Vísir - 24.06.1942, Side 3

Vísir - 24.06.1942, Side 3
VISIR Stmi 2339. Látið skrlfstofuna vita um það fólk, sem er farið burt úr bænum. — Opið 9-9 og 2-5 á sunnudögum. — Simi 2339. — Kjósið hjá lögmanni i Miðbœjarbarnaskólanum Opið ÍO 12 f. h. og 1-5 og 8-9 e. h. og á laugardögum 1-5 og sunnudogum 3-5. D-listi er listi Sjálfstæðisflokksins Akranesmótið. Þriðjud. 2?. júní 1942. Mótinu var slitið með kveðju- stund í Akranes-kirkju kl. 8% í gærkveldi (mánud.) og komu Reykvikingarnir heim laust fyr- ir miðnætti í nótt, eða þeir, sem far gátu fengið með „Laxfossi“ (220), — nokkrir urðu eftir, en aðrir liöfðu farið heim á sunnu- dagskvöld. f»að var auðfundið á leiðinni lieim, að fólkið var mjög ánægt yfir því hvernig þetta mót liafði tekist í heild sinni. Enda mátti segja, að allt hjálpaðist að til að gera mótið sem ánægjulegast og eftirminnilegast. Veðrið var svo skínandi fagurt, ræðumenn- irnir svo sérstaldega vel fyrir kallaðir, jafnvel svo, að manni fannst, sem þeim myndi aldrei hafa tekist jafnvel upp. Og ]k'» að manni fyndist fvrst framan af, að allt vera „lausara í bönd- um“, en ó Hraungerði, þá smá- breyttist þetta, eftir útisam- komuna á sunnudag. Eftir jiað var sem strengir huga og lijartna þátttakenda yrðu æ betur sam- stilltir, og varð þess hezt vart þá um kvöldið, um og eftir mið- nætti. Þá var haldin „improvi- seruð“ samkoma í stóru sam- komutjaldþ þar sem margir þátttakendur og þó einkum hið yngra fólk, piltar og stúlkur, tóku til máls og báru fram vitn- isburði. um Frelsara sinn. Það var ögleymanleg stund. Hugleiðingarnar, sem fluttar voru voru að uppistöðu útskýr- ingar á bænunum í Faðirvorinu, og voru hver annari andþrungn- ari. Þó heyrði eg að menn voru sérstaklega hrifnir af liugleið- ingu síra Magnúsar Guðmunds- sonár i Ólafsvík, um „Daglegt brauð og fyrirgefning synd- anna“. Á mánudagsmorgun kom síra Bjami Jónsson vígslubiskup upp eftir, og flutti eina af sínum kjarnmiklu og hressandi ræð- um. Og einkennilegt var það: Hann kpm í kirkjuna, svo að segja beint af skipsfjöl og vissi eigi livað aðrir ræðumenn höfðu talað, —■ en hans ræða var eins og samandregið í stuttu máli, skýrt og, skorinort allt það, sem áður.hafði hugleitt verið. Veit eg það, að sú ræða gerir þátttak- endum auðveldara að taka heim með sér aðalinnihald þessa móts. Fjölsótt barnasamkoma var haldin á mánudag kl. 1, en al- menn altarisganga siðar um daginn, og tóku þátt i henni rösk tvö hundruð manns. Því miður er hér ekki rúm til I að segja frá-móti þessu ítarlega en hér hefir gert verið. En það má segja, að mót þessi séu að verða stórmerkur atbui’ður og áhrifamikill i íslenzku trúarlífi, vekja mikla athygli — og eru til mikillar blessunar þeim, sem þátt taka í þeim. En mér er sagt að á útisamkomunni á sunnudag liafi verið um 800 manns. Og dásamlegt er það, live vel rættist úr öllum erfiðleikum í sambandi við mótið, oft á síð- ustu stundu, svo að allt virtist ganga viðstöðulaust og allt féll saman. Auðvitað höfðu hinir ungu forgöngumenn, og þá ekki sízt Bjarni Eyjóifsson ritstjóri „fangið fullt“ og miklar áhyggj- ur. Og þeir leystu sín störf af hendi af mikilli prýði. En það var auðfundið, þeim sem fengu að skyggnast inn í þeirra vanda- sama og erfiða starf, að Guðs blessun var yfir þvi og öllu sem þarna fór fram. Og þarna var indælt að vera! Þetta mót verð- ur mönnum ekki siður minnis- stætt en Hraungerðismótin. Að lokum fáein orð enn um sönginn: Ýmsir Akumesingar höfðu orð á því við mig, að þeim hefði ]xítt messusöngurinn að- dáanlega fagur, og vildu vita, hver æft hefði þennan flokk og stjórnaði honum. Eg veit ekki hetur en að Gunnar Sigurjóns- son cand. teliol. hafi æft flokk- inn, enda hefir hann lagt stund á tónlist og er mjög smekkvís á því sviði. En einsöngvararnir voru Jóel Fr. Ingvarsson frá Hafnarfirði og frk. Guðfinna Jónsdóttir. Þeirra hlutverk var ekki fyrirferðamikið (í messu- sv.) en féll vel inn í. Þeir sem koma að staðaldri i K. F. U. M. kannast við söng ungfrúarinn- ar, því að liún syngur þar oft. Er rödd hennar fögur og undur látlaus, og meðferð hennar á lögum og ljóðum jafnan prýði- leg. í Akraneskirkju var unun á að lilýða setningamar, sem hún flutti. Gunnar á alveg sérstaka þökk skilið þeirra, sém mótið sóttu, fyi-ir þann þátt, sem hann átti !í að gera það hátiðlegt og til- komumikið með hinum góða söng og orgelleik. Frjr. Helmasundlaugar tilvalin tæki þegar bita* veitan kemur, Heimasundlaugar em ný tæki sem Konráð Gíslason ritstjóri auglýsir í blöðunum um þessar mundir, og vakið hafa almenna athygli fólks, svo að fyrirspurnir berast unnvörpum víðvíkjandi þessum þægilegu baðlaugum. Visir snéri sér til Ivonróðs í morgun og innti hann nánar eftir þessu. Kvað hann þetta vera .einn lið í væntanlegu fyrir- tæki sem hann væri að setja á stofn, en það er vönduð íþrótta- tækjaverzlun, senx liann mun opna i haust. Sagðist liann oft hafa veitt því eftirtekt hve erf- iðlega gengi að kaupa íþrótta- tæki og yfir höfuð allt það sem að iþróttum lyti. Það mætti kannske með mikilli fyi’irhöfn og með þvi að ganga búð úr búð, hrafla saman ]>að helzta sem íþróttamenn þyrftu ó að halda, en enginn vegur að fá það á ein- um stað. Kvaðst Konráð vonast til að geta bætt úr þessu, er hann opnar hina nýju verzlun sína í haust, þar sem hann mun kappkosta að hafa allar þær vörur er á einhvern hátt geta talizt undir „sport“, svo sem veiðiáhöld, ferðaútbúnað og allt sem að iþróttaiðkunum lýt- ur. Heimasundlaugarnar eru eins- konar forspil að þessari verzlun. Þær má panta nú þegar hjá Konráði og fer verð þeirra eftir stæi’ð. Þær minnstu eru barna- Karlm. reiðstígvél og ferðastígvél Dýkomin SL<»vn /l. HECIOR LaugaveglZ__ æ: Ntulknv* vantar að Hótel Borg Upplýsingar á skriístoíunni Sendiiveinn óskast strax Upplýsingar á skrifstoíunni ©kaupíélaqid Þakka hjartanlega öllum skyldum og vandalausum, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu með gjöfum, blómum og heillaóskaskeytum. Guð blessi ykkur ÖU. J ón J ó n s s 0 n, Hverfisgötu 68. MIGLIIVdAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CuUiford ii Clark ud. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Okkur vantai' krakka til að bera blaðið til kaupenda um Vesturbæinn Snúið ykkur strax til afgreiðslunnar. Dagblaðið VÍSIK Oólfteppi nokkur stykki fyrirliggjandi. Sverrir Bernhöft h.f. Lækjargötu 4. laugar frá 75 cm. í þvermál, en hinar stærstu eru 5.50 m. í þver- xnál og er dýpi þeirra misjafnt. Þær dýpstu eru 1.15 m. djúþar. Koma má fyrir dýfingarpalli á stærri laugmium. Sundlaugar þessar eru búnar til iir sérstökum segldúk, mjög sterkum og öruggum gegn fúa. Þegar ekki er vatn í laugunum, má brjóta þær saman, stinga þeixn í poka og flytja með sér hvert á land sem maður vill. Það er hægt að hafa þær í kjall- aranum hjá sér á veturna, i Frh. á 4. síðu. Framboðslistar i Reykjavík við kosniograr tíl Alþingis 5 . iuli 1943. A. B. Listi Alþýðuflokksins Listi Frams ékn arflokksms Stefán' Jóh. Stefánsson Ólafur Jóhannesson Sigurjón Á. Ólafsson Eiríkur Hjartarson Jón Blöndal Jóhann Hjörleifsson Guðmundlur R. Oddsson Guðmundnr Óíafsson Jóhanna Egilsdóttir Jón Þórðarson Nikulás Friðriksson Sveinn Gamalíeisson Jón A. Pétursson Sigurður Sólonsson Runólfur Pétursson Jakobína Ásgedrsdóttir Tómas Vigfússon Jón Þórðarson Sigurður Ólafsson Guðjón Teitsson Guðgeir Jónsson Guðmundúr Kjr. Guðtmmðsmm Ágúst Jósefsson Sigurður Kristinsson: O. D. Listi Sameiningarflokks Listi SjálfstæðisflokkBms alþýðu — Sósíalista- flokksins Magnús Jónsson _ Jakob Möller Einar Olgeirsson Bjami Benediktsson Brynjólfur Bjarnason Sigurður Kristjánsson Sigfús Sigurhjartarson Guðrún Jónasson Sigurður Guðnason Jóhann' G. Möller Konráð Gíslason Guðmundur Ásbjörnsson. Katrín Thoroddsen Sigurður Halldórsson Ársæll Sigurðsson Einar Erlendsson Stefán ögmundlsson Sigurður Sigurðsson Sveinbjörn Guðlaugsson Halldór Hansen Guðmundur Snorri Jónsson Björn Bjarnason Halldór Kiljan Laxness. Jón Ásbjömssom E. F. Listi Landsmálaflokks Listi frjálslyndra Þjóðveldismanna vinstrimanna Bjarni Bjarnason Sigurður Jónasson Valdimar Jóhannsson Jón Guðlaugsson Nikulás E. Þórðarson Þormóðnr Pálsson Jón Ólafsson Páll Magnússon Sveinbjörn Jónsson Ottó Guðmundsson Grétar Fells Halldór Jónasson Árni Friðriksson Einar Ragnar Jónsson Jónas Kristjánsson Hákon Guðmundsson Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 22. júní 1942. Björn Þórðarson. Stþ. Guðmundsson. Einar B. Guðmundsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.