frásögn sjónarvotts að’loftáí’ásunum miklu á þýzk- ar borgir. Sjónarvottur þessi er kunnur sænskur vísinda- maður, dr. B. O. Allaner. Hann Flugvélat’ bandantanna ltafa gert nýjar árásir á Kupang á Timor og Rabaul. • Tveimur amerískum tundur- spillum var hleypt af stolckun- um í gær. — Bandaríkjamenn ætla að vera búnir að ljúka smíði tveggja úthafa flotans á 2 árum. sagði i viðtali við blaðamenn frá International News Service, að eyðileggingin hefði verið miklu meiri en menn hefðu talið hugsanlegt. í kjölfar hinna miklu loft- árá'sa brezka flugliersins láta menn greipar sópa, þvi að skorturinn er farinn að segja til sín i Þýzkalandi, en margir þeirra, sem fara um ráns liendi, Þjóðverjar höfðu 16 risaskriðdreka til varnar í Bir Tamar. Áframhald er á hörðum bar- dögum í Libyu. I Bir Tamar, sem enn er á valdi Breta, liöfðu Þjóðverjar 16 risa-skriðdreka tiL varnar, og var stöðin varin af kappi, en bardögum lauk með því, að Þjóðverjar urðu að láta undan siga. Nyrst á * vigstöðvunum við Gazala og syðst við Bir Hakeim hefir Þjóðverjum ekkert orðið á- gengt, en á miðju varnarsvæði Breta hefir þeim tekizt að ná fótfestu og reka fleyg inn í varnabelti Bandamanna. Er enn barizt þarna af miklu kappi, fyrir vestan Knightsbridge vegamótin. Miklir loftbardagar liafa verið háðir. Þjóðverjar beita skriðdrekum í stórum stil, steypiflugvélum og ítölsku fóigönguliði við Bir Hakeim, en ekki orðið ágengt. Sjö steypiflugvélar voru skotnar niður í fyrradag á þeim slóð- um. I Bir Hakeim liafa Frjáls- ir Frakkar varizt svo vasklega, að Ritcliie hershöfðingi Banda- manna í sandauðninni hefir þakkað þeim með þeirn um- inælum, að þeir hafi verið öðr- um bandamönnum til skinandi fyrirmyndar. Sumir þessara Frakka liafa barizt í Riffland- inu í Marokkó. Úrslit eru enn ekki fyrirsjá- anleg í bardögunum í Libyu. feinn af liermálasérfræðing- Um Breta sagði í gær, að likur Væru til, að Ronnnel hafi ætl- að sækja fram til Suez i þrem- ur áföngum, þ. e. taka Tobruk fyrst, sækja því næst fram að landamæruni Egiptalands, og í þriðja áfanganum allt til Suez. Þessi áform væri nátengd öðr- um áformum Hitlers. En Rom- mel hefir ekki enn náð fyrsta markinu, sem átti að ná á 4 dögum. Hitler hefir fvrirskipað liér- aðsstjóra nazista i Kölnarhéraði, að senda skýrslu um loftárásina miklu á Köln aðfaranótt sunnu- dags. Á austurvigstöðvuniim er nú barizt mikið í nánd við Rzhev og munu Rússat’ nú hafa umkringt ])á borg alveg. Brezku víkingasveitirnar voru eina klukkustund í Frakklandi, eftir að þær liöfðu verið settar á land þar kl. 3 í fyrrinótt. Þær náðu fótfestu í fjörunni tiltölu- lega skammt frá Boulogne, áður en Þjóðverjar hófu skothríð sina. eru þegar teknir og skotnir. Dr. Allaner minntist á árás- ina á Rostock við Eystrasalt. Alll Heinkel-verksmiðjusvæðið er í rúst, sagði liann. Við langar götur var ekki hús uppi stand- andi, sem hægt er að búa í. Að- aljárnbrautarstöðin, símastöð- in og aðrir hernaðarlega mik- ilvægir staðir eru í rústum. FRETTIR í STUTTU MÁLI. I maí sökktu Rússar í norður- höfum fyrir Þjóðverjum: 12 flutningaskipum. 7 olíuflutningaskipum. 3 tundurspillum. 2 varðskipum. • Að undanförnu hefir dregið úr loftárásum á Möltu. Engin árás var gerð á eyna í fyrrinótt, en í gær komu orustuflugvélar í skyndiárásarferð. • Haclia, forseti Tékkiu, hefir sent Hitler samúðarskeyti í til- efni af fráfalli Heyderich. I skeytinu lætur hann i ljós von um, að Bretar bíði ósigur i styrjöldinni. . Nokkurra þýzkra flugvéla varð vart yfir norðurströnd Bretlands í nótt. Nokkurum sprengjum var varpað. Einn maður beið bana, en nokkurir særðust. • Brezkir varðmenn hafa skotið til bana 2 japanska sjóliðsfor- ingja á Madagascar. Sjóliðsfor- ingjarnir voru' dulbúnir og veittu vopnaða mótspyrnu er átti að handtaka þá. • Vegna árásarinnar á Heyde- rich hafa nú alls verið teknir af lífi i Tékkóslóvaltíu 181 mað- ur og voru í þessurn hóp 32 kon- ur á aldrinum 22—74 ára. • Franslcir jafnaðarmenn hafa útbýtt leyniriti í París, þar sem heitið er stuðningi við De Gaulle. • Sprenging varð nýlega i Ren- nes á skrifstofu, þar sem safnað var sjálfboðaliðum til þess að berjast í Rússlandi. • Franskir frelsisvinir hafa sprengt í loft upp skotfæra- birgðir Þjóðverja í Hazebruck. - • . Mikil og vaxandi andúð er gegn Hitler í Ruhr og er útbýtt leyniritum, þar sem þess er krafizt, að friður verði saminn og Hitler steypt af stóli. • Bretar héldu áfram skyndi- árásarleiðöngrum sínum til Frakklands og hernumdu land- anna i gær og voru alls farnar fjórar ferðir og varpað sprengj- um á flugstöðvar, orkuver, járnbrautarstöðvar o. s. frv. Nokkur mótspyrna var veitt í sumum ferðunum. Þrjár brezk- ar flugvélar komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Japanar hafa gert tvær loft- árásir — sennilega flugvélar frá flugvélastöðvarskipi — á flota- og flugstöð Bandaríkjanna í Dutch Harbour, sem liggja til suðvesturs frá Alaska. Banda- ríkjamenn hafa unnið að víg- girðingu hafnarinnar í nærfellt 10 ár.— I fyrri árásinni varð lít- ; ið sem ckkert tjón, en fregnir ó- j komnar um ])á síðari. Fulltrúadeild þjóðþingsins í Washingfon hefir einrónia fall- izt á tillögu Roosevelts um að Bandaríkin segi Rúmeniu, Búlg- aríu og Ungverjalandi strið á hendur. Framboö við alþingis- kosningarnar. Kunnugt er um eftirtöld framboð Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir þegar ákveðið framboð í öllum kjördæmum landsins, nema tveimur (Mýrasýslu og N.-Múla- sýslu). Þessi framboð flokksins hafa verið ákveðin utan Réykjavíkur Skotárásin á Skerjafirði. Tilkynning frá ameríska sendiráðinu. Amerikanska sendiráðið til- kynnir, að hernaðaryfirvöldin hafi strax hafið framkvæmdir i málinu út af skotunum, sem urðu á Skerjafirði i gær. Nokkrar handtökur liafa átí sér stað, til að komast að hverjir það hafi verið, sem voru valdir að atvikinu. Ameríkanski sendi- lierrann sagðist samgléðjast öll- um íslendingum að enginn hefði meiðst, segist hann vera viss um, að vegna þess, hve áhrifamiklar og skjótar ráðstafanir hernaðar- yfirvöldin hafi gert, munu þær koma í veg fyrir slík vandræða- slys í framtíðinni. Ameríkanski sendilierrann sagði, að tilgangur ameríska námsins sé tvöfaldur, að verja ísland og sjá um að enginn sak- laus þurfi að ljða við fram- kvæmd hernámsins. Ef lil vill verður ráðist á oss, áður en við vitum af, af óvini, sem er mátt- ugur, miskurinarlaus og einnig mjög duglegur. Þéssvegna eru svo mörg hernaðarlega mikil- væg svæði, og þessvegna er þeirra gætt með hlöðnum bvss- um, og þessvegna liætta land- og sjóflugmenn lífi sinu daglega hér, og stundum verður það þeim að bana. Ameríski herinn, sagði hann, er viðbúinn, og ef á Iionum þarf að halda, er liann ákveðinn að sýna sig starfi sínu vaxinn, fyrir land sitt og ísland einnig. En að vera viss um að liann sé alltaf viðbúinn á öllum timum, og að hver einstakur skynsamur, hygginn og gætinn maður sé það, er vandamál. Það er vandamál, sem herstjórnin vinnur að dag og nótt, vegna ís- lendinganna og annara borgara, sem verða að búa við byssur og byssustingi. Mistök verða ekki þoluð, og allt mun verða gert til að afstýra þeim. Líf íslendinga og Amerikana eru alveg jafn kær yfirvöldunum, sem vinna að því, að verja bæði löndin. Að síðustu sagði sendiherrann að hann þakkaði íslenzkum blaðamönnum fyrir það, með hve miklum skilningi athuga- semdir þeirra hefði verið, þeg- ar litli drengurinn Jón Hinrik Benediktsson liefði verið skot- inn. Þið hafið gagnrýnt okkur, sagði hann, en það hefir verið sanngjarnt, og þið hafið ekki efast um góðan vilja okkar. Með því liafið þið gert ykkur sjálf- um og landi vkkar sóma, og hafið látið okkur verða ennþá ákveðnari, en það er hægt, að uppræta þá galla, sem geta ver- ið á stjórnarfari okkar, og að ' samvinnan við ísland nálgist meira þá luigsjón, sem okkur liefir dreymt um, og Hafnarfjarðar: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Qlafur Thors forsætisráðherra. Borgarfjarðarsýsla: Pétur Ottesen alþm., Ytra-Hólmi. Snæfellsnessýsla: Gunnar Thoroddsen, pi-ófessor. Dalasýsla: Þorsteinn Þor- steinsson, sýslumaður. Barðastrandasýsla: Gísli Jóns- son forstjóri, Rvík. Vestur-ísafjarðarsýsla: Bárð- ur Jakobsson, cand. jur. Isafjörðúr: Dr. Björn Björns- son hagfræðingur, Rvik. N or ður-ísafjarðarsýsla: Sig- urður Bjarnason cand. jur. frá Vigur. Strandasýsla: Pétúr Guð- mundsson oddviti, Ófeigsfirði. Vestur-Húnavatnssýsla: Guð- brandur Isberg, sýslumaður. Austur-Húnavatnssýsla: Jón Pálmason alþm., Akri. Skagafjarðarsýsla: Jóhann Hafstein cand. jur., Rvík, Pétur Hannesson, sparisjóðsform., Sauðárkróki. Akureyri: Sigurður E. Hliðar, dýralæknir. Eyjafjarðarsýsla: Garðar Þorsteinsson alþm., Rvik, Stef- án Stefánsson alþm., Fagra- skógi. Suður-Þingeyjarsýsla: Júlíus Ilafstein, sýslumaður. Norður-Þingeyjarsýsla: Bene- dikt Gíslason, bóndi, Hofteigi. , Seyðisfjörður: Lárus Jóhann- esson, hrm., Rvik. Suður-Múlasýsla: Árni Jóns- sori alþm. frá Múla, Jón Sigfús- son, bæjarstjóri, Neskaupstað. Aústur-Skaftafellssýsla: Helgi H. Eiríksson skólastjóri, Rvík. Vestur-Skaptafellsýsla: Gisli Sveinsson sýslumaður. Rangárvallasýsla: Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri, Hellu, Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti. Árnessýsla: Eiríkur Einars- sön, bankafulltrúi, Rvik, Sig- urðUr .Ölafsson kaupm. Selfossi. Vestmannaeyjar: Jóhann Þ. Jósefsson álþm. , Alþýðublaðið birti i morgun framboð Alþýðuflokksins hér í Rvík, er hafði verið ákveðið á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Listinn er skipaður sem hér segir: Stefán Jóliann Stefánsson, forseti Alþýðuflokksins, Sigur- jón Á. Ólafsson, forseti Alþýðu- sambandsins, Jón Blöndal, hag- fræðingur, Guðmundur R. Oddsson, forstjóri, Jóhanna Eg- ilsdóttir, form. Verkakvennaféi. Framsókn, Nikulás Friðriksson, umsjónarnraður, Jón Axel Pét- ursson, formaður. Stýrimanna- fél. íslands, Runólfur Pétursson, iðnaðarmaður, Tómas Vigfús- son, form. Trésmiðafél. Rvílcur, Sigurður. . Ólafsson, gjaldkeri Sjómanpafélagsins, , , Guðgeir Jónsson, form. Bókbindarafél. Reykjavikur, Ágúst Jósefsson, heilbrigðisf ulltrúi. Þjóðviljinn hefir siðustu dag- ana tilkynnt framboð Sðsíal- istaflokksins í eftirtöldum kjördæmum: I Vestur-Húna- vatnssýslu: Elísabet Eirilcsdótt- ir; Austur-Húnavatnssýslu: Klemens Þorleifsson, Dalasýslu, Jóhannes úr Kötlum, og i Suð- ur-Þingeyjarsýslu: Kristinn Andrésson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.