Vísir - 08.07.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1942, Blaðsíða 3
VISIR í dag er næstsíðasti söludagur í 5. flokki. HAPPDRÆTTIÐ Báfræðingurinn IX. árg. — Ársrit Hvanneyrings og Hólamannafélags. — 1942. Það hefir nú um nokkur ár verið samvinna um útgáfu þessa þarfa rits, Búfræðingsins, milli félaga bændaskólanna, Hvann- eyrings og Hólamannaféíags. Er Búfræðingurinn orðinn mikið rit að vöxtum í seinni tíð, um 200 bls. í stóru broti, og vandað- ur að efni og frágangi. Utgáfu hans er þannig hagað, að Hóla- mannafélagið annast útgáfu hans annað árið. en „Hvanneyr- ingur“ hitt. Að þessu sinni kemur ritið út á vegum Hvann- eyrings og annast Guðm. Jóns- son kennari á Hvanneyri rit- stjórnina. Höfuðefni ritsins er grein, sem fjallar um Búfjáráburð. Er það mikil ritgerð og ætluð til sérprentunar og kennslu (í bændaskólunum), en samkomu- lag hefir orðið um, að Búfræð- ingurinn flytti slíkar ritgerðir um skeið, með nokkurum styrk frá Búnaðarfélagi Islands. Áðrar greinir ritsins eru um margvísleg efni, flestar stuttar (og er það kostur) og eftir bændur, sem skýra frá marg- háttaðri reynslu sinni, eða bún- aðarfrömuði. Að lokum eru pistlar frá Hvanneyri og Hólum og skýrsla um Bændaskólann á Hvanneyri. Elg hygg, að Búfræðingurinn sé að verða eitthvert merkasta búnaðarritið, sem gefið er út hér á landi, því að með útgáfu Iians virðist hafa tekist bezt að flytja búvisindalegar ritgerðir og greinir um reynslu bænda sjálfra jöfnum höndum. A. Th. Stefan Zweig: María Stúart. Magnús Magnússon þýddi. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. Stefan Zweig er sá rithöfund- ur sem einna hæzt hefir risið í svokölluðum sálkönmmaræfi- sögum; þeirra djarfastur í á- lyktunum, hugmyndarikastur og andríkastur. Hann hefir þanri mikla kost fram yfir flesta ævisagnaritara, að liann er ekki síðra skáhl en fræðimaður, auk þess að vera sálkönnuður. Á þessum grunni byggir hann ritverk sín á listrænan ogdrama- tiskan hátr, lætur skáldgamm- inn geysa þar sem honum finnst það bæta og leikur sér að dramatískum filþrifum í stíl og meðférð, eins og þau gerast bezt í snildarrilum heimsbókmennt- anna. Það er því ekki að undra, þótt Stefan Zweig hafi náð alveg ó- venjulegum vinsældum meðal Jæirra íslenzkra lesenda, sem leita sér betra lestraréfnis en reyfara og áróðursrita. Á síð- ustu árum hafa verið þýddar og gefnar út eftir hann fjórar bæk- ur, auk smásagna og annarra smærri ritsmíða í timaritum. Síðust þessara bóka var María Stúart, stórt rit og að öllu leyti hið vandaðasta, er ísafoldar- prentsmiðja gaf út nú í vetur. Er þetta ævisaga Maríu Stúart Skotadrottningar og skrifuð af þeirri þrungnu andagift sem einkennir Zweig svo mjög. Þættir hann þar saman í eina samfellda heild, þau marghátt- uðu atvik er leiddu Maríu Stúart með vaxandi stíganda til högg- stokksins. En bókin er jafnframt því að vera ævisaga Mariu Stúart, saga heillar þjóðar um margra ára skeið — en umfram allt er liún persónusaga þeirra sem við sög- una eru á einhvern liátt riðnir. Og þar kemur ekki hvað sízt hæfileiki Zweigs i ljós, að marka sögupersónur sinar þannig, að þær standi lesandanum ljóslif- andi fyrir sjónum, sterkar í giftu og ógæfu, synd og glötun, ræfilmensku og ódrenglyndi, eða í göfugmennsku, drenglyndi og hetjulund. Margar þessar persónur verða manni ógleym- anlegar, ekki síður en atburð- irnir, sem sagan greinir frá. Snilldarlegri átök minnist eg naumast að liafa lesið en í frá- sögninni um aftöku Maríu Stúarts í þessari bók. Það er eins og maður standi sjálfur frammi fyrir þessum hryllilega atburði, sjái hann og heyri. Sem heild tel eg bókina einhverja hina beztu ævisögu, sem enn hefir komið út á íslenzkri tungu. Þ. J. Bæj ap fréttír Hallgrímskirkja í R«ykjavík. Framhald af fyrri tilkynningum Iim áheit og gjafir, afhent skrif- stofu „Hinnar alm. fjársöfnunar- nefndar“ kirkjunnar, Bankastr. n. Afhenl af trúnaðarmönnwm: F.Ó. 179 kr. E.E. 20 kr. A.B. 110 kr. H.J. 120 kr. — Gjafir og áheit: G.E.B. 50 kr. Margrét Halldórs- dóttir, Vatnsskógum, SkritSdal, 50 kr. M.Þ. (áheit) 15 kr. M.M. (á- heit) 10 kr. S.J. (áheit) 50 kr. G.I. G. (áheit) 10 kr. F.G. 56 kr. Göm- ul kona í Borgarfirði 5 kr. Inga (áheit) 10 kr. J.B. (áheit) 25 kr. G.H. (áheit) 10 kr. KÞ. 50 kr. G. 20 kr. H.b. 10 kr. E.N. 10 kr. Óli og Anton (áheit) 30 kr. Gömul kona 100 kr. H.Þ. 15 kr. S.B. 300 kr. Þ.J. (áheit) 2 kr. Svana og Lauga 50 kr. Jón Iíeiðberg, stór- kaupm., til minningar um látna for-‘ eldra, ættingja og vini 2.500 kr. ÞórÖur Sveinsson & Co. 200 kr. Katrín og Tómas 150 kr. Ekkja (á- heit) 10 kr. Ó.G. (áheit) afhent af frú Pálínu Þorleifsdóttur 50 kr. B.B., Hafnarfirði (áheit) 10 kr. Haraldur Sveinbjörnsson, kaupm. 100 kr. Magnús Guðmundsson (á- heit) 15 kr. — Afhent af hr. bisk- up Sigurgeir Sigurðssyni frá Á., á Laufásvegi 100 kr. Stefaníu Krist- jánsdóttur (áheit) 50 kr. — Afhent af síra Bjarna Jónssyni, víglubisk- upi, frá J.J., Lv. 10 kr. N.N. (á- heit) 10 kr. Sveini Jónssyni (áheit) 10 kr. — Framh. síðar. Beztu þakk- ir. F. h. „Hinnar alm. f jársöfnunar- nefndar“, Hjörtur Hansson, Banka- stræti II. Eldur kviknaði í háskólabyggingunni i gær dag, á þriðju hæð, en eldur- I inn var kæfður áður en hann. breidd- ist út, og tjón varð ekki til muna. Nokkuð brann samt af korki á gólfi og málning sviðnaði. Talið er, að kviknað hafi út frá vindlingi verka- manns, er vann að gólfhreinsun. í háskólanum. Var gólfið þvegið með benzíni og loftið þrungið af ben- zíngufu, svo að kviknað mun hafa i því út frá vindlingnum. Regnkápup Rykfrakkar Unglinga, Kven, Karlmanna. (Verð frá 18.50—167.50). VBSLC Grettisgötu 57. Krlstján Gnðlaagsson Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutimi 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Raflagnir Tökum að okkur raflagnir í nýbyggiiigar. Einnig breytingar og liverskonar viðgerðir á eldri lögnum og tækjum. RAFTÆKJAVERZHJN &. VINMJSTOFA LAIIGAVEO 46 SÍMI 58S8 Börn! Börn! Komið og vinnið ykkur inn peninga Berið Visi til kanpenda Talið itrax við afgreiðilnna Blúndnr og milliverk margar breiddir og gerðir, hvítar og mislitar. Verzlunin Sl\TOT Vesturgötu 11 SI6LIIVGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist i iillitfoi d ét Clark ui BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Vantavíi' Gra§tógf Allar stæpðip Verzlun O. Ellingsen hi. lokkra verkamenn vantar utan við bæinn. Fæði og húsnæði. Uppl. í eftirmiðdaginn í síma 5592. Höfum fyrirliggjandi Linoleum I A, B og C þykktuxn Ó. F. Johannnsoii Co. Haðnr sem vill vinna við bifreiðaviðgerðir, getur fengið góða atvinnu á bifreiðaverkstæði nú þegar. A. v. á. Nýkomið: DBAGTIR mjög vandaðar og smekklegar Verð: kr. 295.00 Feldnr h.f. Austurstræti 10. Simi 5720 Verkamenn Okkur vantar nokkura menn í ■ byggingavinnu í bænum. Almenna byggingafélagið hl. Lækjargötu 10 A. Anglýsing um hámarksverð Dómnefnd i kaupgjalds- og verðlagsmálum íiefir, samkvæmt heimild í lögum 29. mai 1942, ákveðið áð setja eftirfrandi liá>- marksverð: Kaffibætir, í heildsölu kr. 4.50 pr. kg.; i smásölá kr. 5.20 pr. kg. Egg, i júli og ágúst, í heildsölu kr. 9.00 pr. kg,; i smásöhi! kr. 10.80 pr. kg. Hveiti, í heildsölu kr. 54.60 pr. 100 kg.; i smásölta kr: 0t68 pr.. kg. Molasykur, í heildsölu kr. 118.50 pr. 100 gk.; i smásöliæ kr.. 1.48 pr. kg. Strásykur, í heildsölu kr. 109.20 pr. 100 kg.; í siriásölu kr. 1.36 pr. kg. Þrátt fyrir þessa ákyörðun um hémarksverð, 'má álagning á hveiti, molasykri og strásykri aldrei fara fram úr 6Vz% i heild- sölu og 25% í smásölu. , . Reykjavík, 3. júlí 1942. DÖMNEFND I KAUPGJALDS- OG VEfRBLAGSMÁLUM. . ... V. Sumarleyfi. Bókin, sem þér eigið að hafa nteð ydtu í sumarleyfið, heitir ANNA IWANOWNA Bókavepzlun ísafoldarprentsmiöju Móðir mín, Guölaug Aronsdóttir andaðist á sjúkradeild Elliheimilisins í gærkveldi, þann 7. júli. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Aron GuSbrandsson.. Systir okkar, Vilhelmína Bernhöft, verður jarðsungin í dómkirkjunni fimmtudaginn 9. júli kl. 1% eftir hádegi. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. _____Franciska Olsen. Daníel BemhöfL Þökkum innilega hlýjan hug og hluttekningu vegna frá- falls ' V Bjarna Þorkelssonar _________________ Fósturbömin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.