Vísir - 29.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1942, Blaðsíða 2
V I S I R 7 VISIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Nazismi og kommúnismi. JÁ, kommúnistar trúa þvi, að það sé alls ekki svo óvæn- legt til fylgis nú í kosningunum, að vera kommúnistar og fylgis- menn Stalins hins rússneska. Það er jafnvel vafamál, hvort þeir sjá nú ekki eftir nafna- skiptunum, sem þeir höfðu á sér um árið, er þeir tóku upp nafn- ið „Sameiningarflokkur alþýðu — SósíaIistaflokkurinn“ í stað Kommúnistaflokkur íslands. — Þeir munu þykjast þess fullviss- ir, að samúð sú, sem Rússar njóta nú í lýðræðislöndunum, sakir þess hve lengi þeir hafa haldið uppi vörnum gegn inn- rásarher Þjóðverja og stemt stigu fyrir lokasigri nazismans, Iiljóti að veita kommúnisman- um og koinmúnistum, livar seni er í íleiminum, hyr undir báða vængi. Og af því að Rússar heyja nú sameiginlega baráttu með lýðræðisþjóðunum, gegn yfirgangi nazista, þó að það sé raunar af allt öðrum hvötum, þá halda þeir, að fólkið i lýð- ræðislöndunum muni láta glepj- ast svo af því, að það sé þess albúið að ganga í flokk ineð kommúnistum og fylgja stefnu þeirra fram til sigurs. Þjóðviljinn spyr um það í grein á dögunum, hvort iftenn viti það ekki, „að nazisminn geri í dag æðisgengnar tilraunir til að myrða lýðræðið í lieim- inum“! — En er það þá fyrst nú „i dag“, sem nazisminn byrjar á þessum tilraunum? Var það ekki hlutverk nazismans frá upphafi, að reyna að ráða niðurlögum lýðræðisins, fyrst og fremst í sínu heimalandi og síðan „í heiminum“? Og hverj- ir voru það, sem dyggilegast unnu að því í Þýzkalandi, að nazisminn komst til valda ?— Það voru kommúnistar, og þeir gerðu það eftir beinum fyrir- skjpunum frá Rússlandi. Það voru kommúnistarnir í Þýzka- landi, sem lijálpuðu nazistun- um til þess að brjóta lýðræðið þar á bak aftur. Hatur þeirra til lýðræðisins var svo magnað, að þeir vildu vinna það til, til þess áð koma því á kné, að naz- istaflokkur Hitlers kæmist til valda. Án hjálpar kommúnista, hefði nazisminn þýzki dáið í fæðingunni. Það er nú að vísu talið, að það hafi vakað fyrir leiðtogum kommúnista á þeim tíma, bæði í Þýzkalandi og Rússlandi, að ganga fyrst af lýðræðinu í Þýzkalandi dauðu i félagi við nazista, en kæfa síðan nazism- ann í blóði. En liafi það verið tilgangurinn, þá hefir það hins- vegar mistekizt. Og það breyt- ir heldur engu um afstöðu kommúnista til lýðræðisins. Og alveg sama sagan endurtekur sig líka síðar, þegar nazisminn hóf sínar „æðisgengnu tilraun- ir“ til þess að „myrða lýðræðið í heiminum“ utan Þýzkalands. Þegar nazistar höfðu undir- okað Austurríki og síðan Tékkó- slóvakíu og sneru sér svo að PóIIandi, varð lýðræðisþjóðun- um það loksins ljóst, að hverju stefndi. Þá hófu þær samninga- umleitanir við kommúnistana í Rússlandi, um að veita sam- eiginlegl viðnáin gegn yfir- gangi nazismans. Það vissi þá allur heimúrinn, að á því, hvefn- ig' þeim samningum reiddi af, vallt hvorki meira né minna en það, hvort hafin yrði ný heims- styrjöld og að um líf eða dauða lýðræðisins í heiminum var að tefla. Rússnesku kommúnist- arnir áttu nú um það að velja, hvort þeir vildu heldur veita heimslýðræðinu lið gegn naz- ismanúm eða nazismanum gegn heimslýðræðinu. Og það fór'al- veg eins og áður í Þýzkalandi, kommúnisminn haslaði sér völl við hlið nazismans gegn lýð- ræðinu. Og í skjóli þeirrar styrj- aldar, sem upp úr jiessu liófst, réðust rússnesku kommúnist- arnir síðan á nokkur smáríki, sem lágu að landamærum þeirra, og sýndu þannig í verki hug sinn til lýðræðisins í heim- inum, svo að af skyldu tekin öll tvímæli um afstöðu þeirra til þess, þó að þeir væru óvirk- ir i hinni meiri styrjöld, sem hafin var. En nú berjast kommúnistar þó með lýðræðisþjóðunum gegn nazismanum og fyrir lýðræðinu i heiminum, munu menn segja. — Já, að vísu, en öllum heim- inunx vitanlega mjög á móti vilja sínum, og aðeins fyrir þá sök, að þeir eiga sitt eigið lif að verja, og af þvi, að þeirra eina lífsvon í þeim hildarleik bygg- ist á hjálp lýðræðisþjóðanna. Og það dettur engum heilvita manni í hug, að þeir séu að berj- ast fyrir lýðræðinu i heiminum. Vegna þeirra afskipta hefði naz- isminn fengið í friði að lialda áfram sinum „æðisgengnu til- raunum til að myrða lýðræð- ið“ og til þess að ganga af því dauðu, ef svo vildi verkast. Og svo skulum við muna það, að þegar rússnesku kommúnist arnir gengu í Iið við nazista, til þess að gefa þeim færi á því að brjóta lýðræðið í heiminum á bak aftur, þá fögnuðu íslenzk- ir kommúnistar því, og leyndu ekki þeim vonum sinum, að end- irinn yrði sá, að íslandi kæmi í hlut Rússa, þegar herfanginu yrði að lokum skipt. Og þegar Rússar réðust á Finnland, þá fögnuðu íslenzku kommúnist- arnir yfir þvi, að dagar þess lýð- ræðisríkis væru taldir. En þa var nú ekkert gaman að vera kommúnisti hér á íslandi né i öðrum Iýðræðislöndum. Og hvers vegna ætti kommúnism- inn eða kommúnistar að njóta meiri lýðhylli nú? Rússnesku kommúnistarnir eru Jieir sömu nú eins og þeir voru Jiegar Jieir gengu i lið við nazistana sumarið 1939, og kveiktu með J>ví Iieimsstyrjakl- arbálið, sem til var stofnað til að „myrða lýðræðið i heimin- um“. Og innræti íslenzku kommúnistanna er það sama nú, eins og þegar þéir lögðu hlessun sina yfir það bandalag og fögnuðu árásinni á Finn- land. Og enn munu þeir ala Jiá von i brjósti, að ísland eigi að lokum því „láni“ að fagna, að verða liandbendi Stalins. Hvatar-íimdur annað kvöld. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund kl. 8 /2 annað kveld í Oddfellowhúsinu uppi. Eru konur áminntar um að fjöl- menna á fundinn. Magnús Jónsson, atvinnu- málaláðherra, mun flytja ræðu á fundinum, en annars mun verða rætt um málefni félagsins og kosningarnar, sem fram eiga að fara eftir 6 daga. Áliugi mikill er ríkjandi með- al sjálfstæðiskvenna og eru þær staðráðnar í þvi að koma full- trúa kvenþjóðarinnar á lista Sjálfstæðisflokksins — frú Guð- rúnu Jónasson — á þing. Ung^iir Isleiidliig*!!!* bíður bana I tlu^iíl^§i í Kanada. i Elaitii liét Joliannes Hagan. r J[ gær barst Haraldi Hagan, kaupmanni, skeyti þess efnis, að sonur hans, Jóhannes, sem var við flug- nám í Ameríku, hefði farizt af flugslysi. Flugslysið vildi til með þelm hætti, að tvær flugvélar rákust á í loftinu með þeim afleiðingum, að vélin, sem Jóhannes sat í, hrapaði til jarðar og Jóhannes beið bana - aí’. Jóhannes Hagan var innan við tvítugt (fæddur 9. júní 1924), bráðefnilegur flugnemi og fyrirmyndar piltur í hvívetna. Hafði hann lengi verið í Svifflugfé- laginu og lauk þar C-prófi. Ytra var hann búinn að ljúka minna prófi og var farinn að fljúga einn. Hefir liann sennilega verið einn í flugvélinni þegar árekst- urinn varð. Iþróttamót Skarphéðins iór fram að Haukadal í gær JÓHANNES HAGAN. fallið saman eins og gömul og slitin harmonika er á leið fund- inn. Annars var fundur J>essi með stillilegra móti og að því leyti nokkuð frábrugðinn því, sem menn eiga að venjast á fram- boðsfundum í Hafnarfirði. Skemmtunin í Hljóm- skálagarðinum í gær Mótið fjölsótt og árangur íþróttamanna tiltölulega góður. Héraðasambandið Skarphéðinn hélt íþróttamót sitt að Geysi í gær. Sigurður Greipsson, formaður sambandsins, setti mótið, og við setninguna var íslenzki þjóðfáninn hylltur. Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en Pétur Sigurðsson erindreki flutti ræðu. Um kvöldið var dansað. Geysir gaus fallegu gosi um daginn. Vísir hafði í morgun tal af Sigurði Greipssyni, og sagði hann, að um 1000 manns hefðu sótt mótið, Jirátt fyrir hráslaga- legt veður. Árangurinú í, iþróttagrein- unum var yfirleitt góður. Fer liann hér á eftir: Langstökk: 1. Oddur Helgason (Selfoss) 5.64 mtr. 2. Hjalti Þórðarson (Skeiða- manna) 5.53 mtr. 3. Guðm. Ágústsson (Vaka) 5.40 mtr. Þrístökk: 1. Oddur Helgason 12.54 mtr. 2. Guðm. Ágústsson 12.19 mtr. 3. Ólafur Jónsson (Skeiðam.) 11.88 mtr. 2. Kristján Jósteinssson (Stokkseyrar) 7 vinn. 3. Guðm. Ágústsson 6 vinn. Þátttakendur í glimunni voru 10. Skjaldarhafinn frá í fyrra, Halldór Benediktsson (Hvöt) keppti ekki. Fegurðar- glímuverðlaunin lilaut Kristján Jósteinsson. Drengjaglíma: 1. Einar Ingimundarson (Vaka). 2. Björgvin Jósteinsson (Stokkseyrar). 3. Bjarni Jónsson (Skeiða- manna). Framboðsfundurínn í Haínaríirði. Kvenfélag Hallgrímssóknar hélt skemmtun í Hljómskála- garðinum í gærdag. Var skemmtunin vel sótt, allt fram á kvöld, en dofnaði nokkuð yfir aðsókninni er á leið kveldið, því þá fór að rigna. Skemmtunin liófst kl. 2 með guðsj>jónustu og prédikaði síra Jakob Jónsson. Því næst flutti form. félagsins, frá Guðrún Jó- hannsdóttir frá Brautarholti, á- varp, en að lokum talaði svo próf. Guðbrandur Jónsson. Um kvöldið kl. 9 skemmti Friðfinn- ur Guðjónsson leikari. Unga fólkið skemmti sér all- an daginn við Jiað, „að hlaupa í skarðið“, en eldra fólkið stóð- álengdar og horfði á. Hallgrímskirkjulíkanið var til sýnis i garðinum allan daginn. Ekki eru enn neinar upplýs- ingar fyrir hendi um það, hversu mikið fé hefir komið inn fyrir merkjasölu og veitingar, en gera má ráð fyrir, að Jiað hafi verið nokkuð drjúgt. Hástökk: 1. Oddur Helgason 1.55 mtr. 2. Guðm. Ágústsson 1.50 mtr. 3. Magnús Kristjánsson (Self.) I. 47 mtr. 100 m. hlaup: 1. Guðm. Ágústsson 12.4 sek. 2. Oddur Helgason 12.6 sek. 3. Sighvatur Kristjánssön (Skeiðam.) 12.7 sek. 800 m. hlaup: 1. Þórður Þorbjörnsson (Vaka) 2:11,7 min. 2. Böðvar Stefánsson (Hvöt) 2:18,0 mín. 3. Guðm. Jónsson (Selfoss) 2:40,0 mín. Kúluvarp: 1. Guðm. Ágústsson 42.02 mtr. 2. Sigfús Sigurðsson (Selfoss) 12.00 mtr. 3. Guðm. Benediktsson (Hvöt) II. 98 mtr. Kringlukast: 1. Sigfús Sigurðsson 34.77 mtr. 2. Magnús Kristjánss. 28.36 m. 3. Ingvar Þórðarson (Skeiða- manna) 27.29 mtr. Spjótkast: 1. Sigfús Sigurðsson 38.88 mtr. 2. Oddur Helgason 36.60 mtr. 3. Haraldur Bachmann (Self.) 36.02 mtr. Sk jaldarglíma: 1. Steinn Guðmundsson (Ing- ólfur) 8 vinningar. Síðastliðinn Iaugardag var haldinn framboðsfundur í Hafnarfirði og var hann vel sótt- ur. Frambjóðendurnir, sem höfðu boðað til fundarins, Voru framsögumenn, en þeir eru Þor- leifur Jónsson fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, Emil Jónsson fyrir Alþýðuflokkinn, Sigríður Ei- ríksdóttir fyrir sósíalista og Jón Helgason fyrir Framsóknar- flokkinn. Auk frambjóðenda töluðu eft- irlaldir menn á fundinum: Bjarni Snæbjörnsson og Guð- jón Magnússon af hálfu sjálf- stæðismanna, Kjartan Ólafsson og Guðm. Gissurarson af hálfu aljiýðumanna, Alexander Guð- jónsson og Ólafur Jónsson fyrir sósíalista og Sigurður Guð- mundsson fyrir framsóknar- menn. Það sem einkum sérkenndi Jiennan fund, var það, að hér komu í fyrst skipti fram mál- svarar framsóknarmanna og er óhætt að segja, að þessi fyrsta ganga þeirra í Hafnarfirði hafi ekki verið beint gæfuleg. Þrátt fyrir það, að smalað hafði verið á fundinn, af framsóknarmönn- um, úr næstu héruðum, voru hræður þeirra svo fáar, að þeim tókst ekki að halda móði í frambjóðandanum, Jóni Helga- syni og má segja, að hann hafi Úrslitakappleikur í íslands- mótinu í kvöld. - Víkingur vann K.R. með 2:0 Næstsíðasti kappleikur í Is- landsmótinu fór fram í gær- kvöldi og var hann á milli K.R. og Víkings. Bar Víkingur sigur úr býtum í þessari keppni með 2 mörkum gegn engu. Eins og leikar standa hafa öll félögin tapað leik nema Fram, sem keppir í kvöld til úrslita á móti Val. Ekki er unnt að segja fyrir um lok leiks þessa, en Fram stendur töluvert betur að vigi en Valur, þvi þeim nægir jafntefli til þess að vinna mótið, en ef þeir tapa, verða bæði félögin jöfn að stiga- fjölda og verða að keppa á ný til úrslita. Lúðrasveit Rvíkur leikur frá kl. 8, en kl. 8.30 hefst kappleik- urinn. Ríkisstjóri mun mæta á I- Jiróttavellinum í kvöld og horfa á leikinn og má búast við að margt annarra stórmenna komi lil Jæss að sjá þennan spennandi leik. 50 ára er á morgun Árni Jónasson, ullar- matsmaður á Kaplaskjólsvegi 12. Bátur með seglum (léttbátur) hent- ugur á vötn, tií sölu. Uppl. í síma 2450, eftir kl. 7. —- Kaupavinna fyrir konur og karlmenn, eldri og yngri, er í miklu úr vali laus nú Jægar. Sérstak- lega í nærsveitunum. Hátt kaup í boði. Umsækjendur gefi sig fram sem allra fyrst. Ráðningarstofa Reyk javik ur bæjar. Bankastræti 7. — Sími 4966. OMnir nýkomnar. KJÓLAVERZLUNIN FIX Garðastræti 2. Sími: 1088. Seljum góða uppkveikju Sendum heim. FISKKASSAGERÐIN. Sími: 4483. 2 stúlkur vantar strax á Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan. bifreið til sölu og sýnis við bifreiða- stöðina Bifröst frá kl. 7—9 i kvöld. er til sölu í Körfugerðinni. Ódýr leikföng Boltar ...... 1.50 Blöðrur............ 0.25 Rellur ............ 1.00 Litabækur........ 1.00 Litakassar ...... 0.50 Hringlur........... 2.00 Flugvélar ......... 2.50 Bílar ............. 2.50 Sprellukarlar .... 2,00 Göngustafir...... 1.00 Puslespil.......... 3.00 Berjafötur ...... 1.50 K. Einar§ion Björnison

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.