Vísir - 09.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 09.10.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 9. október 1942. Ritstjórar Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjáldkeri 5 llnur Afgreiðsla 208. tbl. Rússar hörfuðu úr 2 götum Stalingrad í gær. Þjóðverjar Kcg:jast sanit vcra liættir að bcita fót&rönsriiliði. Sumner Weles leggur áherzlu á það, hve nauðsynlegt sé að hjálpa Rússum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. íf Terboven talar um göfugmennsku eína Rússar skýrðu frá því í morgun, að þeir hefði orð- ið að hörfa úr tveim strætum í Stalingrad í gær og hefði 4000 Þjóðverjar orðið að borga fyrir þau með lífi sínu. Kváðust þeir ekki hafa orðið varir \ið þá breytingu á hernaðaraðgerðum, sem skýrt var frá í útvarpsfyrirlestri þýzku herstjórnarinnar í gær. Fyrirlesarinn skýrði frá því, að Þ jóðver jar væri bún- ir að ná takmarki sinu með því að komast að Volga og sneiða borgina í tvennt, en þeir tilkynntu fyrir nokk- uru, að þeir væri komnir niður að fljótinu á allmörg- um stöðum. Úr því að svo væri komið væri hægt að hætta að láta fótgöngulið gera áhlaup með aðstoð verk- fræðíngasveita og yrði borgin nú afhent flughernum og stórskotaliðinu, er ættu að leggja hana í auðn. Sumner Welles aðstoðarutanríkisráðherra U. S. A. liefir hald- ið ræðu um aðstoðina við Rússa. Sagði liann að Bandaríkin og bandamenn þeirra yrði að veita Rússum alla þá hjálp, sem þeim væri unnt — hvort sem sú hjálp fælist í því að senda þeim her- gogn, vistir og aðrar nauðsynjar, sér herstyrk Þjóðverja með því að Hvor sem reyndin yrði, sagði Welles væri, til að Iétta Rússum byrðar Rússneska herstjórnin heldur því fram, að Þjóðverjar hafi tekið mikið lið frá sókninni til borgarinnar til þess að verjast sókn Timoshenko að norðan. Eru engar nýjar fregnir af framsókn Rússa þar. Suður hjá Mosdok er enn bar- izt af mikilli grimmd. Segjast Þjóðverjar þokast áfram þar og hafa tekið margar fjallastöðv- ar i fyrradag, en Rússar telja sig hafa getað sótt fram á einum stað og tekið þorp úr höndum Þjóðverjá. Harðir bardagar eru einnig suðaustur af Novorossisk. Þangað hafa Þjóðverjar flutt varalið eftir að Rússum hafði tekizt að sækja allmikið fram. Eru nú háðir miklir bardagar um mikilvæga hæð á þessum slóðum, án þess að séð verði hvernig fara muni. Norður hjá Reshev eru miklar orustui* háðar. Virðist hersveit- um Zukofs ekki miða áfram þar að neinu ráði, enda hafa Þjóð- verjar viggirt hvern hól og hæð á þessu svæði. Loks er barizt á Sinjavino- vígstöðvunum suðaustur af Leningi-ad. Flotastjórn Eystrasaltsflota Rússa tilkynnir, að herskip hans.hafi sökkt tveim þýzkum flutningaskipum, samtals 12.000 smál. Fyrir einu ári. í löndum bandamanna er þess nú minnzt, að i dag er ár liðið síðan Þjóðverjar tilkynntu að her Rússa hefði verið upprættur fyrir vestan Moskva. Dr. Dietrich, starfsmaður i útbreiðslumólaráðuneytinu, var sendur beina leið frá aðalstöðv- um Hitlers til Berlínar til að til- kynna það, að hérir Rúása væri umluktir tveim stálhringum og biði þeirra ekkert annað en eyði- leggingin. á a þann hátt að draga að stofna til nýrra vígstöðva. yrði að gera allt, sem hægt Gullnámum lokað í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn hefir á- kveðið, að Iokað skuli 2— 300 gullnámum í landinu, meðan styrjöldin stendur. Veita þessar námur miklum fjölda æfðra námamanna vinnu, en þegar þeim hefir verið lokað, munu þeir verða skyldaðir til að fara í aðra námavinnu, aðallega í kopar- ttámum. Belgir neyddir til vinnu í Þýzkalandi. Allir karlar í Belgíu á aldrin- um 18—50 ára hafa verið skyld- aðir til starfa í Þýzkalandi. Áður höfðii karlar á þessum aldri aðeins verið skyldugir til að starfa í Belgíu sjálfri. Ein- hleypt kvenfólk á aldrinum 21-— 35 ára er líka skyldað lil starfa í Þýzkalandi. Var þelta tilkynnt i gær. Fréltastofa belgisku stjórnar- innar í London hefir skýrt frá því, að vítisvél hafi sprungið i kvikmyndahúsi í Marivaux í Belgíu, meðan sýning fór fram á stríðsmynd frá Rússlandi fyrir belgiska fasista og flæmska þjóðernissinna. Þýzku yfirvöldin heita millj. franka fyrir upplýsingar, er leiði til handtöku hinna seku. 40.000 starfsmenn í Chrysler verksmiðju í Detróit hafa fengið viðurkenningu fyrir aukinn liraða í framleiðslu loftvarna- byssna. Tekur það nú aðeins 14 klst. að framleiða eina byssu, en lók áður 450 klst. Níu Norðmenn voru skotnir í gær og hafa því 34 verið drepn- ir síðan herlögin voru sett á þriðjudag. Tíu voru dauðadæmdir, en lif- látsdómi þess tíunda breytt í ævilangt fangelsi á síðustu stundu. Meðal hinna níu voru tveir krypplingar og 15 ára pilt- ur. Fréttastofa Norðmanna kveð- ur sig nú hafa fengið áreiðan- legar upplýsingar um það, hverjar hafi verið hinar raun- verulegu orsakir þess, að herlög voru sett. Sló í handalögmál milli Norðmanna og Þjóðverja i smá- bæ í Þrændalögum og lauk þeirri viðureign með því, að einn Þjóðverja var drepinn. Norð- mennirnir komust undan, en Þjóðverjar tóku þá 30 gísla úr hópi þekktra borgara og voru 7 meðal liinna fyrstu 10, er voru drepnir. Skv. fregn frá blaðafulltrúa Norðmanna hér hélt Terboven ræðu á aðaltorginu i Þrándheimi litlu eftir að lierlögin voru sett. Hann sagði m. a.: Eg hefi aldrei verið smásálar- legur þann tíma, sem eg hefi verið i Noregi, og hefi jafnan haft hagsmuni lands og þjóðar í liuga. Eg lít nefnilega ekki á Norðmenn eins og Pólverja eða asíatiska bolsivikka og þvi hefi eg i göfugmennsku minni lokað augunum fyrir ýmiskonar fjandskap. E’n sá tími getur komið, þegar eg hætti að sýna göfugmennsku og vináttu, og verð ósveigjanlega strangur. Sá timi er nú kominn. Þegar við Þjóðverjar grípum til okkar ráða, höfum við það ekki eins og lýðræðissinnarnir, sem hengja smáglæpamennina og láta stórglæpamennina leika lausum hala. Spánverjar heimta franskar nýlendur. Spánverjar eru nú að undir- búa það, að gera tilka.ll til franskra nýlendna í Afríku. Einn af áhrifamestu ’ raönn- um falangista, Figuera, hefir haldið ræðu um þörf Spánverja á auknu landrými i Afríku, en eins og menn vita, eiga Spán- verjar hluta af Marokko, sem er mjög hrjóstrugt land. í ræðu sinni sagði Figuera, að Spánverjar væri alveg sann- færðir um það, að Petain og' hið nýja Frakkland mundu laka fullt tillit til hinna réttlátu landakrafa, sem þeir bæru fram gegn þeim. Árás á japaxtskan skipa- flota við Salomonseyjar. Fimm skip liæfd sppengjiim. Síðastliðinn mánudag gerðu flugvélar hers og flota Banda- ríkjanna á Anzac-svæðinu árás á japanskan skipaflota, Nýjar flugvélaverksmiðjur eru jafnt og þétt teknar i notkun í Bandaríkjutium. Myndin hér að ofan er tekin í nýrri verksmiðju, sem fram- leiðir eingöngu Liberator- flugvélar og sjást nokkrar í smíðum á myndinni. - Þær hafa m. a. komið mikið við sögu í Norður-Afríku undan- farna mánuði. sem verið var að safna þar saman, að öllum líkindum með það fyrir augum að leggja til atlögu við Bandaríkjamenn á Guadal- canal og fleiri eyjum austur þar. Tilkynningin var gefin út um þetta i nótt, og skýrði hún frá þvi, að langferðaflugvélar hersins hefði tekið eftir því, að Japanir voru að draga saman skipaflota við eyna Shortland — suður af Bougainville-ey | en hún er 500 km. frá Guadal- I canal. | Flotadeild var síðan send á ! vettvang undir stjórn Ghorm- 1 leys, aðmíráls, og var í henni i flugstöðvarskip. Flugvélar þess gerðu árás á japanska skipa- j flotann og tóku einnig þátt í henni langfleygar landflugvélar. Fimm skip Japana urðu fyrir sprengjum, einni eða fleiri hvert, og hlutu margvlslegar skemmdir. Skip þessi voru: þungt beitiskip, herflutninga- skip, stöðvarskip sjóflugvéla og j tvö flutningaskip. i Átta flugvélar voru eyðilagð- ar, meðal þeirra fjórir fjpr- hreyfla flugbátar. ÖIl skip og flugvélar Banda- rikjamanna komust heilu og höldnu heim og beið enginn Laval talar. ! Laval hélt tvær ræður í gær í París. Beindi liann orðum sin- uin til 200 iðjuhölda í annari , ræðunni og sagði þeim, að þeir yrðu að láta Þjóðverja fá meira vinnuafl. Útvarpið i Vichy sagði um þessar ræður Lavals, að liann hefði ekki dregið dul á það, hve alvarlegar afleiðingar það hlyti að hafa, ef Frakkar fylltu ekki „kvótann“ handa Þjóðverjum. maður úr liði þeirra bana né særðist. Yeður var þó óhagstætt til hernaðaraðgerða. Tilkynningu var ekki liægt að gefa fyrr um árásina, þvi að það hefði komið upp um stöðu flota- deildarinnar, ef hún hefði farið að senda frá sér skeyti. Af hernaðaraðgerðum á eyj- unum austur þar, eru annars engar nýjar fregnir. Kriifip flfr [ssen. Kruppsverksmiðjurnar ætla að diaga úr starfsemi sinni í Essen, að því er ungverska blað- ið Pester Lloyd skýrir frá. Samkvæmt frásögn blaðsins eru Þjóðverjar byrjaðir að und- irbúa það, að koina upp vopna- verksmiðju í Zjagreb í Jugo- slaviu, sem nú er liöfuðborg Króatíu. Er þetta til að dreifa hergagnaframleiðslu Þjóðverja til þeirra liéraða, þar sem minni hætta er af loftárásum. Lögreglan í Belfast — Norð- ur-írlandi — hefir handtekið 4 karla og 2 konur og grunar þau um að hafa varpað sprengju þar i borg, með þeim afleiðing- um, að 4 lögregluþjónar og tveir óbreyttir borgarar særðust. Loftárásix Bánda- ríkjamanna við Miðjarðarhaf. Mánuðina júní—september fóru flugvélar Bandaríkjahers- ins í Egiptalandi í 90 árásir á hafnir og borgir möndulveld- anna. I þessum árásum var varpað niður 1.5 milljónum kílóa af sprengjum. Síðan loftárásir voru hafnar á Malta liafa 9000 hús á eynni verið gereyðilögð og 17.0000 verið skemmd að ineira eða minna leyti. Rússneska Tass-fréttastofan birtir þá fregn, að margir starfs- menn hergagnaverksmiðju í Hirtenburg i Austurríki hafi verið handteknir, grunaðir um skemmdárverk. Voru mennirn- ir handteknir eftir að eftirlits- menn höfðu neitað að taka við allmikln magni af fallbyssukúl- um, þar eð þær voru taldar ó- notliæfar. • Þingnefnd í Bandarikjunum, er var falið að rannsaka gæði amerískra flugvéla, hefir skilað því áliti, að þær sé betri en nokkrar flugvélar, sem möndul- veldin geti teflt fram. — Fyrir hverjar tvær flugvélar, sem Bandaríkin hafa misst, hafa flugmenn þeirra skotið niður 15. Maður verður fyrir bif- reið og bíður bana. í gærdag klukkan 3.45 e. h. varð aldraður maður fyrir er- lendri bifreið á Tryggvag., lenti undir öðru afturhjóli hennar með þeim afleiðingum, að maðurinn beið bana af. $15.767.000.000 til flota U.S Fjárveitinganefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hefir samþykkt 15.767 milljóna doll- ; ara fjárveitingu til flotans. Fénu verður varið til að ; smiða 46.000 fijugvélar, 500.000 | smálestir flugstöðvarskipa, ; 500.000 smálestir beitiskipa og j 900.000 smálestir tundurspilla. Maður þessi liét Þorsteinn Jó- liannesson til heimilis að Ný- lendugötu 22 hér i bæ. Hann var staddur á Tryggvagötunni og sagt, að hann hefði verið að tala þar við mann á gangstétt- innni, en gengið síðan út á göt- una og þá orðið fyrir bifreið- inni. Þorsteinn var þegar fluttur á Landspítalann og þar andaðist hann fjórum klukkustundum eftir að slysið bar að höndum. Þorsteinn er fæddur 18. nóvem- .ber 1865 að Grýtustöðum í Kirkjuhvammshreppi. Biður rannsóknarlögreglan njann þann, sem var að tala við Þorstein, að gefa sig fram liið allra fyrsta, því það skiptir miklu máli við rannsókn máls- ins. D-listinn er listi SjáitstæðisOokksins í Reykjavík. Kjðsið D-LISTANH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.