Vísir - 06.10.1942, Side 1

Vísir - 06.10.1942, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsm iðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, þriðjuda&inn 6. október 1942. 205. tbl. Amerískir flugmenn ferðbúast. Þjóðverjar herða enn §óknina við Ntalingfrad. Leggja enn aðaláherzluna að ná norðurhlutanum. Amerískir flugmenn athuga sprengjur, seni þeir ætla að varpa á stöðvar eða skip öxulríkjanna. Frökkum settir úrslitakostir. Vepda að leggja Þjóðverjum til 150 þús* lærda verka- menn. THimn af hinum handgengnustu mönnum Lavals, Chaussin, “ hélt í gær ræðu í útvarp, þar sem hann hvatti franskan verkalýð til að fara til Þýzkalands og vinna þar í verksmiðjum Þjóðverja. Beindi hann orðum sínum til kvenþjóðarinnar frönsku og bað hana að Iáta menn sína fara til starfa í Þýzka- landi. Riíssar scg:ja§t sækja frain hjá Rcshcv. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Þ jóðverjar liafa gert enn einbeittari áhlaup í norð- vestur-hverfum Stalingrad eftir að Rússum tókst að hrekja þá úr verlísmiðju- og verka- mannahverfinu eftir sex daga orustu. Kveðast Russar hafa haldið öllum stöðvum sínum, þrátt fyrir atgang Þjóðverja, sem tefldu fram þrem íotgönguliðsfylkjum — 50—60.000 mönnum — og 100 skriðdrekum. Segja Rússar, að þeir hafi hrundið fjórum árásum, fellt 1000 menn og eyðilagt 14 skriðdreka. Víðar á vígstöðvunum eru allharðir hardagar, en breytingav liafa ekki orðið að neinu ráði nema hjá Reshev, þar sem Rússai telja sig liafa sótt fram drjúgan spöl, eða alls 12 kílómetra, og lekið allmikilvæga hæð. Heitir sá von Hoffmann, sem stjórn- aði þýzku hersveitunum, en menn geta sér þess til, að það hafi verið á þessum slóðum, sem þýzki hershöfðihginn Langemann féll um helgina. Var sagt í þýzkum fregnum, að hann hefði dáið hetjudauða í fremstu víglínu. Chaussin skýrði frá því, að Saukol, fulltrúi Þjóðverja í Paris, sem sér um öflun verka- manna, gerði kröfu til 150.000 franskra verkamanna fyrir 15. október næstkomandi. Er kraf- izt faglærðra verkamanna, en ekki ólærðra. „Ef kröfur Saukols verða ekki uppfyíltar“, sagði Chaussin, „þá verða verkamenn i hinum hernumda hluta landsins skyld- aðir til Þýzkalandsfarar og við höfum enga vissu fyrir því, að það verði ekki einnig látið ná Örlagastundir íyrir Dana. Sendiherra Dana í Berlín og þýzki sendiherrann í Kaup- mannahöfn hafa verið kallaðir heim. Stendur þetta í sambandi við það, að Þjóðverjar hafa gert þær kröfur til dönsku stjórnarinnar, að Danmörk verði sett beint undir stjórn Þjóðverja. Hefir danska stjórnin haldið livern fundinn af öðrum undanfarna fjóra daga, en búizt er við þvi, að mál þessi verði á enda kljáð fyrir ,næsta mánudag. til okkar, því að við erum aðeins frjálsir að nafninu til.“ Þá hefir Laval framkvæmt allvíðtæka hreingerningu meðal æðri embættismanna Yichy- stjórnarinnar. Hefir hann sett nokkra héraðsstjóra af, og sett i stað þeirra menn, sem eru hon- um sjálfum liandgengnari. Menn þeir, sem settir voru af, höfðu verið settir í embættin af Darlan í febrúar á siðasta ári. 27 loftárásir á Þýzkaland I scgit. í síðasta mánuði. fóru Bretar í 27 árásarleiðangra til Þýzka- Iands. Sextán sinnum var farið að næturlagi, en ellefu sinnum í björtu. Fyrstu 16 sólarhringa niánaðarins voru gerðar 10 næt- urárásir og var þá varpað niður næslum 5000 smál. sprengja. 1 árásum þessum misstu Bretar 194 flugvélar, en skutu niður í staðinn 10 þýzkar, auk þess sem 25 þýzkar flugvélar voru skotnar niður yfir Bret- landi. Timoshenko tilkynnir, að lier- sveitir haris hafi getað hætt að- stöðu sína milli Don og Volga, en Þjóðverjar kveðast koma í veg fyrir allar framsóknartil- raunir Rússa. Fyrir suðaustan Novorossisk kveðast Rússar enn hafa yfir- liöndina. Hafa Þjóðverjar flutt lið þaðan og til Mosdok-víg- stöðvanna, því að þeim er meiri fengur í að komast austur til Grosny en til Tuapse. Fluglið Svartaliafsflota Rússa kveðst liafa gert árás á þýzka skipalest, sem var á leið frá Kerch til Novorossisk. Er ekki getið um það, Iiver árangur liafi orðið að árásinni. Á Mosdok-vígstöðvunum hafa ekki orðið neinar verulegar breýtingar. Hafa bardagar verið liáðir á næstum því sömu slóð- um í þrjá daga, en Þjóðverjar liafa þokazt heldur áfram. Dietmar, hershöfðingi, hefir iialdið fyrirlestur i þýzka út- varpið um hernaðinn í Kákasus. Sagði hann, að Rússar hefði að visu sjálf fjöllin á valdi sínu víða, en þó mætti segja það, að þeir væri ekki lengur ráðandi i Kákasus. Fregnir, sem lnifa horizt til New York frá Tyrklaridi, lierma, að það hafi ekki verið að á- stæðulausu, sem Göring aðvar- aði lierinn um að gegna skyldu sinni, því að 3—400 hermenn liafi verið linepptir í varðhald fyrir óhlýðni. Meðal þeirra eru 17 liðsforingjar, en 43 óbreyttir j liðsmenn liafa þegar verið tekn- j ir af lífi. Fregn frá Moskva liermir, að rússneskri sveit hafi tekizt að laumast í gegnum viglínu Finna á Kirkjálaeiði og komast inn í smáborg að baki henni. Felldu þeir um 100 manna, en nokkr- ir Finnar drukknuðu, er þeir reyndu að komast undan á sundi yfir vatn rétt hjá. Blaðamenn síma frá Moskva, að vetur sé genginn í garð á norðurhluta vígstöðvanna og breiðist kuldinn óðum suður á bóginn. Shaposhnikov heiðraður. Hinn nýi hermálaráðherra Rússa, Boris Shaposhnikov, varð sextugur í gær og sýndu Stalin og aðrir honum niargs- konar lieiður i þvi tilefni. Verða l. d. tveir fótgönguliðsskólar látnir lieita eftir hbnum o. s. frv. Shaposhnikov barðist í keis- arahernum 1914—17 en gerðisl sjálfboðaliði ■ í rauða hernum sama daginn og liann var stofn- aður. Enginn ágreiningur, segir Haiifax. Sendiherra Breta i Bandarikj- unum, Halifax iávarður, Iiélt ræðu í St. Louis i gær. Sagði liann, að ummæli þau, er Stalin liefði viðhaft við amerískan lilaðamann i Moskva i fyrradag (sbr. Vísi i gær), gæfi ekkert í skyn um ]iað, að ósamkomulag væri milli Rússa annarsvegar og Breta og Bandarikjamanna hinsvegar. Sagði liann að Chur- chill, Roosevelt og Stalin vissu gerla um skoðanir hvers annars. Ástralíu- menn taka Efogi. Japanir halda áfram undan- haldi sínu norður til Kokoda- skarðsins og hafa Ástralíumenn tekið þorpið Efogi. Var það síðasti víggirti staður- urinn, sem Japanir liafa sunnan skarðsins og úr þessu munu þeir vart verjast fyrr en í því sjálfu. . Flugmenn bandamanna gerðu ánás í gær á tundurspilli oa flutningaskip undan Buna. Jap- anskar orustufiugvélar skutu eina árásarflugvélina niður, en 3 japanskar voru eyðilagðar. Flugvélar bandamanna liafa lika gert árás á Japani á Green- wich-eyju, 800 km. fyrir norðan Fréttamyndir með íslenzk- um texta. Bráðlega munu verða sýndar hér í kvikmyndakúsunum fréttamyndir með íslenzkum texta. Fréttamyndir þessar eru amerískar og er alll tal á þeim á ensku. Porter McKeever, ameríski blaðafulitrúinn hér liefir veitt stuðning sinn og fyr- irgreiðslu í þessu máli. Kvikmyndir þessar verða framleiddar vikulega og sendar liingað jafnliarðan frá Banda- ríkjunum með fyrstu og fljót- ustu ferðum. Tjarnarbíó sýndi nokkrum gestum slíka fréttamynd með íslenzkum texta í dag. Kvikmyndum þessum verður jafnað milli kvikmyndahúsanna hér og gefst því almenningi hrátl tækifæri til að kynnast þeim. Þær fregnir hafa borizt til Ankara frá Budapest, þar sem segir að viðsjár fari dagvaxandi með Ungverjum og Rúmenum. Sendisveit Rúmena í Budapest er reiðubúin að fara heim með litlum fyrirvara, því að með- limir hennar búast við að Rúnxenar og Ungverjar berjist þá og þegar. Fins og kunnugt er, kunnu Rúmenar því mjög illa, þegar ítalir og Þjóðverjar úthlutuðu Ungverjum Transylvaníu og hefir samhúðin farið síversn- andi. Herlög hafa verið sett Þrándhéimsfylki í Noregi. Á- kvað Terboven landstjóri þetta í morgun og var skýrt frá Jþví, að til þessa ráðs hefði verið gripið vegna skemmd- arverkaöldu. Enginn má vera á ferli eft- ir að fer að skyggja og skemmtistaðir verða að loka seinni hluta dags. Guadalcanar. Japanir hafa enn komið nokkurum liðsafla á land iá Guadalcanar að riætur- lagi, en Bandaríkjamenn lialda öllum stöðvum sínum. Fluglið Bandaríkjamanna á liinum sex Andreanof-eyjum í Aleut-eyjakeðjunni þar sem þeir settu lið á land nýlega, lieldur uppi stöðugum árásum á stöðv- ar Japana á Kiska. Sjálfstæðismenn! Kosningaskrifstofan er í Varðarhúsinu. Sími 2339. Miðstjórnarskrifstofan er í Vonarstraeti 4. Símar 3315 og 1133. Herðið sóknina! Stutt og laggott. • Fjórum ítölskum skipum hef- ír verið sökkt á Miðjarðarhafi, þar af þrem af kafbátuiri. • Roosevelt mun halda 3ja mín- útna ræðu í kvöld, sem verður útvarpað frá öllum stöðvum. • Stjórnin í Sviss hefir bannað ; fundi og hópgöngur allra er- lendra félaga í iandinu. Var bannið gefið út eftir ,að Bohle, yfirmaður nazistafélaga ulan i Þýzkalands, liafði ávarpað sam- { komu í Ziirich, j @ : j Rrezkar hersveitir hafa tekið borgina Anthibare, rúmlega 100 km. fyrir sunnan Antana- narivo á Madagaskar. Segir i herstjórnartilkynningú frá Nai- robi, að hersveitunum liafi ver- ið tekið með mikluin fögnuði. • ! í gær liófst „eldsvamarvika“ j í Bandaríkjjunum og stendur hún til laugardags. Hafa 30 fé- lagasamtök tekið liöndum sam- an við stjórnina lim að hindra eldsvoða og kenna beztar slökkviaðferðir. Um helgina voru 20 Frakkar teknir af lifi i hinum hernumda hluta landsins fyrir allskonar mótþróa við Þjóðverja. Hafa þá 206 Frakkar verið liflátnir á tveim vikum. Bifreiðaárekstur á Suðurlandsbraut. Tveir menn slasast. Árekstur varð í gærkveldi milli tveggja bifreiða á Suðurlands- braut. Skemmdist önnur bif- reiðin mikið og tveir menn slös- uðust. Voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús hersins. Arekstur þessi varð kl. rúm- lega 9 á Suðurlandsbrautinni á móts við Undraland. Þar rákust saman vörubifreiðin R 980, er var á leið’ til bæjarins og erlend herflutningabifreið. : ! Virtist áreksturinn hafa verið ; allliarður, því að islenzka bif- reiðin er mjög brotin að fram- an. * | í og á vörubifreiðinni voru 4 i menn, auk bifreiðarstjórans. Sat einn þeirra frammi, en hin- Jr voru aftur á palli bifreiðar- innar. Tveii* þessara manna meidd- ust allmikið, annar þeirra, Steingrímur Guðmundsson á Möðruvöllum (i Sogamýri) fékk áverka og taugaáfall. Ilann sat inrii í bifreiðinni. Hinn maðurinri, Árni Hallgrímsson, sát á palli og hlaut harin áverka á liöfuðið. Þeir voru fluttir á sjúkrahús hersins. Bifreiðarstjórinn, Gylfi Hin- rikssoft, Ránargötu 9, meiddist lika nokkuð, en ekki svo að það þyrfti að flytja hann á spitala. Télur hann áreksturinn hafa borið að fyrir þá sök, að herbif- reiðin, sem ók á móti honum, ók með sterkum ljósum og blindaði íiann. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.