Vísir - 09.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1942, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF7 DAGBLAfi Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Bitstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 30 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þeir sem bera ábyrgðina. jóðin liorfir nú fram á margskonar erfiðleika, vegna hins auðmýkjandi á- stands, sem ríkir hér innanlands. Við erum að glata trausti þeirra þjóða, sem við þurfúm nú mesl að skipta við, vegna þess að svo litur út, sem okkur sé ekki sjálf- rátt um stjórn á atvinnumálum okkar og efnahag. Ef allt held- ur áfram að liallast á ógæfulilið, eins og undanfarið, verður þjóð- in að „umskiftingi“ frammi fyr- ir alheimi um leið og hún verður sinn eigin höðull. Slíkt hlutskipti er hörmulegt Ef haldið verður áfram eins og nú stefnir, getur leiðin að- eins endað á einn veg — i at- vinnuleysi. Það er þegar farið að hera á því, að stærsti at- vinnuveitandinn, eins og nú standa sakir, setuliðið, vill ekki taka l>átt í kapphlaupinu hér innanlands. Frekari verðhækk- un getur því leitt til þess, að setuliðið þurfi ekki á vinnu landsmanna að halda. Sá hóp- ur, sem þar liefir unnið, mun eiga erfitt með að komast í aðr- ai' starfsgreinir, sökum þess, að verðhækkunin er að gera þær óstarfhæfar og menn eru famir að hika við að framleiða varan- leg verðmæti fyrir verð, sem er fimm sinnum hærra en var fyr- ir stríð. Engum heilvita manni dylst, að slíkt stórlækkar i verði að striðinu loknu. ★ I>að væri kaldhæðni örlag- anna, ef nú ætti yfir þetta land að koma bölvun atvinnuleysis- ins — mitt i auðlegðinni, sem liingað flýtur vegna ófriðarins, og það á sama tima og aðrar þjóðir, eru önnum kafnar við framleiðslustörf. En út í at- vinnuleysið og allar þær hönn- ungar, sem því fylgir, er verið að teygja þjóðina af þeim lýð- skrumurum, sem þykjast ein- göngu bera liag og vellíðan hinna vinnandi stélta fyrir brjósti. En umhyggja komm- únistmma hefir aldrei verið fyr- ii fólkinu. Bak hinna vinnandi stétta hefir í augum þeirra aldrei verið annað en þrep fyrir þá að stíga á upp i' liásæti einræðis og hai'ðstjómar, þar sem fámenn klíka ræður lögum og Iofum, þeim sjálfum til dýrðar og hagn- aðar. * Þessir menn róa nú að því öll- um ámm, að ýta þjóðinni út i bölvun atvinnuleysisins og ves- ældarskapar með því að sá eitri haturs og tortryggni og blása að glóðum þess elds, sem nú sýnist ætla að leggja framleiðslu og starfsemi þjóðarinnar í rúst. Þetta eru mennirnir, sem bera ábyrgðina á öngþveitinu, sem nú er að skapazt. Mest af því er þeirra verk og meira mun á eftir koma, ef ekki verður tekið i taumana og þeir stanzaðir í því uppiausnarstarfí, sem þeir vinna nú að og er að leiða yfir þjóðina einhverja þá mestu ó- gæfu, sem þekkzt hefir í sögu hennar, og hefir hún þó frá mörgu misjöfnu að segja. Hið þjóðhættulega starf þess- ara manna lendir fyrst og fremst á hinum vinnandi stétt- um. Þjóðin getur ekki brotið í hága við lögmál heilbrigðrar starfsemi fjármála og fram- leiðslu án þess að greiða fyrir það með erfiðleikum, striti og tárum. Við getum öll viður- kennt, að mörgu sé ábótavant hjá okkur í þessu litla þjóðfé- lagi, en um hitt munum við öll vera sammála, án undantekn- ingar, að sú leið, sem við erum nú á, leiðir til glötunar. En það er leiðin, sem kommúnistamir vilja fara, því að hún leiðir til upplausnar. Ef atvinnuleysi verður hér í stórum stíl, ef fram- leiðslan og atvinnufyrirtækin verða að draga saman seglin — þá bera kommúnistarnir á- byrgðina. Og hún verður þung — þyngri en þeir eru færir um að bera. LOFTSKEYTAMENN SEGJA UPP SAMNINGUM. Loftskeytamenn sögðu upp samningum sínum við út- gerðarmenn nú i vikunni. — Uppsögnin var gerð með viku fyrirvara. Samkomulagsumleitanir munu vera um það bil að hefjast. Vélstjórar munu hafa ósk- að þess, að viðræður færu fram um launakjör jreirra. Nýr viti við Skagafjörð. Á morgun mun verða kveikt á nýjum vita á Straumnesi við austanverðan Skagafjörð, vest- an Fljótavíkur. Vitinn stendur utarlega á nes- inu og er samtals 8 m. á hæð, en loginn er 19 m. yfir sjó. Ljós- ið er ýmist grænt, rautt eða hvítt og sést livíta ljósið 11,5 sm., það rauða 9.5 sm. og það græna 7.5 sm. Á Hegránesvita í Skagafirði logar nú aftur með sama hætti og fyrr. Leiðarmerkjum hefir verið komið fyrir í Djúpavogi. Kartöfluuppskeran mun vera í góðu meðallagi á Suðurlands- undirlendinu í haust, tjáði Árni Eylands forstjóri Grænmetis- verzlunarinnar Vísi nýlega. Aftur á móti bjóst liann við að uppskeran í uppsveitum og eins norðanlands myndi vera neðan við meðallag. Taldi for- stjórinn horfur á, að i ár þyrft- um við é öllum okkar kartöflu- forða að halda til neyzlu og væri því nauðsynlegt að framleið- endur héldu uppskerunni vel til haga og Iétu ekkert fara til ó- nýlis. Skemmdir eru litlar í kartöfl- um í ár. Ennfremur taldi hann rétt að verzlanir gerðu samninga við einstaka framleiðendur um geymslu á kartöflum. Hefðu nokkurar verzlanir gert það í fyrra og gefist vel, því þá hefðu framleiðendurnir tryggt verð fyrir vöru sína, en verzlanimar tryggan vöruforða. Það væri ætlast til af mörg- um að Grænmetisverzlunin sæi verzlunum fyrir kártöflum, en hún gæti fyrst og fremst ekki selt meira en til væri, og í öðru lagi væri í alla staði betra og tryggara að geyma kartöflurnar í fleiri og í smærri geymslum, heldur en að hrúga þúsundum tonna á einn og sama stað. Ný verðlækkun á fiski í Bretlandi. Verðlækkunia er alltilfinnanlegr fyrir sjávarútveg íslendinga. TV/farkaðsverð á fiski í Bretlandi hefir verið lækkað m nýlega aliverulega. Gekk verðlækkunin í gildi þ. 5. október og nemur þremur pence á „stone“ (10 stone í „kitti“ eða „boxi“) eða 2 shilling á box. Þessi lækk- un mun ekki ná til lúðu og annara tegunda flatfisks. hinum göfuga forseta Banda- ríkjanna kveðju mína, með ein- lægum árnaðar- og velfarnaðar- óskum honum og Bandaríkja- þjóðinni til handa.“ Verðlækkun þessi mun ekki hafa komið útgerðarmönnum alveg á óvart, því að umboðs- menn þeirra í Engiandi munu hafa tjáð þeim hvað til stæði. Mun og sendiherra íslands í i London hafa gefið upplýsingar hingað í skeytum um verðlækk- unina. í Verðlækkunin er alltilfinnanleg. Verðlækkun þessi er alltil- finnanleg fyrir útgerðina. Það piun láta nærri, að miðlungs- togarar flytji um 2500 box og þeir stærstu upp i 3500 box. Þegar verð hvers fiskfarms lækkar þannig að miklum mun er það ekki lengi að draga sig saman og verða tilfinnanlegt, ekki sízt þar sem þetta bætisl ofan á annað, því að vitanlega má ekki miða við það eitt, liver hagur er að útgerðinni, eins og sakir standa. Siglingar til austurstrandar Bretlands. Sjómannafélag Reykjavíkur samþykkti nýlega á fundi sín- um eftirfarandi ályktun: „Fundur haldinn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur þann 7. okt. 1942 skorar eindregið á rikis- stjórnina, að hún reyni að sjá svo um, að togararnir og önnur skip, er flytja fisk á Englands markað, þurfi ekki að sigla á austurströndina. Enn fremur skorar fundurinn á önnur stéttarfélög sjómanna að beita sér fyrir þvi sama.“ Að því er Vísir hefir fregnað frá áreiðanlegum heimildum, telja Bretar það algeran mis- skilning, að siglingar til austur- strandar Bretlands séu liættu- legri en til vesturstrandarinnar. Til austurliafnanna er lengri sigling en til fiskhafnanna á veíjturströndinni og væri það til kostnaðarauka fyrir islenzku útgerðina, ef siglingar verða fyrirskipaðar til austurhafn- anna, en það mun ekki hafa verið gert enn, hvað sem síðar verður. Afli á togarana mun í betra lagi um þessar mundir, að því er Visi var sagt í morgun. Veiða þeir mikið af upsa og er hann lifrarmikill. Má geta þess í því sambandi, að fyrir skemmstu kom einn Reylcjavíkurtogarinn inn með 220 föt lifrar og hafa skip sjaldan eða aldrei haft svo mikið lýsi úr einni veiðför. Sendiherra Bandaríkjanna á fundi ríkisstjóra að Bessastöðum. Utanríkisráðuneytið tilkynnir, að ríkisstjóri hafi tek- ið hátiðlega á móti hinum nýja sendiherra Bandarikj- anna, á ríkisstjórasetrinu á Bessastöðum, miðviku- daípnn 7. þ. m. Viðstaddur var Ólafur Thors, forsætis- og utandkisráðherra. — Við þetta tækifæri flutti sendi- heiTann ávarp, sem ríkisstjóri svaraði. Bcbjof fréttír Fulltrúar Sjálfstæðisfélaganna. Samkoma í kvöld kl. 9>l/i í Odd- fellowhúsinu. — Rætt um' kosning- arnar. Sæmundur Stefánsson^ á Kópavogshæli á 83 ára afrnæli í dag. Happdrætti Háskólans. í dag eru síSustu forvöð að kaupa miða og endurnýja. Á morgun verð- ur dregið í 8. flokki, og fer þá eng- in afgreiðsla fram í umboðum happ- drættisins. ■ Kvenfélagið Hringurinn hélt hlutaveltu í Í.R.-húsinu s.l. sunnudag, til ágóða fyrir barnaspít- ala. Barst félaginu mikið af gjöfum til hlutaveltunnar og hefir stjómin beðið Vísi að skila bezta þakldæti, bæði fyrir gjafir og aðra veitta að- stoð við hlutaveltuna. Leiðrétting. Vísir hefir verið beðinn að geta þess, að það muni ekki vera Ár- menningar einir, er keppa móti há- skólastúdentum í 4x200 metra boð- hlaupi á sunnudaginn, heldur verði það úrvalslið úr öllum félögunum. Enn fremur að kappleikurinn hefj- ist kl. 2 e. h., en eldci kl. 5y2, eins og stóð í blaðinu í gær. Kjósið D-listann — Iista Sjálfstæðisflokksins. Næturlæknir. Kristbjörn Tryggvason, Skóla- vörðustíg 33 ,sími 2581. Nætur- vörður i Ingólfs apóteki. Skátar selja merki til ágóða fyrir starf- semi sína á götunum á morgun. — Bæjarhfium er treyst til- að kaupa þessi merki og styðja með því góð- an félagsskap. Lestrarfélag kvenna hefir nú byrjað vetrarstarf sitt. Er bokasafn félagsins á Amtmanns- stíg 2 og fara bókaútlán þar fram 5 sinnum á viku, sbr. augl. á öðr- um stað i blaðinu. Hinn nýi sendiherra, Mr. Le- land Morris,afhenti skilríki fyrir þvi, að forseti Bandaríkjanna hefði kjörið hann til að vera sér- stakan sendiherra og ráðherra með umboði hjá íslenzku ríkis- stjóminni. Kvað sendiherrann sér þetta sérstakan heiður, sem hann metti nijög mikils, vegna þeirrar vináttu, sem haldizt hef- ir óslitið milli íslendinga og Bandaríkjamanna. I ávarpi sínu vék sendiherr- ann að því, að síðan er ísland og Bandaríkin fyrst skiptust á sendiherrum fyrir ári, hafa Bandaríkin orðið fyrir svik- samlegri árás, sem hefir steypt þeim út í eyðileggingarstyrjöld. „Bandaríkjaþjóðin og ríkis- stjóm hennar er staðráðin i að vinna þetta stríð hið allra fyrsta, í samvinnu við bandamenn sina.“ Sendiherrann staðfesti i nið- urlagi ávarps síns loforð og heit forseta Bandaríkjanna, „að strax að loknu núverandi heims- ófriðarástandi skyldi allur her og floti kallaður burt, en ís- lenzka þjóðin og rikisstjórn hennar öðlast óskorað fullveldi í landi sínu.“ Niðurlagsorðin voru þessi: „Eg er stoltur af því, göfugi herra, að mega hefja starf mitt á þessum fasta og réttláta grundvelli og vil bjóða ríkis- stjórn yðar alla þá aðstoð, sem í minu valdi stendur að veita, til þess að reyna að tryggja fyllstu samvinnu og skilning milli þjóða okkar.“ Ríkisstjóri, Sveinn Björnsson, kvað m. a. svo að orði í svari sinu við ávarpinu: „Eg get fullvissað yður um, að vinátta okkar i garð Banda- ríkjanna er ekki minni en sú, sem þau hafa sýnt okkur, enda hefir, eins og þér tókuð fram, langt og varanlegt vináttusam- band ríkt á milli þjóða okkar.“ Rikisstjóri þakkaði staðfest- inguna á loforðum og heitum forseta Bandaríkjanna. „Þér megið vera þess fullvissir, að vér íslendingar höfum ávallt treyst þeim til fullnustu og vér skiljum og sjáum þá einlægni og l>ann velvilja, sem rikir hjá stjórn yðar, um að fullnægja þeim samningum að öllu leyti i framkvæmdum.“ „Mér eru ljósar þær miklu fórnir,“ sagði ríkisstjóri í niður- lagi svars síns, „sem þjóð yðar færir. Auk þeirrar vináttu, sem rikir á milli okkar, er það víst, að þær hugsjónir, sem við eigum sameiginlegar: frelsi og öryggi einstaklinga og þjóða, munu tryggja þjóð yðar fullan skilning og samúð íslenzku þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. — Mér þætti vænt um, að þér bæruð Ægir, 9. tbl. 35. árg., flytur m.a.: Af- Afrakstur og framleiðslukostnaður (L.K.); Kæligeymsla síldar (Gísli Halldórsson), Þróun hraðfrystihús- anna (L.K.), Fiskvei'ðar á Winni- jægvatni (S. Baldvinsson), Þing farmanna og fiskimanna, Um Rauf- arhafnarfundinn og sildarverk- smiðjurnar, o. fl. Það var húsmæðrakennaraskóli, en ekki húsmæðraskóli, sem sett- ur var í háskólanum 6. þ. m. og frk. Helga Sigurðardóttir veitir for- stöðu. Hallgrímskirkja í Reykjavík. „Hin almenna fjársöfnunarnefnd" kirkjunnar biður þess getið, að gjöf- um til kirkjunanr sé veitt móttaka daglega frá kl. 1—6 e. h. á skrif- stofu Hjartar Hanssonar, Banka- stræti 11, miðhæð, sími 4361. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hljómplötuf: Harmón- ikulög. 20,00 Fréttir. 20,30 íþrótta- þáttur. 20,45 Strokkvartett útvarps- ins: Kvartett, Op. 12, eftir Mendel- sohn. 214x1 Erindi: Stofnun og ræktun nýbýla (Árni Eylands for- stjóri). 21,25 Hljómplötur: Endur- tekin lög. Seinli- sveinn óskast strax. VlKINGSPRENT h.f. Hverfisgötu 4. — Sími 2270. Lans ílmð vandað hús til sölu, ef samið er strax. — Ibúð með 3 stofum og eldhúsi t laus. Uppl. í síma 5192, kl. 5—7 í dag og 1—3 á morgun. Model- kvenkápur teknar upp í dag. VERZL. VALHÖLL, Lokastíg 8. Gas- luktir. með liraðkveikju ALADIN-LAMPAR með glóðarneti OLÍULAMPAR HANDLUGTIR LAMPAGLÖS LAMPAKVEIKIR LAMPABRENNARAR HP’ Terzlnn 0. [IIÍBISH 11 Kristján Guðlangsson Uæstaréttarlögmaður. Skrifstofutimi 10—12 og 1—0. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Snyr tístofa Til sölu ýnis áhöld og hús- gögn tilheyraridi snyrtistofu. Til sýnis í dag og á morgun á Nýlendugötu 27 (miðhæð).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.