Vísir


Vísir - 03.09.1942, Qupperneq 1

Vísir - 03.09.1942, Qupperneq 1
 Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 3. september 1942. 178. tbl. RUSSAR HORFA ENN SV AF STALINGRAD. Þjódvepjai* segjast komnir að Volgu. Þeir hafa sent liðsauka til Reshev. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Sókn Þjóðverja til Stalingrad verður æ öflugri, en Rússar kannast ekki við það, að þeim hafi tekizt að brjótast austur að Volga fyrir norð- an borgina. Hinsvegar kannast þeir við, að þeir hafi enn orðið að láta undan síga milli Kotelnikovo og Stalin- grad. í gær var Novorossisk nefnd í l'yi'sta skipti í langan tíma í herst.iórnartilkynningu Rússa. Skýrði hún frá því, að Þ jóðverjar legðu nú meira kapp á sóknina þang- að en áður, en þeir hafa tilkynnt fall hafnarborgarinn- ar Anape, sem er næst fyrir norðan Novorossisk. Eiga þeir því ekki langt ófarið til þessarar mestu hafnar- borgar við Svartahaf, sem enn er í höndum Rússa. — Af sókn Zukovs eru fregnir litlar sem engar síðan aukatil- kynningin var gefin um hana í síðustu viku. Rússar hafa þó ekki dregið dul á það síðan, að þeir eigi við mikla örðugleika að stríða og nú síðast skýra þeir frá því, að Þjóðverjum liafi iorizt liðsauki til þessara vígstöðva. Þeir segjast samt hafa frumkvæðið sjálfir. Eins og áður getur kannast Rússar ekki við það, að bryn- sveitir Þjóðverja hafi komizt að "Volga, en segja það frá bardög- unum á þeim slóðum, að þeir hafi getað breikkað yfirráða- svæði sitt á vesturbakka Don suður af Kletskaya. Þótt Rússar játi, að þeir hafi orðið að hörfa í nýjar varnar- stöðvar suðvestur af Stalingrad, meðfram járnbrautinni frá Kotelnikovo, þá birta þeir jafn- framt sigurfregn frá bardögun- um þar. Kveðast þeir hafa næsi- um gereytt 14. skriðdrekadeild Þjóðverja. 88 þýzkir skriðdrek- JBgBjsstuns ua ‘umgo[s ar rufu varnir Rússa á þessum Þjóðverjar fram allt að 200 skriðdrekum á litlu svæði. Suður í Kákasus, annarsstað- ar en hjá Novorossisk, telja Rússar sig standa í Þjóðverjum og gera á þá jafnvel skæð gagn- áhlaup. Á einum stað, skammt frá Prokladnya kveðast Rússar hafa umkringt þýzka sveit, sem hætti sér of langt fram, án þess .að gæta aðdráttarleiða sinna. Þjóðverjar eru fáorðir um hardagana í Rússlandi að öðru leyti en því, að þeir tilkynntu í gær að þeir væri komnir að Yolga. Flugher þeirjra fer í öfl- uga árásarleiðangra á flutninga- leiðir Rússa og skip á Volga og Kaspiahafi. Fregnir hafa borizt um það til Washington, að Finnar verði nú að leggja til æ meira lið og þegar er kunnugt um margar finnskar herdeildir, sem berjist á suðurvigstöðvunum. Þjóðverj- ar hafa æft marga Finna í fall- Loftárás á Karlsrnhe. Aðalárásarmark brezka flug- hersins í nótt 'var Karlsruhe skammt frá Rín. Flugmennirnir, sem tóku þátt i árásinni, segjast hafa séð marga viðtæka elda í borginni og reykskýið lagði upp í 8000 feta hæð. Auk þess voru gerðar árásir á aðrar borgir, en ekki á eins stóran mælikvarða. Bretar misstu 8 flugvélar i þessum árásum. hlífasveitum. Þetta er árangur- inn af fundum Hitlers og Mann- erheims, að áliti manna í Wash- ington. 3 ár: 9710 öxulflusvélar íyrir 6231 örezkar • 13,000 smál. sprengja varpað á Þýzkaland ífjúní-júlí. Bretar hafa gefið út dálítið »uPPg'jör“ Vegna þess, að fjórða ár styrjaldarinnar er hafið. Á þeim tíma hafa Bret- ar skotið niðm- 9710 öxulflugvélar, en á sama tíma hafa f Iugherir öxulríkjanna éyðilagt 6231 brezka flugvél. 1 júní og júlímánuði á þessu ári vörpuðu brezkar flugvélar jamtals 13.000 smálestum af sprengjum á þýzkar borgir, en 8500 smálestum á sama tíma í fyrra, og 3500 smál. árið 1940. Sprengjumagnið hefir því nærri ferfaldazt á tveim árum. Áreiðanlegar fregnir hafa borizt um það frá Oslo, að Quislingar sé að undirbúa stofnun ríkisþings, sem mun eiga að tilkynna 25. sept. n. k., þegar ár er liðið síðan Terboven útnefndi „stjóm“ Quislings. Talið er að Quisling muni halda áfram nýskipunarbrölti sínu á félögum og stofnunum, livort sem lilutaðeigandi aðilar samþykkja þær aðgerðir eða eru þeim andvigir. Quislingar hafa líka látið mikið til sín taka í sveitunum að undanförnu, og það er talið standa í sambandi við stofnun ríkisþingsins. Stofnun þessa þings mun ekki hafa nein áhrif á afstöðu kirkjunnar eða kennarastéttar- innar til Quislings. JBgiptaland: Litlir bar- dagar í gær I gær voru litlir bardagar á landi á vígstöðvunum suður af EI Alamein. Þess í stað héldu flugvélar uppi árásum á syðri hluta víg- slöðvanna. Þar tókst öxulherj- unum ekki að hrjótast inn í hin- ar raunverulegu varnar Rreta. Á mánudag ög þriðjudag kveðast Italir og Þjóðverjar hafa skotið niður 55 brezkar flugvélar og eyðilagt 30 skrið- dreka. Berklasjúkllngar í verksmiðjuvinnn. Lundúnafregnir hafa það eft- ir þýzku heilbrigðistímariti, að 240 þúsund berklasjúklingar sé sarfandi í verksmiðjum þar í landi, þar af 90.000 í Vopnaverk- smiðjum. Stafar þetta af því, hversu mjög vinnufólksþörfin fer vax- andi, eftir þvi sem herinn gerir kröfur til fleiri manna. Síðustu 3 mánuði hefir Laval útvegað Þjóðverjum 50.000 verkamenn, en ætlaði að útvega ]>eim 350.000 á þessu tímabili. í Luxemburg hefir 120.000 rnönnum verið boðið út til upp- skeruvinnu í Þýzkalandi. „Stríðið verður langt „Stríðið verður langt og örð- ugt“, sagði King, yfirflotafor- ingi Bandaríkjanna í ræðu, sem hann hélt í Cleveland í fyrra- dag. „Við höfum ekki enn nóg af drápstækjum til að láta and- stæðingana finna raunverulega krafta okkar. En þegar svo verður komið, þá rnunu Japanir fá að finna smjörþefinn af þvi, að Tulagi var aðeins örlítil byrjun“, Skipaskortur hjá Þjóðverjum. Það eru fleiri en bandamenn, sem þarfnast fleiri skipa. Þjóð- verjar hvetja menn nú til að gerast skipasmiðir. í fregnum frá Bern segir, að reynt sé að útvega skipasmiða- stöðvum Þjóðverja ólærða verkamenn fyrir þá skipasmiði, sem teknir voru i herinn og fást þvi ekki aftur. Þjóðverjar hafa líka krafizt þess af Norðmönn- um, að þeir byggi tréskip fyrir þá. Bretar telja sig hafa sökkt a. m. k. 1 milljón smálesta skipa á Norðursjónum og meðfram ströndum Noregs og Frakk- lands. H. M. Wrangell, fyrrum for- seti útgerðarmannasambands Noregs, er látinn í Haugasundi, 83 ára að aldri. Hann var ræðis- maður íslands og Danmerkur í Haugasundi siðan 1896. Níu mánaða inn- rásaræfingar. Undanfarna níu mánuði hafa amerískar og brezkar her- sveitir æft af miklu kappi með það fyrir augum, að stofnaðar verði nýjar vígstöðvar í Vestur-Evrópu. Her- sveitir Breta hafa verið Iátnar framkvæma eins erfiðar og strang- ar æfingar og víkingasVeitirnar voru einar látnar undirgang- ast áður. f Svo er helzt að sjá sem Ber- ínarbúar óttist gestagang á horð við þann, sem Köln, Bremen og fleiri borgir hafa orðið fyrir af hendi hrezka flughersins. — Myndin sýnir sýningarhöll við Kaiserdamm i miðhluta Berlinar. Net hafa verið dregin yfir bygginguna, til þess að hún líkist sem mest grasfleti og villi flugmönnum bandamanna sýn. Færri skip- um sökkt, — Knox. Frank Knox, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær, að mjög drægi nú úr kafbátahernaðinum við Amer- íkustrendur. Kvað hann árangurinn, sem kafbátar Þjóðverja næðu, fara stöðugt minnkandi, eftir þvi sem fleiri smáskip væri tekin í notkun gegn þeim. Knox sagði að skipasmiðarnar gengi svo vel, að skip væri alltaf á undan áætlun, og smíði flug- stöðvarskipa væri hraðað eftir mætti. Kinhwa umkringd. Kínverjar halda áfram sókn sinni í Chekiangfylki og hafa umkringt Kinhwa, höfuðborg fylkisins. Japanir höfðu gert tilraunir til að stöðva Kínverja fyrir utan Kinhwa, en það hefir ekki lán- azt. Á leið sinni til borgarinnar hafa Kinverjar tekið 3 smá- borgir. í Kwantung-fylki eru Kínverj- ar líka í sókn og eiga þar 25 km. ófarna til Kanton. Um mánaðamótin júli—ágúst voru 200 menn handteknir í Stafangri. Meðal þeirra voru bæjarlæknirinn, einn af prest- unum, hankastarfsnienn, verka- menn og járnbrautarstarfs- menn. • Julius Karolys greifi, tengda- sonur Horthys rikisstjóra, fórst í flugslysi i gær, er flugvél, sem liann var i, hrapaði ofan í Dóná. Hann var 36 ára og var að læra að fljúga, þvi að hann var aðeins nýgenginn i herinn. Karoiys var kvæntur Paulette Horthy, sem lézt fyrir 2 árum. j Hermiálaráðuneyti og flug- | málaráðuneyti Breta gáfu út , sameiginlega tilkynningu um þetta í morgun í tilefni þess, að kl. 11 voru þrjú ár liðin, síðan Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur og þar með liófst fjórða styrjaldarárið. Segir í tilkynningunni, að all- ar æfingar fari fram með það fyrir augum, að nýjar vígstöðv- ar verði stofnaðar og þá verði Bretland sameiginleg innrásar- bækistöð Breta og Bandaríkj- anna. Georg 6. talaði þá i útvarp til heimsveldisins og lýsti ákvörð- un Breta um að berjast þar til nazisminn hefði verið að velli lagður. Verða haldnar guðsþjón- ustur um gervalt Bretaveldi í dag vegna þessa. Vara-forsætisráðherra Breta, Major Attlee, hefir hirt ávarp vegna þessa styrjaldarafmælis, þar sem segir, að hinar frjálsu sameinuðu þjóðir sé jafnstað- ráðnar og nokkuru sinni i að berjast til sigurs. „Hergagna- framleiðsla þeirra fer hraðvax- andi“, sagði Attlee, „og hún er ekki búin að ná liámarki. Her- gagnaframleiðsla öxulríkjanna er hinsvegar komin yfir há- markið og er ó leið niður á við.“ Stærsta blað Finnlands — Helsingin Sanomat — hefir birt grein um styrjaldarafmælið og segir þar m. a., að styrjöldin breiði úr sér yfir æ meira land- flæmi á hverju ári, sem líður, og fleiri þjóðir dragist inn í hildarleikinn. Þjáningar fólks- 2 dauðadómar. Sérstakur dómstóll í París hefir kveðið upp tvo dauða- dóma fyrir brot á reglum um skömmtun á matvörum, að því er segir í fregn frá Vichy. Þetta eru ströngustu dómar, sem enn hafa verið kveðnir upp í slíkum málum í Frakk- landi. ins fara vaxandi og skugginn, sem sltyggir á framtiðina verður æ dimmri og geigvænlegri. Húsbyggingar í Vestmannaeyjum. 15 ný íbúðarhús eru nú í smíðum þar. Eru mörg þeirra vel á veg komin. I þeim munu verða um 26 f jölskyldu-ibúðir, auk allmargra herbergja fyrir einhleypa. Allt eru þetta steinhús og flest með svokölluðum „valma- þökum“. Nýtt efni til húsþaka hefir nú flutzt til Eyja, en það eru plötur búnar til úr asbest og sementi. Sennilegt er að þetta efni sé lientugra en járn, sem ryðgar eftir tiltölulegan skamman tíma og kostar mikið viðhald. Auk þessara nýbygginga fara fram miklar endurbætur á eldri húsum og margir stækka liús sín. SAMKOMULAGSUMLEIT- UNUM 1 SJÓMANNADEIL- UNNI HALDIÐ ÁFRAM 1 DAG. Eins og getið var í frétt í Vísi í gær boðaði sáttanefndin fund með stjórn Eimskipafé- lagsins og fulltrúum sjó- manna (háseta og kyndara) kl. 2 í gær. Engin úrslit feng- ust á þeim fundi, en sam- komulagsnmleitununum er haldið áfram í dag. Samkv. upplýsingum, sem Vísir aflaði sér í morgun, var svo ráð fyrir gert, að sátta- nefndin ræddi Við fulltrúa há- seta og kyndara kl. 2 e. h., við fulltrúa yfirmanna á skip- unum kl. 3, en kl. 4 við stjóm Eimskipafélagsins. Er því von um, að rekspölur sé að kom- ast á samkomulagsumleitan- imar, en menn bíða þess al- mennt með óþreyju, að deila þessi verði leyst.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.