Vísir - 29.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórl Blaðamenn Slmit Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 29. júní 1942. 122. tbl. Þjoðverjar hefja §ókn Knrsk. Frá Kharkov engar fregnir, en við Sebasto- pol hefir Þjóðverjum miðað fram. Þjóðverjar eru byrjaðir sókn í nágrenni við Kursk, um 200 km. norður af Kharkov og 140 km. suður af Orel. - Rússneska herstjórnin tilkynnti þetta í miðnæturtil- kynningu sinni, án þess að geta þess nánar, hvað væri að ger- ast þarna. Hjá Kharkov kveðast Rússar hafa stöðvað frekari sóknartil- raunir Þjóðverja og á nokkurum stöðum geri þeir sjáifir gagn- áhlaup. Bardagar lijá Sebastopol lialda áfram með sama ákafa og áður. Hefir orðið vart við 5 nýjar hersveitir (regiment) Þjóðverja í bardögum við borg- ina undanfarna daga. Á einum slað hafa Rússar neyðst til að hörfa undan, en hvergi annars- staðar hafa Þjóðverjar getað unnið neitt á. Ein rússnesk sveit, sem hefir að vopni sérstaka riffla til að granda skriðdrek- um, hefir eyðilagt 23 skriðdreka fyrir Þjóðverjum. Svartahafsfloliiin getur dag- lega flutt malvæli og aðrar nauðsynjar til borgarinnar, þrátt fyrir mikla yfirburði þýzka flughersins. Sömu skip flytja síðan særða menn á brott. Loftárás á þýzka flotastoð. Rússar skýra frá því, að þeir liafi gert mikla loftárás á mikil- væga flotastöð Þjóðverja við Eystrasalt. Fyrst fóru tveir Óánægja með styrjaldarstjórn Breta. Árdegisblöðin í London rita í morguri um nauðsyn þess, að annar maður taki við landvarn- arráðherraembættinu af Chur- chill. Skrif hlaðanna hafa styrkt þá trú, að eingöngu mikill sigur Breta í Egiptalandi eða annars- staðar, áður en umræðurnar byrja í neðri málstofunni um Libyu og Miðjarðarhafið, muni fá ýmsa áhrifamikla menn til að hætta við að leggja að Chur- chill að endurskipulegja styrj- aldarstjórnina. Iljj úkruuarltoaiinr með fallhlifar w m riar laxa i istðð. Kínverskar hersveitir hafa tekið borgina Linhsien nærri landamærum Honan og Shansi vestan járnbrautarinnar milli Peiping og Hankow. Þar er mikilvæg japönsk hækistöð og féllu 1000 Japanir siðustu dagana. Hafa þá 5500 Japanir fallið þarna á 13 dög- um. Kínverjar tóku borgina síð- astliðinn miðvikudag og hröktu Japani upp í fjöll í nágrenninu, þar sem glötunin ein híður þeirra. *•>> flokkar stórra sprengjuflugvéla, en siðan komu margir hópar Stormovik-steypiflugvéla. Unnu Rússar mikið tjón á flota- stöðinni, mannvirkjum og skip- um. Þá skýra Rússar og fná því, að þeir hafi sett lið á land að j baki víglínu Finna og Þjóðverja hjá Murmansk. Vörðust þeir öllum árásum i 14 daga, en voru þá fluttir á hrott sjóleiðis. Rússneskur stórskotaliðssér- , fræðingur hefir skýrt erlendum hlaðaínönum frá því, að von hráðar muni Rússar geta teflt fram miklum fjölda nýrra stór- skotaliðssveita, sem eru að æf- inguni víðsvegar um landið. Rússar liafa hingað til liaft meira og betra stórskotaliði á að skipa, sagði foringinn, og Jiað hefir ráðið þvi, livað þeir hafa varizl vel. Hernaðaraðgerðir hjá Umen-vatni. Þýzka herstjórnin gaf út aukatilkynningu í gær um liernaðaraðgerðir lijá Ilmen- valni. Segir aukatilkynningin, að rússneskum liersveituiri úr 2., 52. og 59. rússnesku herjun- um hafi tekizt að komast vestur yfir Volkov-ána á ísi í febrúar i vetur og liafi þær haft það hlutverk, að létta umsátinni um Leningrad. Tóksl þeirn að reka djúpan fleyg inn i viglínur Þjóð- verja. Hersveitir undir stjórn Linde- manns, riddarahershöfðingja —- meðal annars sjálfboðaliðar frá Hollandi, Flandri og Spáni — rufu flutningaleiðir Rússanna og standa nú yfir eyðileggingar- orustur, sem er langt á veg komið. 1 þessum bardögum tóku þátt flugsveitir undir stjórn Killers liershöfðingja. Teknir iiafa verið 32.759 fangar, 649 fallbyssur, 171 skriðdreld, 2904 vélbyssur og sprengjuvörpur, auk ógrynni annars herfangs. Tala fallinna er margföld á við tölu fang- anna, segir að lokum i tilkynn- ingunni. I rússneskum fregnum segir, að skæruflokkar, sem hafast við skammt frá Leningrad, hafi 2500 ferkm. land algerlega á valdi sínu. 52. orustuflugyélasveit Þjóð- verja hefir skotið niður 2000 rússneskar flugvélar. Rússar urðu fyrstir til að nota fallhlifasveitir og þeir hafa meira að segja sérstakar sveitir hjúkr- unarkvenna, sem Iiafa lært að svífa til jarðar í fallhlífum. Hér sjást nokkurar þeirra, reiðuþúnar til að leggja af stað i leiðangur. . Mer§a Klatrnh fallin. ____ \ 6 þn§nnd fangar teknir. Japan missti 9 skip við Midway E. t. v. fleiri. Flotastjórn Bandaríkjanna í Pearl Harbor hefir nú gefið út nákvæma skýrslu um tjón Jap- ana í orustunni við Midway. Við rannsókn á skýrslum allra flugmannanna, sem þátt tóku i orustunum og snéru aft- ur, sézt, að tjón Japana hefir verið sem hér segir. 4 flugvélastöðvarskipum sökkt og um 275 flugvélum grandað með þvi. 2 og ef til vill 3 orusluskip löskuð, þar af eitt mikið. 2 stórum beitiskipum sökkt og 3 löskuð. 3 tundurspillum sökkt og e. t. v. einum að auki. 4 flutningaskip liæfð sprengj- um eða tundurskeytum. Þýzka herstjórnin gaf út aukatilkynningu um það eftir kl. 12 í dag, að Mersa Matruh hefði verið tekin með áhlaupi í morgun. í borginni tóku hersveitir Rommels 6000 fanga auk mikils annars her- fangs. í fyrri fregnum segir svo: Samkvæmt hersl jórnartilkynningu, sem gefin var út í Kairo í morgun er nú barizt á m.jög stóru svæði fyrir suðvestan og suðaustan Mersa Matruh, en ítalir til- liynnlu það í gær, að hersveitum þeirra hefði tekizt að brjótast austur á bóginn lyrir sunnan borgina og hefði komizt til sjávar fyrir austan hana. Að öðru leyti eru fregnir frá Egiptalandi enn af mjög skornum skammti. Orustan hófst á Jaugardag og aí orðalagi tilkynningar herstjórnarinnar i Kairo þá um kveldið má ráða, að það hafi verið Bretar, sem lögðu til atlögu. í fregnum frá London segir, að 58 þýzkir hermenn lidfi horf- ið á dularflulan liátl í Ghent í Belgíu dagana 3,- 12. júní. I Samkvæmt fréttaritara U. P. hefir gengið svo vel að flytja liergögn óg menn til 8. hersins, að liann er nú jafnsterkur og áður en Rommel hóf atlögu sina fyrir rúmum mánuði. Þar að auki hefir 8. herinn lagt til at- lögu á þeim stað, sem hann valdi lil að berjast á og án þess að láta ítölum og Þjóðverjum gefast tími til að búa um sig og safna birgðahlöðum. Engar fregnir liafa borizt af þeirri sveit Rommels, sem, var látin leita suður til Qattara- lægðarinnar. Bretar sátu fyrir henni og mun hafa lekizt að lirekja hana sömu leið til baka. i Hermálasérfræðingar í Kairo telja, að það sé þrennt, sem Bretum er i„hag þarna: Flúg- herinn hefír yfirráðin í lofti, flulningaleiðin er örstutt og mikið af óþreyttu liði hefir bor- izt frá Palestinu. Rommel verði' að beita sömu, þreyttu liersveit- unum. Bardagarnir einkennast nú af þvi, hvað mikill hraði er í hreyf- ingum beggja aðila, því að báðir beita aðallega vélahergögnum og fótgönguliði, sem er flutt á bilum,. Skiptast á árásir og gagn- árásir og afstaðan breytist frá einni klukkustuhd til annarrar. Þjóðverjar eru þegar farnir að nota Tobruk. Fara skip frá Saloniki og Pireus þangað. Þau koma við í Krít á leiðinni og fara aðeins suður til Tobruk að næturlagi. Fluglið heggja liefir verið mjög að verki. Halda báðir uppi árásum á hardagasvæðunum og að baki þeirra. Segjasj Bretar hafa grandað 18 flugvélum á 48 ldst., en misst 17 sjálfir. Ifirlýsin^ Uoo§cvclt§ og: €hnrcliill§ Um klukkutíma eftir komu Churchills til London á laugar- dag var gefin út tilkynning um viðræðurnar, bæði í London og Washington. í tilkynningimni segir að þeir Roosevelt og Churchill liafi tekið allt með „í reikninginnn”, bæði það sem sé hagstætt og ó- hagstætt bandamönnum. Hergagnaframleiðsla þeirra sé ekki enn búin að riá hámarki, en henni miðar vel áfram. Flutn- ingarnir til liinna dreifðu víg- stöðva eru aðalviðfangsefni bandamanna, og þvi verður að hraða skipasmíðum af ölluní mætti, vegna kafbátaliernaðar öxulrikjanna. Þá lýstu þeir aðdáun á lietju- legri vörn Rússa og Kínverja, og ræddar voru leiðir til að koma þeim þjóðum til hjálpar. Miða komandi hernaðaraðgerðir að þvi, að dreifa styrk Þjóðverja, létta á Rússum. Að lokum segir í tilkynning- unni, að horfur sé nú miklu betri en i ágúst og désember i fyrra, þegar þeir Churchill og Roose- vell Iiittust. 1 700,000 pól§kir gyðingar drepnir Pólska stjórnin í' London hefir birt skjal, þar sem hún ásakar nazista um að hafa drep- ið 700.000 pólska Gyðinga síð- an í október 1939. Segir í skjalinu, að unnið sé markvisst að því, að útrýma Gyðingum i Póllandi og sé þeir heittir ótrúlegri grimmd. Sum- ir sé drepnir með gasi, aðrir með handsprengjum, en öðrum drekkt, og sumir sé sveltir í hel. Flestir eru þó skotnir eftir að þeir liafa tekið grafir sínar. Kvenflugliðið hrezka (W. A. A. F.) átti þriggja ára afmæli í gær. Rúml. 100000 konur eru nú í þvi og liafa þær 20 mismun- andi starfsgreinar. I lupphafi voru starfsgreinariiar að eins 5. 1 Amerv, nýlendumálaráðherra Breta, hélt ræðu i gær til minn- ingar um þjóðhátiðardag Jugo- slava. Flutti hann ræðuna bæði á ensku og jugoslavnesku. • Mannerheim, marskálkur, hef- ir verið i heimsókn lijá Hitler. Hann lieimsótti einnig Göring, | sem liefir sinar eigin aðalbæki- stöðvar á austurvígstöðvununi. I- * 1 Malta átti rólegan dag i gær. Erigar sprengjuflugvélar komu yfir eyna, svo að erkihiskupinn í ákvað að halda messu jmdir ! berum himni. Nýtt met í 4x400 m. boðhlaupi. Þess var getið í Vísi fyrir helgina að líkur væru til, að sett yrði met í 4x400 m. boðhlaup- inu, sem fram átti að fara í gær- kveldi. Þessi spá rættist, því að K. R. bætti sitt fyrra met úr 3:44.2 mín, niður í 3:37.8 mín. Sveit Ármanns hljóp einnig undir gamla metinu, eða á 3:41.2 mín. Sveit K. R. skipuðu þeir Jó- hann Bernhard, Sverrir Emils- son, Sigurður Finnssori og Brynjólfur Ingólfsson. Þessi sama sveit sigraði einn- ig 4x100 m. boðhlaupið á 46.4 sek. Sveit Ármanns hljóp vega- lengdina á 47.7 sek., og önnur sveit K. R. á 51.0 sek. Úrslitaleikur ls^ndsmótei,,s cr í kt&ld kl. 8.30 Þetta verður mest spennandi leikup mótsinsT IBíki§§íjÍóri Nvciim Biörn§§on verðnr við§taddur. \\m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.