Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri i Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudag'inn 15. júní 1942. 111. tbl. 60 þýzkum herdeildum teflt fram hjá Kharkov. Eftirmaður Hess Martin Bormann, persónuleg- ur vinur Hitlers, hefir tekið við stöðu þeirri innan nazistaflokks- ins, sem Rudolf Hess gegndi áð- ur en hann fór í ferðalagið til Skotlands. §tntt og: lagrgrott. Sjö aukakosningar eiga að fara fram í Bretlandi á næst- unni, allar vegna dauða þing- 'mannanna. Voru ihaldsmenn i 3 kjördæmum og fulltrúar verkamannaflokksins i hinum. • Finnska herstjórnin hefir á- kveðið að láta hætta myrkvun í öllum borgum og héruðum landsins, nema þar sem unnin eru sérstaklega mikilvæg störf i þágu landvarnanna. • 1 gær var gerð á Port Darwin harðasta loftárás siðan 19. fe- hrúar s.l. Yfir borgina komu 27 sprengjuflugvélar og 15 orustu- flugvélar, en þær' voru hraktar á flótta, áður en þær gæti unnið tjóh og 4 skotnar niður. Sebastopol s\ að falla fyrir 22. þ. m. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Rússar segja, að Þjóðverjar beiti.um 30 herdeild- um í sókninni hjá Kharkov og hafði aðrar 30 herdeildir til vara, til að leysa þær af verði, sem þarfnast hvíldar. Jafnast þetta á við um 1 milljón liermanna. Jafnframt tilkynna Rússar, að þeim takist að halda Þjóðverjum í sömu sporum, enda þótt þeir sæki á af miklu kappi. Skiptast á áhlaup og gagnáhlaup. Er manntjón ægilegt á báða bága. Við Sebastopol halda æðisgengnir bardagar áfram, en þó verð- ur Þjóðverjum lítið ágengt. Þeir tilkynna, að þeir liafi tekið virkið Stalin, sem er norðarlega í virkjahringnum, en annars ryðji þeir sér alltaf lengra og lengra inn i varnarkerfið. Rússar halda því fram, vegna þess liversu Þjöðverjar sækja á þarna af miklum ákafa, að þeir ætli sér að taka Sebastopol fyrir 22 þ. m. Þann dag er ár liðið síðan innrásin í Rússland liófst og taka mikilvægasta flotalægis Rússa við Svartahaf mundi verða góð afmælisgjöf til handa þýzku þjóðinni, segja Rússar. í fregnum brezkra blaða- manna segir, að bardagar verði æ æðisgengnari, en Rússar verj- ist vel, svo sem sjáist af því, að á einum stað hafi j>eir eyðilagt 113 skriðdreka af 120, sem Þjóðverjar sendu fram. Þjóðverjar segjast hafa kom- izt yfir Donetz-fljót á nokkrum stöðum og er litið svo á i Lon-* don, að þeir muni reyna að stofna til innikróunarorustu austan fljótsins. Þýzka her- stjórnin tilkynnir, að í Ukrainu hafi herir Þjóðverjar og banda- manna þeirra tekið 196 skrið- dreka, 113 fallbyssur, mikið af allskonar öðrum hergögnum og um 20.000 fanga. I herstjórnartilkynningu Rússa er sagt frá því, að þeir liafi tekið vel víggirta hæð af Þjóðverjum á norðvesturhluta vígstöðvanna. Féllu þar 500 Þjóðyengar. Á öðrum stað féllu 400 Þjóðverjar. Rússneskar Leynileg kafbátaþurrkví finnst í Brasilíu. Á 3ja liundrað njósnara teknir. Brasilíustjórn hefir að undanfömu látið handtaka á 3ja hundrað erlenda njósnara eða „agenta“, sem voru í afar- vel skipulögðum félagsskap. Náði hann um allt landið, en var þó sterkastur með ströndum fram, aðallega á „öxlinni“, þeim hluta landsins, sem er næst Afríku. Þessar handtökur eru árang- ur tveggja ára starfs brasilísku leynilögreglunnar, og telur hún, að með þessu hafi leynistarf- semi möndulveldanna verið brotin á bak aftur. Hafa Þjóð- verjar verið sakaðir um það, að hafa gert Rio de Janeiro að að- almiðstöð eða umskipunarhöfn fyrir njósnara, sem koma frá Evrópu eða eru á leið þangað. Meðal þeirra, sem handteknir voru, er þýzkur maður, að nafni Friedrich Kempter, er var tal- inn „heili“ leynistarfs Þjóðverja. Hann hafði sambönd við fjölda manna með ströndum fram, sem tilkynntu um skipaferðir, en Kempter hafði leynistöð starfandi. Aðalaðstoðarmaður hans var danskur, Niels Christ- ensen, einn bezti útvarpsvirkja Þjóðverja. Alls fundust nítján slutt- bylgjustöðvar, flestar af aroerískri gerð, vegna þess að auðveldara var að fá varahluti í þær. Meðal hinna liandteknu eru a. m. k. 20 Japanir, og var einn sagður hershöfðingi, en hann hafði búið lengi í landinu sem bóndi. Höfðu Japanirnir kom- izt yfir um 400.000 riffilskot, sem dreift var á ýmsa staði. En mesti fundurinn var þó, er lögreglan hafði upp á kaf- báta-þurrkví, sem geymd var i hafnarbænum Jaquia, um 150 km. fyrir sunnan Santos, lcaffi- útflutningsborgina miklu. I Brasilíu hafa menn jafnvel getið sér þess til, að möndul- veldin hafi ætlað sér að taka stökkið þangað yfir frá Afríku, en með þessum, haiidtökum sé komið i veg fyrir það. flugvélar hafa varpað flugmið- um yfir víglínur Þjóðverja, þar sem skýrt er frá samningum og bandalagi Bandarikjanna, Bret- lands og Rússlands. Sóknin til Sebastopol. Þar er nú hvað eftir annað barizt í návígi i skotgröfunum. Segjast Þjóðverjar brjótast æ lengra inn í varnarkerfið og liafi þeir tekið virkið Stalin. Líkja þeir því við virkið Eben Emael í Belgíu, sem var sterkasta vígið hjá Liége, og Þjóðverjar unnu með fallhlífarhermönnum vorið 1940. Þjóðverjar segjast hafa sökkt 10.000 smál. flutningaskipi, sem var að fara inn i höfnina í Seba- stopol. Italir skýra frá þvi, að ítalskur hraðbátur hafi laskað 10.000 mótorskip með tundur- slceyti. Var J>að á leið til Seba- stopol með skotfærafarm. Dráttarbátur ætlaði að draga það til hafnar, en þá varpaði Jjýzk flugvél á það sprengju með Jaeim afleiðingum, að ]>að sprakk í loft upp. Itölsku liraðbátarnir, sem starfa með rúmenska flotanum, voru fluttir í pörtum til rúm- enskra hafna og settir saman Jiar. Miklir herflutningar til Finnlands. Fregnir, sem hafa borizt til New York frá Svíþjóð, herma, að miklir flutningar hafi farið frain uro Eystrasalt í vor, síðan ísa levsti. Fara skip í liópuni frá höfnum í Þyzkalandi til Finn- lands. Er gert ráð fyrir, að liðs- auki sá og nauðsynjar, sem skipin flytja, sé ætluð hersveit- um Dietls, hershöfðingja, sem eru á Mjurmanskvígstöðvunum. Frá Finnlandi berast hinsvegar þær fregnir að bandamannaher- lið hafi verið selt á land i Mur- mansk. I fregnum frá New York seg- ir, að aðeins 27—28.000 manna setulið sé i Belgíu, en í fyrstu hafi þar verið 750—800.000 manna lið. Því hefir fækkað svo mjög, vegna þess hve roikið lið hefir verið sendt til Rúss- lands. Á ameriiska flngvélastöðYarikipi Bretar hrinda árásnm Bxnlherjanna hjá Akroma Stöðugur straumur skriðdreka, fall- byssna o. fl. frá Tobruk. Hörðustu bardagarnir í N.-Afríku, síðan Rommel hóf sókn sína í lok síðasta mánaðar, eru nú háðir hjá Akroma, um 25 km. suðvestur af Tobruk. Hersveitir möndulveldanna leggja sig allar fram til þess að br jótast norður til Mið jarðarhafsins og Bretar senda fram æ meira lið til þess að hindra fram- kvæmd þessarar áætlunar. Skyggni er með versta móti á bardagasvæðinu. Hvassviðri þyrlar upp sandinum, sem fyllir öll vit hermannanna og smýgur um allt. Það er gott dæmi um ákafa bardaganna, að í slíkuro veðurham er eyðimörkin venju- lega talin ófær og allir halda kyrru fyrir. Þetta leiðir til þess, að J>að er ógerningur að fylgjast ná- kvæmlega með bardögunum. Blaðamenn, sem eru í Akroma segja að J>ar heyrist sifelld skot- hrið, en við og við aukist hún, þegar skriðdrekasveitir komist i sérslaklega gott skotfæri. Fyrir vestan aðal-bardaga- svæðið, á flutningaleið ■ öxul- herjanna til þess, hefir brezk vélahersveit gert árás á ítalska sveit. Ráku Bretar ítalina á flótta og orsökuðu glundroða við flutningana. Bretar skýra frá ]>ví, að Þjóð- verjar hafi enn aðstöðu til að skjóta á veginn frá Tobruk til bardagasvæðisins, en sú skot- hríð sé lítil og hafi engin áhrif. Frá Tobruk fer hver flutninga- Jestin af annari. Eru i lienni skriðdrekar, fallbyssur, vörubil- ar með allskonar hergögn og nauðsynjar. Herstjórnartilkynningar Itala og Þjóðverjar eru fáorðar um bardagana i N.-Afríku. Segja J>ær aðeins, að ]>ær gangi J>eim í vil og fluglið þeirra vinni and- stæðingunum mikið tjón. Fréttaritari United Press í Kaii-o símar ,að Bretar sé farnir að liressa upp á og láta hersveit- ir taka sér stöðu i gömlu varnaf- stöðvunum umhverfis Tobruk, sem J>eir héldu meðan umsátin stóð þar í fyrra. Er þetta gert í varúðarskyni, en jafnframt tck- ið fram, að engin úrslit sé enn fengin i orustunni i þrihyrn- ingnum sem myndast af Ac- roma, Knightsbridge og E1 Ad- em. „Times ritar í morgun um þann möguleika, að Rommel lakist að ná Tobruk, sigra her- sveitir Breta þar fyrir vestan og komast austur að landamærum Egiptalands. Þá mundi hann geta hafið undirbúning innrásar þar og Jjess yrði langt að bíða, að Bretar gæti lagl Cyrenaica undir sig aftur. „En,“ segir blað- ið að lokum, „J>að er ekkert, sem bendir til J>ess, að Rommel muni takast J>etta.“ ítalir tilkynna: Mikil á skipalest. ítalska herstjórnin gaf út aukatilkynningu í dag þess efn- is, að ítalir hefðu sökkt tveimur beitiskipum, einu hjálparbeiti- skipi og fjórum flutningaskip- um úr brezkri skipalest á Mið- jarðarhafi, en úr sömu skipa- lest kváðust þeir hafa hæft eitt orustuskip, eitt flugvélamóður- skip, tvö beitiskip, fjögur flutn- ingaskip og eitt hjálparbeitiskip með sprengju og laskað þau verulega. 15 flugvélar kváðust ítalir hafa skotið niður fyrir ó- vinunum en sjálfir sakna þeir 20 flugvéla. Tilkynnti ítalska herstjórnin í morgun að sést hefði til tveggja skipalesta í herskipafylgd um helgina, var hafin loftárás á þær báðar, og var þetta aðeins tjón úr annari lestinni. Stóð árásin yfir frá morgni til kvölds með orustu-, sprengju- og steypi- Myndin er tekin á þilfari amerísks flugstöðvarskips á Kyrrahafi. Flugvélarnar, sem eru fremst á myndinni, eru steypiflugvélar. Ef til vill hafa einhverjar þeirra átt í höggi við J>á gulu upp á síð- kastið. Fánadagurinn í Bret- landi og U. S. I gær var í Bretlandi og Bandaríkjunum haldinn hátíð- legur fánadagur hinna 28 þjóða, sem (berjast gegn möndulveld- unum. ÁvÖrpum Churchills og Roosevelts var útvarpað ura all- an heim, en auk J>ess hélt Sir Stafford Cripps ræðu til Kín- verja. Var hann J>á staddur á fundi námamanna í Wales. I lok ávarps síns las Roosevelt bæn, sem liafði verið sainin sér- staklega fyrir þenna dag. Aðalhátíðahöldin í London fóru fram fvrir framan Buck- ingham-höllina, J>ar sem, stór hersýning var haldin að við- stöddum Bretakonungi, Pétri Júgóslavíukonungi, Hákoni Noregskonungi, Bernhardi prinsi, forseta Póllands og Tékkóslóvakíu. Auk þess var Churchill J>ar, de Gaulle, for- sætisráðherra Belga o. fl. I New York fóru 500.000 her- gagriaverkamenn og hermenn i hópgöngu eftir 5th Avenue, en 2.5 milljónir áhorfenda fylgd- ust með göngunni. Áxásir á Japani á Aleut-eyjum. Japanir hafa tilkynnt, að þeir hafi sett lið á land á þriðja staðnum á Aleut-eyjunum, í ná- munda við Dutch Harbor á Un- alaska-eyju, en því er mótmælt í Bandaríkjunum. Það er jafnframt tilkynnt í Bandarikjunum, að árásum sé haldið áfram á Japani á Attu- eyju, vestast í keðjunni og Kiska-eyju, en áður var kunn- ugt, að tekizt hefði að lirekja Japani á brott úr liinum byggðu hlutum evjanna. flugvélum. í morgun voru flug- vélar enn sendar til árásar á skipalestina, og stóð sú árás enn í fullum gangi þegar aukatil- kynpingin var gefin út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.