Vísir - 15.10.1942, Side 1

Vísir - 15.10.1942, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 15. október 1942. 213. tbl. Landganga á Salomonseyjum Þessi mynd er tekin á Salomonseyjum og sýnir landgöngulið ameríska flotans ráðast upp á land til að berja á Japönum. — Megnið af þýzka hernum hefir enga stórborg til vetursetu. Ný landganga Jap- ana á Guadalcanal. f gæp var nýp lidsauki settui* á land. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Athygli almennings í löndum bandamanna bein- ist nú meira en nokkuru sinni að bardögun- um á Salomonseyjum, og þá fyrst og fremst á Guadalcanal, sem er mikilvægust þeirra, vegna þess að þar er mest landrými fyrir flugvelli og allskonar bækistöðvar. í morgun var það tilkynnt í Washington, að Japanir hefði í gærmorgun sett liðsauka á land á Guadalcanal. í tilkynningu flotast jórnarinnar segir eingöngu, að Japönum hafi í gærmorgun tekizt að setja lið á land á norðurströnd eyjarinnar fyrir vestan þann stað, þar sem landgöngulið Bandaríkjaflotans (U. S. Marines) hafði komið sér fyrir. Var japanska liðið flutt í flutn- ingaskipum, en herskip voru þeim til verndar. I tilkynningunni er þess ekki getið, að árásir hafi verið gerð- ar á skip Japana, en þó má gera ráð fyrir, að þeim hafi ekki verið leyft að framkvæma land- gönguna alveg án þess að spyrnt hafi verið á móti. Nóttina áður gerðu japönslc skip stórskotaárás á ýmsar stöðvar Bandarikjamanna á noðurströnd eynnar, svo og flugvöll henar. Virðast Japanir hafa verið við því búnir, að gripa tækifærið til landgöngu, þegar flotadeild Bandaríkja- manna var ekki enn komin úr þeim leiðangri, þegar hún hindr- aði Iandgöngu Japana á sunnu- daginn. 1 gær bárust fregnb' um það, að kafbátar Bandarikjamanna hefðu sökkt fjórum flutninga- skipum siðuslu dagana og hefir því skipatjón Japana numið 10 skipum á þeim tima. Síðan 7. desember telja Bandaríkjamenn sig hafa sökkt 200 japönskum skipum, þar af 81 herskipi, en laskað 209, meira eða minna, svo að sum sé óhætt að telja af. Hinn nýi yfirmaður flug- deildar Bandaríkjaflotans, Mc Cairn, undiraðmiráll, hefir látið svo um mælt, að Bandaríkja- mönnum muni lánast að halda Salomonseyjum og færa út kví- arnar þar. Auk þess sagði Mc Cairn, að það væri farið að koma i ljós víða á Kyrrahafssvæðinu, að Japönum hefði verið greidd mörg þung högg. Sagði hann, að flugmenn bandamenna hefði skotið niður flugvélar, sem, voru alveg nýjar af nálinni og gæti það táknað, að Japanir væri i flugvélaliraki. Mc Cairn varaði þó við of mikilli bjartsýni. Ástralíumenn sækja enn á. Frá Nýju Guineu eru fregn- irnar á þá leið, að Ástralíumenn lialdi áfram sókn sinni norður eftir skarðinu í Owen Stanley- fjöllunum. Er mótspyrna Japana öflugri hina síðuslu daga, en Ástralíumönnum miðar þó vel áfram við að rjúfa víggirðing- ar þeirra. Þegar komið er nyrzt i skarð- ið eru 10 km.. til Kokoda, en þangað er undan fæti. Ef Jap- önum tekst ekki að í/Vðva sókn Ástralíumanna í skarðinu sjálfu munu þeir ekki geta stöðvað þá fyrr en norðan við Kokoda. Aleut-eyjar. Síðan Bandaríkjamenn komu komu sér fyrir í Andreanof-eyj- unum í Aleut-eyjakeðjunni, hafa þeir haldið uppi tíðum loftá- rásum á Kiska. í síðuslu árás urðu þeir ekki varir við neina japanska orustuflugvél, þvi að í næstu árás þar á undan skutu amerískar orustuflugvélar nið- ur 5 af 6 japönskum orustu- flugvélum, er ætluðu að ráðast á sprengjuflugvélarnar. Höfðu Japanir ekki fleiri orustuflug- vélar þarna. Sjómeim og lier- menn óhlýðnast. Himmler, yfirmaður þýzku lögreglunnar, er nú staddur í Rómaborg. För hans suður til ítaliu er sett í samband við þær fregnir um óhlýðni meðal hersins og sjómanna, sein borizt hafa út úr landinu. Skipshafnir tveggja ítalskra skipa, er áttu að fara til Afriku, neituðu að vinna slörf sín. Her- flokkur, er átti að fara frá Aþenu til Afríku, neitaði að fara um borð i skip það, sem átti að flytja hann. Japanskir kafbátar við strendur U. S. Tveim skipum hefir verið sökkt við vesturströnd Banda- ríkjanna. McCain, yfirmaður flugdeilda Bandarikjaflotans, skýrði blaða- mönnum frá þessu. Var skipun- lim sökkt i sömu vikunni og skipshafnir settar á land norð- arlega á vesturströndinni. Opinber tilkynning frá Osló hermir, að tvö lik hafi fundizt i rústunum eftir árás Breta fyr- ir nokkuru. Hafa 9 menn þá beðið bana. Sextíu særður, en enginn af þeim hefir látizt. • Tvö norsk dagblöð hafa orð- ið að hætta að koma út vegna pappirsleysis. Alls 98 blöð liafa liætt útkomu síðan 9. apr. 1940. Timoshenko heldur áfram sókninni milli Don og Volgu. M eirihluti hers Þjóðverja og bandamanna þeirra er nú stadd- ur í þríhymingi í Suður-Rússlandi, þar sem toppurinn myndast af Voronesh, en grunnlínan af fjöllum Kákasus. Á þessu ívæði er engin stórborg, sem hægt er að nota til vetursetu, svo að möndulsveitirnar verða að hafast við að mestu á bersvæði í vetur, eins og í fyrra. Ef Russar leggja i hernaðar- aðgerðir í vetur munu þeh vafd- lítið gera það á þessu svæði, þar sem þeim Stafar mesta hættan af Þjóðverjum. Þar af leiðir, að Þjóðverjar geta ekki flutt liðið „i skjól“, án þess að stofna vinn- ingum sínum í sumar í hættu. í herstjórnartilkynningu sinni á siðasta miðnætti sögðu Rússar, að Timoshenko 'hefði haldið á- fram sókn sinni suður á milli Don og Volga og getað bætt að- stöðu sina á nokkurum stÖðum þar. Aldrei meiri kyrrð í Stalingrad. I Stalingrad hefir kyirðin aldrei verið meiri en í gær, sið- an hernaðaraðgerðir byrjuðu við sjálfa borgina. Rússar gera þó i sifellu smááhlaup, til að bæta aðstöðu sína, því að þehn er Ijóst, að þessi lcyrrð er aðeins „lognið fyrir storminn“, og hans verði ekki langt að bíða. Þjóðverjum, miðar jafnt og þélt áfram til Tuapse og eru þeir aðeins 20—30 km. frá borg- inni. Austur hjá Mosdok hefir Þjóð- verjum tekizt að reka fleyg inu í varnir Rússa. Gerðu það skrið- drekahersveitir og er nú verið að reyna að uppræta þær. Fyrir norðan Stalingrad hafa Rússar allsstaðar fi’umkvæðið, nema við Ilmenvatn. Verkfall í L^on. Þúsundir verkamanna í Lyon hafa lagt niður vinnu til að mótmæla flutningi verkamanna til Þýzkalands, samkvæmt fregn frönsku fréttastofunnar. Laval gaf fyrirskipun um að 3000 verkamenn skyldu sendir frá Lyon, en aðeins 10 buðust til fararinnar. Þá gaf Laval skipun um að 2990 skyldu vald- ir af handahófi, en þegar það fréttist, lögðu verkamenn strax niður vinnu, sumir fóru meira að segja á brott úr borginni. I dag er siðasti dagur þess frests, sem, Laval liafði til að útvega 133.000 verkamenn handa Þjóðverjum. Brezk láns- og leigulög. Brezk láns- og leigulög eru nú gengin í gildi að því er snertir Bandaríkjaherinn í Bretlandi. Það er geysilegt magn af alls- konar vörum, sem hann þarfn- ast, og til að spara skiparými, liefir það ráð verið tekið, að Maður slasast í biíreiðarveltu. í morgun á 12. tímanum varð bifreiðaárekstur á horni Garða- strætis og Túngötu. Ók íslenzk fólksbifreið á stóra vörubifreið flata og vellti henni um koll. Vörubifreiðin var á leið niður Túngötu en fólksbifreiðin kom sunnan Garðaslræti, mun bif- reiðastjórinn á fólksbifreiðinni hafa ætlað sér að stíga á brems- una, en þess í stað sligið á ben- zínið. Varð áreksturinn svo mikill að vörubifreiðin valt á hliðina. Bifreiðastjórinn í vörubif- reiðinni gat komizt út úr bif- reiðinni áður en bún valt, en maður sem sat frammí hjá lion- um, Jónas Eyvindsson verk- stjóri bjá símanum, skarst tölu- vert á bendi og var jafnvel gizk- að á að hún hefði brotnað líka. Ekki er blaðinu kunnugt um skemmdir á bifreiðunum, en sennilega hafa þær ekki verið miklar á vörubifreiðinni, liins- vegar töldu sjónarvottar að fólksbifreiðin liefði verið illa útlitandi að árekstrinum Iokn- um. flytja liráefni um lielmings þess er liann þarfnast austur um haf og láta brezkar verksmiðjur vinna úr þeim. Framleiðslu- kostnaðurinn er láns- og leigu- lagaframlag Breta. Með þvi að flytja hráefni í stað fullunninna vara sparast um % hlutar skiparýmis, sem annai’s þyrfti. Kínverjar hefja sókn í gær var gefin út um það lilkynning í Chungking, að her- sveitir Kínverja hafi hafið sókn. Hersveitirnar kínversku lögðu til atlögu við Japani í Chekiang- fylki, hjá borgunum Lanchi og Wuhi. Engar fregnir hafa borizt um bardaga hjá Kinhwa um skeið, en Japönum, tókst að koma þangað liðsauka og hindra með því, að borgin félli í hendur Kínverjum. Útvarpsumræðurnar í kvöld: Pétur Magnússon og Stefán Stefáns- son tala af hálfu Sjálfstæðísmanna. 1 kvöld kl. 20.20 verða stjórn- málaumræður í ríkisútvarpinu, er munu standa fram til kl. 23.30. Þátt i umræðunum taka allir þingflokkarnir og verður röðin sú, að Sjálfstæðisfloklcurinn byrjar, næst verður Alþýðu- flokkurinn, þá Framsóknar- flokkurinn og loks Sósíalista- flokkurinn. Ræðutími hvers ílokkft verða 30 og 15 mínútur, tvær um- ferðir. ...v Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins tala Pétur Magnússon banka- stjóri og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi. - Af Alþýðuflokksins hálfu tala Stefán Jóh. Stefánsson alþm. og Sigurjón Á. ólafsson alþm. og fyrir Framsóknarflokkinn Jónas Jónsson alþingismaður og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, og fyrir Sósialistaflokkinn Kat- rín Thoroddsen læknir, Jó.liann- es skáld úr Kötlum og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur. Mjúlkurskortnr í bæuum. I Ankara er búizt við þvi, að Þjóðverjar muni bráðlega fara að flytja heim frá Rúmeniu, Ungverjalandi og fleiri löndum á Balkanskaga fóllc af þýzkum ættum, sem þar býr. Er liér um 5% millj. manna að ræða. Stafaði af vélabilun og flutningsörðug- leikum. Borið hefur á mjólkurskorti i bænum undánfarna dága og hafa margir orðið frá að hverfa án þess að hafa fengið nokkura mjólkurlögg með sér. í jnorgun sáust þess líka greiniieg merki, er gengið var framhjá mjólkurbúðum, að fólk var orðið áhyggjufullt út af mjölkinni, þvi að aðsókn var óvenjulega mikil og sumstaðar náði ösin út úr dyrufn og út á götur. Vísir spurðist fyrir um mjólk- urskort þenna hjá skrifstofu Mjólkursamsölunnar i morgun. Tjáði liann að mjólkurskortur- inn í fyrradag hefði stafað af vélabilun í mjólkurstöðinni, en þeirri bilun hefði verið kippt i Iag i fyrrakvöld. Mjólkurskort- urinn i gær hefði liinsvegar staf- að af erfiðleikum á mjólkur- flutningum að austan í gær, og það sama liefði verið ástæðan fyrir mjólkurskortinum i morg- un, þvi að mjólkin, sem fyrst er send út á morgnana er frá j kvöldinu áður. I Hinsvegar tjáði skrifsíofu- j stjórinn blaðinu, að hann vissi ; ekki annað en flutningarnir væru komnir i lag aftur, og að fólk þyrfti þvi ekki að kviða mjólkurskorti eftirleiðis. Daglega hættumerki á Seyðisfirði. Vísi barst svohljóðandi slceyti frá fréttaritara sinum í Seyðis- firði í morgun: í dag er sjöundi dagurinn í röð, sem loftárásaxmerki er gef- ið í Seyðisfirði. D-Iistinn er listi Siálfstæðisflokksins i Reykjavflc D-LISTANN.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.