Vísir - 28.08.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Augtýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 28. ágiíst 1942. 173. tbl. Nýr fleygur Þjóðveria SV af Stalingrad Rússar segjast brjótast inn í EINKASIŒYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Þjóðverjar hafa rekið annan fleyg inn í varnir Rússa fyrir suðvestan Stalingrad, fyrir norð- austan Kotelnikovo og þar er hættan nú næst- um jafnmikil og fyrir norðvestan, þar sem Þjóðverjar brutust í gegn á bökkum Don. Fyrir norðvestan borg- ina gera Rússar mörg gagnáhlaup og hindra þar fram- sókn Þjóðverja. Næstu daga munu Þ jóðverjar leggja aukið kapp í sóknina til þess að nota sér þá aðstöðu, sem þeir hafa náð með því að rjúfa varnir Rússa, áður en þeir geta gert við þær aftur. Sést þá, hvort sú ,spá rússnesku blaðanna rætist, að verkalýður borgarinnar og hersveitir Timoshenkos muni verjast jafn vel og fé- lagar þeirra í Leningrad og Moskva í fyrra, þegar svo var helzt að sjá sem Þ jóðver jar mundu ná þeim báðum á vald sitt. Rússar skýra frá áframhaldandi sókn sinni á Reshev-Viasma- vigstöðvunum og segja frá því siðast, að þeir liafi tekið úthverfi Reshev-borgar með áhlaupi og þar sé nú barizt á götunum af mikilli heift. Þjóðverjum verður nú mest ágengt syðst á vígstöðvunum, þar sem þeir sækja fram hjá Prokladnaya í áttina til oliu- liridanna við Grosny. Eiga þeir aðeins um 70 km. eftir þangað. í vörninni við Stalingrad nota Rússar meðal annars sjálf- virkar eldsprautur, sem eru ó- venjulega langdrægar. Er ó- mögulegt að sækja fram meðan þær eru að verki og verða Þjóð- verjar að uppræta hverja af ^nnari með stórskotahrið. Norður við Voronesli gera Þjóðverjar hvert áhlaupið á fætur öðru á viglínur Rússa, en þeir segjast hrinda þeim öllum. Milli Reshev og Viasma kveðast Rússar hafa tekið 9 byggðalög og smáborgir með á- hlaupum undanfarinn sólar- hring. Hjá Gsatsk kveðast Rúss- ar hafa brotizt yfir Gsatsk-á og valdið miklu manntjóni hjá Þjóðverjum. Þjóðverjar skýra frá því, að einn flugmanna þeirra hafi unnið 142. loftsigur sinn á austurvigstöðvunum i fyrradag og annar vann 133. sigur sinn sama dag. Þýzkar flugvélar liafa liæft 5 skip við austurströnd Svarta- hafsins með sprengjum, svo að kviknaði i þeim. Þau voru að flytja fólk frá Novorossisk og | Tuapse. Dagana 25.—26. þ. m. skutu þýzkir flugmenn og loftvarna- skyttur niður 153 flugvélar, en 4 að auki voru eyðilagðar á jörðu. jörðu. Á sama tíma hafa þeir eyðilagt 268 skriðdreka á þess- um slóðum. I Resliev-sókninni hafa Rúss- ar misst á 4. hundrað skrið- dreka, segja Þjóðverjar. Einu sinni í gær tókst sveit Þjóðverja, er var útbúin litlum handvélby|Ssum,. að brjótast í gegnum varnir Rússa og kom- ast að baki þeim. Er nú verið að uppræta þessa sveit. Þjóðverjar halda uppi látlaus- um ioftárásum á Stalingrad og eru þær eftir „Rotterdam-að- ferðinni“, að því er segir í fregn- um frá Moskva. Taka þeir fyrir hvert hverfið af öðru og láta sprengjum af öllum stærðum og tegundum rigna yfir þau. ANNARl LOTU VIB SALO MONSEYJAR LOKIÐ. Japanir halda á brott. O lota viðureignarinnar um Salomonseyjarnar virðist nú vera á enda, segir í fregnum frá flotastjórn KjTrahafs- fiotans í Pearl Harbor. Japanska flotadeildin, sem gerði árás á Tulagisvæðið, er á siglingu á brott frá eyjunum, sem Banda- ríkjamenn hafa á valdi sínu. Arás Japana kom svo tiltölu- lega fljótt eftir að Bandaríkja- menn tóku eyjarnar og frá svo fjarlægum bækistöðvum (1000 milur á brott), að hún gat ekki verið vel undirbúin. Þeir hafa reitt sig á það, að Bandarikja- menn væri óviðbúnir og þeir mundu geta náð eyjunum í fyrstu tilrauninni, en þegar það brást hafa þeir séð sitt óvænna. Bandaríkjamenn höfðu alger yfirráð í lofti, svo að'Japanir stofnuðu sér í mikla hættu, með því að vera þarna öllu lengur. Undanfama viku hefir tjón Japana á þessum slóðum og við Nýju Guineu verið svo sem liér segir: Sökkt: Tveim herflutninga- skipum og fallbyssubáti — ef til vill einu beitiskipi. Laskað: 1 orustuskip, 1 beiti- skip, 2 flugstöðvarskip, 2 tund- urspillar, 3 herflutningaskip og 4 önnur skip. Flugvélatjón Japana* 56 flugvélar — sprengju- og or- ustuflugvélar eyðilagðar. Bandamenn halda áfram loftárásum á skip Japana á Milneflóa. I gær skutu banda- menn þar niður 11 flugvélar og misstu eina sjálfir. Fjórar hafa verið skotnar niður yfir Buna. Tvær loftárásir í björtu. Flugvélar bandamanna gerðu tvær loftárásir í björtu í gær á stöðvar Þjóðvérja á meginland- inu. Fyrri árásina gerðu fljúgandi virki á skipasmíðastöð í Rotter- dam. Voru hæfð tvö skip, sem voru þar í smíðum, en auk þess varð mikið tjón á skipasmíða- stöðinni. Allar flugvélarnar komust heilu og höldnu til baka. Hina árásina gerðu Boston- sprengjuflugvélar á flugvöllinn hjá Abbeville. Ein þeirra var skotin niður, en þó tókst að bjarga allri áhöfninni nema ein- um manni. Átta af orustuflug- vélunum, sem voru til fylgdar, voru skotnar niður, en 3 þýzkar voru eyðilagðar. Einvaldur í heilbrigð- ismálum Þýzkalands. S.S-foringi, dr. Kurt Brandt að nafni, hefir verið gerður ein- valdur í heilbrigðismálum Þjóðverja. I fregnum frá London segir, að þessi ráðstöfun sé gerð, vegna þess að horfur sé alvar- legar í þessum málum í Þýzka- landi. Það stafar hinsvegar af því, að herinn þarfnast nú enn fleiri lækna en áður, vegna hinna ægilegu bardaga í Rússlandi, en jafnframt liefir læknum fækkað stórlega, þar eð margir Gyðing- ar hafa orðið að hætta störfum og læknastúdentum fækkað um helming síðan 1933. Lfk hertogans af Kent flntt til London. Lík hertogans af Kent var flutt til London frá Skotlandi í gær. Auk þess voru flutl suður lilc ritara hertogans, aðstoðarfor- ingja hans og einkaþjóns. Churchill gekk fyrir Georg konung i gær og vottaði honum samúð sína, en síðan skýrði lrann konungi frá för sinni til Moskva og viðar. Tveir Argentínn- menn. Justo, fyrrum forseti Argen- tínu, hefir boðið Brasilíu þjón- ustu sína. Vargas forseti hefir gert hann að hershöfðingja í heiðursskyni. Sendiherra Argentinu í Lon- don er á leið til Buenos Aires. I gær var hann staddur í Lissabon og spurðu blaðamenn hann þá, hvaða erinda hann færi lieim. Svaraði sendiherrann, að liann hefði svo mikla trú á sigri Eng- lands, að hann væri að fara að sækja fjölskyldu sína til að hafa hana hjá sér i London. inoaiöBJi 111.8. Bandaríkjunum hafa sam- þykkt að lækka vátryggingar- iðgjöld með öllum skipum er sigla til hafna í Suður-Amer- íku, Afríku, Ástralíu og lönd- in við Miðjarðarhafsmotn. Lækkun iðgjaldanna nem- ur 17—20%, en hún stafar af því, að skipalestakerfi Bandaríkjanna er komið í fullkomið horf og skipatjón- ið hefir farið minnkandi síð- ustu vikur. Mikil loítárás á CasseL 30 flugvélar skotnar niður. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu mikla árás í nótt á Cassel í Þýzkalandi, en hún er mikil miðstöð flutninga og járnbrautaskiptistöð. Eim- reiða-, flugvéla- og flugvéla- hreyflaframleiðsla er þar mikil. — 30 af hinum brezku flugvélum komu ekki aftur. -— Þetta var 9. loftárás Breta á Cassel. Bretar réðust einnig á Gdynia, en Þjóðverjar gerðu árás á Bristol í nótt. • Lögregla Berlínarborgar hef- ir áminnt borgarbúa um að hafa sandpoka í hverju herbergi hvers liúss. Kaupverð er 200.000 dollarar, en ennþá ekki endanlega gengið frá kaupunum. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að festa kaupa á 430 smálesta skipi frá Suður-Ameríku til strandferða kringum ísland, ef skipið, sem samningar hafa staðið um, reynist nothæft og upp- fvllir þau skilyrði, sem krafizt verður. Vísir hefir aflað sér upplýs- inga um kaup á hinu nýja skipi hjá Pálma Lóftssyni fram- kvæmdarstjóra Skiþaútgerðar- innar og Magnúsi Jónssyni at- vinnumálaráðherra. Pálmi Loftsson framkvæmd- arstjóri tjáði Vísi, að skip það, sem hér væri um að ræða, væri frá Venezuela í Suður-Ameríku. Það væri byggt í Hollandi árið 1937 og væri mótorskip, 430 d. w. tonn að stærð. (1 brúttó- registertonn er % úr dw. tonni). Ríkisstjórnin bauð í skipið | 200.000 dollara komið í höfn í New York, en samkvæmt upp- lýsingum, er Vísir fékk hjá at- vinnumálaráðherra, bauð eig- andinn skipið fyrir þetta verð i Venezuela. Hinsvegar mun það kosta ærið fé að senda skipið þaðan og til New York, það tek- livorki meira né minna en ur Þrír menn slasast af völdum dyna- mitssprengingar í Hnífsdal. Einn liinna særðu verður fluttup til Reykjavíkur I dag. Þrír menn slösuðust í gærkveldi í Hnífsdal af völdum dyna- mitsprengingar og mun einn þeirra verða fluttur til Reykjavík- ur í dag til athugunar og læknisaðgerðar. Er taíið að hann muni hafa slasast á augum. Að öðru leyti er ekki vitað ennþá hve mikil meiðsl mannanna voru. Slys þetta bar að með þeim hætti, að i gærkveldi ætluðu þessir þrir menn að sprengja klett með dýnamiti, rétt hjá frystihúsinu í Hnífsdal, en frystihúsið er rétt innan við Hnifsdal, eða nær ísafirði. Af einhverjum ástæðum kviknaði ekik í dynamitinu, svo að sprengjutilraunin mistókst. Fóru mennirnir þá inn i litinn klefa, sem er áfastur við vinnu- salinn i frystihúsinu og tóku að athuga dýnamithvellhettur sem þar voru geymdar i kassa. Ekki er vitað ennþá hvað þar hefir skeð, annað en það, að sprenging varð í kassanum, heyrðist sprengingin yfir í beituskúr skammt frá, og menn sem voru þar að beitn brugðu strax við, hlupu inn í klefann og fundu þá mennina alla liggjandi á gólfinu. Þegar Vísir talaði við Isafjörð snemma í morgun, höfðu hinir særðu ekki getað gefið neinar upplýsingar um hvernig spreng- ingin liafði orsakast, að öðru leyti en því, að einn þeirra hafði sagt, þegar að var komið, að „hvellhetturnar hefðu sprung- ið“. I morgun var ekki búið að athuga meiðsli mannanna svo að hægt væri að segja með full- kominni vissu um. meiðsli þeirra. Hinsvegar eru likur til að sprengingin hafi lent í aug- um eins mannanna, Sigurðar S. Guðmundssonar og skaðað þau. Mun hann verða fluttur hingað til Reykjavikur í dag til rann- sóknar og læknisaðgerðar. Hin- ir mennirnir, sem meiddust, voru þeir Ingimar Finnbjarnar- son, skipstjóri og Sigurður Baldvinsson, verkstjóri við frystihúsið. Sknámuðust þeir báðir allmikið; er talið að sá síðarnefndi hafi einnig fingur- brotnað, en um frekari meiðsli er, eins og áður er tekið fram, ekk’i vitað. Hinsvegar er ekki talið að meiðslin séu hættuleg. sex vikur á þeim tímum, sem nú standa yfir. Þó eru líkur fyr- ir því, að samningar takist á þeim grundvelli, sem rikis- stjórnin íslenzka hefir boðið, svo fremi sem skipið uppfyllir öll skilyrði. Framkvæmdarstjóri Skipa- útgerðarinnar kvað ráðist í þessi kaup vegna ónógs skipakosts í strandferðasiglingum, en þó al- veg sérstalclega vegna nýr við- horfs, sem skapazt hefði í sigl- ingamálunum með ströndum fram, Þeta breytta viðhorf væri fólgið í þvi, að samkvæmt ný- lega samþykktum lögum mætti eklci flytja eldfim efni, þ. á m. benzín, á þilfari á farþegaslcip- um, meðfram ströndum lands- ins. Þetta orsakaði að óhjá- kvæmilegt hefði verði að festa kaup á nýju skipi til þeirra flutn- inga. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir fékk lijá atvinnumálaráð- herra, væri eklci ennþá búið að ganga frá kaupunum, og væri mest undir þvi lcomið, livort slcipið uppfyllti settar lcröfur við skoðun. Mun fara fram bráða- birgðaskoðun á þvi, þar sem það liggur i liöfn í Suður-Amerílcu, og ef skipið reynist nothæft, verður því siglt til New Yoi'k og þar fer aðalskoðunin á þvi fram. Að lienni lokinni verður endanlega gengið frá samning- unum. Atvinnumálaráðherra sagði að hér væri um litið skip að ræða sem kostaði okurfé, en nú á tímum væri eklci auðvelt með skipakaup, og af nolclcurum til- boðum, sem ríkisstjórninni hefðu borizt, haí)ði þetta þo verið það hagkvæmasta. Eldur í Shell. Um kl. 2 í dag kom upp eld- ur í þvottaherbergi í kjallara íbúðarhússins í Shell í Skerja- firði og skaðbrenndist þar kona ein. Eldurinn kom upp með þeim hætti, að það kviknaði i ben- zini, sem notað var til þvottar- ins og varð herbergið brátt al- elda. Kona ein, er var að þvo þarna mun hafa brennst tölu- vert, þvi klæði liennar loguðu öll, er hún var tekin út úr eld- inum. Hún var flutt á Land- spítalann. Ameriskt og íslenzkt slökkvi- lið kom þegar á vettvang og réði niðurlögum eldsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.