Vísir - 26.09.1942, Side 2

Vísir - 26.09.1942, Side 2
VISIR Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 16 30 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bifreiða- einkasalan. jyjorgunhlöðin skýra frá því í dag, að fjármálaráðherra, Jakob Möller, liafi að fengnu samþykki annarra ráðherra, á- kveðið að leggja Bifreiðaeinka • söluna niður. Er þetta svo sjálf- sögð ráðstöfun, að flesta hefir undrað, að til þessa ráðs skuli ekki hafa verið gripið fyr, og einskis saknaðar verður vart í blöðunum, — jafnvel ekki þeim, sem fyrir einkasölunni börðust í upphafi. I Vesturheimi hefir mjög ver- ið um það.rætt frá þvi er Banda- ríkin fóru í stríðið, að nauðsyn bæri til að hafa opinbert eftirlit með framleiðslu og sölu einka- bifreiða, en i umræðum, sem fram hafa farið i blöðunum um það mál, hefir rík áherzla verið lögð á að slíkt eftirlit myndi í senn rcynast hvimleitt og hald- laust og bæri að forðast það í lengstu lög. Er lieldur ekki vit- að, að þorfið hafi verið að því ráði, enda eru Bandaríkjaþegnar litlir dáendur ríkiseinkasölu og of nærgönguls opinbers eftirlits. í ritinu „Fortune“ birtist ný- lega grein um þessi mál, sem var mjög atliyglisverð fyrir okk- ur íslendinga, með því að heita mátti, að þar væri nákvæm lýs- ing á ástandinu hér, þótt þar væri að sjálfsögðu rætt almennt um einkasölu og opinbera út- hlutun bifreiða. Var þar komizt að þeirri niðurstöðu, að vand- kvæðin á opinberri úthlutun bifréiða væru svo mikil, að ekki væri í mál takandi að koma því á. í þessu efni höfum við lært af reynslunni, og mun óhætt að fullyrða, að hún sé sú, að bæði ríkisstjórn, einkasalan, bifreiða- stjórar og umboðsmenn bif- reiðaframleiðenda munu vera jafnfegnir að losna við þessa vandræðastofnun. Nefndir þær, sem skipaðar liafa verið til þess að hafa úthlutun bifreiðanna með liöndum, hafa ekki reynst þess umkomnar, að fullnægja svo eftirspurn, að kurr og óánægja hafi ekki stöðugt ágerzt. Leiddi þetta til þess að fjármálaráðu- neytið neyddist til að láta til sín taka um úthlutun bifreiðanna, þótt það væri engan veginn æskilegt. Til f jármálaráðherrans leituðu bifreiðastjórar,sem mis- rétti þóttust beittir, — og að sjálfsögðu héldu allir því fram, að þeirra væri rétturinn, en ann- arra ekkL Kvað svo mjög að þessari áleitnL að enginn vinnu- friður var í ráðuneytinú oft og einatt, ög eiiginn vegur (21 að ná tali af ráðherra vegna atln- ara erinda á venjulegum viðtals- tíma hans, hema að sérstaklega væri um sanfið fyrirfranv Eins var því farið ttieð stjómend- ur Bifreiðaeitíkasölunnar. Þeir voru með öllu friðlausir fyrir á- sókninni, ög urðu jafnvel stund- um að fara huldu höfði. í»að var enginn vegur að greiða fram úr vandræðunum á viðunandi hátt, og voru þó allir aðilar þár af fulluiii vilja gerðir. Bifreiðaeinkasalan hefir nú starfað ttm nokkurra ára skeið. Illa var hún séð í upphafi, en stöðugt liefir óánægjan ágerzt, fyrst og fremst meðal bifreiða- stjóranna og almennings, — án þess þó að andstæðingar einka- sölunnar gerði nokkuð til að spilla áliti hennar, á einn eða annan Iiátt. Stórfelld spilling hefir flotið í kjölfar einkasöl- unnar, sem ekki var auðvelt að sjá fyrir í uppliafi, og enn erf- iðara að bæta úr síðar, þótt reynt væri. Skal það mál ekki rakið að sinni, en vel má vera að að þvi verði vikið siðar. Beti*a er seint en aldrei, og þótt full ástæða hefði verið* til að afnema Bifreiðaeinkasöluna fyrir löngu, er mikil landhreins- un gerð með því að afnema hana nú. —• Blaðamannafélags íslands á þriðju- daginn kemur. Blaðamannafélag íslands mun n. k. þriðjudagskvöld halda kvöldvöku í Oddfellowhúsinu, er hefst kl. 9 stundvíslega. — í hitteð fyrra hélt Blaða- mannafélagið kvöldvöku að Hótel Borg og urðu þær allra skemmtana vinsælastar, enda vandað meira og betur til þeirra en venjulegt er um skemmtanir. I vetur liefir Blaðamannafé- lagið ákveðið að taka þetta mál upp að nýju og gefa bæjarbú- uin kost á skemmtunum með lífrænna og fjörugra sniði en bæjarbúar hafa átt að venjast. Verður fyrsta kvöldvakan n. k. þriðjudagskvöld og hefir Blaðamannafélagið aflað sér ýmissra ágætra og jafnframt fá- gætra skemmtikrafta. Meðal skemmtikraftanna má fyrst og fremst telja Piál Isólfs- son, sem verður þulur kvölds- ins, ennfremur rabb um daginn og veginn — eða laugardaginn og'Laugaveginn sem Árni Jóns- son frá Múla flytur. Ragnar Jó- hannesson blaðamaður les upp, Hallgrímur Helgason tónskáld leikur á slaghörpu, Þorsteinn Hannesson söngvari syngur nokkur lög. En auk þessa eru nokkur atriði, sem fágæt eru á skemmtunum og ekki verða nefnd hér. Ætlast er til að skemmtunin Iiefjist stundvíslega, og jieir sem ekki mæta í tæka tíð eiga á hættu að missa af beztu skemmtiatriðunum. Hvert skemmtiatriði mun taka 5—10 mínútur eflir ástæð- um, en að síðustu mun verða stiginn dans. Hlutaveltu heldur Barnakórinn Sólskins- deildin á morgun, í stóra salnum í nýbyggingunni á Laugaveg 39. MeÖal annars verða þar 2 nýir guit- arar, mandólín, 3 málverk, 12 manna matarstell, 2 tonn af kolum og appelsínur og epli. Kórinn hef- ur gluggasýningu á Laugaveg 1. Háskólinn: Aukin starfsemi í vetur, Háakóli íslands tekur til starfa mánnd. 28. sept. VerCiir starf- setni hans enn aukin frá því, sem verið hefir. Samkvæmt hinni nýju há- skólareglugerð verður komið á kennslu til B. A. prófs (baccca- lanreus artium). t þessu námi geta menn valið sér 3 náms- greinar á þann hátt, að taka 3 stig í einni námsgrein, 2 stig í annari og eitt í hinni þriðju, en hvert stig er miðað við á- kveðnar þekkingarkröfur: eitt Kapella Hallgrímskirkj u mun brátt rísa af grunni. . * . ( Allar líkur til9 að iinnÉ verði að hefja franikvæmdir hráðlesra. Vísir hefir fregnað samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, að nokkurar líkur séu fyrir því, að unnt verði að hefjast handa á næstunni um að reisa kapellu Hallgrímskirk ju (suðurvæng kirk junn- ar) — en kapellan verður hluti hinnar miklu og veg- Iegu Hallgrímskirkju, sem von allra góðra íslendinga er, að komist upp í náinni framtíð, allri J) jóðinni til blessunar. En til þess þarf ný, mikil átök, og væntan- legamun þess skammt að bíða, að betur sæki að mark- inu, þótt margir hafi lagt hendur að því að i*yðja fyrsta brautarspottann að því. En betur má ef duga skal. — Tíðindamaður frá Vísi átti fyrir nokkuru stutt viðtal um Hallgrímskirkjumálið við bisk- up landsins, herra Sigurgeir Sig- urðsson. Kvað hann von um, að með haustinu mundi fara að komast rekspölur á fram- kvæmdir til þess að jkoma þessu ’ máli örugglega í höfn. Mikið hefði verið unnið af fjölda á- liugamanna, karla og kvenna, fyrir málið, en hefja yrði nýtt, voldugt átak, og sú væri trúa sín, að það yrði gert áður langt liði. Lagði biskup mikla áherzlu á, að hér væri ekki aðeins um að ræða kirkju fyrir Ilallgríms- söfnuð í Reykjavik, því að Iiall- grímskirkja yrði og ætti að vera kirkja-allrar þjóðarinnar. Reyk- víkingar myndu að sjálfsögðu á- fram verða fremstir í flokki til þess að hrinda málinu áfram. Væri það þeim og ætti að vera metnaðarmál, að hafa forystuna í að koma upþ veglegri kirkju í borg sinni, höfuðborg lands- ins, og það væri þeim hvatning, en hinu mætti ekki gleyma, liver stoð kirkjulegu lífi, heimilislífi og öllu inenningarlifi bæjarins og þjóðarinnar yrði að því, að þessi kirkja rís upp i liöfuðborg landsms. I því róti styrjaldarinn- ar, sem nú er, hafa margir for- eldrar fundið sárt til þess, að þeim og börnum þeirra er skjóls vant, og væri enginn efi, að Hallgrimskirkja mundi mörg- um skjól veita og verða til efl- ingar sönnum uppeldisáhrifum og bættum, heimilisbrag og ó- metanlegrar blessunar annarar. Til þess að konia upp Hall- grimskirkju, veglegustu kirkju landsins, þarf mikið fé. Og eng- inn hugsar svo hátt, að kirkjan komist upp á skömmum tíma. Enda er það ekki höfuðatriðið. Aðalatriðið er, að menn leggi j grundvöllinn sem traustastan j nú, meðan skilyrði eru fyrir hendi, og menn eiga hægast með að styðja að framgangi málsins. Nú er, sem fyrr var getið, von um, að hafizt verði handa um að reisa kapelluna í haust eða vetur, og er það von góðra manna, að erin sannist hér, að stig táknar minnstu kröfur, en 3 stig mestu kröfur. Fyrst í stað geta menn valið um þess- ar námsgreinar: Islenzku (að- eins 3 stig), ensku, frönsku, latínu, þýzku og forspjallsvís- ! indi, en próf í þeim er reiknað eitt stig. Gert er ráð fyrir, að j nám þetta taki 3 ár og veiti hald- góða þekkingu i þessum málum. Nám þetta er eingöngu fyrir stúdenta. Þá verður komið á siðdegis- og kvöldnámsskeiðum fyrir starfandi verzlunarmenn, svo sem tilkynnt var s.l. vor, og eru námsskeið þessi að mestu Ieyti fullskipuð, Sú kennsla hefst um 20. október og verður nánar til- kynnt um hana síðar. Skrásetningarfrestur stúdenta er til 3. október, og verða stúdentar þá að vera komnir til náms. „hálfnað er verk þá hafið er“. Með því að reisa kapelluna nú er og bætt úr brýnni nauðsyn Hallgrímssafnáðar, sem, þarna fengi aðsetur fyrir starfsemi sína, en núverandi aðstæður presta og safnaðar — að því er starfsskilyrði snertir —• eru mjög erfiðar. Ráðgert er að kap- ellan rúmi 250—300 manns í sæti. Walterskeppnin. K. R. og Valur heyja úrslitaleikinn, Á morgun fer fram síðasti opinberi kappleikur í knatt- spyrnu á þessu sumri. Eru það Valur og K. R. sem heyja úr- slitaleikinn í Waltersfeeppn- inni kl. 5 á íþróttavellinum. -— Það mun mörgum leika for- vitni á að sjá Jæssi félög keppa síðasta leikinn á Jiessu sumri. Annarsvegar keppir tvímæla- laust Iiezta félagið í meistara- flokki, því að Valur hefir unnið öll meistaraflokksmót á'sumr- inu, en liinsvegar er K. R. eina félagið sem hefir unnið Val á ; sumrinu — en það var á Islands- ’ mótinu. , í K. R.-ingar eru harðskeyttir þegar þeim tekst upp, og á morg- un þarf ekki að efa, að þeir munu gera sitt ítrasta til að bera sigur úr býtum. ir riosiaiaiir til að ráða bót á rnrn I gær lágu tillögur frá húsa- leigunefnd fyrir bæjarráðsfundi. Voru þær í meginatriðum sam- þykktar, en efni þeirra er í stuttu máli sem hér segir: Láta lagfáera 20 íbúðarlier- bergi, sem til eru á Korpúlfs- stöðum. Að leitað verði sam- komulags um að fá 20 sumar- bústaði við Vatnsenda, sem eru íbúðarhæfir, svo og aðra not- hæfa sumarbústaði í grennd við bæinn. Að kosinn verði sér- stakur húsnæðisráðunautur, sem aðstoði húsnæðislaust* fólk annarsvegar, en leiðbeini bæjar- stjórn hinsvegar um að finna leiðir til að draga úr húsnæðis- vandræðunum. Að ógiltar verði með bráðabirgðalögum, upp- sagnir á ibúðarhúsnæði, miðað við 1. okt. þ. á., nema þar sem leigutakar koma ósæmilega fram. Að bæjarstjórnin fái lagaheimild til að framkvæma útburð á þeim, sem hafa fengið ólögleg húsnæði í bænum, og lagaheimild til að taka til af- nota ónotað eða lítt notað hús- næði. Og loks að borgarstjóri og bæjarstjórn beiti sér fyrir þvi, að vinnuafl og efni verði fyrst og fremst varið til að Ijúka við þær íbúðarbyggingar, sem nú eru í smíðum. Bæjar fréttír Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. n, síra Bjarni Jónsson; kl. 5, síra Friðrik Hall- grímsson. Nesprcstakall. Messað í kapellu háskólans kl. 2 e. h. Laugarnesprestakall. Messa'S kl. 2, sr. Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messað kl. 5, síra Garðar Þorsteinsson. Brautarholtskirkja. Messað kl. 13 (barnaguðsþjónusta), síra Hálf- dan Helgason. Bessastaðakirkja. Messað kl. 2, sira Garðar Þorsteinsson. Naeturlæknar. í nótt: Halldór Stefánson, Rán- argötu 12. Sími 2234. Næturvörður i Reykjavikur apóteki. Aðra nótt: Kjartan Guðmunds- son, Sólvallagötu 3. Sími 5351. Næt- urvörður í Lyfjabúðinni Iðunni. Anglia hélt fjölsóttan fund i gærkvöldi. Hófst hann með því, að Sigurður B. Sigurðsson konsúll ávarpaði gesti og minntist Howard-Smith sendiherra með hlýjum orðum, og vottaði fundurinn hinum látna virð- ingu sína. Þá hófst fyrirlestur Árna Jónssonar frá Múla, er fjallaði um ísland og íslendinga. Var það langt erindi og snjallt, er fékk hinar beztu undirtektir. Fundurinn fór prýði- lega fram og skemmtu menn sér svo vel, sem á varð kosið. Fimmtug er í dag frú Guðlaug Gisladótt- ir, Hringbraut 148, kona Sigurjóns Á. Ólafssonar, alþingismanns. Iíathleen Long, brezki píanósnililngurinn, hélt aðra hljómleika sina i Gamla Bíó í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi og við mikinn fögnuð áheyrenda. Á morgun heldur hún næstsíðustu hljómleika sína í Gamla Bíó kl. 3. Aðgöngumiðar fást hjá Bókaverzl- un Sigf. Eymundssonar, Sigriði Helgadóttur og í Hljóðfærahúsinu. Dansleik heldur Kvennadeild Slysavarna- félagsins annað kvöld í Oddfellow- húsinu. Dansað verður bæði uppi og niðri. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20,00 Fréttir. 20,30 Leikrit: „Kunningjar", eftir Harold Brighouse (Soffía Guð- laugsdóttir, Tómas Hallgrímsson, Finnborg Örnólfsdóttir, EddaKvar- an). 21,05 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21,30 Hljómplötur: Gamlir dansar. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög til kl. 24. Útvarpið á morgun. Kl. 12,10 Hádegisútvarp. 14,00 Messa í Hallgrímssókn (séra Jakob Jónsson). Sálmar: 24, 400, 354, 394, 14). 15,30 Miðdegistónleikar (plötur): Tónverk eftir Wagner, sungin og leikin. 19,25 Hljómplöt- ur: Strauss-valsar. 20,00 Fréttir. 20,20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jóns- son): Sónata í D-dúr eftir Beét- hoven. 20,35 Erindi: Trúin á Ól- ympsguði, III (Jón Gíslason dr. phil.). 21,00 Hljómplötur: Létt sönglög. 21,15 Upplestur: „Það er einhver að hringja“, þýdd saga. (Jón Sigurðsson kennari). 21,35 Hljómplötur: Lög úr óperunni „Carmen" eftir Bizet. 22,00 Dans- lög til kl. 23. Stúlka óskast hálfan eða allan dag- inn lil 1. nóv. Sérherbergi. Magnea Jónsdóttir, Marargötu (i. — Sími 4198. Stúlka i vist. Hátt kaup. Sérherbergi. Júlíus Schopka, Shellveg 6. Dettifoss Lestar til Akurejxar og Siglufjarðar á mánudag 28. þ. m. og tii ísaf jar'ðar og Pat- reksfjarðar á þriðjudag þ. 29. þ. in. — Aðeins fastlofaðar vérur koma til greina. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Röskan Sendisvein vantar okkur strax. —- Gott kaup. — INGOLFSAPÓTEK. Stúlka óskast ihálfan daginn, BAKARÍIÐ Hverfisgötu 72. 2 Stúlkur óskast á gott lieimili. Uppl. í síma 1619. I er ljúffengast ís-kalt. Flaskan 50 aura. Stúlku vantar í eldhúsið á Vífils- stöðum. — Uppl. hjá ráðs- konunni. — Simi 5611. Walterskeppnin: á morgun kl. 5 s.d. K.R.-VALIJR — Komið og sjáið SÍÐASTA LEIK ÁRSINS —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.