Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 15.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR Stmi 2339. Látid skpifstofuna vita um það fólk, sem er farið burt úr bænum — Simi 2330'. Kjósið hjá lögmanni í Miðbæjarbarnaskólanum. — Opið ÍO 12 f. h. og 1 - 5 e. h. D-listi er listi Sjálfstæðisflokksins Kappreiðar Faxa og héraðssýningin á Ferjukotsbökkum í gær Héraðssýning á hestum og hryssum úr Borgarf jarðarhéraði fór fram á Ferjukotsbökkum í gær, og að sýningunni lokinni kappreiðar Hestamannafélagsins Faxa. — Veður var hið bezta, vindsvali fram eftir degi, en logn og blíða er á daginn leið. Héraðssýningin byrjaði kl. 1 e. h. og hófst með ræðu, sem Bjami Ásgeirsson alþm., for- maður Búnaðarfélags íslands, flotti, en Gunnar Bjarnason ráðunáutur Búnaðarfélagsins, lýsti verðlaunagripunum og skýrði frá verðlaunum. — Eins og áður er getið gáfu þ'eir Bjami Ásgeirsson og Pétur Ottesen, þingmenn héraðsins, tvo veg- lega silfurbikara, til heiðurs- verðlauna, fyrir bezta kynbóta- hestinn og fallegustu hryssuna. Þokki, 6 vetra, jarpur, eign Borgarhrepps, fæddur að Hamri í Borgarhrsppi og alinn upp hjá Kristófer bónda þar, hlaut ann- an bikarinn, en hinn hlaut hryssa frá Skarði í Lundar- reykjadal, af gömlum og góð- um stofni frá þeim bæ. 1. verðlaun hlutu auk Þokka, sem áður var getið, Silfri, fjog- urra vetra frá Hvanneyri, dökk- grár að lit. Þessi foli er fæddur og uppalinn hér í Reykjavík og var eign Jóns B. Jónssonar, Efri Hlíð, til skamms tima. Þriðju fyrstu verðlaun hlaut Goði, jarpur, fjögurra vetra, fæddur að Skálpastöðum iLund- arréykjadal, og alinn upp þar. Auk þess fengu margir hestar og hryssur 2. og 3. verðlaun. Þarna var saman kominn mikill fjöldi góðra gi’ipa og vakti sýningin mikla athygli. Dómnefnd skipuðu Gunnar Bjarnason ráðunautur, Runólf- ur Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri, Ásgeir Jónsson, Haugum í Stafholtstungum. VEÐREIÐARNAR.. Kappreiðarnar byrjuðu um kl. 4 e. h. Keppt var í 300 mtr. hlaupi og 250 mtr. (folahlaup) og éinnig var keppt í skeiði, sprettfæri 250 mtr. Úrslit urðu þessi: Stökk. Reyndir voru 8 hest- ar á 300 metra sprettfæri. Fjór- ir þeirra kepptu í úrslitaspretti og hlaut 1. verðlaun Borgfjörð, brúnn, eign Páls Sigurðssonar biLstjóra, Borgarnesi, sá hinn sami, sem sigraði á Hvítasunnu- kappreiðum Fálcs. í gær hljóp Borgfjörð sprettinn á 23.4 sek. Önnur verðlaun hlaut Hörður, sem vann 350 metra lilaupið við Elliðaár í fyrra, eign Finnboga Einarssonar, Álfsnesi, Kjalar- nesi. Tími 23.4 sek. — Þriðju verðlaun hlaut Skagfjörð, eign Páls Sigurðssonar í Borgarnesi, en Skagfjörð hlaut önnur verð- laun við Elliðaár á annan í hvitasunnu. Tími 24 sek. Folahlaup. Þar kepptu sjö folar. Fjórir komust í úrslit. Fyrstu verðlaun hlaut Goði, brúnn, 5 vetra, eign Eggerts Runólfssonar í Norðtungu. Timi 22 sek. Annar varð Léttir, grár, frá Auðsstöðum i Hálsasveit, Timi 22 sek. Þriðji að marki varð Háfeti, leirljós, eign Hös- kuldar á Hofsstöðum í Hálsa- sveit. Tími 23.5 sek. Skeið. Aðeins þrír hestar kepptu og komust tveir þeirra í úrslit, en báðir lilupu upp á úrslitaspretti, og voru engin verðlaun veitt fyrir skeið. Dómnefnd skipuðu Þorvald- ur Jónsson, bóndi í Hjarðar- holti, Pétur Þorsteinsson, Mið- Fossum í Andakíl og Sigurður Gíslason lögreglumaður. Vallar- stjóri var Ari Guðmundsson, verkstjóri, formaður Faxa. — Ræsir Pétur Bjarnason, Grund. Kappreiðamar fóru í alla staði vel fram. Skemmtu menn sér hið bezta. Um kvöldið og fram eftir nótt var dans stiginn. B œjar fréttír Bjarni Vilhjálmsson hefir lokið kennaraprófi í ís- lenzkum fræðum viS Háskólann með i. einkunn. Bókasala Menntaskólans í íþöku er opin milli kl. 2—4 á morgun (þriðjudag). Vegna mik- illar eklu á námsbókum eru nem- endur vinsamlega beðnir aS selja bókasölunni allar þær bækur, sem þeir geta veriS án. Næturlæknir. Theodór Skúlason, Vesturvalla- götu 6, sími 2621. — NæturvörSur er í Ingólfs apóteki. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 17.—23. maí (i svigum tölur næstu viku á und- an) Hálsbólga 39 (67) Kvefsótt 138 (171). Blóðscótt 10 (28). Gigt- sótt o (2). Iðrakvef 48 (161). In- flúenza 2 (2). Hettusótt 21 (53). Kveflungnabólga 6 (14). Taksótt 6 (12). Skarlatssótt 2 (o). Kíkhósti 103 (127). Hlaupabóla 15 (2). Um- ferSargulá o (3). Ristill o (1). Þrimlasótt o (1). Ristill 1 (o). — Mannslát 7 (7). — Landlœknis- skrifstofan. Ferðalög um helgina. Farfuglar fóru 15—20 í Vala- hnúka og unnu þar að byggingu hreiðurs um helgina. FerS FerSa- félagsins á SkarSsheiSi féll niður vegna ills veðurútlits og ónógrar þátttöku. D-Iistinn er listi Sjálfstæðisflokksins Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Blóma- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um stofnun sjúkrasamlaga (Jón Blön- dal hagfr.). 20.55 Hljómplötur: 21.00 Sumarþættir (Steinþór Sig- urðsson magister). 21.20 Útvarps- hljómsveitin: Hugleiðingar um ýms þjóðlög. Einsöngur (Maríus Sölva- : son): a) Pétur Sigurðsson: 1. Vor, 2. Smalastúlkan. b) Eyþór Stefáns- son: Hjá vöggunni. c) S. K. Hall: I Ástarsæla. Bindindisdagurinn verður að þessu sinni haldinn í Reykjavík, en ekki á Þingvöllum, eins og að undanförnu, sökum þess að ógerlegt er nú aÖ fá bifreiðar til þess að flytja allt fólkiS. Bind- indisdagurinn verður 21. júní n.k. og standa að honum Í.S.Í., U.M.F., I.O.G.T. og Skátar. Frá hæstarétti: S. 1. mánudag var kveðimi upp dómur i hæstarétti i málinu Ingvar Guðjónsson vegna v.s. Gunnvarar gegn Stríðstrygg- ingafélagi ísl. skipshafna. Málavextir eru þeir að sam- kvæmt lögum nr. 66, 1940 skyldu útgerðarmenn skipa greiða að öllu leyti stríðstrygg- ingargjald til stefnda fyrir þær QpœGööööttttoöíSööaeíXSööíiCíXiCöcxsööööcccsocöaooœsoQœoaoo x Öllum þeim mörgu vinum mínum, sem á einn g | og annan hátt sýndu mér ástúð á sjötugsafmæli g Ímínu, færi eg hjartans þakkir fyrir alla tryggð- 8 ina og góðvildina. — Guð blessi ykkur öll. FRIÐRIK HALLGRÍMSSON. | XSOOOOOOÖOÖÖÖÖÖÖÖOÖÖÖÖÖÖOOÖOÖOÖÖOÖÖÖÖÖÖÖÖOOÖOOQOOOOOOO Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir skrifstofur sínar fyrst um sinn í Iðnskólanum. við Vonarstræti. Sími 5880. Viðtalstími skrifstofu- stjóra er frá IV2 til 3 siðdegis og eru þeir sem eiga erindi við nefndina beðnir að snúa sér til hans. — Sími 4261. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum Atvinnurekendur í Reykjavík eru minntir á, að senda hingað nú þegar skrár um starfs- menn sína, vegna útsvarsgreiðslu nú á þessu ári. Allir, sem hafa fólk í þjónustu sinni og hafa ekki f engið send eyðublöð fyrir þessar skýrsl- ur, geta fengið þau hér á skrifstofunni. Samkvæmt lögum bera atvinnurekendur og kaupgreiðendur ábyrgð á greiðslu útsvara starfsmanna sinna, og er gengið ríkt eftir að þeim ákvæðum sé hlýtt. Skriistofa borga r stj ór a Tilkyiming: Á meðan eg er fjarverandi úr bænum, eru þeir, sem þurfa að fá kvarz og annað púsningarefni, beðnir að snúa sér til hr. Stein- þórs Stefánssonar múrara, Þingholtsstræti 21, Reykjavík. HELGI HERMANN EIRÍKSSON. skipshafnir, sem tryggja bar samkvæmt þeim lögum. í 2. gr. laga nr. 76 frá 1941 er þessari aðalreglu haldið, en þó gerð sú undantekning að rikissjóði er gert að greiða nokkurn hluta ið- gjalda fyrir „fiskiskip, sem ein- göngu stunda fiskveiðar við strendur landsins og sigla ekki milli landa.“ Skip Ingvars, Gunnvör, var í utanlandssigl- ingum frá haustinu 1940 til 25. marz 1941, en fr áþeim degi til 6. sept. s. á. er skipið við flutninga og fiskveiðar innan- lands. Eftir 6. september 1941 fer skipið eina ferð til Englands, en liggur svo í höfn til 20. nóv. Ingvar taldi, að ríkissjóður ætti, samkv. 2. gr. 1. 761941, að greiða hluta af hinu lögboðna trygging- argjaldi, þann tíma, sem skipið var ekki i utanlands siglingum, og neitaði að greiða þann hluta gjaldsins. Var þá krafizt lögtaks fyrir öllu gjaldinu og urðu úr- slit málsins þau, að hæstiréttur leyfði framgang lögtaksins, þar sem útgerð Gunnvarar hefði ekki á þvi tímabili er hér skipti múli, verið með þeim hætti, sem segir í undantekningarákvæði 2. gr. 1. 76, 1941, og þannig að Ingvar gæti notið góðs af því ákvæði. Hrm. Stefán Jóh. Stefánsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en lirm. Tlieódór B. Líndal af hálfu stefnda. er flutt úr Lækjargötu 2 í Lækjargötu 16 B, uppi. Gtaggatjaldaefai Góliteppi fyrirliggjandi. . Heildverzlun Kr, Benediktssonar (Ragnar T. Árnason). Garðastræti 2. — Sími 5844. Tilk^nnmg frá Viðskiptanefnd Með tilvísun til áður birtra auglýsinga um vörukaup frá Ameríku, tilkynnist innflytjendum hérmeð, að allar pantanir á vörum, sem eiga að afgreiðast fyrir 21. desember þ. á., verða að sendast til nefndarinnar FYRIR 25. Þ. M. Eftir þann tíma verður slíkum pönt- unum ekki sinnt fyrst um sinn. Til viðbótar áður auglýstum vörutegundum, ann- ast nefndin nú innkaup á vélaverbfærum. Viðskiptanefndin Níldaritnlknr ♦ geta fengið atvinnu i sumar á Siglufiriði. Fríar ferðir.- Óskar Halldorsson Sími 2298. Sigríður litla dóttir okkar, andaðist 12. júní. Solveig Hjörvar. Haraldur SamúelsBon. Maðurinn minn, Ólafup Bjarnason sein andaðist þann 6. þ. m. verður jarðsunginn frá fríkirkj- unni fimmtudaginn 18. þ. m. og liefst athöfnin á heimili hans, Vitastig 7, ldukkan 1 eftir miðdag. Athöfninni i fríkirkjunni verður útvarpað. Auðbjörg Guðmundsdóttir. Jarðarför systur okkar, Oddnýjap Höllu Jónsdóttur frá Álftanesi á Mýrum, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 16. þ. in. Athöfn- in hefst á heimili Soffiu og Ara Thorlacius, Tjarnargötu 41, kl. 10 fyrir hádegi. Systkinin. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Margpétar Ouðmundsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 16. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Bergstaðastræti 60, kl. 1 eftir hádegi. — Atliöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn og tengdaböm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.