Vísir - 12.06.1942, Síða 2
V I S I R
VÍSIP
p»
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmíðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn fró Ingólfsstrœti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Last og !oí.
þ ESS þurfti ekki lengi að bíða,
að framsóknarmenn tefldu
fram trompum sínum i kosn-
ingum þeim, er nú standa íyrir
dyrum. Formaður flokksins rit-
ar ómerkilega áróðursgrein sið-
astliðinn sunnudag um, ómerki-
lega frambjóðendur Framsókn-
ajL- í þremur kjördæmum. Af
eðlishneigð getur hann þar ekki
sneitt hjá því skeri að hoppa á
dauðs manns hræi, en þó mætti
hann vel minnast málsháttarins:
„Lofaðu ei einn svo þú lastir
annan.“
Þótt það liafi um skeið þótt
sigurvænlegt að ófrægja ein-
staka menn með meira og minna
upplognum sökum, er hæpið,
að slík iðja verði sigurvænleg
til lengdar. Almenningur hefir
ógeð á því að raskað sé grafar-
ró, en þykir það út af fyrir sig
nægjanlegt að níðst sé á lifandi
mönnum. Til þess að draga fram
hlut Steingríms Steindórssonar
telur Jónas Jónsson það heppi-
legt að reka upp hýenugól yfir
moldum Einars Jónassonar,
fyrrum sýslumanns Barðstrend-
inga, og hefðu þó allir haldið,
að nóg liefði verið að gert með-
an Einars naut við. Eigi skal þa'ð
véfengt, að svo komnu máli, að
Einar heitinn kunni að liafa
eitthvað til saka unnið, en hitt
er jafnvíst að jafnsekir menn
honum liafa sætt annarri og.
hetri meðferð, og skipa gjarnan
virðingarstöður í þjóðfélaginu..
Má og geta þess, að meðferð
ríkisvaldsins á fjármunum Ein-
ars Jónassonar var með þeim
endemum, að ógeðslegri aðfarir
þekkjast ekki í íslenzkri réttar-
sögu. Fyrir því atferli stóð Jón-
as Jónsson og ferst honum ó-
mannlega, er hann vegna hat-
urs hefir ekki vit á að grafa
fyrri syndir sinar í gleymsku.
Þetta er ekki leiðin til að hefja
Steingrím Steinþórsson í áliti.
Barðstrendingar munu ekki
kunna Jónasi Jónssyni neinar
þakkir fyrir það, hversu dyggi-
lega hann níðist á dauðum
manni, sem mörgum var kær
í því byggðarlagi, sem seilst er
eftir. Skulu að svo komnu máli
ekki höfð fleiri orð um þetta,
en það má Jónas^ Jónsson vita,
að sá tími kemur, er honum
helst ekki uppi jafn andstyggi-
legt framferði sem að framan
er rakið. Hinn dauði hefir sinn
dóm með sér, og þann dóm fær
Jónas Jónsson elíki umflúið
frekar en aðrir menn.
Það skal ekki í efa dregið, að
Steingrímur Steinþórsson sé
fyrir margra hluta sakir mætur
maður. Hann hefir vafalaust
eins og aðrir sína kosti og sína
ókosti, en hversu vel gerður
sem hann kann að vera, hefir
liann ekki ráð á því að hljóta
lof vegna dauðs manns lasts.
Allir vita, að Barðastrandasýsla
og raunar Vestfjarðakjálkinn
allur hefir verið ver settur um
ýmsar framkvæmdir en aðrir
hlutar landsins. Þarna er eng-
um einstökum um að kenna —
það er legan ein, sem úrslitum
ræður, — og skilningsleysi
þeirra þingfulltrúa, sem nú
hjóða í Vestfjarðakjálkann eins
og þeir ættu líf sitt að leysa.
Einn maður utan þings hefir
þó gert meira Vestfjörðum til
viðreisnar, en allir spámenn
Framsóknar, en það er Gisli
Jónsson, frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins í Barðastranda-
sýslu. Fyrir allar hinar miklu
athafnir hefir hann lítið lof
lilotið, en hinsvegar töluvert af
óverðskulduðu lasti. Gísli Jóns-
son mun sýna, að allt aðkast
stendur liann af sér, með því
að enginn verður með orðum
veginn, og einnig er hitt víst,
að upp.af ógrónum leiðum geta
þeir andar risið, sem vel mega
vega gegn áróðursþunga lifandi
líka. Öllum er ljóst, að þótt
sumir menn lifi að nafninu til,
þá eru þeir dauðir, — dauðir að
hugsjónum, dauðir i andanum
og dauðir í áliti almennings.
Slíkum mönnum hentar ekki að
reyna að telja öðrum trú um, að
þeir séu lifandi. Þeir hafa sinn
dóm með sér, er ávalt verður
fjötur um fót, er til mikils skal
vinna. Er þeir grafa öðrum gröf
falla þeir í hana sjálfir.
Það er ástæða til að fylgjast
vel með þeirri baráttu, sem fram
fer í Barðastrandasýslu. Þar eig-
ast við tveir menn, annar lof-
aður af eigin verkum, hinn lof-
aður með orðum ómerkilegustu
ritræpuskjóðu, sem uppi hefir
verið á Islandi. Barðstrendingar
munu vissulega liafa vit til að
velja rétt, -— þar hafa um lang-
an aldur dvalið drengir góðir og
traustir, og svo mun enn reyn-
ast.
íslandsmótið:
K,R. vann Vestmanna-
eyinga með 2:1.
Ijjótiar leiknr.
í gærkveldi fór fram annar
kappleikur íslandsmótsins á
íþróttavellinum. Var hann á
milli K. R. og Vestmanneyinga
og lauk með sigri Ií. R. 2:1.
Leikur þessi var að talsverðu
leyti frábrugðinn þvi, sem menn
eiga að venjast hér, því lítils
annars gætti en liörku og fanta-
skapar. í hyrjun leiks fótbrotn-
aði einn Vestmannaeyingurinn
og var það hámark leiðinlegs
þjösnaskapar, sem einkenndi
leikinn, en vér kunnum ekki að
meta þess háttar íþrótt.
Var auðséð á öllu, að ekkert
var lagt upp úr leikni og lipurð
lieldur hörku og illindum.
Eg vil alls ekki meina, að
Vestmannaeyingum hafi einum
verið um að kenna hversu leik-
ur þessi var liarður, heldur áttu
K. R.-ingar sinn drjúgan þátt í
því, en vera kann, að þeir liafi
liaft það einkunnarorð „að láta
hart mæta hörðu“.
Að vísu var leikur þessi spenn-
andi, en það er ekki lofsvert,
fyrst liann var það á kostnað
hörku og grimmdar. Eg vil ekk-
ert annað um leik þennan segja,
því mér finnst hann ekki þess
virði.
G.
EnnJ |ȇ %
verkfall
við
Eimskip.
Verkfallið við Eimskip heldur
áfram, að því er forstjóri félags-
ins sagði blaðinu í morgun.
Svar Dagsbrúnar við bréfi
Eimskipafélagsins, er birtist í
Visi þ gær er það, að Dagsbrún
segist ekki hafa boðað til verk-
fallsins og sjái því ekki ástæðu
til þess að skipta sér neitt af því.
Framhlið íþróltaballar Akureyrar.
Fjöldi opinberra stór-
bygginga á döíinni.
Frásögn Guðjóns Samúelssonar húsameistara píkisins.
Þrátt fyrir efniskort og vinnueklu er fjöldi opin-
berra bygginga víðsvegar um land í uppsiglingu. Húsa-
meistari ríkisins, hr. Guðjón Samúelsson, hefir gefið
Vísi stutt yfirlit yfir helztu byggingaframkvæmdir sem
á döfinni eru, og teiknistofa húsameistara hefir haft
með að gera.
Verkamannabústaðir. ,
Mikið er byggt af verka-
mannabústöðum í ýmsum
stærstu kaupstöðum landsins.
í Reykjavík hafa verið byggð 10
slík hús með 4 íbúðum í hverju
húsi — og nú á að bvggja önnur
tíu fjögra íbúða hús, er verða
með áþekku sniði og þau, sem
búið er að gera.
I Hafnarfirði eru þrir verka-
mannabústaðir i byggingu og
væntanlega verða fleixú byggðir.
Þeir eru með mjög áþekku sniði
og vei’kamannabústaðirnir hér i
Reykjavík, en frábrugðnir þó í
smáatriðum.
Á ísafirði er verið að byggja
mikið af verkamannabústöðum,
jxað er enn sem komið er ekki
ákveðið live mikið það verður,
en a. m. k. 12 ibúðir, og meira
síðar.
í Vestmannaeyjum eru að m.
k. 8 íbúðir í byggingu, en auk
jxess er vei-ið að byggja þar sam-
vinnuhús, sem í vei’ða 8 íbúðir
eða fleiri.
Þessar miklu verkamanna-
bústaðabyggingar stafa ekki
livað sízt af því hvað verka-
menn hafa mikla peninga undir
höndum, og þykja þeir betur
komnir í fasteign heldur en að
geyma þá á vöxtum, því að pen-
ingaeign er ekki í allra augum
mikils virði. Auk þess er hús-
næðisleysið óvenju mikið í bæn-
um og þar af leiðandi full þörf
fyrir þessar byggingar.
Sundlaugar.
Mikið er í smíðum af opnum
sundlaugum, þar á meðal á
Norðfirði, á Raufarhöfn og Mið-
firði í Húnavatnssýslu, en enn
er ekki ákveðið hvar þær verða
byggðar víðar. Þetta eru steypt-
ar sundþrær allt saman, en fata-
skýli verða reist úr timbri.
Sundhallir.
I Hafnarfirði er sundhöll í
smíðum. Þróin verður 25x8
m. að stærð. Verið er að gera
uppdrátt að sundhöll á Akranesi
og má búast við að bygging
lxennar verði hafin þá og þegar.
Stærð þróarinnar er ákveðin
I6V2X8 m. Uppdi’áttur að sund-
hallai’byggingu fyrir ísafjörð er
í undirbúningi. Þar er ákveðið
að þróin vex-ði 17x8 m. Loks er
sundhöll á Eiðum í smíðum,
sem er 12%X7 m. að stærð.
Allar þessar sundhallir eru
gerðar eftir nútímakröfum.
Þess má og geta, að þar sem þvi
verður við kornið, verða sund-
laugar og sundhallir byggðar á
heitum stöðum, en þar sem því
verður ekki við komið, verður
notast við svokallað spariraf-
magn, sein er ný aðferð við upp-
hitun sundlauga, sem fundin
hefir verið upp liér á landi, eða
með notkun reykofna þeirra,
sem Gísli Halldórsson verkfræð-
ingur hefir fundið upp og skýrt
hefir verið fra í Vísi fyrir
skemmstu.
íþróttahús.
Á Akureyri er verið að byggja
stærsta og fullkomnasta íþrótta-
bús, sem byggt hefir verið til
þessa hér á landi. Framhlið þess
er 45 m. á lengd og verður þelta
hús jiví eitt af stærstu bygg-
ingum, sem reistar hafa verið
hér á landi. Þá verða og reist
iþróltahús á ísafirði og í-
þróttahús á Eiðum, sem verða
sambyggð við laugarnar.
Þess má geta i sambandi við
iþróttabyggingar þær, sem hér
að framan getur og ýmist eru í
undirbúningi eða verið að koma
upp, að þetta eru lang stórtæk-
ustu framkvæmdir, sem um get-
ur í sögu vorri á sviði íþrótta-
mála. Ræður þar margt um,
fyrst og fremst lögin um íþrótta-
fulltrúann, og siðan starf hans
í þágu íþróttamála, lög um sund-
skyldu, og svo loks það, að reynt
hefir verið eftir mætti að vinna
að sjálfsögðum umbótum fyrir
sveitaæskuna, ef það mætti
verða til þess að halda henni
íþróttahús Akureyrar (grunnteikning).
Þær breytingar hafa verið gerðar frá uppdrættinum hér að ofan, að
byggingu stóra salsins á bakhlið hússins, sem er ákveðinn 12x24 m.
að stærð, verður frestað um sinn. Verður hann byggður síðar og
verður þá stærsti íþróttasalur, sem hér hefir verið byggður. Báðir
stóru salirnir sinn á hvorri hlið verða jafnstórir eða 8x17 metrar.
— Uppi yfir bað- og búningsherbergjunum verður salur fyrir plastik-
leikfimi og fundarsalur.
kyrri í sveitum og i kaup-
túnum, og að liún flytti ekki á
möl höfuðstaðarins, i hina svo-
kölluðu Bretavinnu.
Skólar.
Barnaskólar eru sumpart í
undirbúningi og sumpart í
byggingu í Ytri-Njarðvíkum, á
Eskifirði, i Gerðum og á Akra-
nesi. Einhvern dæstu daga verð-
ur byrjað á uppdráttum gagn-
fræðaskóla á Akranesi, og í und-
irbúningi er uppdráttur að sam-
skólabyggingu á Akureyri, sem
verður stórhýsi mikið og ein af
stærstu skólabyggingum lands-
ins.
Loks má geta þess í sambandi
við skólana, að á Laugarvatni
er byrjað að byggja kennara- og
heimavistarbústað, sem verður
26 m. á lengd og tvilyft. Er ætl-
azt til að fleiri slik hús komi þar
upp í framtíðinni.
Kirkjur og prestssetur.
Hallgrímskirkjan, sem um
getur á öðrum stað í blaðinu,
verður langstærsta, og óhætt að
segja, glæsilegasta kirkja, sem
byggð liefir verið hérlendis. Lok-
ið hefir verið að gera að henni
líkan, og uppdrættir eru langt
komnir.
Aðrar kirkjubyggingar verða
Laugarneskirkja, sem er i smið-
um, kirkja á Staðarstað, sem
reist var í vetur og nýlolcið er
við, og kirkja, sem fyrirhugað
er að byggja á Melstað á næst-
unni.
Af prestssetrumi er nýlokið við
hús fyrir dómprófastinn 1
Reykjavik og í undirbúningi eru
uppdrættir að tveimur prests-
setrum í Hallgrímssókn, sömu-
leiðis að prestssetri í Þykkvabæ,
en á prestssetrunum á Sauðár-
króki og Fáskrúðsfirði verða
breytingar gerðar.
Sjúkrahús og læknissetur.
Unnið er að fullnaðarupp-
dráttum að sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri, sem litilsháttar var byrj-
að á fyrir nokkrum árum. Lokið
er fyrir nokkuru að reisa lækn-
isbústað á KJeppjárnsreykjum
i Borgarfirði, en búið að gera
uppdrætti að læknissetri á Stór-
ólfshvoli i Rangárvallasýslu.
Aðrar byggingar.
Hafin er bygging efnisvörzlu-
húss landssímans við Skúlagötu,
og verður það mikið stórhýsi.
Loks má geta þess, að lokið er
breytingum á þinghúsinu og ým-
iskonar breytingum og lagfær-
ingum á öðrum opinberum
byggingum.
Teikningar, lýsingar og yfir-
umsjón með byggingarfram-
kvæmdum eru allar fram-
kvæmdar af teikni- og skrif-
stofu húsameistara.
Eins og gefur að skilja er hér
um mikil afköst að ræða. En
húsameistari sagði, að ef eklci
stæði á efni og vinnuafli, myndi
þó verða byggt enn meir en gert
hefir verið. Hann sagði enn-
fremur, að mesta vinnan lægi
ekki ávallt að baki stóru upp-
dráttunum, heldur oft í breyt-
ingum og Iagfæringum, sem létu
oftast ekki mikið yfir sér, eri
væri hvorttveggja í senn, leiðin-
legt viðfangsefni og krefðist
meiri vinnu og meiri tíma en
menn almennt gerðu sér Ijóst.
Lítil
ísrjómavél
til sölu i Rafvirkjanum s.f.
Skólavörðustíg 22.
HúSgÖgn
Stofuskápur úr birki, 2
stoppaðir stólar og sófi til
sölu.
Húsgagnavinnustofan.
Smiðjustíg 11.
óskar eftir atvinnu við góðan
vörubíl strax. Tilboð sendist
blaðinu fyrir 14. þ. m., merkt
„Vanur“.
5 svín
til sölu, 4 gyltur og 1 göltur.
Uppl. í síma 2899, eftir kj. 7.
Tökum upp í dag
eitt stell af hveiTi
skreytingu.
/■.... 1."
Simar: 1135 og 4201.
Nýsviðin
svið
NÝR LAX
KINDABJÚGU
MIÐDAGSPYLSUR
SALTKJÖT
HAKKAÐ KJÖT
Kjötverzlanir
Hjalta Lýðssonar
V erkaman nabústöðunum.
Símí 2373.
Fálkagötu 2
Simi 2668.
tlýuppteklO
SUMARKJÓLAR
SILKISOKKAR
DRAGTIR
Windsor-Magasin
Vesturgötu 2.