Vísir - 08.07.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1942, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsiniðjan h.f. Herverndin. jþ ESS var minnst í Bandaríkj- unum í gær, að ár var þá liðið frá þvi er herlið þaðan steig á íslenzka grund, en svo sem kunnugt er höfðu þá undanfarið farið fram samningaumleitanir, er leiddu til þess, að íslenzka rík- isstjórnin æskti eftir hervernd Bandaríkjanna. Var hér þannig á engan hátt um nýtt hernám að ræða, heldur vernd sam- kvæmt sérstökum milliríkja- ' samningi. Segja má að með beiðni þess- ari hafi Islendingar viðurkennt þær staðreyndir, að Island væri komið í liringiðu stórviðburð- anna, og að það væri sjálft þess ekki um komið að gæta réttar síns gagnvart aðvífandi yfir- gangi, hvaðan sem hann kynni að koma. Hervernd Bandaríkj- anna var þvi íslenzku þjóðinni hið fyllsta öryggi, og i bili dró hún úr yfirvofandi hættu hern- aðaraðgerða hér á landi, með því að Bandaríkin voru ekki komin formlega i stríðið, er þau tóku að sér vernd landsins. Með þessu skrefi nálguðust Bandaríkin stórlega styrjaldarvettvanginn, og má segja að þessi athöfn væri ótvíræður fyrirboði þess, sem verða vildi, þótt enn væri ekki teningunum kastað, en að því hafinn undirbúningur. Til þess að ganga úr skugga um hve ísland er mikilvægt frá hernaðarlegu sjónarmiði, þarf ekki annnð en að líta í amerísk blöð. I öðru hvoru blaði getur að líta uppdrátt af norðurhveli jarðar, þar sem siglingaleiðin er sýnd frá Bandaríkjunum til Bretlands og Rússlands, en á þeirri leið er ísland einskonar miðstöð í norðanverðu Atlants- hafi. Allar leiðir liggja hér um og hér er ákjósanleg aðstaða jafnt til sóknar og varnar. Her- vernd Bandarikjanna miðar því ekki fyrst og fremst að því, að vernda íslenzka hagsmuni, held- ur samtimis og miklu frekar að hinu, að vernda þeirra eigin hernaðarlegu hagsmuni og sig sjálf. Um það var mikið rætt í Bandaríkjunum áður en her- námið fór fram., að Island og Grænland væru stiklur milli Ev- rópu og Ameríku. Lýsti Adoiph Berle, aðstoðarutanríkismála- ráðlierra Bandaríkjanna, þessu einnig í útvarpsræðu frá Bost- on, er endurvarpað var einnig hér í gær. Kvað hann að innrás hefði verið fyrirhuguð í Banda- rikin um ísland, Grænland og Canada, jáfnframt því, sem á- rás yrði hafin úr austri frá hendi Japana. Hefðu þvi Banda- rikin óhjákvæmilega neyðst til að fá hér bækistöð til hernað- arframkvæmda. Það urðu íslendingum mikil vonbrigði, er landið var her- numið af Bretum. Þjóðin hafði vonað, að hún fengi, eins og i fyrra stríði, að lifa í friði utan við hamfarir ófriðarins. Úr því hinsvegar Svo var komið, sætti þjóðin sig vel við hervemd Bandaríkjanna og taldi i henni felast hið mesta öryggi, sem unnt var að fá, á þessum vand- ræðatímum. Var það þjóðinni einnig mikill hagur, að Banda- ríkjastjórn skuldbatt sig til að gæta Iiagsmuna íslands i hví- vetna, birgja landið upp af nauð- synjavörum og gera við það hagkvæma viðskiptasamninga. Evrópumarkaðurinn var Islend- íngum lokaður, og hefði það Ieitt til hinna mestu vandræða fyrir þjóðina í langvarandi styrj- öld. Jafnframt þessu lýsti stjórn Bandarikjanna vfir því, að herstyrkur þeirra hér á landi myndi veíða kvaddur lieim að stríðinu loknu og í öðru lagi skvldi áherzla lögð á, að algjört sjálfstæði og fullveldi Islands yrði viðurkennt við væntanlega friðarsamninga. I>etta hvort- tveggja er íslendingum mikils yirði. Aldrei fer það svo, að ekki Iiljótist einhver óþægindi af dvöl fjölmenns setuliðs í fá- mennu landi, og ei ber þvi að leyna, að sú hefir raunin orðið hér. Tjáir ekki um að sakast, einkum þar sem vitað er, að foringjum Bandarikjahersins er það engu siður áhugamál en is- lenzkum stjómarvöldum, að samhúðin verði sem árekstra- minnst. Hefir j>etta þráfaldlega sýnt sig og komið fram i marg- víslegri tilhliðrunarsemi, sem þakka ber og meta að verðleik- um. íslenzka þjóðin hefir aldrei fyr umgengist fjölmennt erlent setulið og jækkir ekki lieraga. Kanu það að hafa í för með sér vissa erfiðleika. Þrátt fyrir allt verður ekki annað sagt, en að alger meirihluti þjóðarinnar umgangist hið erlenda lið á við- eigandi og réttan hátt. Sambúð- in mun leiða til þess, að er strið- inu lyktar, kemur íslenzka þjóðin út úr því sterkari og sjálfri sér samkvæmari en hún hefir verið fyr og í rauninni miðar allt til góðs, ef rétt er á haldið. Þótt reyna kunni á þol- rifin, þurfUm við íslendingar ekki að ganga i gegnum þann hreinsunareld, sem aðrar þjóðir eiga við að stríða, en hér mun reynast jafn lireinn málmur og í öðrum löndum, er hann kem- ur úr deiglunni. íslenzka útvarp- ið frá Boston. Endurvarpið tókst B ágætlega, í gær kl. 6.30 var endurvarp- að útvarpi frá Boston, þar sem sendiherra íslands í Washing- ton, Thor Thors, flutti erindi á íslenzku, María Markan, óperu- söngkona, söng nokkur lög og Mr. Adolf Berle, aðstoðarutan- ríkismálaráðherra Bandaríkj- anna, flutti stutt ávarp. Endur- varpið tókst ágætlega. Bæði ráðherrann og sendi- herrann lögðu ríka áherzlu á nána samvinnu og náið samstarf milli íslands og Bandaríkjanna i framtíðinni, þvi að þessi lönd ættu eftir að tengjast traustum menningar og viðskiptabönd- um og að sameiginleg hugsun beggja væri frelsi og mannrétt- indi. Thor Thors kvað okkur vilja búa eina í okkar eigin landi. En á þessum tímum, sem nú dyndu yfir, hefði okkur skilist, að ekki var unnt að lifa einangrað í skjóli hlutleysis.Hinsvegar hefði BandaríkjastjóA gefið loforð um að hverfa héðan á brott með her sinn að styrjöldinni lokinni og að tryggja fullkomið sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. Hann sagði í lok ræðu sinnar, að Bandarikin litu með aðdáun, velvild og umhyggju til okkar íslendinga. Útvarp jietta fór fram í tilefni af þvi, að eitt ár er liðið frá því að Bandaríkin sendu herliff til íslands. Sjálfstæðismenn hafa nú fengið 10 menn kjörna. Gísli Jónsson kosinn í Barðastrandarsýslu. í gærkveldi var lokið við talningu í ellefu sýslum sem eru: Snæfellsness-ogHnappadálssýsla, Dalasýsla, Barða- strandarsýsla, Vestur-ísaf jarðarsýsla, Strandasýsla, Norður-Þingey jarsýsla, Vestur-Skaptafellssýsla, Skaga- f jarðarsýsla, Suður-Múlasýsla og Ámessýsla. tlrslií í þessum kjördæmum urðu sem hér segir: Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. Frambjóðandi Framsóknar, Bjarni Bjarnason, var kjörinn þingmaður með 648 atkv. (433). Gunnar Thoroddsen (S) fékk 578 atkv. (752), Ólafur Frið- riksson (A) hlaut 158 atkv. (222), Guðmundur Vigfússon (Sós.) 23 atkv. (7) og Alexander Guðmundsson fékk 60 atkv. Dalasýsla. Þorsteinn Þorsteinsson (S) var kjörinn þingmaður með 357 atkv. (Bændafl. við kosn. 1937 fékk 402). Pálmi Einarsson (F) hlaut 307 atkv. (321), Gunnar Stefánsson (A) fékk 13 atkv. (16) og Jóhannes úr Kötlum 33 atkv. (1). < V estur-lsafjarðarsýsla. Ásgeir Asgeirsson (A) var kosipn með 460 atkv. (utanfl. fékk síðast 497). Bárður Jak- obsson (S) hlaut 197 atkv. (411) og Halldór Kristjánsson (F) fékk 345 atkv. (256). \ Strandasýsla. Hermann Jónasson (F) hlaut kosningu með 524 atkv. (632), Pétur Guðmundsson (S) fékk 210 atkv. (Bændafl. fékk 311 at- kv. við síðustu kosn.) og Björn Kristmundsson (Sós.) fékk 58 atkv. (4). i f N or ður-Þingeyjarsýsla. Gísli .Guðmundsson (F) var kosinn þingmaður með 608 at- . kv. (539), Benedikt Gíslason (S) fékk 133 atkv. (183), Benjamín Sigvaldason (A) lilaut 23 atkv. (48) og Kristján Júlíusson (Sós.) fékk 49 atkv. (34). !V I Vestur-Skaptafellssýsla. Sveinbjörn Högnason (F) kosinn með 460 atkv. (289 síð- ast), Gísli Sveinsson (S) fékk 378 atkv. (436), Guðjón B. Baldvinsson (A) 12 atkv. (32) og Hlöðver Sigurðsson (Sós.) 20 atkv. (16). Skagafjarðarsýsla. Kosnir voru Pálmi Hannesson (F) með 1099 atkv. (1072) og Sigurður Þórðarson (F) með 1125 atkv. (1066). Pétur Hann- esson (S) fékk 751 atkv. (983) og Jóhann Hafstein (S) 657 at- kv. (972). Ragnar Jóhannesson (A) 75 atkv. og Ármann Hall- dórsson (A) 74 atkv. Þóroddur Guðmundsson (Sós.) 71 atkv. og Pétur Laxdal (Sós.) 73 atkv. Árnessýsla. Kosnir voru Jörundur Brynj- ólfsson (F) með 1323 atkvæðum (1305) og Páll Hallgrímsson (F) með 1196 atkv. (1253). Eirikur Einarsson (S) fékk 835 atkv. (1075) og Sigurður Ólafsson (S) fékk 687 atkv. (989). Ingimar Jónsson (A) hlaut 182 atkv. (170) og Gunnar Benediktsson (Sós.) 213 atkv. (8). Suður-Múlasýsla. Kosnir voru Eysteinn Jónsson (F) með 1117 atkv. (1116) og Ingvar Pálmason (F) með 1049 atkv. (1000). Árni Jónsson (S) hlaut 538 atkv. (686) og Jón Sigfússon (S) fékk 480 atlcv. (620). Jónas Guðmundsson (A) fékk 262 atkv. (562) og Eyþór Þórðarson (A) 190 atkv. (408). Arnfinnur Jónsson (Sós.) hlaut 369 atkv. (332) og Lúðvík Jó- I sepsson (Sós.) fékk 415 atkv. (261). Barðastrandasýsla. Gísli Jónsson (S) hlaut kosn- ingu með 610 atkv. (406). Steip- grímur Steinþórsson (F) fékk 533 atkv. (565), Ilelgi Hannes- son (A) hlaut 126 atkv. (290) og Albert Guðmundsson (Sós.) . fékk 83 atkv. (62). : Veröhækkun á nokkr- um vörutegundum. Samkvæmt heimild í lögum hefir dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum ákveðið að setja n'ýtt hámarksverð á eftirtaldar vörur: Kaffibætir i heildsölu er nú kr. 4.50 pr. kg., en var kr. 4.10 áður; og í smásölu er verðið kr. 5.20 á kg., en var kr. 4.80 pr. kg. Verð á eggjum í júli og ágúst hefir vei’ið liækkað upp í kr. 9.00 pr. kg. í heildsölu og kr. 10.80 pr. kg. í smásölu, en var í júní kr. 7.00 í heildsölu og kr. 8.40 í smásölu á livert ltg. Hveiti hefir hækkað litils háttar og er verðið í heildsölu nú kr. 54.60 pr. 100 kg., en var kr. 53.49 pr. 100 kg. I smásölu er kg. selt nú á kr. 0,68, en áður á kr. 0.67. Molasykur kostar nú kr. 118.50 pr. 100 kg. í heildsölu, en áður ki’. 111.95 pr. 100 kg. Smásölu- verðið er kr. 1.48 pr. kg., en var áður kr. 1.40 pr kg. Strásykur hækkar úr kr. 95.56 pr. 100 kg. upp í kr. 109.20 pr. 100 kg. í heildsölu og úr kr. 1.19 pr. kg. upp í kr. 1.36 pr. kg. í smásölu. Þrátí fyrir þessa ákvörðun um hámarksverð, má álagning u hveiti, molasykri og strásykri aldrei fax-a frain úr 6y2% i heildsölu og 25% í sniásölu. Hækkunin á strásýkri og molasykri hér í bænum verður ekki eins mikil og verðhækkun- in nemur samkvæmt framan- skráðu, sökuin þess, að kaup- inenn í Reykjavik eiga enn í fór- um sínum miklar birgðir af þessum vörutegundum frá fyrri tíð, en nýlega hefir SlS flutt inn dýrari sykur (mola og strá), sem verður með þessu framan- greinda hámarksverði og verða þær birgðir fluttar út á land. Verður því sykur úti á landi dýr- ari en hér í bænum og mun kg. af molasykri kosta þar kr. 1.48, en verður kr. 1.40 hér í bænum fyrst framan af og hækkar ekki meir en upp í kr. 1.44 pr. kg. Strásykurverð úti á landi (hjá SÍS) verður kr. 1.36 pr. kg., en kr. 1.19 lxér og getur hækkað mest upp í kr. 1.24 pr. kg. Noregssöfnunin (6. júlí). Afh. frá Morgunblaðinu 5810. Hildur Einarsd. og Einar Jónsson, bæði sjúkl. 15 kr. Guðrún Reykholt ío kr. Sigurleif Sigurðardóttir 15 kr. Præp. kon. Ófeigur Vigfússon, Fellsmúla 15 kr. Halldór Jpnsson, sóknarprestur, Reynivöllum 100 kr. Kristín Eyjólfsdóttir 5 kr. Ásta Jónsdóttir 10 kr. Ragnar Jónsson 5 kr. Steini Guðmundsson, Valdast. 20 kr. V.B.K. 500 kr. Starfsfólk bæjarsímans og landssímans 1060 kr. Skáti (í þakklætisskyni fyrir fyrirl. próf. Worm-Múller 100 kr. Safnað af sr. Stanley Melax í Fljótasókn 225 kr. H.f. Miðnes 300- kr. A. J. Bertelsen & Co. 200 kr. Frá íbúum Þingeyrarkauptúns (meira síðar) 900 kr. Söfnun í Iiólmavík og nágrenni kr. 1052.50. Safnað af frk. Dýrleifu Jónsdóttur í Drangsnesi kr. 227.50. Samtals 10.570 kr. Áður tilkynnt 139.638 kr. Alls 150.208 kr. Síldveidi nyrðra. Frá Dalvík var símað í gær, að bátarnir Leifur Eiríksson og Björn Jörundsson, sem getið var í blaðinu í gær, hafi í fyrrinótt fyllt sig þar á firðinum og feng- ið samanlagt 700 mál síldar. Aðrir bátar búa sig sem óðast til síldveiða um þessar mundir, þvi að eftir öllu að dæma virðist síldin vaða. Fjöldi síldarskipa var undir Hrísey í gærmorgun. Frá Siglufirði barst eftirfar- andi skeyti: Gunnbjörn frá Isafirði kom i dag kl. 16 nxeð fyrstu síld til Síldai-verksmiðja ríkisins, 400 mál, er veiddist við Hrísey. Óð síldin ekki mikið, en gott að eiga við lxana. Voru margir þar P bátum, ennfremur ýmsir í bátunx við Rauðanúpa. Sild sást á Gi-ímseyjarsundi í morgun. Baldur. Bæjar- og hafnar- verkamenn fara fram á kjarabætur. 90 hafnarverkamenn og 114 bæjarverkamenn fara fram á kjarabætur, við hafnarstjóm og bæjarráð. Kröfur hafnarverkamanna eru þær, að dagvinnutími þeirra verði styttur niður i 8 vinnu- stundir, miðað við 10 vinnu- stundir og að kaffitimi þeirra haldist í hlutfalli við unnin tíma. Að unnir verði tveir eftirvinnu- tímar daglega og greiðist þeir með 50% álagi á dagvinnukaup. Og að verkamennimir fái tæki- færi til að vinna seinnipart hvers laugardags af sér á öðrum virk- um dögum. Kröfur bæjarvinnumanna eru mjög líkar, en þó lítið eitt frá- brugðnar, samkvæmt þeirri venju, sem rikt hefir um vinnu þessara manna. Bæjarráð mun taka þessar kröfur til meðferðar á fundi n. k. föstudag. Hjónaband. Síðastliðinn fimmtudag voru gef- in saman í hjóriaband á Akure. af sr. Friðrik Rafnar, vigslubiskupi, ung- frú Ásta Thoroddsen (Guðmundar próf.) og Edwald B. Malmquist, ráðunautur. Síðastl. laugardag voru gefin satnan í hjónaband af síra Garðari Svavarssyni, ungfrú Áslaug Ágústs- dóttir og Skúli Bjömsson (Jónsson- ar kaupm. í Ásbyrgi). Heimili þeirra er á Laugaveg 139. Leikhúsmál. 3.—4. hefti 2. árg. er nýkomið út. Aðalefni þess skrifar ritstjórinn sjálfur, Haraklur Björnsson leik- ari. Skrifar hann m. a. um íslenzka leiklist V. (leiktjöld), Moliere, Poul Renmert og Sif Þórs. Auk þessa skrifar Lárus Sigurbjörnsson um fyrstu leikritaskáld íslands (Pál J. Árdal), Bjarni Bjarnason skrifar um Pétur Á. Jónsson óperusöngv- ara, Jón J. Sigurðsson skrifar um kvikmyndahúsin og Árni Helgason um Leikstarfsemi á Eskifirði. — Nokkrar fleiri og smærri greinar eru í heftinu. Prýða það fjöldi mynda að venju. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. — Næturvörður er i Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperum. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Stofnun fyrsta fríldrkjusafn- aðar á íslandi (Ásmundur Helga- son frá Bjargi — J. Þór.). 20.55 Einleikur á pianó (ungfrú Margrét Eiríksdóttir): a) Prelúdía og fúga í g-moll, eftir Bach-Szántó. b) Ccherzo i es-moll, eftir Brahms. c) Nocturne í E-dúr, Op. 62, nr. 2, eftir Chopin. d) Jardins sous la Pluie, eftir Debussy. 21.25 Upplest- ur: Kvæði (Guðmundur Finn- bogason- landsbókavörður). 21.30 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 21.50 Fréttir. Húsnæði Þeir, sem vildu leggja fram nokkur þúsmid krónur gegn tryggingu ti! að fullgera þægilega íbúð, gætu fengið íbúðina leigða að innrétting- unni lokinnL Leggið nöfn yðar inn á afgr. Vísis fyrir 12. júlí n. k., merkt: „íbúð 1942“. 2ja tonna, í góðu standi, til sölu og sýnis á Óðinstorgi frá kl. 7—9. 2 stúlkor óskast í hreinlega fram- leiðsluvinnu. A. v. á. Dugleg kaupakona óskast á ágætt heimili í ná- grenni Reykjavíkur. Véla- heyskapur. Fjölmennt heim- ih. Hátt kaup. Uppl. í sima 2718 og 2183. 2 stúlkor óskast vegna sumarfrfá. Hcitt A Kalt "WILTON Jón Halldórsson & Co. hX Sími: 3107. Harpó ry ð var narmálning. pHfœmmr MHÍW Nýkomnar. Sími 1884. Klapparstíg'30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.