Vísir - 19.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. Kæð). Ritstjóri Blaðamenn Slmh Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 19. júní 1942. 114. tbl. W. Churchill íWashington Tveir hershöföingjar í íylgd með honum. Wnston S. Churchill, forsætisráðherra Breta, kom til Washington í gær. í för með honum voru a. m. k. tveir hershöfðingjar, Sir Alan Brooke og Sir Hastings Ismayr. Tilkynning um för Churchills var ekki gefin út fyrr en eftir miðnætti í London. Blaðamenn í Washington Voru kvaddir á fund Stephens Early um sama leyti og gaf hann þá þessa tilkynningu. Sagði hann að Churchill væri kominn til að ræða við Roosevelt og ráðgjafa hans nm striðið, rekstur þess og sigurinn. Einn blaðamannanna spurði þá, hvort Churchill væri kominn til þess að ræða um aðrar vígstöðvar í Evrópu, hvar og hvenær ætti að stofna til þeirra. Early svaraði því, að ætla mætti með vissu, að rætt yrði um þetta mál. Þetta er þriðja mót Churchills og Roosevelts síðan styrjöldin hófst. Það fyrsta var þegar þeir hittust á Atlantshafi, en það síð- ara, þegar Churchill fór vestur um áramótin síðustu og 26 ríki undirrituðu frelsisskrána. Churchill er tekið mjög vel í amerískum blöðum og segir New York Times, að hann sé bæði elskaður og virtur þar í landi. Aðeins ráðherrar vissu um ferð Churchiils og nokkrir aðrir háttsettir embættismenn. Hann mun liafa flogið vestur um haf, því að á mánudag gekk hann á fgnd Bretakonungs. Að svo komnu hefir eklcert nánar verið tilkynnt um ferða- lag Churchills. Lokaárásin á Sebastopol hefst þá og þegar. Pjóðverjar segja að þeir sé 3 km, frá hafnarmynninu. Þjóðverjar segja, að sóknin til Sebastopol gangi vel, og til þess að reyna að tef ja hana setji Rússar lið á land hingað og þangað með ströndum fram, en þær landgöngutilraunir hafi far- ið út um þúfur. í herstjórnartilkynningu Rússa segir að ástandið þarna sé alvarlegt, en varnarliðið verj- ist þó mjög vasklega og sé manníall Þjóðverja ógurlegt. Fullyrða Rússar að 12 herdeild- ir — um 200.000 manna — sé í fremstu víglínu Þjóðverja að jafnaði þarna. Frétaritari United Press i Moskva símar í nótt, að menn búist við lokahríðinni við Se- bastopol þá og þegar. Frá vígstöðvunum í Ukrainu segja Rússar þær fréttir, að Þjóðverjar tefli þar fram meira liði en áður, til þess að ná frum- kvæðinu úr höndum Rússa. En von Boch fer þó ekki eins geyst og áður, því að liann er nú far- inn að verða lieldur sparsamari á skriðdreka sina, endá varð hann fyrir miklu tjóni í sókn- inni á dögunum, en hafði lítið í aðra hönd. Viðbótartilkynning Rússa í gær hermir áð léyniskyttur á Kalinin-svæðinu liafi drepið 1400 Þjóðverja undanfarna mánuði. Þær liafi einnig skotið niður 8 flugvélar, eyðilagt 22 skriðdreka, 7 vörubíla, 46 sprengjuvörpur og 10 fallhyss- ur. Fjórir smáskæruflokkar i Ukrainu liafa hleypt 7 járn- Flutningaskipi breytt í flugstöðvarskip hraularlestum, sem voru að flytja herlið, af sporinu á einum mánuði. Maisky, sendiherra Rússa í London, hélt í gær ræðu í til- efni af því, að á sunnudaginn er ár liðið, síðan Rússar drógust inn í styrjöldina. Hann sagði m. a.: „Eftir eins árs styrjöld er Rauði herinn sterkari en nokk- uru sinni og liann er að undir- búa ósigur Þýzkalands Ilitlers á þessu ári.“ Þá sagði Maisky, að bezta ráðið til að hraða sigri hinna sameinuðu, frjólsu þjóða væri að mynda aðrar vígstöðv- ar á meginlandi Evrópu þegar á þessu ári. NORÐURVIRKI SEPASTOPOL FALLIN. Árásir þýzka hersins á Sepa- stopol í gær höfðu úrslitaþýð- ingu, að sagt var í tilkynningu þýzku herstjórnarinnar í dag. Fótgönguliðið þýzka brauzt í gær gegnum varnarlínur Rússa, sem varðar voru með öflugu stórskotaliði og flugvél- um, og náðu á sitt vald, eftir 12 daga harðar orustur, öllum norðurvirkjum Sepastopolborg- ar, að undanteknu einu virki suðvestur í virkjaröðinni. Búast Þjóðverjar við að ná því þá og þegar. Hafa Þjóðverjar komizt á breiðu svæði til sjávar við Sewernajaflóa, er liggur við spænis Sepastopolborg. I suðurhluta virkjanna hröktu rúit|enskar hersveitir Rússa úr þýðingarmiklum bækistöðum. TOBRUK Uffl' SETIA Á \í . Rommel mun reyna aö komast til Suez sem fypst, Umsát er nú aftur hafin um Tobruk, hálfu ári eft- ir að borgin var leyst úr umsát sem stóð í marga mánuði. Janframt hörfar megnið af 8. hernum austur á bóginn til landamæra Egiptalands. Var það tilkynnt í gær í Kairo, að Ritchie hershöfðingi, hefði látið menn sína hverfa á brott frá E1 Adem og Sidi Rezegh. Þær hersveitir, sem ekki hörfuðu innfyrir virkjahringinn í Tobruk hafa tekið sér stöðu austur við landamæri Egiptalands og bíða þar þess sem fram vindur. Þjóðverjar og ítalir tilkynna, að jljeir veiti Bretum eftirför af kappi og má búast við því, að þeir leggi bráðlega til atlögu við Breta í hinum nýju stöðv- um. Mun Rommel leggja allt kapp á að brjótast inn í Egipta- land og jafnvel austur að Suez- skurði. Því fyrr sem liann getur lagt upp í sókn þangað því ver kemur það sér fyrir banda- menn. Það stafar af því m. a., að Bretar liafa orðið áð skilja eftir skemmda skriðdreka á vígvöllunum og þeir eru þeim tapaðir, en Þjóðverjar ná aftur þeím skriðdrekum, sem þeir misstu og geta gert við þá, sem ekki eru gerónýtir. Þar við bæt- ist og, að flutningaleiðir til hers bandamanna eru mörgum sinnum lengri en til herja mönd- ulveldanna í Libýu. En Rommel þarf . drjúgan tíma til að skipuleggja flutn- ingakerfi sitt og það mun veita handamönnum hvíld til þess að búast sem hezt fyrir næstu j sóknarlotu ha'ns. j Sænskir fréttaritarar i Berlín 1 síma til blaða sinna, að Rommel i j liafi sjálfur stjórnað loka- j áhlaupinu á Bir Hakeim 1 úr brynvörðum bíl. Blaðamenn, | sem voru i Libyu, segja, að ! jarðsprengjubelti Breta hafi verið afarhættulegt, en hiti og þorsti hafi gert sóknina hvað erfiðasta. Frakkar Aiíða lausiiiariiiiiar. General de( Gaulle hélt ræðu í London í gær að viðstöddum mörgum fylgismönnum sínum þar í tilefni af því, að tvö ár voru liðin, síðan hann hóf starf- semi sína. Hann sagði meðal annars: Við sendum hernaðarsamtökum Fraklca kveðju okkar. Þar eru nú milljónir manna, sem bíða þess eins að geta tekið fram lána sína með Lothringen-krossinuiti (merki frjálsra Frakka) ög bar- izt við hlið okkar, þegar innrás verður hafin. Þýzka herstjórnin i Frakk- landi hefir skipað öllum íbúum strandhéraðsins milli Dieppe og Boulogne að flytja þaðan. Rúml. 20 millj. smál. skipastóls sökkt, segja Þjóðverjar. Samkvæmt skýrslu, sem gef- in hefir verið út í Berlín, hafa möndulveldin sökkt rúmlega 20 millj. smál. skipastóli fyrir lýð- ræðisþjóðunum. Þjóðverjar tilkynna, að kaf- bátar þeirra hafi sökkt um 80 skipum i þessum mánuði og hafi þau verið tæplega ein milljón smálesta að stærð. Þá sé ótalin skip, sem liraðbátarnir þýzku liafi sökkt o. s. frv. og heldur sé ekki reiknuð með þau skip, sem Japanir liafi grandað. Ntntt og laggott. Lew Masefield, sonur lárvið- arskálds Breta, John Masefields, hefir beðið bana í orustu á ó- nafngreindum vigstöðvum. — Masefield ungi var i hjúkrunar- liði. Hann var 32 ára að aldri. • Þýzka útvarpið skýrir frá því, að eigendur Pera-gistihússins í Konstantinopel hafi krafizt 450.000 lyrkneskra punda í skaðabætur af brezka sendi- herranum, sem var í Sofía. Spraklc vítisvél i ferðatösku hans, er hann var staddur í gisti- húsinu á leið frá Sofía til Eng- lands og olli hún miklum skemmdum. • Skvl fregn frá New York hefir banatilræði verið framið við op- inbera ákærandann i Dijon á Frakklandi. Var honum sendur í pósti böggull, sem sprakk, er hann var opnaður. Maðurinn særðist á andliti og höndum. Siðdegis í gær var það til- kynnt i Prag, að tilræðismenn Héydrichs hefði fundizt i fylgsni sínu í kirkju einni þar í horg- inni óg verið skotnir umsvifa- laust. Aðstoðarinenn þeirra náðust einnig og hlutu sömu ör- lög. Segir þýzka útvarpið, að menn þessir hafi verið látnir svífa til jarðar úr brezkum fhig- vélum. Skip það, sem sést hér á nyndinni, var ofur hvers- dagslégt vöruflutningaskip, þangað til því var breytt í flugstöðvarskip. Það er 8000 smálesta og heitir Long Is- land. — Þilfarið er 466 fet á lengd (venjuleg flugstöðvar- skip liafa a. m. k. 1200 feta langt þilfar), en liraði skips- ins er 16 sjóm. á vöku. Það getur flutt 30 orustuflugvél- ar, eða 15—20 tundurskeyta- flugvélar. — í skipasmíða- stöðvum Bandar.íkjanna er nú verið að breyta mörgum skipum á þenna liátt og eiga Bretar að fá eitthvað af þeim. Freonin iim juf tii- Yfirmáður kanadiska hersins héfir tilkvnnt, að kanadiskar flugvélar hafi samvinnu við amerískar flugvélar um að lirekja Japani á hrótt af Aleut- eyjum. Þokur eru mjög tíðar á þessum slóðum og liafa þær liamlað hernaðaraðgerðum. Japanir liafa nú tilkvnnt, að þeir hafi eyðilagt 21 flugvél i árásum sínum á Dutch Harbor 4. og 5. þ. m. segip London. í London er „fundur“ tilræð- ismanna Heydrichs í Prag talinn mesti ósigur Þjóðverja í barátt- unni við hernumdu þjóðirnar á meginlandi Evrópu. Þeir hafi verið búnir að gefa tékknesku þjóðinni frest til að koma upp um tilræðismennina, en að öðrum kosti yrði hún upp- rætt.'Kl. 8 í gærkveldi var frest- urinn útrunninn, án þess að til- ræðismennirnir iiefði fundizt og þá varð að „finna“ þá. Það sem sannar, að „fundur- inn“ var tilbúningur, er þetta: Að Þjóðverjar skyldu skjóta þá umsvifálaust án þess að hafa víðtækar yfirheyrsíur til að ftetta ofan af moldvörpustarfi Breta og að þeir hafa ekki birt -nöfn mannanna. Landbúnaðarráðherra Breta hefir lagt svo fyrir við bændur, að þeir skuli ekki láta börn und- ir 14 ára aldri vinna nema eng- an annan vinnukraft sé að fá. Mega þau þá ekki vinna lengur en 4 tinia' á dag og verða að gaiiga i skóla jafnffamt, fyrir eða eftir hádegi. Kaíli úr bréfí. Eftiifarandi greinarstúfur birtist í Tímanum í gær. Er hann athyglisvérður fyrir margra hluta sakir, og er birtur hér sökum þess að bú- ast má við að ýmsir lesendur Vísis sjái ekki Tímann. Er greinarstúfuq þessi ræddur lítillega í leiðára hér í blaðinu í dag. „-------Ekki tel ég að því, að Framsókn losaði sig við íhald- ið, því þar var setið meðan sætt var, enda fullreynt, að það var orðið óhæft til alls góðs verks. Fór það að vonum, því að full- yrða má, að allir beztu menn Framsóknarfl. töldu að íhaldið væri ekki hæft til landsstjórnar, eftir að það tók að sér að verða allra stétta flokkur og þar með snúast eins og vindhani fyrir hverjum goluþyt. Þegar þar við bættist, áð það virti hvorki orð né eiða, eins og kom á daginn, er það aðhylltist kjördæmabreyt- inguna, sé ég ekki betur en að þess mælir hafi verið fullur og skekinn. ' Fyrir mitt leyti finnst mér, að þeir Hermann og Eysteinn séu allt of dýrir menn til þess að taka ábyrgð á ófremdarverkum Ylfinga og aftaníossa þeirra, jafn augljóst og það er nú orðið, að fyrir þeim vakir ekki annað en að skara eld að sinni eigin köku og þeirra, sem næstir þeim standa. / i m. i Mér þykir kenna nokkurs kvíða hjá þér um úrslit kosning- anna, en það er óþarfi að setja slíkt fyrir sig. Bæði er það að allir, sem komnir eru til nokkurs þroska, muna enn herferðina á hendur bændum 1931 og kunna því vel áð meta hvað vakir fyr- ir blessuðum auðkýfingunum í henni Reykjavík, og hitt, að eft- ir að því áhlaupi var hrundið, hefir Framsóknarflokkurinn unn- ið miklum mun meira til framdráttar strjálbýlinu en gert var öll árin frá því að f járráð landsins komust í hendur landsmanna. Þarf ekki annað en að minna á afurðalöggjöfina, kjötlögin, mjólkurlögin og útgerðarlög fiskibáta, en með þeim var at- vinnuvegum landsins bjargað frá fyrirsjáanlegu hruni. Þegar þess og er gætt, að á þeim árum, þegar allt var upp á móti heppnaðist ekki aðeins að draga úr skuldasúpunni út á við, held- ur og að bæta hag ríkissjóðs svo um munaði. Fæ ég ekki betur séð en að Framsóknarf 1. verðskuldi fullt traust allra hygginna fjármálamanna. . Ég hefi notið þeirrar ánægju, að kynnast frammámönnum Framsóknarflokksins síðan 1934 og hika ekki við að fullyrða, að enginn stjórnmálaflokkur hér í landi hefir það, sem af er aldarinnar, verið skipaður jafn völdu liði að mannást, dugnaði og drengskap, og þar sem stjórnarferill þeirra Hermanns og Eysteins hefir verið flokknum fyllilega samboðin, þykist ég vita, að þú munir ekki láta þitt eftir liggja, að vinna af sömu alúð fyrir flokkinn og hingað til, þótt bratt sé framundan.“ —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.