Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 2
V I S I R VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Nýr leiðtogi. y NDAN því er jafnan kvart- að, að skortur sé á leiðtog- um, sem af hreinu lijarta, liá- leitum livptum og ósérptægnum eldmóði hérjast fyrir réttindum og velferð; alþjóðar. Einn slikur er nú upp risinn á meðal vor. Hann ljoðar frið, skírlífi og reglusemi i opinberu lífi. Hann boðar heiðarleik, ósérplægni og eindrægni á vettvangi stjórn- málanna. Hann iioðar bót á því, sem menil á öllum öldum hafa fundið þingræði til foráttu — að mannavalið sé ekki nógu gott. ★ Þessi nýi Leiðtogi, sem samið hefir stefnuskrá „þjóðveldis- manna“ og stendur bak við framboðslísta þeirra, hefir þó ekki talið lieppilegt að Láta sín getið eða koma franx opinber- lega. Hvort það stáfar af hæ- versku skaí latið ósagt. En lík- legt er, að ástæðan sé sú, að ein- hvers óróa gæti í beinum hans við það, að troða fram i dags- ljósið. Ef farið væri að bera lif hans og stjórnmálaferil saman við þau háleitu sjónarmið, sem koma fram í stefnuskrá hans, þá er hætt við að margir kenndu nokkurar velgju i munni. Marg- ir eru þeirrar skoðunar, að til þess þurfi „skefjalausa“ frekju af slikum manni, að bjóða fram kjörlista í Reykjavík. Kjósend- ur í þessum bæ vita of vel í livers vingarði liann hefir starf- að um ævina. * Þjóðólfsmenn liafa reynt að reisa hús sitt þar sem straum- arnir í stjórnmálunum mætast. Þess vegna hefir komið nokkur rekaviður á fjörur þeirra. Þenna við, sem hrakist hefir frá einni strönd til annarrar, hafa þeir nú dregið á land, þótt mi jafnar séu stærðir og sund- url .it gæði. Þeirra pólitíska fley hef.r nú verið neglt saman úr þessum rekavið. Það er því engin furða, þótt á lista Þjóðólfsmanna kenni margra grasa. Af l»essum sök- um hefir listinn fengið sérstakt heiti og gengur nú manna á milli undir nafninu „hristing- urinn“. Sumir kalla hanna „út- varpshristing“. Aðrir kalla hann Jónasar-listann. * Þessi listi „Þjóðveldismanna“ er nokkuð einkennandi fjTÍr það pólitíska ástand, sem nú ríkir í landinu. Menn, sem orðið hafa utan gátta í stjómmála- flokkunum og menn, sem ó- ánægðir eru af einhverjum á- stæðum við sinn eigin flokk, taka nú höndum saman til að ná sér niðri á ástandinu. Mark- miðið er sett hátt, en árangur- inn er nokícuð svipaður því, þeg- ar fjallið tók jóðsótt Þessir menn ætla að lagfæra allt, sem aflaga fer i islenzku stjómmála- lifi. En stefnuskráin er sorglega sviplaus og mennirnir, sem á listanum eru, eru sorglega ó- liklegir til þess að verða bjarg- vættir þjóðfélagsins. Sá, sem er „lieilinn“ í hreyfingunni er sorg- lega lítið til eftirbreytni. Þetta ætti að geta sýnt greind- um mönnum, sem eru óánægð- ir með sinn eigin flokk, að sam- lök eins og „þjóðveldisflokkur- inn“ geta aldrei bætt úr skák. Þangað veljast flugumenn og pólitískur flökkulýður. Lækn- ingin liggur ekki i því, að svíkja sinn eigin flokk, heldur í því að koma þar fram á einn eða annan hátt þeim umbótum, er menn telja nauðsynlegar. íslandsmótið: Hermenn kveikja í gróðri. íkviknanir hafa að undan- förnu orðið í gróðri í námunda við Hafnarf jörð vegna óvarlegr- ar meðferðar elds af völdum setuliðsins. Hafa tvær ikviknanir orðið nýlega í gróðri í kapelluhraun- inu, og í gær kviknaði í gróðri fyrir ofan Lögberg. Sendi lög- reglan í Hafnarfirði menn á vettvang og lét slökkva eldinn. Jóhann Gunnar Ólafsson, sem gegnir bæjarfógetastörfum í Hafnarfirði i forföllum Bergs Jónssonar, hefir farið fram á það við stjórn setuliðsins, að hún hlutaðist til um það, að gróður yrði ekki skemmdur hvorki kjarr né annað það i umdæminu, sem eldfimt er, og hefir hún lofað því. Fram sigraði Víking með 3:0 Þriðji leikur íslandsmótsins fór fram í gærkvöldi og var á milli Fram og Víkings. Fór leikur þessi á annan hátt, held- ur en yfirleitt var búizt við, því Fram sigraði glæsilega með 3 mörkum gegn engu. Snemma í fyrri hálfleik settu Framarar fyrsta markið. Litlu seinna fengu Víkingar vita- spyrnu á Fram, en tókst svo illa, að Þorsteinn skaut beint á markmanninn. Eftir vítaspyrnuna var eins og Víkingar hefðu hugast látið, því Framarar voru í stöðugri sókn og má með sanni segja, að j>eir liafi átt allan leik- inn. Lauk fyrri hálfleiknum með því, að Fram hafði sett 3 mörk, en Víkingur ekkert. ÖIl mörkin voru sett úr fallegum skotum. Karl Torfason setti fyrsta markið, Haukur annað og Kristján þriðja. Víkingar virðast hafa tapað inildu í leikni síðan þeir kepptu við Val, því þeir sýndu ekkert samspil og leikur þessi var litið annað en stór og ónákvæm spörk. Af þessum úrslitum má sjá, að ekki er með nokkru móti hægt að spá um úrslit leik- anna, sem eftir eru á mótinu. Næsti leikur fer fram í kveld kl. 8.30 og verður hann á milli Vals og Vestmannaeyinganna. Dómari er Sighvatur Jónsson. Hvernig skyldi sá leikur fara? G. Vegrlegr hátíðahöld IV. jnní undir forptn íþróttamanna. Hátíðahöldin 17. júní undir forystu íþróttamanna, verða mjög vegleg að vanda. í tilefni af afmælishátíð I. S. í. verður að þessu sinni sú nýbreytni tekin upp, að aðgöngumiðar að mótinu verða ekki seldir (nema að dansleikjunum), en í þess stað verða seld merki til eflingar íþróttastarfseminni í landinu. Þarf ekki að efa, að merki þessi verða vinsæl og mikið keypt. Hátíðahöldin hefjast á Aust- urvelli kl. 2 með því, að Lúðra- sveit Reykjavílcur leikur þar nokkur lög. Kl. 2V2 verður lagt af stað suður á íþróttavöll og i munu íþróttamenn ganga í í- þróttabúningum í broddi fylk- ingar, en ætlazt er til, að fólk taki almennt þátt í skrúðgöng- unni, því að þessi hátíð er ekki nein sérhátíð íþróttamanna, enda þótt þeir veiti henni for- ýstu. Við leiði Jóns Sigurðssonar verður staðnæmst, og þar mun verða haldin ræða, en enn er ckki vitað, liver ræðumaðurinn verður. Að ræðunni lokinni verður lialdið út á íþróttavöll og verður þar annað erindi flutt en forseti Í.S.Í. mun setja mót- ið. — í Keppni fer fram í 100 m., 800 m. og 5000 m. lilaupum, auk þess 1000 m. boðhlaupi, lang- stökki, hástökki, kúluvarpi og kringlukasti. Auk þessa verður svo hæði kassaboðhlaup stúlkna og pokahlaup pilta til skemmt- unar, en annars verður dagskrá- in auglýst í blöðum bæjarins á morgun. Kl. 10 að kvöld hefjast svo dansleikir að Hótel Borg og i Oddfellowhöllmni. Merki þau, sem seld verða til ágóða fyrir íþróttastarfsemina í landinu, verða úr pappa með greyptri mynd af Jóni Sigurðs- syni og slaufa með íslenzku fánalitunum. 180 maiins hafa ko§ið Eftir þeim upplýsingum, er Vísir hefir fengið, voru 180 menn búnir að kjósa hér í bænum á laugardag. — Þeir, sem vita um fólk, sem er á förum úr bænum, og hef- ir ekki kosið, eru beðnir að láta skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Varðarhúsinu vita um það. Símanúmerið er 2339. Munið að kjósa áður en þið farið úr bænum. Kosið er í suðurálmu Miðbæjarskól- ans. x D-listinn Haukar sigursæUr í Hafnarfirði. Vormót í knattspyrnu er nú hafið í Hafnarfirði og hafa tveir leikir farið þar fram. S.l. laugardag var kappleik- ur háður milli 3. fl. Hauka og Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Unnu Haukar með 2:0. í gær kepptu sömu félög i I. flokki. Báru Haukar aftur sigur úr býtum með 4:2. Bald- ur Möller dæmdi leikinn. Mótið heldur áfram annað kvöld. Vegaframkvæmdir byrjaðar um land allt. Nýir veglr, aöallega lagðlr í fjarlægarl hérnönm. Nokkrar örýr byggðar, snmar mikil mannvirki. Vísir átti stutt viðtal við Geir G. Zoega vegamálastjóra í morgun og spurði hann um vegaframkvæmdir í ár, nýja vegi, viðhald, brúargerðir o. s. frv. en um þetta leyti árs eru fram- kvæmdir á þessu sviði vanalega hafnar víðast og búið að ákveða framkvæmdir allar. Að þessu sinni er þó ekki hægt að segja með vissu, sagði vegamálastjóri, um allar framkvæmdir, því að allt er óvissara nú um efnisútvegun og mannafla en á vanaleg- um tíma, og verður því ekki rætt um þær framkvæmdir að sinni, sem kann að verða byrjað á seinna. KvenféLagið Hringurinn hafði fjársöfnunardag í gær fyrir væntanlegan barnaspítala hér í bænum. Vísir hafði tal af frá Kristínu Jacobson i morgun og innti hana eftir fréttum um ágóða af sölu merkja og veitinga í gær. Sagði frúin, að mög mikil að- sókn hefði verið að veitinga- tjöldunum í Hljómskálagarðin- um og að veítingar hafi staðið yfir til kl. 12 á miðnætti í nótt. Merkjasala var einnig mjög mikil. Ekki er ennþá búið að fá yfirlit yfir ágóða af sölunni. — Vegaframkvæmdir eru nú að byrja um land allt, sagði vegamálastjóri. — 1 þeim hér- uðum, þar sem mikið er um aðrar framkvæmdir, er lítið eða ekki unnið að því að leggja nýja vegi, heldur lögð megináherzla á viðhal^ vega. Stafaf þetta af því, að erfiðara er um útvegun verkafólks, og er því meira unn- ið að nýjum vegum i fjarlæg- ari héruðum, þar sem meira framboð er á vinnu, og í þeirn héruðum, sem hafa orðið hart úti vegna sauðfjárkvillanna, svo \ sem austurhluta Skagafjarðar, Suður-Þingeyjarsýslu og Keldu- hverfi og víðar. í Suður-Þingeyjarsýslu verð- ur varið um það bil 70.000 kr. umfram það venjulega til þess að leggja nýja vegi og i Keldu- hverfi yfir 30.000 kr. — Eru erfiðleikarnir mjög miklir á að fá vegavinnumenn? spyr tíðindamaðurinn. — Það er víða mjög örðugt, segir vegamálastjóri, jafnvel svo sumstaðar, að það er mikl- um erfiðleikum bundið að fá næga verkamenn til þess að vinna að viðhaldi vega, og einn- ig er erfitt að fá bíla. — Verður mákið um brúar- gerðir í ár? spyr tíðindamað- urinn. — Það er að svo stöddu ekki unnt að segja með vissu um all- ar brúargerðir, sem kann að verða ráðist í. Það veltur á því, livort hægt er að útvega efni og mannafla. En það er nú þegar byrjað á að byggja tVær brýr, sem hvor um sig eru alhnikil mannvirki. Önnur er hrúin yfir Köldukvísl í Mosfellssveit, sem kemur i stað einnar elztu brú- arinnar á landinu, en hún þolir ekki lengur hina miklu umferð, sem þarna er. Nýja brúin verð- ur yfir 60 m. og tvibreið, tvær aukabrýr o. s. frv. Hin brúin er á Geirlandsá í Skaptafellssýslu, nálægt Kirkju- hæjarklaustri. Þessi brú verður um 160 metrar á lengd. Bílfært til Austurlands í þessari viku. Vegamálastjóri sagði, að það hefði verið óvenjulega mikill snjór á Möðrudalsheiði í vetur. Hefir verið unnið að þvi að undanförnu að moka veginn yfir heiðina og mun það verk vel á veg komið. Er von um, að bílfært verði til Austurlands nú í vikunni. Ársþing í. S. í. Ársþing í. S. í. liélt áfram á laugardag og laiik í gærkveldi. Helztu tillögur, sem samþvkktar voru: 1. Stofnað verði lilutafélag til þess að reka útgáfu Iþrótta- blaðsins, enda sé tryggt við stofnun félagsins, að stjórn f. S. í. ráði meiri liluta ritnefnd- ar og ritstjóra. Á fundinum safnaðist allmikið í þessum til- gangi. 2. Áskorunin til Þingvalla- nefndar, um að láta gera leik- vang á Þingvöllum, var sam- þykkt. 3. Vísað var til stjórnarinnar tillögu, sem Benedikt Waage flutti, um stofnun íþróttaheim- ilissjóðs. Undirhýr stjórnin málið frekara fyrir næsta árs- þing, en í gærkveldi stofnaði Ben. G. Waage sjóðinn með 500 kr. framlagi frá sjálfum sér. 4. Samþykkt var tillaga um, að sambandsstjórnin ynni í þá átt, sem mörkuð var í tillögu Helga S. Jónssonar og Þorsteins Bernharðssonar, á ársþiginu 1941 og að i því sambandi yrði tekið til rækilegrar athugunar hugmynd Aðalsteins Sigmunds- sonar kennara um lausn þessa máls, en það er um íþróttalögin og tvískipting íþróttaforystunn- ar, eftir lögunum. »Gleðskapur 1 Steininumcc Mjög piikið var um ölvun á almannafæri nú um lielgina. Voru teknir a. m. k. 25 menn úr umferð. Auk þess voru tekn- ir nokkrir slagsmálaseggir, sem höfðu lent í áflogum á götum úti. + inf Sundlaug Ungmennafélagsins í KeflaVík var opnuð til afnota síðastliðinn mánudag, og hafa nú farið fram á henni allmiklar endurbætur. Hefir hún öll verið máluð að innan og fengin ný sjódæla, sem gerir þaí að verk- um, að oftar er hægt að skipta um sjó og tekur það nú mun minni tíma. j Sundlaugin fékk allan ágóða af skemmtunum sjómannadags- ins og nam hann um 6500 kr., en reksturskostnaður laugar- innar hefir nú hækkað mjög mikið, bæði vegna hækkimar i vinnulauna og eldsneytis. Á sjómannadaginn barst lauginni 1000 krónur að gjöf frá kvenna- j deild Slysavarnafélagsins i Keflavik, og er það ætlun deild- arinnar, að þessari gjöf verði varið til að auka sundkennsl- una, og hefir kvennadeildin oft áður styrkt sundlaugina mjög rausnarlega. Kennari í sumar verður Jakob Sigurðsson úr Vogum, sem er þaulreyndur kennari og mjög dugandi í starfi sinu. Sundlaugin er óskabam allra Keflvíkinga og mjög mikið sótt bæði af ungum og gömlum. roisKur úr gleri, sömuleiðis 2 gler- skápar, nokkur horð og stól- ar til sölu og sýnis á Hverf- isgötu 32. -- Cafe Inxi’ Gafuketill og lýsispressur óskast til kaups. Erum kaupendur að notuðum síldartunnum, heil- um og liálfum. Uppl. í sima 3663. Vélstióri óskast á línuveiðara, sem fer á síld. Uppl. í síma 3663. —• Harpó ryðvarnarmálning. «• Hjólkoppur af Buick-bíl h.efir tapast á leiðinni frá Smáragötu Um Barónsstíg upp að Skiða- skála. Finnandi vinsamlega skili honum. H.f. Kveldúlfur. : NÝ SENDING. Enskar VIRZIUNIN^HMr cz^/ tella Bankastræti 3. Bezt að anglfsa í Vísi. 2 þjónar óska' eftir vinnu. Mætti vera á sumarhóteli. Tilboð, merkt: „Þjónar“, sendist afgr. Visis fyrir sunnudagskveld. í kvöld kl 8.30 keppa Valur—Vestmanneyingar Alltaf zneira fjör! Allir út á völl!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.