Vísir - 20.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1942, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Upplausnin. J* ramsóknarflokkurinn hefir nú sýnt hið x-étta innræti sitt og áhyi’gðartilfinningu, — umhyggju fyrir þjóðinni og af- komu liennar. Hefir flokkurinn liorfið að því ráði, að neita allri þátttöku um málamiðlun mill- um vinnuveitenda og verka- manna, og hefir fulltrúi flokks- ins í liinni stjórnskiþuðu sátta- nefnd ekki tekið þar sæti, þótt allir aðrir stjórnmálaflokkar hafi ekki skorazt undan því. Er þetta tiltæki svo einstakt, að í minnum mun verða liaft, og ætti að vekja athygli nxanna úti um sveitir landsins á því, hvort slík- mn flokki sé sýnandi nokkur trúnaður. Það er löðurmannlegt, að Ieggja strax árar í bát, er horfið er úr valdasessinum, en hitt er ódrengilegt, að gera allt sem gert verður til þess eins að eyðileggja og spilla árangri, sem verða kann til þjóðarheilla, ef beitt er sameiginlegu átaki allra flokka í því augnamiði. Einn af reyndustu þingmönn- um Framsóknarflokksins, Ein- ar Árnason frá Eyrarlandi, lét þau orð falla á fundi á Siglu- íirði, að Framsóknarflokkinum kæmi ekkert við, hver yrðu af- drif gerðardómsins og dýrtíðar- iöggjafarinnar, ineð því að flokkurinn væri farinn úr stjórn og bæri ekki áhyrgð á stjórnar- framkvæmdum. Mörgum komu þessi ummæli undarlega fyrir, -— áttuðu sig ekki almennilega á því, að sá flokkur, sem harð- ast barðist fyrir löggjöf þess- ari, teldi sig enga áhyrgð á henni bera, þótt svo liefði skipast, að hann hefði. oltið úr valdasessi. Töldu menn að hinn reyndi þingmaður hefði látið þessi orð frekar falla sem reitt þing- mannsefni, þannig að ekki væri ástæða til að taka þau hátíðlega. Raunin hefir þó sýnt, að engin ástæða var til annars, en að trúa orðum þingmannsins, — skilja þau sem skoðun flokksins al- mennt, enda kom það og greini- lega í Ijós síðar í kosningabaBr áttunni, einkum i útvarpsræðu Hermanns Jónassonar. Hann gekk feti framar en Einar Árna- son, og hvatti beinlínis til þess, að allar launastéttirnar í land- inu risi upp gegn dýrtíðarlög- gjöfinni, þannig að liklegur ár- angur af henni yrði ónýttur. Jafnhliða þessu höfðu þessir menn mörg orð um það, að allt stefndi hér í upplausnarátt og voða, og leit svo út, sem þeir teldu, að Framsóknarflokkur- inn einn gæti bjargað úr öng- þveitinu, og ef menn tryðu því ekki, en bæru meira traust til annarra flokka, myndi flokkur- inn einnig vinna af alefli gegn því að árangurinn af verkum þeirra yrði verulegur. Hér var því um valdabaráttu eiha að ræða, en enganveginn hitt, að flokkurinn væri að berjast fyrir þj óðþrif amálum. Frá því er sumarþingið hófst liefir þessi afstaða flokksins orð- ið enn skýrari. Hann hefir risið gegn öllum málum, sem miðað hafa að því að ráða bót á öng- þveitinu, og beinlínis reynt að bregða fæti fyrir þau. Hann hef- ir miðað allt starf sitt að öðru leyti við kosifingar, og reynt að Jivo liendur sínar, — losa sig við alla þinglega áliyrgð á máluu- um einungis af því, að liann liefir ekki verið í valdaaðstöðu. Jafnhliða þessu hefir flokfeur- inn hoðist til að taka að sér stjórnina gegn því að horfið yrði frá kjördæmabreytingunni, sem þegar hafði verið samþykkt af þjóðinni, þannig að bein svik hefðu J>að verið við meiri liluta kjósenda, ef málið liefði ekki fgngið tilhlýðilega afgreiðslu á þingi. ÖIl hegðun flokksins og framkoma hefir frá upphafi verið hreinn loddaraleilcur, — skrípalæti frammi liöfð til jiess að sýnast fyrir kjósendum. Öll- um Islendingum, til sjávar og sveita mun þó vera Ijóst, að eins og málum nú er háttað, eru það lirein svik við þjóðina, að varpa fi’á sér allri ábyi'gð og skjóta sér undan störfum, sem ábyrg- um stjórnmálaflokki ber tví- mælalaus skylda til að inna af hendi. Framsókn virðist vera þeirrar skoðunar, að hún eigi einhverskonar forréttindi á öll- um sviðum, og enginn telji flokknum það til lasts þótt liann heimski sig frammi fyrir al- þjóð. Sú skoðun byggist ekki á néinum rökum né skynsemi. Það munu kosningarnar í októ- ber sýna eftirminnilega. Aukinn innflutningur á vöru til landsins Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum hefir innflutning- ur til landsins á fyrra helmingi þessa árs meira en tvöfaldazt frá sama tíma í fyrra. Á þessu tímabili í fyrra nam innflutn- ingurinn rúml. 48'/2 millj. kr., en í ár nærri 103 >/2 millj. kr. Árið 1940 nam innflutningurinn til landsins á þessum tíma kr. 28.3 millj. Mest hefir verið flutt inn af eldsneyti og ljósmeti(þ.e. kolum og olíum og smurningsolíum), eða fyrir 11.3 millj. kr. í ár, en 5.9 í fyrra. Álnavara var flutt inn fyrir 11.2 millj. kr. í ár, en 6.7 millj. kr. í fyrra, trjáviður fyrir 6.3 millj. kr., en 2.1 í fyrra, fatnaður úr vefnaði og hattar fyrir 6.2 millj. kr., en 2.4 í fyi’ra. Þá koma munir úr ódýrum málmum fyrir 5.2 millj. kr. (2.5 mill.), vagnar og flutningstæki 5.0 mill. kr. (1.8 millj) og korn- %örur til manneldis 4.6 millj. kr. (1.4 mil.). Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins. f kvöld kl. 8 stundvíslega hefst úrslitaleikurinn í Reykjavíkur- mótinu á milli Vals og Fram . Eins og menn rekur minni til urðu þessi sömu félög að keppa þrisvar til úrslita í íslandsmót- inu og lauk með því, að Valur sigraði með 1 marki gegn 0, sem Framarar settu hjá sjálfum sér. Stigatula félaganna stendur nú þannig, að K. R. hefir 4 stig, Valur 3, Fram 2 og Vikingur 1. Ef Valur vinnur í kvöld verða þeir Reykjavíkurmeistarar, en ef Fram vinnur verða þeir að keppa aftur við K. R. Aftur á inóti ef félögn gera jafntefli, verða bæði Valur og K. R. með 4 stig og verða þá að keppa afl- ur. Dómari verður Raldur Möller. Leik þessum verður útvarpað og liefst útvarpið kl. 8.50. Mun Jens Renediktsson verða aðal- þulurinn. Ekki þarf að draga það í efa, að þetta verður lang mest spenn- andi leikur mótsins. Nætnrlæknir. Kristján Hannesson, Mímisveg 6, sími 3836. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki. Nærri 300 km. i ogum girðingnm komið app í snmar til varnar sanð- fiársjúkdðmum. Viðtal við Sæmund Fpiðpíksson. Hátt á 3ja hundrað km. löngum girðingum hefir verið, eða er verið að koma upp, víðsvegar um land til viðbótar þeirn girð- ingum, sem áður hefir verið komið upp til varnar útbreiðslu sauðfjársjúkdóma í landinu. Eru það borgfirzka mæðiveikin, garnaveikin og lungnaþemban eða hin svokallaða þingeyska mæðiveiki, sem herja nú á sauðfjárstofninn í landinu, og allar hafa gert verulegan usla og valdið tilfinnanlegu tjóni. Vísir hefir snúið sér til Sæmundar Friðrikssonar framkvæmd- arstjóra mæðiveikivarnanna og fengið hjá honum upplýsingar um girðingaframkvæmdir í sumar. „Þar er fyrst til að taka,“ seg- ir Sæmundur, „að komið hefir verið upp 50 km. langri viðhót- argirðingu meðfram Hvítá í Ár- nessýsíu. Er nú komin samfelld girðing neðan frá Auðsholti og upp í Blágnípu við Hofsjökul. nema þar sem gljúfur eru i Hvítá svo að skepnum er ekki fært yfir liana. Girðing þessi er gerð til að stemma stigu fyrir útbreiðslu garnaveikinnar vestur á bóginn, en liún geisar nú í líreppum, austan Hvítár. Girt hefir verið í sumar úr Hvaifirði um Hvalvatn upp í Langjökul. Úr þeirri girðingu hefir svo verið lögð girðing fra Kvígindisfelli og niður í Þjóðgarðsgirðinguna. Alls eru Jiessar girðingar um 50 km. á lengd og eru þær gerðar til ör- yggis ef garnaveiki kynni að breiðast út frá Reykjavík, en hér kom hún upp í sauðfé s.l. vetur. Jafnframt er liún ætlnð til öryggis, ef aðrar fjárpestir kynnu að gera vart við sig öðru íivoru megin við girðinguna. Þá hefir Reykjanesgirðingin verið endurbætt til að varna frekari útbreiðslu garnaveikinn- ar. — Um þessar mundir er langt komið að framlengja Héraðs- vatnagirðinguna. Verða girtir þar 35 km. í sumar og nær hún þá alla leið upp í Hofsjökul. Hún er ein aðalvarnarlínan gegn útrbreiðslu mæðiveikinn- ar austur um. I sambandi við þetla má geta þess, að austan við Blöndu hefir verið girt 12 lcm. hólf til að ein- angra sýkt fé og grunað, ef það mætti draga úr útbreiðsluhraða veikinnar milli Blöndu og Hér- aðsvatna, sunnan Vatnsskarðs- girðingarinnar. Á þessu svæði kom veikin ekki upp fyrr en á s.I. liausti, og er þar af leiðandi ekki mikið útbreidd á þessu svæði enn sem komið er. I Þingeyjarsýslu hefir verið girt allmikið í sumar til að reyna að koma í veg fyrir út- breiðslu þingeysku mæðiveik- innar. Girt hefir verið á köflum meðfram Jökulsá á Fjöllum, alls um 25 km., auk þess sem áður hefir verið girt. Má telja þá varnarlínu örugga frá sjó og upp að Dettifossi. Framvegis verður lögð á- herzla á að gera línu þessa sem allra tryggasta með það fyrir augum, að stemma annarsvegar stigu fyrir garnaveikinni, sem er austan áritinar og liinsvegar fyrir þingeysku mæðiveikinni, sem er vestan hennar. Tvö stór girðingarhólf, um 22 km., voru gerð vestan við Skjálfandafljót, snemma i vor, til að einangra allt það fé, sem fannst sýkt og grunað af þing- eysku mæðiveikinni vestan Skjálfandafljóts. Er vörzlunni enn haldið uppi við fljótið, því að enn sem komið er, er veikin ekki útbreidd vestan þess. Þá er verið að girða um 60 km. langa girðingu í Eyjafirði. Er það gert til öryggis, ef ekki yrði hægt að stöðva þingeysku mæðiveikina við Skjálfanda- fljót. Loks hafa verið gerð á all- mörgum stöðum girðingar- hólf til að einangra sauðfé, einkum garnaveikt, og einnig stuttir girðingarspottar til að draga úr samgangi sauðfjár á vissum stöðum. Eru girðingarn- ar alls orðnar hátt á 3ja hundr- að km„ sem lagðar hafa verið í sumar. Golfkeppnin: Jakob sigraði Guö- iaug úr Eyjnm. Keppt var í næstsíðustu um- ferð í golfkeppninni í gær, og kepptu þá Jakob Hafstein og Guðlaugur Gíslason frá Vest- mannaeyjum, og bar Jakob sig- ur úr býtum. Sigraði Jakob með 9 holum yfir, en 7 voru ef tir. Kemur liann Jiví til með að keppa til úrslita, annaðhvort á móti Gísla Ólafs- syni eða Helga Eiríkssyni. Fer það eftir því hvor þeirra vinnur í dag, en þá keppa þeir Gísli og Helgi innbyrðis um livor þeirra kemur til úrslita. Hófsí sú keppni kl. 2 í dag. Á morgun kl. 5 hefst úrslita- keppnin. Tvær íkviknanir. Slökkviliðið var tvívegis kall- að út í gær, fyrra skiptið unx miðjan dag inn að Vikurhús- inu við Laugamýrarblett, en síð- ara skiptið á 12. tímanum áð Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Kviknað liafði smávegis í rusli í kjallaranum á Vikurhús- inu og tókst svo að segja strax að kæfa eldinn. Hjá Lambastöðum hafði kviknað í vörubifreiðinni R — 2134. Var liún alelda, er slökkvi- liðið kom á vettvang og brann það af henni, sem brunnið gat. Konur í Kvenfélagi Hallgrimskirkju ej"u áminntar um að muna eftir Bazar félagsins, sem halda á 21. september, og þær konur, sem eru í bazarnefndinni, eru beðnar að taka eftir auglsýingu næsta fundar félagsins, og mæta þá. Bcbíop Ífréíiír Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Danslög, leikin á píanó. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Minnisverð tíð- indi (Axel Thorsteinsson). 20.50 Utvarp frá íþróttavellinum í Reykjavik. Lýsing á knattspyrnu, síðari hálfleik i úrslitaleiknum á Reykjavíkurmótinu. 21.50 Fréttir. Þingfréttir. Smásagnasafn eftir Friðrik Ásmundæsson Brekkan er væntanlegt á bókamark- aðinn innan skamms. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Nor- egssöfnunarinnar. Stjórn Alþýðuflokskins kemur saman á fund hér í Reykja- vík á morgun. Hefst hann kl. 11 2mem geta fengið aívinnu, annar við hifreiðaviðgerðir, hinn við hreinsun bifreiða. Hús- 0 næði getur fylgt ef óskað er. A. v. á. Á vefnaðarstofu mína vantar mig 1 stúlku nú þegar eða 1. september. Fæði og húsnæði getur fylgt. Uppl. kl. 6—9 e. h. Karólína Guðmundsdóttir. Ásvallagötu 10 A. f. h. og verður sóttur af aðalmönn- um og varamönnum úr flokksstjórn- inni víðsvegar af landinu. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Þór- unn Árnadóttir, Ixmkaritari á ísa- firði, og Sigurður Baldvinsson, verkstjóri í Hnífsdal. ¥erk§Hiiðjn£ólk fær kjarabætnr. Samningar Xdju og Félags islenzkpa iðnrekenda. Það hefir orðið að samkomulagi milli Félags íslenzkra iðn- rekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks, að gera nýja samn- inga, í stað þeirra, sem annars áttu að gilda til næstu áramóta. Gilda hinir nýju samningar, sem voru undirritaðir í gærkveldi, lil 1. ágúst 1943, en hvor aðili um sig getur sagt þeim upp með þriggja mánaða fyrirvara. Eins og sjá má af eftirfarandi hækkar kaup starfsfólks í verksmiðjum mjög mikið og kvenna meira en karla. Konur þurfa og ekki nema 2 ár nú til þess að komast í hæsta launa- flokk, en áður 4 ár. Iiarlar yngri en 18 ára: Á viku. Á mán. Byrjunarl. 35,00 150,00 Eftir 3 mán. 38,00 165,00 — 6 — 40,00 175,00 — 9 — 43,00 185,00 — 12 — 46,00 200,00 ía Karlar eldri en 18 ára: iðaaÉife í Byrjunarl. 58,00 250,00 Eftir 3 mán. 67,00 290,00 — 6 — 78,00 340,00 — 9 — 83,00 360,00 — 12 — 86,00 375,00 — 24 — 90,00 390,00 ' > < • •' j Konur: » Byrjunarl. 35,00 150,00 Eftir 3 mán. 38,00 165,00 — 6 — 40,00 ' 175,00 — 9 — 43,00 ,185,00 — 12 — 46,00 200,00 — 18 — 51,00 220,00 — 24 — 55,00 240,00 Byrjunarlaun karla yngri en 18 ára voru áður kr. 25 á viku, karla eldri en 18 ára 45 kr. og kvenna 25 kr. o. s. frv. Eftirfarandi nýmæli hafa ver- ið sett í lögin, til þess að tryggja, að samningar verði haldnir: „Félag íslenzkra iðnrekenda ábyrgist f. li. meðlima sinna bæt- ur þær, sem verksmiðjufólk kann að eiga lögum samkvæmt vegna þess, að ákvæðum grein- ar þessarar um uppsagnaífrest hefir ekki verið gætt. Á sama hátt ábyrgist Iðja, félag verk- smiðjufólks, bætur þær, sem meðlimir F.Í.I. kunna að eiga á h.endur verksmiðjufólki sínu lögum samkvæmt vegna þess, að það hefir ekki gætt ákvæð- anna um uppsagnarfrestinn.“ Ennfremur segir svo i 8. gr.: „Iðja, félag verksmiðjufólks, lýsir yfir því, að hún lofar að stuðla að því eftir mætti, að meðlimir liennar vinni eingöngu hjá iðnrekendum, innan F.Í.I., og ennfremur að beita áhrifum sínum til þess, að ekki sé vakin óánægja meðal verksmiðjufólks um samning þennan, meðan á samningstímabilinu stendur.‘‘ Samningur þessi gildir til 1. ágúst 1943, en er uppsegjanleg- ur með þriggja mánaða fyrir- vara. Reykjavíkurmótíð: Ú rslitaleikurinn i kvöld kl. 8. Fram og Viilni* Framarar hafa ákveðid ad kvitta fyrir íslandsmótiö. Nú skal það skel Hver gerir úrslita markiö? Úr þessu veröur skorið á íþróttavelliuum i kvöld

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.