Vísir


Vísir - 03.09.1942, Qupperneq 2

Vísir - 03.09.1942, Qupperneq 2
VÍSIR Þýzk flugvél skotin niður við Reykj avík Fypsta flugvél, sem Bandaríkjaflugmenn skjóta niðuF í Evrópu. Tveir sæmdir heiðursmerki. Ameríska herstjómin hér á landi hefir gefið út tilkynningu um það, að þýzk f jögurra hreyfla sprengjuflugvél hafi verið skotin niður skammt frá Reykjavík í síðasta mánuði. Var þetta fyrsta flugvél öxulríkjanna, sem Bandaríkjamenn skjóta niður yfir Evrópu og hafa tveir flugmenn verið sæmdir heiðursmerkjum fyrir. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm linur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bankarnir og ríkið. T flestum löndum er nú lögð áhérzla á að fá fólkið til að spara. Það er gert með tvennt fyrir augum. 1 fyrsta lagi til þess að ná fé til hernaðarþarfa, og í ) öðru lagi til þess að forðast verð- þenslu, Frá því ófriðurinn hófst /íefir ekkert verið gert hér á landi til þess að ýta undir sparn- að hjá landsmönnum. En öll aukin sparnaðarviðleitni hefði orðið talsverður hemill á verð- þensluna, sem ljóst var að koma mundi, ef ekkert yrði gert til að afstýra lienni. Hér starfa þrír bankar, sem allir eru eign ríkis- ins að mestu leyti. Þessir bank- ar liefðu átt að telja það hlut- verk sitt, að gangast fyrir spam- aðarhreyfingu i landinu. Það mundi að vísu hafa nokkurir kostnað í för með sér að hrinda slíku í framkvæmd, en það er fé, sem hankarnir hefðu ekki þurft að taka nærri sér að greiða. F.n hér á voru landi, þar sem allt er háð pólitiskri íhlutun og forustu, er beðið eftir frum- kvæði að öllum slíkum málum frá rikisstjórninni eða Alþingi. En þessar stofnanir sofa stund- um líka. Samband ríkisins við hankana er mál, sem þarfnast alvarlegrar athugunar. Ríkið stendur í á- byrgð fyrir allri sparisjóðsinn- eign í öllum bönkunum. Bank- arnir eru raunverulega reknir á ábyrgð ríkisins. Þetta er fyrir- komulag, sem ber að afnema hið hráðasta. Það er engin nauð- syn að rikið standi i ábyrgð fyrir sparifénu á þann hátt, sem nú er gert. Auk þess skapar þetta á- herandi misrétti gagnvart spari- sjóðum viðsvegar um land. Ef sparisjóðsáhyrgðin yrði afnum- in i því formi, sem hún er nú, t mætti setja upp sérstakt form fyrir ríkistryggingu á innstæð- um, sem bæði bankar og spari- sjóðir gætu keypt gegn ákveðnu iðgjaldi. Að því hefir áður verið vikið bér i blaðinu, að sanngjamt væri að ríkið innleysti hlutabréf einstakra manna í Útvegsbank- anum, þar sem vitanlegt er, að rikisstjórnin ræður öllu um hag bankans. Að öðrum kosti ætti ríkið að selja sín hlutabréf í bankanum og afsala sér þar með allri íhlutun um starfsemi og rekstur bankans. Það væri mál, sem ætti að athuga fyrir næsta þing. * * Hætturnar á götunum. Flestum kemur saman um að hættulegra sé að ferðast á götun- um en á götum í stórborgum erlendis. Umferðin hér afar mik- il og öll miklum mun óreglu- bundnari. Hér eru engin um- ferðarmerki og lítil stjórn á um- ferðinni. Það er mjög áberandi hversu Íslendingar aka óvarleg- ar en útlendingarnir. Bifreiðar- stjórar sumir aka svo glanna- lega að furðu sætir. Virðast þess- ir menn bera hina roestu fyrir- litningu fyrir lífi og limum sam- þorgara sinna. Eitt af því sem er mjög áberandi hér í bæ, er það, að ökumenn kunna yfir- leitt ekki og hirða því síður um, að „leggja“ bifreiðum sínum í beinni röð við götukantinn. Er- lendis er tekið ómjúkum hönd- um á trassaskap í því efni. Hér láta menn bifreiðarnar standa þversum með framhjólin á gangstéttinni og hirða ekkert um, þótt bifreiðin slandi út í miðja götu. Umferðin er svo mikil á aðal- götunum hér i bænum, að nauð- synlegt er að sett séu upp um- ferðar-ljósmerki á fjölförnustu vegamótunum. En þangað til slík ljósmerki verða sett upp, er nauðsynlegt að lögregluþjónar stjórni umferðinni mestan hluta dagsins á aðalgötunum. Akurnesingar gefa út blað. Nokkrir Akumesingar, er á- liuga hafa fyrir menningar- og framfaramálum Akraness, hafa ráðizt í útgáfu vandaðs blaðs, sem hóf göngu sína í aprílmán- uði s.l. og hefir komið reglulega út æ síðan. Aðalmarkmið með útgáfu blaðsins segja útgefendumir að felist í: „að ræða bæjarmál Akraness, þau sem efst eru á baugi með samtíð vorri, og þau er snerta framtíð þess, að safna saman og halda til haga öllum gögnum og gömlum fróðleik, er að haldi mætti koma við samningu fulikom- innar sögu Akraness að fornu að nýju, að eyða ennfremur nokkru rúmi blaðsins til þess að ræða önnur þau mál, sem efst eru á baugi með þjóð vorri á hverjum tíma.“ Ritnefnd skipa þrír menn, en það eru Arnljótur Guðmunds- son, Ólafur B. Björnsson og Ragnar Ásgeirsson. Hafa í blaðinu verið rædd öll helztu áhugamál og framfara- mál Akurnesinga, hæði á verk- legum sem andlegum sviðum, fréttir frá Akranesi og loks þættir úr sögu Akraness. Hefir Ólafur B. Björnsson lagt þar drýgstan skerf til blaðsins og m. a. ritað um upphaf bindind- ishreyfingarinnar á Akranesi, um Hallgrím Jónsson hrepp- stjóra og upphaf sjávarútvegs á Akranesi. Blaðið er prentað á vandaðan pappír og prýtt mörg- um ágætum inyndum frá eldri og yngri tímum. Blaðið heitir Akranes, og má segja að það sé óvenjulega myndarlegt, með til- liti til íbúafjölda kaupstaðarins. Vantraust á stjóm síldarverksmiðjanna. * Föstudaginn þann 28. ágúst 1942 héldu 62 skipstjórar af samningsbundnum síldveiðiskip- um hjá Síldarverksmiðjum rík- isins með sér fund í Bamaskóla- húsinu á Raufarhöfn. Rætt var um stjórn og rekst- ur Ríkisverksmiðjanna á líðandi sumri. Fjölmargir fundarmenn tóku til máls. Fundurinn samþykkti að lýsa algeru vantrausti á núverandi stjórn Síldarverksmiðjanna, og sérstaklega framkvæmdarstjór- ann, Jón Gunnarsson. Fundar- menn voru einróma þeirrar skoðunar, að stjóm á rekstri verksmiðjanna á yfirstandandi vertíð hafi keyrt svo úr hófi, að óviðunandi sé. Benti fundur- inn á nokkur atriði þessu til stuðnings. Næturlæknir. Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. ■ Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Flugvél sú, sem hér var um að ræða, var Focke-Wulf- sprengj uflugvél af Kurier-gerð, er Þjóðverjar nota til langferða og skipanjósna á Atlantshafi. Var það flugvél af þessari sömu gerð, sem varpaði niður sprengj- unum i kálgarðinn á Höskuldar- nesi hjá Raufarhöfn. Flugvélar af þessari gerð hafa og áður sézt á flugi við landið og yfir því. Amerísku flugmennirnir, sem skutu flugvélina niður voru Joseph Shaffer og Elza Shahan, liðsforingjar, seni báðir eru 24 ára að aldri. Hafa þeir verið sæmdir silfurstjörnu fyrir framúrskarandi hugprýði, eins og tekið er til orða í tilkynningu lierstjórnarinnar. Þýzka flugvélin hafði lent í bardaga við aðrar amerískar Ofangreindar upplýsingar hefir Vísir fengið hjá Lúðvíg Guðmundssyni skólastjóra. Hann sagði að í fyrra hefðu 238 nemendur sótt skólann og kenn- arar hefðu verið 14. Nú í vetur yrðu kennarar a. m. k. 15—16 og væru yfirleitt valdir til þess fær- ustu menn, hver á sinu sviði. Á kvöld- og síðdegisnámskeið- unum fyrir almenning verður kennt: Teikning, meðferð lita, auglýsingateikning, bókband, tréskurður, húsgagna- og rúm- sæisteikning, litafræði, leður- vinna, og auk þess kennsla í smíði, teikningu og pappavinnu fyrir börn. Eins og Vísir gat um í fyrra er stofnuð sérstök deild fyrir myndlistarnám, þannig að hér er um sjálfstætt „akademi“ að ræða. Kennslugreinar verða: Teikning, svartlist (graphik) og listmálun. Nú þegar hafa allmargar um- sóknir borizt um skólavist og eru sumir námsflokkarnir um það bil fullsetnir. Vegna aukins styrks frá hinu opinbera til skólans, hefir kennslugjald ekki hækkað til muna frá þvi sem áður var. Um menningargildi Handíða- skólans þarf ekki að fjölyrða hér. Það er tvímælalaust ein þarfasta skólastofnun sem hér hefir verið korjiið á laggirnar og á Lúðvík Guðmundsson skóla- orustuflugvélar, sem gátu ekki skotið hana niður, þegar Shaffer og Shahan lögðu lil atlögu við liana. Gerðu þeir árásir mjög nærri og kveiktu í þýzku flug- vélinni, en hún svaraði skotlirið- inni. Síðan varð sprenging í lienni og hún hrapaði. Skothríð Þjóðverjanna olli smávægilegum skemmdum á einni amerískri flugvél, en eng- inn flugmannanna særðist. • Herstjórn Bandaríkjamanna í Bretlandi hafði áður tilkynnt, að fyrsta flugvél, sem Bandaríkja- maður grandaði yfir Evrópu i þessu slríði, hefði verið skotin niður yfir Dieppe 19. þ. m. Það, sem sagt er frá hér að ofan, hef- ir því gerzt fyrir þann tíma. — stjóri, sem var brautryðjandi þessa máls, miklar þakkir skild- ar fyrir að hafa stofnað til skól- ans og eflt hann þann veg, sem raun er orðin á. Síminn. Þeir, sem hafa átt leið um miðbæinn undanfama daga, hafa ef til vill tekið eftir því, að í kringum Austurvöll, hér og þar, eru ,Jíapal-rúllur“ (síma- línur), Iogsuðutjöld og þ. h. Vísir hafði tal af bæjarsíma- stóranum, Bjarna Forberg, i morgun og spurði hann hverju þetta sætti. Sagði Bjarni, að fyr- ir einu til tveimur árum hefði verið hafizt handa um að leggja pípur frá símstöðinni í gegn um miðbæinn og yfir í Höfða- hverfið (Mjölnisveg og fleiri göt- ur). Var fyrst byrjað á því að grafa holur og skurði hér og þar fyrir pípurnar, en nú er verið að draga linurnar í jarð- símann í pípukerfi þessu. Annars sagði Bjarni, að um engar nýjar framkvæmdir í símamálum bæjarins væri að ræða, því möguleikar til þeirra hluta væru ekki fyrir hendi. Sér- staklega er það efnisskorturinn, sem er erfiður viðureignar. Kennaraþingið: Sambandið milli barnaskóla og æðri skóla. Tveir fundir voru haldnir í gær. Fyrri fundurinn hófst kl. 9 og var þá rætt um ríkisútgáfu námsbóka og skipulag fræðslu- mála, einkum sambandið milli barnaskólanna og æðri skóla, en þau hafa kennarar rætt tals- vert að undanförnu. Hefir milli- þinganefnd starfað að þeim málum. Tryggingamál. Á fundinum kl. 2 mætti Guð- mundur Guðmundsson trygg- ingafræðingur og flutti erindi um tryggingamál. Urðu nokkr- ar umræður um þessi mál og var einkum rætt um lífeyrissjóð harnakennara. Á þeim fundi var líka rætt um barnabók- menntir og voru umræður fjör- ugar. öllum þessum málum var vísað til nefnda. Eftir kl. 4 voru engir fundir, svo að nefndum gæfist nægur tími til starfa. Ný stjórn S. í. B. Fundur hófst í dag kl. 9%. Skýrt var frá úrslitum stjórnar- kosningar. Er hin nýja stjórn S. í. B. þannig skipuð: Aðalsteinn Sigmundsson, form., Sigurður Thorlacius, varaform., Ingimar Jóhannesson, ritari, Jónas G. Jónsson, vararitari, Pálmi Jósefsson, gjaldkeri, Arngrimur Kristjánsson, vara- gjaldkeri, Gunnar M. Magnúss, ritstjóri Menntamála. Fyrrv. form., Sig. Thorlacius, skoraðist eindregið undan end- urkosningu í formannssæti, þar sem hann er formaður Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. — Fyrrv. ritari sambandsins, Guðjón Guðjónsson, sem átt hefir sæti í stjórninni hartnær tvo áratugi, skoraðist og undan endurkosningu. Á fundinum var rætt um Menningarsjóð kennara, laga- hreytingar o. fl. Þingið mun ljúka störfum á morgun. Sundreglur f.S.f„ önnur útgáfa, eru nýkomnar út. Heftið er um 50 bls., og eru aðal- kaflarnir: Sundreglur Í.S.Í., Sund- knattleiksreglur Í.S.Í., Reglugerð um dómarapróf í sundknattleik, Dýfingarreglur Í.S.Í. Öllum sund- mönnum, sem taka þátt í keppnum, er nauðsynlegt að eiga þessar sund- reglur. Læknablaðið, 2. tbl., er nú komið út, og er efnisyfirlit sem hér segir: Stenosis pylori congenita, eftir Kristbjörn Tryggvason. Röntgenologische Un- tersuchungen úber Arteriosklerose, eftir Gísla Fr. Petersen. Frá lækn- um. Fundargerð. Frjáls verzlun, júní—ágúst-heftið 1942, er ný- komið út með eftirfarandi efni: Verzlunarstéttin og þjóðin, eftir Björn 'Ólafsson. 2. ágúst-minning- ardagur, eftir Einar Ásmundsson. Brúðkaupið á Sóleyjarbakka, eftir Þorleif O. Johnson. Sjálfstæðis- baráttan á 20. öld, eftir Benedikt Sveinsson. ísland og Grænland í hernaði, eftir Vilhjálm Stefánsson. Fuggerættin og silfrið, eftir Sverri Kristjánsson. Sumarsókn, eftir Strategicus. Einar Pétursson. Buna undraefnið. Á skrifstofunni. Ýms- ar greinar og myndir. Verkleg kennsla fyrir bændaefni við Hand- íðaskólann í vetur. Starí myndlistardeildar aukið. Frásögn Lúðvígs Guðmundssonar skólastj. Handíðaskólinn mun taka til starfa upp úr næstu mánaða- mótum. Mun enn verða aukið við kennslu frá því sem áður var, bæði mun verða fjölgað kennslugreirtum innan hinna föstu deilda, þ. e. kennaradeildar og myndlistardeildar og einnig á siðdegis- og kvöldnámskeiðum fyrir almenning. Meðal annara nýmæla má nefna stofnun nýs flokks, þar sem fram fer verkleg kennsla fyrir bændaefni og kennd verður tré- smiði auk undirstöðuatriða í málmsmíði. Barnlaus, roskin hjón vantar íbuð nú þegar. Símalán og hús- hjálp getur komið til greina. Mikil útborgun. Uppl. í síma 5105 eða 3916. Dodgre* bifreið nr. 1385 er til sölu ef við- unandi boð fæst. Áskilinn réttur til að hafna eða taka hverju tilboðinu sem er. — Tilboð, merkt: „S“, sendist Vísi fyrir föstudagskveld. — Kennara vantar á sveitaheimili nálægl Akranesi yfir veturinn. Þarf að geta kennt bæði bömum og unglingum tungumál o. fL Uppl. Laugavegi 43, 1. hæð, til laugardags. eru komnir. — Einnig: Lífstykki, Iíorselett, Brjósthöld, Belti. Hafnarstræti 11. til sölu og sýnis. Grettisgötu 45, frá kl. 5—8 i kvöld. — Eldri kona óskast við létt innanhúss- störf. Kaup eftir samkomu- lagi. Frítt fæði og húsnæði. Uppl. á Hverfisgötu 14, frá kl. 6—9 í kvöld. Húseigendur! Er enginn svo hjartagóður að vilja leigja mér, þar sem eg er alveg á götunni, 1—2 herbergi og eldhús í vetur. Má vera í kjallara eða hvar sem er. 4 í heimili, engin smáböm. Góð umgengni. Skilvís greiðsla. — Tilboð, merkt: „Á götunni“, sendist Visi fyrir mánudagskvöld. Gólflakk j»pímiior VÖNDUÐ Svefnherbergis- húsgögn óskast til kaups. — Uppl i síma 4507.1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.