Vísir - 07.07.1942, Side 2

Vísir - 07.07.1942, Side 2
DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þegar á reynir. j^LLAR þjóðir heims eiga nú við margskonar erfiðleika að stríða vegna ófriðarins. Margar verða þær að fórna því dýrmætasta, sem þær eiga, — blóði sona sinna og dætra, — en aðrar gjalda margskonar af- hroð, þótt ekki sé í blóði. Allt daglegt líf þjóðanna truflast og þær verða að taka upp nýjar lífsvenjur, ólíkar því, sem áður hefir tíðkast, og sem menn hefðu almennt ekki trúað fyrir strið, að almenningur myndi sætta sig við. íslendingar hafa þegar orðið að fórna mörgum mannslifum og miklu bióði i hlautbolla ófrið- arguðsins. Leiðir j>að beint af legu landsins, að hér verður ekki lifað nema leitað sé yfir sæ til annarra landa og fanga aflað þjóðinni til lifsframfæris. At- vinnuvegirnir eru of einhæfir, — framleiðslan of fábreytt, — þannig að þjóðin getur ekki nema að litlu leyti búið að sínu. Hinir auknu erfiðleikar bitna með allverulegum þunga á öllu atvinnuiífi landsmanna. Þótt hér hafi atvinna aukizt í svip og fjárveitan sé meiri en áður tiðkaðist, eru þetta sjúkdóms- einkenni, sem miða að hrörn- un og aigjöru liruni, ef þjóðin ber ekki gæfu til að miða kröf- ur sínar við það, sem koma mun, erfiðleika þá, sem fram undan eru í stríðslokin og næstu árin eftir stríðið. Á ófriðartím- um veldur óvissan því og ýmis- konar erfiðleikar, að kominún- istar eiga hægara með að ná eyrum fólksins, en þegar allt gengur sinn vanagang — seig- an og liægan. Kosningar þær, sem nú eru um garð gengnar, sýna þetta og sanna. ófriðarbölið verður ekki bætt með því að íslenzka þjóðin bíði annað meira, — láti kommún- ismann gegnsýra þjóðlífið, grafa undan atvinnuvegunum, vekja úlfúð og vinna að upp- lausn þeirrar lýðræðisskipunar, sem hér hefir verið í heiðri hala- in og íslenzka þjóðin á allt gott að þakka. Það er athyglisvert, að íslendingum hefir því aðeins vegnað vel, að þeir hafi notið frelsis. Fyrir því var þetta land numið að frelsið var forfeðrun- um dýcmætara en heimahagar, auður og ættjarðarást, og mun- um við, sem nú lifum, ekki vera slíkir ættlerar, að á okkur sann- ist, að við höfum gleymt að varðveita þann dýrmæta arf, sem við vorum að visu sviftir um langt skeið, en höfum end- urheimt að nýju. Eina leiðin til þess að frelsið verði varðveitt, er að þjóðin standi gegn komm- únismanum og láti það eitt ekki nægja, heldur sæki fram gegn honum og útrými honum með öllu. Þannig að hver einstakling- ur hafi á honum skömm, eins og hv^r pest verðskuldar. Kosningasigur kommúnist- anna stafar vafalaust af þvi, að fjöldi fólks á nú við ýmsa ó- venjulega erfiðleika að stríða sökum ófriðarins, svo sem hús- næðisskorí, sem erfitt er að ráða iram úr, og margskyns mis- ræmi, sem Ieiðir af byltingum ó- friðarins, en sém auðvelt er að VISIR Sjómenn hjá Eimskip kref j ast hækkunar á áhættu- kaupi. Nýlega skrifuðu hásetar, kyndarar og þjónustufólk á skipun- um Selfossi, Dettifossi og Kötlu, Eimskipafélögum fslands og Reykjavíkur og fóru fram á 20 kr. hækkun á dagpeninga á á- hættukaupi í siglingum milli Ameríku og íslands og auk þess mikil frí meðan skipin Iiggja í Reykjavíkurhöfn. Hér fer á eftir bréf það er skipshafnimar sendu Eimskipafélögunum. „Sökum þess, að samninagr þeir, er gerðir voru um áhættu- þóknun þá, sem nú er greidd skipshöfnum á kaupskipaflotan- um, eru að okkar áliti ekki full- nægjandi hvað jöfnuð snertir meðal skipshafnarinnar, þ. e. að yfirmenn skipanna liafa kr. 20.00 meira á dag fyrir, að okk- ur skilst, sömu áhættu, þá leyf- um við okkur að tilkynna yður, að það er eindregin krafa okk- ar, að áhættuþóknun sú, er greidd verður í framtíðinni, verði jöfn til allra, sem á skip- unum sigla. í öðru lagi er ]>að almenn krafa okkar undir- manna, að o»kur verði greidd uppbót, er nemur kr. 10.00 pr. dag á mann, meðan skipin eru hér við land. í þriðja lagi, að undirmenn fái frí fyrstu 24 klsl. sem skipin liggja í Reykjavík og inætti það skiptast á 2 fyrstu sólarhringana eftir samkomu- lagi. Frí þetta sé óháð öðrumfrí- dögum, er samningar ákveða. Ennfremur að frí skuli gefið hvern laugardag eftir kl. 12 á hádegi. Ilafi ’okkur ekki borizt svar frá yður viðvíkjandi kröfum þessum innan fjögurra daga frá deginum í dag að telja, skoðið þér þetta bréf sem uppsögn okkar úr skipum.“ p.t. Reykjavik, 29. júní 1942. (Undirskrift sjómanna). Eftir móttöku þessa bréfs snéri stjórn Eimskipafélagsins sér til Sjómannafélags Rvíkur og spurðist fyrir um það, hvort stjórn félagsins myndi ekki taka upp samningaumleitanir fyrir sjómennina, þar eð gera mætti ráð fyrir, að þeir væru meðlimir i félaginu. Stjórn Sjómannafé- lagsins neitaði þessu og kvaðst ekki hafa verið beðin um það af sjómönnum og því telja sér málið með öllu óviðkomandi. Eru þetta sömu aðfarirnar og hjá Dagsbrún, er verkamenn hjá Eimskip hófu verkfall sitt. Það væri brot á gerðardómslög- unum, ef eimskipafélögin senwlu við sjómenn um þessar kjarabætur og mun málið þvi verða rætt við ríkisstjórnina. í einu dagblaði bæjarins i morgun segir, að stjórnir eim- skipafélaganna hafi rætt sam- eiginlega í gærkvöldi um kröf- ur skipshafnanna og segir enn- fremur, að sennilega verði rætt við sjómennina í dag. Er þessi frásögn á misskilningi byggð og á sér hvergi stað, enda eru sjó- menn ekki hinir réttu samnings- aðilar, heldur Sjómannafélagið, eða að öðrum kosti ríkisstjórn- in- — $ Kosningaúrslit i nokkrnm sveitakjördæmnm. I gærdag var talið í 6 sveitakjördæmum og fékk Sjálf- stæðisfJokkurinn þrjá menn kjörna (í Borgarfjarðar- sýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Austur-Húna- vatnssýslu), en Framsókn fékk fjóra kjörna (í Mýra- sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og 2 í Rangár\rallasýslu). Hér fer á eftir yfirlit yfir úrslit í hverri einstakri sýslu. nota til áróðurs í kosningum, enda var það óspart gert af hálfu kommúnistanna. Þá mun og hið einstaka hafnarverkfall hafa aflað kommúnistunum nokkurra atkvæða, og sýnist svo sem enn hyggist þeir að halda áfram á sömu braut. Beita þeir nú fyrir sig „komm- únista-cellum“ skipshafna í kaupgjaldsdeilu, sem enn er ó- útkljáð, en háð er af hálfu þeirra með sömu endemum og hafnai'- verkamenn létu sér sæma að beita. Hér er um nýtt fyrirbrigði að ræða, þar sem verklýðsfélög- in skjóta sér undan ábyrgð, en tefla fram verkamönnunum sjálfum, ófélagsbundnum og á- bvrgðarlausum, en standa svo væntanlega á hak við og veita þeim beinan og óbeinan stuðn- ing til þess að koma kröfum sín- um fram. Það kann vel að vera, að sann- girni mæli með, að verkamenn og sjómenn fái einhverjar kjara- bætur, en eins og sakir standa rnunu þeir þó betur settir en all- ur þorri landsmanna, að því er atvinnu og tekjur snertir. Hitl er fráleitt, að láta kommúnist- um haldast uppi að afla sér fylgis vegna launabaráttu þess- ara manna. Þarf hér að stemma á að ósi, að því er snertir hina kommúnistísku starfsemi, sem er þjóðhættuleg, frá hvaða sjón- armiði sem séð er. 300 þátttakendur á kristilegu móti í Svarfaðardal. Frá Dalvík símaði fréttaritari blaðsins að kristilegt mót hefði verið haldið að Brautarhóli í Svarfaðardal um helgina, með um 300 þátttakendum, flestum úr Reykjavík, en auk þess um 50 frá Akranesi. Var það flest ungt fólk. Mótið var sett á laugardaginn, og var slitið í gær. Veður hefir verið heldur óhagstætt, nema í gær var það gott. 1 sambandi við mótið voru tvær guðsþjónustur haldnar í Vallakirkju. Yfirleitt hefir gleðibragur hvílt yfir sam- komunum og mótinu i heild. — Sunnlendingar þeir, er þátt tóku í mótinu, fara að Ásbyrgi og Dettifossi áður en ]>eir halda suður. Biðja þeir Vísi að flytja vinum og ættingjum hér i bæ kærar kveðjur. Fyrsta sild til Dalvíkur fékkst á bátana Léif Eiríksson og Björn Jörundsson (samah um nót). Fengu þeir 350 mál á svip- stundu. I gærmorgun fóru bátar frá Hrísey i fyrstu síldveiðiför sina. Skólahverfi að rísa upp á Akureyri Á Akureyri hefir aldrei verið sótt eins mikið um byggingar- leyfi og nú. Má telja víst að fáist byggingaefni, muni bygginga- framkvæmdir verða óvenju miklar í ár á Akureyri. Um þessar mundir er í óða önn verið að koma upp iþrótta- höllinni — veglegustu íþrótta- höll landsins. Þá er ennfremur búið að ákveða fyrirhugaðri gagnfræðaskólabyggingu stað í brekkunni skammt frá sund- lauginni og íþróttahöllinni. Bygginganefnd hefir verið kösin til að aunast bygginga- framkvæmdir fyrirhugaðs hús- mæðraskóla, og hefir hún farið fram á að fá lóð í námunda við gagnfræðaskólann. Mun bæjar- stjórnin sennilega taka þetta mál til meðferðar á fundi i dag. Samþykki hún að húsmæðra- skólinn fái húsnæði á þessum stað, mun þarna rísa upp heilt og samfelt skólahverfi, því að áður hefir bamaskóli verið reistur á þessum slóðum. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Frambjóðandi Sjálfstæðis- llokksins, Ólafur Thors, hlaut kosningu með 1247 atkv. (1504 árið 1937). Frambjóðandi AI- þýðuflokksins, Guðm. f. »Guð- mundsson fékk 548 atkv. (593). Þórarinn Þórarinsson, fram- bjóðandi Framsóknar fékk 334 atkv. (LI. fékk 86 atkv. við kosn- ingarnar 1937), og frambjóð- andi Sósíalista hlaut 215 atkv. (Ll. fékk siðast 86 atkv.). Mýrasýsla. Bjarni Ásgeirsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, fékk 486 atkv. (516 síðast) og hlaut kosningu. Frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, Friðrik Þórðar- son fékk 345 atkv. (421) og Jó- hann Kúld, frambjóðandi Sósí- alista, fékk 71 atkv. (8). Vestur-Húnavatnssýsla. Frambjóðandi Framsóknar, Skúli Guðmundsson, hlaut kosningu með 415 atkv. (436). Guðbrandur ísberg, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, fékk 246 atkv. (Bændafl. og Sjálf- stæðisfl. fengu 378 atkv. 1937). Frambjóðandi Sósíalista, Elísa- bet Eiriksdóttir, 54 atkv. (0). og frambjóðandi Alþýðuflokksins, Arngrimur, fékk 26 atkv. (1). Austur-Húnavatnssýsla. Kosinn var Jón Pálmason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins, með 591 atkv. (428 síðast). Hannes Pálsson, frambjóðandi Framsóknar, hlaut 494 atkv. (318), frambjóðandi Sósialista, Klemens Þorleifsson, fékk 29 at- kv. (2) og frambjóðandi Al- þýðuflokksins, Friðfinnur Ólafs- son, fékk 17 atkv. (94 síðast). Rangárval lasýsla. Báðir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins voru kosnir, Helgi Jónasson með 971 atkv. og Björn Fr. Björnsson með 873 at- kv. (946 og 934 síðast). Fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Ingólfur Jónsson og Sigurjón Sigurðsson, fengu 820 og 789 atkv. (895 og 891). Frambjóð- endur Alþýðuflokksins, Ágúst Einarsson og Björn Blöndal, fengu 16 og 13 atkv. í dag verður talið í eftirtöld- um sýslum: Vestur-Skaftafells- sýslu (byrjaði kl. 10 í morgun), Árnessýslu, Dalasýslu, Snæfells- sýslu, báðum Þingeyjarsýslun- um, Suður-Múlasýslu, Skaga- fjarðarsýslu og Barðarstranda- sýslu í kvöld. Á morgun verður talið í Norð- ur-Múlasýslu og Austur-Skafta- fellssýslu. Á föstudag í Norður- Isafjarðarsýslu. í morgun var byrjað að telja í Vestur-Skaptafellssýslu og er talningu ekki lokið enn. Síðustu tölur eru þessar: Gísli Sveins- son (S.) með 285 atkv. Guðjón Baldvinsson (A.) með 10 atkv., HlöðverSigurðsson með 10 átkv. Sveibjörn Högnason (F.) hefir fengið 370 atkv. Staðastaðarkirkja. Gamlir Staðsveitungar, nær og fjær. Eg hefði helzt kosið að eiga tal við ykkur persónulega um sameiginleg áhugamál varð- andi sveitina okkar og framfíð hennar. En þar sem það getur ekki orðið kem eg til ykkar á þennan hátt. Eg veit að ykkur fer, sem flestum Islendingum, að leita í huganum fornra æskustöðva með vinsemd og hlýju. Þið rif j- ið upp gleði og sorgarstundirn- ar „heima“ og kysuð vafalaust flest ykkar að geta skroppið öðru hverju hingað vestur til vina og kunningja. Mér er líka kunnugt um það, að margir ykkar fylgjast vel mecj því sem gerist í átthögun- um og teljið ekkert ykkur óvið- komandi er til heilla horfir. En ykkur sem gamlir eruð og ekki hafið komið i átthagann 10 síðastliðin ár vil eg segja þetta: Hér hefir og er að breytast margt til bins betra. Gömlu torfbæirnir hverfa en myndarleg og snotur stein- steypuhús koma í þeirra stað. Heyhlöður og peningshús úr steinsteypu eru hér mjög víða. En * mikilsverðustu umbæt- urnar eru þó vegirnir. Þið sem farið hafið fótgangandi úr Stað- arsveitinni í Borgarnes eða á Akranes getið læzt metið sam- göngubæturnar. Enda má full- yrða að með bættum samgöng- um hafi stórhugur og umbóta- geta vaxið að sama skapi. En þótt framfarir séu miklar eru enn, sem vænta má, mörg' mál er leysa þarf nú eða í næstu framtíð. Eg ætla í línum þeim er hér fara á eftir að drepa lítillega á eitt þessara mála, en það er kirkjubygginign á Staðastað. I janúarveðrinu mikla í vetur fauk af henni járn, gluggar brotnuðu og grindin skekktist og var það sérstök heppni að hún skyldi ekki fara öll. Það er því ekki annað fyrir söfnuðinn að gera en byggja nýja kirkju. Undanfarið hefir safnast all- mikið fé og margir hafa gefið af litlum efnum. Söfnuðurinn þarf hinsvegar allmikið fé fil viðbót- ar, sem taka verður að láni, eða afla á annan hátt. Kirkjan verð- ur steinsteypt og mun rúma um 100 manns í sæti. Eg segi ykkur frá þessu, gömlu Staðsveitung- ar, sannfærður um að marga ykkar langar til að leggja hér hönd á plóginn með okkur, sem heima erum. Langar ykkur ekki til að létta undir með ætt- ingjum og vinum í átthögunum til að koma upp fallegu guðs- húsi er hæfir okkar fallegu sveif? Mikið er rætt um strið og striðskostnað, sem eðlilegt er. Þjóðirnar mergsjúga sig, til að geta haldið morðvélum sínum gangandi, til áð eyðileggja sem mest hvort heldur er dautt eða lifandi. Logar haturs og hefnda fara eyðandi um lög og láð. Vér Islendingar eigum ekki i stríði og berum þvi engan striðs- kostnað. Vér viljum frið við alla menn. Viljið þið ekki, kæru vinir, vera með í þvi að verja ofurlitlu af tekjum ykkar til að stuðla að því að skapa frið á jörðu? Viljið þið ekki stuðla að þvi, að „log- inn helgi“ fái að njóta sín sem bezt? Kirkjan er riki friðarins og herst ávallt fyrir hugsjón bræðralags, kærleika og friðar. Hún heyjir sitt heilaga stríð fyr- ir þessum hugsjónum hvar sem er á jörðinni. Hjálpið nú vinum yðar og ættingjum heima i gömlu átt- högunum til að skapa sér slikt vigi. Látið' það verða ykkar striðsútgjöld. Fullviss um að þið Frh. á 3. síðu. Nýr miðstöðvar- ketill til sölu. Guðmundur Friðfinnsson. Kjartansgötu 3. hefjasl að nýju miðvikudag- inn 8. ]>. m. Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst. — Uppl. í síma 4059. Sundhöll Reykjavíkur. TeSpa 11—13 ára, óskast til að gæta 2ja ára barns. Dvalið er í sumarbústað. Uppl. á Há- vallagötu 3, kjallara, kl. 4—SV2 i kvöld. DVðttakleuur Nýkomnar. Sími 1884. Klapparstíg 30. Nemandi úr Verzlunarskólanum óskar eftir skrifstofustarfi til haustsins. Tilboð, merkt: „m. bekkur“, sendist Vísi fyrir fimmtudagskvöld. Stórt segl gott í yfirbreiðslu, einnig nýtt rásegl með rá og nokkurar tjaldamadressur. — Uppl. Verkstæðinu, Frakkastig 1. UppboO Uppboð verður haldið að Járngerðarstöðum í Grinda- vík föstudaginn 10. júlí n. k. og hefst kl. 3y2 e. h. Selt verður: Búslóð, veið- arfæri, beitingastampar ó. fl. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 7. júlí 1942. Jóh. Gunnar Ólafsson, settur. Nknr (vandaður) 2x2.7 metrar að stærð, er til sölu. Uppl. í síma 2388. Útvarp frá Boston á íslenzku. Kl. 6.30—7 e. h. eftir íslenzk- um tíma í dag verður útvarpað frá stöðinni WBSO i Boston ræðu, sem Thor Tliors sendi- herra flytur. María Markan syngur og aðstoðarráðherra Adolf Berle talar. Stöðin útvarp- ar á 19 metrum. Gerð verður tilraun til þess að endurvarpa ræðunum og söngnum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.