Vísir - 09.06.1942, Síða 3

Vísir - 09.06.1942, Síða 3
VlSIR Síðasti endurnýj unardagur í dag. Happdrættið. Stmi 2339. Þar liggur kjörskrá frammi, athugid hvort þér eruð á kjörskrá. Kærufrestur er útrunninn 13. júní. X/átið skrifstofuna vita um þad fólk, sem er farið burt úr bænum Sími 233$. Njötu^ur: »Ég hefi skírt næstum 3 þúsund börn, fermt um 2 þúsund og gefið saman um þúsund hjóntf Viðtal við síra Friðrik Hallgrímsson, 1 dag er einn af kunnustu og mætustu mönnum þessa bæjar- félags sjötugur. Það er síra Frið"- rik Hallgrímsson dómprófastur. Hann er fæddur í Reykjavík þann 9. júní árið 1872. Tók guð- fræðipróf árið 1897 og var vígð- ur að Holdsveikraspítalanum að Laugamesi árið 1898. Hann var aðeins eitt ár á Laugamesspítala og stundaði barnakennslu í Rvík jafnframt prestsstarfinu. Var hann síðan prestur í Út- skálaprestakalli árið 1899— 1903, en þá fluttist hann búferl- um til Ameríku og dvaldi í bæn- um Baldur í Arííyle-byggð, Það= an kom hann aftui* til íslands | árið 1925 ög tók við prestem- bætti í Réykjavík. Var hann pró- fastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1938—’40, er hann var settur dómprófastur og síðan kosinn í það embætti 1941. Bíra Friðrik hefir samið og fært í búning margar bækur. I dag kemur út sjöunda barnabókin hans, sem heitir „G uðvin góð i“. Auk I bamabókanna hefir síra Frið- rik samið f jórar aðrar bækur, I sem em „Kristin fræði“, „Písl- arsagan“, „Kristur og mennim- ir“ og eina barnabók, sem er á dönsku. . Sira Friðrik er giftur Bentínu dóttir Bjöms bónda Gíslasonar í Búlandsnesi, hins merkasta bú- manns og bókamanns, er lengi hélt veðurskýrslu hér fyrir Veð- urstofuna í Kaupmannahöfn. Hafa þau hjón eignast fimm böra, sem eru: Ellen Marie, Þóra Miller, Hallgrímur for- stjóri Shell á ísl., Ágústa og Esther, sem giftist í kvöld dr. Cyril Jackson sendikennara. ★ Fréttaritari Vísis hafði tal af síra Friðrik í gærdag og bað hann að svara nokkurum spum- ingum í tilefni afmælis hans í dag. Varð hann vel við þessari málaleitan vorri og fer hér á eft- ir stutt viðtal við hann: —• Hvað um æfi yðar? — Æfi mín hefir verið lítið viðburðarík. Eg hefi nuddað við mift verk — prestskapinn —- í 43 ár og haft mesta yndi af því starfi og aldrei óskað mér neins annars starfs. Eg hefi ávallt átt samvinnu við ágætis menn, bæði vestan hafs og hér heima. — Yður likar starfið svona vel? — Já. Eg tel prestsstarfið veg- legast allra starfa, vegna þess, að sá boðskapur, sem prestur- inn flytur, er sá, sem öllum mönnum er mest nauðsyn á að gera sér glögga grein fyrir. Aft- ur á móti á sá óhki blær, sem trúarlífið fær hjá einstaklingun- um að miklu Ieyti rót sína í lundarfari hvers eins. Sumir menn tala mikið um trú sína, aðrir aftur á móti eru fámálug- ir um hana. Sumir eru strangir og nákvæmir í trúarsettning- Uhii eo aðrif láta sér hægja stórar og breiðar línur, Enn eru einir, sem heimta, að allir geri sér éins gi'eih fyrir trúarsannindunum, en aðrir telja það mestu varða, að mað- urinn elski Guð sinn og liafi ríka löngun til jiess að þóknast honum. En þennan inismun verða kristnir menn að læra að umhera hver hjá öðrum. | — Hvað segið þér um presta- fjölgunina i Reykjavík? j — Eg hefi alltaf viljað, að prestum yrði fjölgað í Reykja-. vík, á þann hátt, að hver þeirra fengi sitt ákveðna starfsvið. j — Þér hafið kynnst mörgum um dagana? — Já. Það eru eðlilegar afleið- inðar prestSstarfsins, hvað mað- ur kynnist mörgum. Það hefir ■; valdið mér hvað mestri gleði, hve ég hefi notið mikillar vin- áttu margra, góðra manna. En mestrar ánægju hefi eg samt notið í sambúðinni við mína á- gætu konu, sem hefir verið mér ómetanleg hjálp í preststarfi I minu og hömin okkar á heimili ; mínu. Eg hefi alltaf lialdið mik- ið upp á heimili mitt og lagt mikla áherzlu á það. — Þér berið árin vel. — Eg þakka því, hversu mikla og góða útivist eg hafði meðan eg dvaldi í Canada. Eg lék.tennis og golf á sumrin, en slundaði skautaíþrótt á veturna. Þetta var heilnæmt líf og hefir lialdið mér svona vel við. Eg stunda ennþá golf og fer út núna á eftir til þess að iðka þessa á- gætu íþrótt. j —Hvar hefir yður liðið bezt? — Það er erfitt að segja um það. Staðirnir, sem eg hefi dval- ið á hafa verið sitt með hvoru J móti, en eg hefi allsstaðar verið ánægður, þvi þegar menn vinna sér geðfellt verk og vel fer um þá, hafa þeir engan tíma til þess að láta sér leiðast. l — Hafið þér ekki unnið mörg preStverk, frá þvi þér byrjuðuð prestþjónustu í Reykjavík? — Jú. Þau eru nú orðin mörg. Eg hefi stundað prestskap í 43 ár og þar af 17 ár í Reykjavik, og á þessum 17 árum hefi eg skýrt næstum 3 þúsund börn, fermt um 2 þúsund og gefið saman um 1 þúsund hjón. — Hafið þér mætur á einu starfi öðru frekar? \ — Já. Eg vil minnast á það, að eg hefi haft alveg sérstaka gleði af þeim verkum, sem eg hefi unnið fyrir börnin og ungl- ingana. Eg byrjaði í september árið 1926 á barnaguðsþjónust- um og hefi lialdið þvi áfram fram á þennan dag. Þá vil eg og geta þess, að eg geymi innilegar qg hlýjar end- urminningar frá starfsárum mínum vestan liafs og hefi á margan liátt orðið var við vin- áttu þaðan, síðan yg kom hing- að lieim aftur. * Sira Friðrik Hallgrímsson er einn á meðal merkustu núlif- andi Islendinga og er hann með afbrigðum vinsæll og vellátinn maður af öllum er til hans þekkja, en þeir eru fjölda marg- ir. Sem dæmi um vinsældir jiessa ágæta manns, íeyfum vér oss að hirta ummæli þekkts blaðamanns vestan hafs, G. J. Olesen. Fer liér á eftir orðréttur útdráttur úr grein þessari, er birtist í Almanaki Ólafs S. Tliorgeirssonar árið 1940: „Einn hinn glæsilegasti mað- ur í prestsstöðu meðal Vestur- íslendinga á fyrsta f jórðungi 20. aldar, mun síra Friðrik Hall- grímsson ætíð verða talinn, og sá maðurinn, sem einna mest hefir verið harmaður af öllum þeim Vestur-íslendingum, sem heim hafa flutt til ættjarðarinn- ar aftur, eftir lengri eða skemmri dvöl hér vestra og er ekki f jarri lagi, að hans sé að nokkru minnst í riti því, sem merkilegast má telja á blaða- og bókmenntasviði Vestur-Is- lendinga og sem á lofti hefir haldið minningu svo f jölmargra ágætismanna í fortíð og samtíð, því hann er maður, sem ennþá á sterk ítök í hjörtum fjölda Vestur-íslendinga, þó fjarvist- um sé hann nú búinn að vera nær 15 ár . .. „. .. . Um síra Friðrik mætti skrifa Iangt mál, en það ætla eg ekki að gera, hvorki er eg fær um það og svo leyfir rúmið það ekki ....“, segir starfsbróðir vor vestan hafs og vér neyðumst til þess að segja það sama. G. Eiri. Hvöt. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hélt fund í gær kl. y2. Sú breyting hefir or'Sið innan stjórnar félags- ins, að frú Guðrún Guðlaugsdótt- ir hefir látiíS af varaformannsstörí- um, en vi<5 hefir tekið frú Guðrún Pétursdóttir, móðir Bjarna Bene- diktssonar borgarstjóra. Leskjað kalk. ppnrnNN *• Sjúkrasamlag Reykjavíkur tilkynnir Að marggefnu tilefni skal bent á, að sam- kvæmt 12. gr. samþykkta samlagsins greiðir það ekki sjúkrakostnað samlagsmanna fyrir það tímabil, sem hann er í vanskilum, enda þótt iðgjaldsskuldin verði síðar greidd að • fullu. Verður því t. d. kostnaður, sem til fell- ur í JÚNÍ, ekki greiddur, nema iðgjald fyrir MAÍ hafi verið greitt áður en sjúkrahjálpin fór fram. Þéir, sem ætla úr bænum ættu því, áður en þeir fara, að greiða iðgjöld fyrir þann tíma, sem þeir ætla að vera í burtu. Þeir, sem fara til staðar, þar sem sjúkrasamlag starfar, eiga að snúa sér til samlagsins á staðnum, ef þeir þurfa á læknishjálp að halda. Ennþá liöfum við vörurnar, sem yður vantar mest. Við höf- um nú tekið upp klæðskerasaumuð karlmannaföt, enskar dragt- ir og kápur. Ennfremur enska model-kjóla, sitmarfatnað, ryk- frakka o. fl.-- Gleymið ekki ódýra skófatnaðinum meðan úrvalið er nóg. Komið. Skoðið. Kaupið. H imlNor-IIagasiii Vesturgötu 2. \.vjar síldartunnur til sölu Bernh. Peterien Sími 152® STIFTASAUMUR PAPPASAUMUR BOLTAJÁRN SKIPASAUMUR („Skipsu) allar stærðir. Verzlnn O. ELtMMGSEM kf. Dóttir mín elskuleg og systir okkar. Sigríöur Guðrún Valdimarstd.óttir’ andaðist að Vifílsstöðum 8. þ. m. Magdalena Jósefstlóttir' og börn. Elsku maðurinn minn, sonur og bróðir okkar,, Pétur Árnason Lokastíg 15, andaðist að Landakotsspítala mánudaginn 8. þ. m. Marianna Elíasdóttir. Guðbjörg Loftsdótth ®g systkíni. Jarðarför elsku litla drengsins okkar, Sigurðar er andaðist 4. juni, er ákveðin frá heimili okkar, Skeggja- götu 10, fimmludaginn 11. júní klukkan 2% eftir hádegi. Marta Guðbrandsdóttir. Guðjón Júliusson. Iljartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát q jarðarför Björns Bjarnasonar byggingameistara. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd mina og annara aðstandenda. Guðbjörg Bergsteinsdóttir. Hjartanlega þakka eg fyrir mína hönd og dætra minna ógleymanlega samúð og hluttekningu okkur auðsýnda við fráfall og jarðarför konunnar minnar elskulegu, Oddnýjar Guöbrandsdóttur Stúkunni Leiðarstjarnan í Keflavík er þakkað sérstak- lega fyrir frábæra samúð. Keflavík, 8. júní 1942. Sigurberg Ásbjörnsson og dætur. Þökkum lijartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður okkar, Þuriðar Þórarinsdóttur Fyrir hönd okkar og fjarstaddra systra. Jakob Guðmundsson. Eggeil. Gilfer. Þór. Guðmundsson. Guðm. Guðmundsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.