Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 220. tbl. 10 daga stórorusta skammt frá Tuapse Matvælaöflun erfiöasta viö— fangsefniö, segip Kalinin. Litlar breytingar í Stalingrad. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Frásagnir erlendra blaðamanna í Rússlandi síma um það, að undanfarna tíu daga hafi geysað _ stórorusta um leiðir þær er liggja til Tuapse, því að Þjóðverjar leggja mikið kapp á að ná þeirri borg. Er það vegna þess, að það mundi stytta aðdráttarleiðir þeirra og draga jafnframt úr nothæfni Svartahafsflota Rússa, sem hefir verið Þjóðverjum mjög óþarfur til þessa. Landslagið er mjög illa til bardaga fallið, snarbrattar f jallahlíðar og mjó f jallaskörð. Rússar hafa notað mjög fallhlífa-hei’menn, sem hafa það hlutverk að rjúfa eða frufla flutninga Þjóðverja. Annars eru Rússar búnir að undirbúa eyðileggingu allra mannvirkja í Tuapse, ef þeir verða að yfirgefa borgina. Dynamitsprengjum hefir verið komið fyrir í uppfyllingum, hafnargörðum o. s. frv. og má hleypa þeim af fyrirvaralaust. Kalinin, forseti Rússlands, hélt ræðu i gær í Moskva á æsku- lýðsþingi. Sagði hann að þar eð Þjóðverjar hefði tekið Ukrainu og Kuban-dalinn yrði matvælaöflunin erfiðasta viðfangsefnið og yrði að auka kornframleiðsluna eftir mætti. Ilann sagði og, að her Rússa væri betur útbúinn en nokkru sinni og t. d. væri fallbyssuframleiðslan svo mikil, að liægt væri að safna birgð- um. Einnig sagði hann, að þó að manntjón Rússa liefði verið mikið, hefði manntjón Þjóðverja verið meira. Loftárás á Genaa. Brezki flugherinn gerði harða loftárás á Genua í nótt og komu allar flugvélarnar heilu og höldnu heim aftur. Þetta er 7. órás Breta á Genua og var sú sjötta gerð fyrir rúmu ári. Flugleiðin er rúmlega 700 mílur hvora leið og þurfti að fara yfir Alpafjöll í báðum leið- um. Genua er stærsta hafnarborg við Miðjarðarhaf og fara þaðan miklar birgðir til Libyu. Þár eru Ansaldo-verksmiðjurnar og eru þar m. a. smíðaðir hreyflar í flugvélar. í febrúar á síðasta ári gerði brezki flotinn árás á Genua og skaut á hana 300 smál. af sprengikúlum. Guadalcanal: Japanir byrja áhlaup Aukin matvæla- framleiðsla Rússa. Það, sem Rússar leggja nú mesta áherzlu á, er að auka matvælaframleiðslu sina, vegna þess að Þjóðverjar hafa náð mörgum beztu kornræktarliér- uðum landsins. Niðursuðuvei'k- smiðjur eru x-eistar í tugatali víðsvegar um landið, til að sjóða xxiður grænmeti, kjöt og fisk. Þær niðui'suðuverksmiðjur, sem reistar hafa verið í Kasan og Usbekistan eiga að sjóða nið- ur 20 millj. dósa á ári. „Völkischer Beobacter" skýr- ir frá þvi, að loftvarnasveitir Þjóðyerja hafi skotið niður 8102 flugvélar frá því í striðs- byrjun. Þjóðverjar gerðu áhlaup á 3 stöðum i gær, en þeim var öllum lxrundið. Á einum stað í suðvest- urhluta borgarinnar tókst Rúss- um að koma Þjóðverjum á ó- vart og tóku þeir tvær skot- grafaraðir. Siðustu daga hefir dregið mjðg greinilega úr þunga þýzku áhlaupanna. Þjóðverjar kveðast hafa hrundið öllum áhlaupum Rússa milli Don og Volga, en her- stjórnartilkynning Rússa skýr- ir frá viðureignum þar rnjög á annan veg. Segjast jxcir hafa tekið mikilvæga hæð eftir 48 klst. bardaga — i návigi að miklu leyti — en af henni megi sjá greinilega til Stalingrad. Auk }>ess gnæfir hæð þessi yfir umhverfið, svo að hægt er að fylgjast með undirbúningi Þjóð- verja fyrir gagnáhlaup. Sókn Þjóðverja austur til Grosny er stöðvuð og er jxað af völdum þess, hve skriðdreka- tjón jxeirra hefir verið mikið. Á vfgstöðvunum fyrir norðan Stalingrad, allt norður til Len- ingrad, er tíðindalaust að kalla. Vikingasveitir Rússa hafa farið ó land fyrir vestan stöðvar Þjóð- verja á suðui-strönd finnska flóa. Eru þær sagðar hafa spi-engt upp níu steinsteypu- vix-ki, en haldið á brott við svo búið. Barátta Norðmanna. Times í London birtir j>á fregn eftir fréttaritara sínum í Stokkhólmi, að varðmenn úr hirð Quislings sé nú látnir ferð- ast í lestum víðsvegar um landið til að hafa eftirlit með hegðun manna. í öllum vögnum hafa verið sett upp auglýsingaspjöld, þar sem mönnum er hótað þvi, að jieir verði reknir úr lest- inni, ef jieir neiti að sitja við hlið þýzkra hermanna eða með- lima Quislinga. I>eir 250 kennarar, sem hefir verið sleppt úr fangabúðunum i Kirkenes, þurftu að leita lækn- is, er jieir voru látnir lausir. Gert er ráð fyrir því, að hinir 400 verði látnir lausir á næst- unni. Nýja Guinea: ]apiir flýja 6i. Japanir verða enn að hopa fyrir Ástralíumönnum á Nýju Guineu. Veður hefir versnað, brugðið til mikillar úrkojnu, svo að færð er enn veiri en áður. Eru að- drættir því með erfiðasta móti. P2f Japanir geta ekki stöðvað Ástraliumenn á þeim slóðum, þar sem nú er barizt, hljóta þeir að missa Kokoda og ekki að vita* hvar j>eim auðnast að stöðva undanhaldið. Flugher bandamanna er ein- ráður í lofti og gerir sífelldar árásir á stöðvar Japana. Japanir eru byrjaðir fót- gönguliðsárásir á stöðvar ; Bandaríkjamanna á Guadal- canal. Segir í tilkynningu flota- málaráðuneytisins í Washing- ton, að á jiriðjudag hafi Japanir gert áhlaup á vinstra fylkingar- arm stöðva Bandaríkjamanna, en j>að hafi verið litlum erfið- leikum bundið að hrinda j>ví áhlaupi. Að öðru leyti eru að mestu . sömu fregnir frá Salómonseyj- um og áður. Flugvélar handa- | manna gera árásir á skip Jap- ana og liafnir, svo sem Rabaul, sem er aðalhöfn Jæirra á }>ess- um slóðum. I I Finnar svangir. Kjöt- og sykurskammtur Finna hefir enn verið minnkað- ur, herma fregnir, er borizt hafa til London. Meðal hitaeiningafjöldi í dag- skammti hvers Finna er nú 1600 einingar, 900 minna en tal- ið er lágmark og um helmingur af dagskammtinum fyrir stríðið. Blöð landsins kvarta daglega um hvað hrauðskanimturinn sé lítill. Kjötskammturinn er að- eins 100 gr. á viku fyrir allan al- menning, 200—230 gr. fyrir erf- iðisvinnumenn, rúmlega helin- ingi minni en í Þýzkalandi. Sykurskammturinn hefir ver- ið minnkaður úr 250 gr. á viku í 187 gr., vegna Jiess að Þjóð- verjar hafa ekki sent eins mik- ið og nauðsyn krafði. Blöðin vitna í j>ýzk ummæli í sambandi við jæssi mál, t. d. hefir Hufvuðstadsbladet sagl, að j>að sé einkennilegt, að ekki sé hægt að auka skammtana, úr því að uppskera þessa árs hefir verið betri en seinustu ára og meira svæði til umráða til rækt- unar. Hjúkrunarkonan, sem hér sést, hefir verið sæmd heiðurs- merki fyrir að bjarga 121 sérðum sjóliða. Á myndinni er hún að búa um sár sjóliða. Gunnar Salómonsson æfir sig í að lyíta ííl. Orðinn starfsmaðup eins þekkasta hti»i ngleikjaliúss jarðarinnar, Hinn þekkti íslenzki aflraunamaður Gunnar Salómonsson starfar nú við Sarasani-cirkusinn — eitt af frægustu og stærstu hringleikjahúsum jarðar. l>ug,Ie§sr Ii|iíki*Binarkona Samkvæmt viðtali er Vísir. átti við Bjarna Benediktsson borgarstjóra í morgun, mun nú fengin trygging fyrir því, að efni það, sem vantaði til hitaveitunnar fáist í Banda- ríkjunum. Ættu því engar tafir að verða af efnisskorti við framkvæmd hitaveitunn- ar, nema ef sérstök óhöpp kynnu að bera að höndum. Nú líður óðum að því, að hitaveituvinnan hefjist af full- um krafti. Munu þá sennilega 6—8 hundruð manns fá þar atvinnu, og verður reynt að vinna í allan vetur, ef tök verða á vegna veðurskityrða. Sem stendur er verið að at- huga lánsútboð fyrir þess- um framkvæmdum- Herskyldualdur lækkar í Bretlandi, Herskyldualdur í Bretlandi hefir nú verið lækkaður niður í 18 ár. Þegar striðið byrjaði, var her- skyldualdur miðaður við 20 ár, ei\ eftir því sem hægt var að sta^kka herinn var aldurinu færður niður. Hann var 181/-) ár, þangað til J>essi síðasta breyting var gerð. Piltar, sem eru yngri en 19 ára, verða þó ekki sendir úr landi. I fyrrakvöld lét Gunnar til sin heyra í útvarpi á íslenzku frá Berlin. Bað hann að heilsa öll- uin vinum og kunningjum og kvaðst vona að hann fengi sem fyrst tækifæri til að koma heim. Þulur útvarpsins skýrði frá því, að Gunnar vekti mjög mikla athygli á sýningum hringleikja- hússins: Tvö aðalsýningáratriði lians eril fólgin i því, að Gunnar lyftir 12 manns í einu, og hitt í þvi, að hann Jyftir stórum hesti (dönskum) með manni á. En núna er Gunnar að æfa sig i þvi, að lyfta fíl, 2ja tonna l>ung- um. Gengur Gunnar almennt undir nafninu Ursus, sem þýðir björn. Við hringleikjahúsið starfa 160 manns, þar eru 80 hestar, 25 filar og fjöldi annnara dýra. Gunnar Salómonsson hvarf liéðan af landi brott árið 1936. Hafði hann til j>ess tíma stundað glíinu og aðrar íþróttir hjá Glímufélaginu Ármanni. En sumarið 1936 fór hann á Olympíuleikana í Berlín, þaðan fór hann til Danmerkur og hef- ir síðan ferðast, ekki aðeins um jivera og endilanga Danmörku, lieldur og um Noreg, Svíþjóð og víðar. Og nú er hann starfs- niaðui' hjá einum jieklctasta cirkus veraldar, er tekur 7 þús- und manns i sæti í einu. Þrjú sænsk skip eru komin til Aþemd’orPar með vistir o> lyf handa Grikkjum # Tass-fréttastofan - því, að Þ’óðver'nr ' : slysið, er Kri'túí" Vildu þeir koma 1 ° reyndu daginn áð'r ■vV liest hans, en tókst ekki. CMill á illa. Þegar Churchill fór í förina til Moskva kom hann við á Malta. Þetta var tilkynnt i gær, en nánari upplýsingar ekki gefnar um veru hans j>ar, hvort liann koni við í lieimleið eða leiðinni að heiman. Það var lika tilkynnt á Malta í gær, að lirundið liefði verið tilraun til að setja öxulhersveit- ir á land á eynni nýlega. Ungverjaland er konungslaust konungsríki' og er stjórnað af ríkisstjóra, segir í greininni, og ísland er einnig konungsríki og stjórnað af ríkisstjóra. En samanburðinum verður ekki haldið lengra áfram, því að hið hrjóstruga land í norðri liefir l önung, J>ótt hann stjórni ekki landinu. Kristján konungur er enn formlega konungur Islands, en það stafar eingöngu af slæmum ramgönguskilyrðum vegna rtyrjaldarinnar. íslendingar hafa ákveðið að slita persónu- sambandinu og virðist svo sem Svíar verða að vera viðbúnir. Svíum hefir nú verið sagt að vera við öllu búnir. Yfirmáður verkfræðinga- sveita flughers þeirra hefir flutt aðvörun um j>etta i útvarp. Sagði hann, að j>að væri ekki víst nema stórviðburðir gerðust fjrirvaraláust og því væri bezt að þjóðin væri við öllu búin. Jafnframt sagði hann, að fólk yrði að vera við því búið, að niyrkva hibýli sín fullkomlega. Tundurduflalagningar hafa undanfarið verið auknar með ströndum fram. ekkert muni fá hróflað við þeirri ákvörðun, en menn vilja ekki slíta sambandinu við kon- unginn, sem menn persónulega hafa miklar mætur á, bréflega. I>að bíður sennilega þar til Dan- ir og íslendingar hittast aftur, án þess að leiðin liggi um New York til Stokkhólms. í grein sinni fer greinarhöf- undur, Svante Löfgren, }>ví næst lofsamlegum orðum um Svein Björnsson ríkisstjóra, hvers vegna hann varð fyrh' valinu sem rikisstjóri — og aðrir komu þar ekki til greina. Frh. á 4. siðu. Grein um ríkisstjóra íslands í kunnu sænsku blaði. Ihinu víðkunna sænska blaði Nya Dagligt Allehanda hefir birzt grein um ríkisstjóra Islands og Island. Er grein þessi mjög vinsamlega skrifuð, þótt skekkjur hafi í hana slæðst. Greinin nefnist „Riksforstándaren pá Kung Haakon Haakonsons gárd“ (Ríkisstjórinn á bújörð Hákonar konungs Hákonarsonar).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.