Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 2
V l s 1 H VISIF7 DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félngsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Sfmar: 16 30 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Svona fór um sjóferð þá. JZJj kki var lítill vindurinn í Framsóknarmönnum eftir úrslitin í Reykjavík. Þeir töldu sér vísan sigur, og jafnframt, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að „koðna“ niður. Hér var ekk- ert einstakt fyrirbrigði á ferð. Slikur tónn hefir heyrst við hverjar kosningar um margra ára skeið, en hefir aldrei reynst sannspá. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei staðið á styrkari fótum en í dag. Sveitirnar hafa sýnt, að þær skilja hlutverk sitt. Sveitamenningin er undirstaða islenzks sjálfstæðis. Kaupstaða- menningin er ávallt eins, ef hún er hrein kaupstaðamenning. Menn finna aldrei þjóðarsálina fyr en út í sveitirnar kemur. Þar fyrst finnst hin rótgróna þjóð- menning, —- allt liið fegursta, sem hvert land hefir að bjóða í hverri mynd sem er. En í kaup- stöðunum gnæfir sveitamenn- ingin, — og jafnframt þjóð- menningin ha»t. Allir þeir frjókvistir, sem skotið hafa rót- urn í íslenzkri sveitamenningu, gnæfa hæst er til kaupstaðanna kemur. Þar fá þeir tækifæri til að njóta sín. Það er ekki undra- vert, að menn eins og Eggert Ólafsson og Jón Sigurðsson urðu að þjóðhetjum. Þeir hefðu aldrei orðið það heima í sveitinni. Þeir fengu að njóta sín á öðrum vett- vangi, og það gerði gæfumun- inn. Sveitamenningin er góð, en hún er ekki einhlít. Hún getur aldrei notið sín einvörðungu, nema því aðeins, að hún fái tækifæri til að sýna sig, og það fær hún ekki nema því aðeins að hún dafni í kaupstöðum. Þar opnast möguleikamir, — hin gullnu tækifæri. Það er þvi mikill misskiln- ingur, er einn stjómmálaflokk- ur byggir tilveru sína á sveita- menningunni einvörðungu. Hana getur enginn flokkur né enginn einstaklingur tileinkað sér sérstaklega. Sveitamenning- in er eitt af þeirn sameiginlegu gæðum, sem landslýðurinn nýt- ur, og enginn verður sviftur, sem eitt sinn hefir hlotið. Það er því beinlínis spaugilegt, er mönnum Iiugkvæmist, að þeir séu hinir einu arftakar sveita- menningarinnar, og enginn hafi neitt af þeim gæðum hlotið nema þeir. Meginþorrinn af Reykvikingum eru úr sveitinni komnir, — og eiga þar vini og ættingja. Mannlegt eðli væri furðulegt, ef hægt væri að rægja saman sveitir og sjávarþorp, þegar þetta er haft hugfast. Sjálfstæðisflokkurinn hefir átt örðugt uppdráttar í sveitum landsins. Tortryggni hefir mætt lionum hvar sem að dyrum hef- ir verið barið, — en nú hefir á- nægjuleg breyting á þessu orðið. Flokkurinn hefir yfirleitt aukið fylgi sitt til stórra muna, — eða að minnsta kosti engu glat- að af því fylgi, sem hann áður hlaut, og er það miklu glæsilegri árangur en Framsóknarmenn spáðu, sem þóttust eiga einka- rétt á sveitunum í krafti ^ samvinnufélaganna og sam- I Jiands þeirra. Úrslit kosning- 1 anna sýna, að ekki er nolckrum flokki fært, að hyggja starf sitl á andstyggilegum róghurði milli sveita og sjávarplássa ein- göngu. Hann verður jafnframt að leggja eitthvað jákvætt til baráttunnar, sem háð er fyrir tilverunni á öllum stöðum og öllum sviðum. Hin neikvæða barátta Framsóknarflokksins hefir leitt til þess ósigurs, sem hann hefir nú orðið að þola, og ekki orðið mannlega við. Fram- sóknarmenn vildu vera menn en voru ekki, — og vildu glíma, en gátu ekki, og því er nú upp runnið þeirra skapadægur. I ranglæti hafa þeir setið og not- ið valdanna, —- í réttlæti hafa þeir völdunum tapað og verða að engu. Sunnudagskóli Guöfræöideildar Háskólans. Sunnudagaskólinn í Háskóla- kapellunni, sem haldinn hefir verið tvo undanfarna vetur, mun taka til starfa á sunnudag- inn er kemur. Fyrirkomulag lians verður hið sama og áður, og standa að honum bæði kenn- arar og stúdentar guðfræðideild- ar. — Öll hörn 7—14 ára eru vel- komin meðan húsrúm leyfir, og eru þau beðin að safnast saman í fordyri Háskólans (gengið inn um aðald>T frá austri) i síðasta lagi 10 mínútum fyrir kl. 10, því að skólinn á að hefjast i kap- ellunni kl. 10 f. h. stundvislega. Þau hörn, sem hafa verið í skól- anum áður, taki með sér mynda- bækurnar, sem þau hafa fengið þar. Sungnir verða sálmar i sálmahók K.F.U.M., og er æski- legt, að böm, sem eiga liana, hafi hana með sér. Tveir fyrverandi stjórnarmeðlimir Ármanns heiðraðír. í fyrrakvöld hélt Glímufélagið Ármann fyrsta skemmtifund sinn á þessum vetri í Oddfellow- liúsinu. Flutti Steinþór Sigurðs- son magister erindi með skugga- mvndum og ýmislegt fleira var þar til skemmtunar. Á þessum fundi voru tveir fyrrverandi stjórnarmeðlimir félagsins heiðraðir, þeir Jóhann Jóhannesson og Þórarinn Magn- ússon, er báðir hafa setið árum saman í stjórn Ármanns og innt mikið og óeigingjarnt starf af höndum í þágu félagsins. Voru Þórami afhentar Þjóð- sögur Ólafs Davíðssonar og þjóðsögusafnið „Grima“, hvort- tveggja í skrautbandi og með skrautrituðu ávarpi. Jóhanni var afhent ritsafn Davíðs Stef- ánssonar, einnig í skrautbandi og með skrautletruðu ávarpi. Ennfremur var Jóhanni gef- inn borðfáni, Ármannsfáninn, á I fallegri fánastöng, í tilefni af þvi, að liann er í ár búinn að vera 15 ár virkur íþróttamaður, sem ávallt hefir keppt við góðan orðstir undir merki Ámanns. Sj álfstæðisflokkurinn hefir unnið 6 þingsæti, KLUKKUNNI VERÐUR SEINKAÐ AÐRA NÓTT. Aðfaranótt sunnudags næstkomandi kl. 2 verður horfið frá sumartíma og klukkunni seinkað um eina stund, svo að hún verði 1. — Menn ættu að hafa hugfast þessa breytingu og seinka úri sínu eða heimilisklukkum um eina klsL er þeir taka á sig náðir annað kvöld. Jón á Heynistad 2. þm. Skagfirðinga. í gær var talið í fimm kjördæmum: Dalasýslu, Austur-Skafta- fellssýslu, Skagafjarðarsýslu, Suður-Múlasýslu og Norður- Þingeyjarsýslu, en úrslit í Norður-Þingeyjarsýslu fréttust ekki hingað fyrr en í morgun, sökum þess hve talning byrjaði seint. í þessum sýslum nema N.-Þingeyjarsýslu jók Sjálfstæðisflokkur- inn Við atkvæðamagn sitt, þótt lítið væri í Suður-Múlasýslu, þar sem kommúnistar hafa aukið fylgi sitt ískyggilega. — £ Autsur- Skaftafellssýslu hefir fylgi Alþýðuflokksins að kallast þurrkazt út. — I Skagafirði unnu Sjálfstæðismenn annað sætið af Fram- sókn. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú unnið 6 ný þingsæti og 4 þeirra af Framsóknarflokknum, en unnið á í öðrum kjördæm- um, þar sem Framsóknarmenn héldu velli. Þetta er það, sem á Tímamáli heitir, að „fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að koðna niður.“ Skagafjarðarsýsla. Þar urðu úrslit þau, að kosn- ingu* hlutu efsti maður á lista Framsóknarflokksins, Sigurður Þórðarson, og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Jón bóndi Sigurðsson á Reynistað. Listarnir fengu atkvæði sem hér segir: A-listinn 85 (4), B- listinn 1047 (3), C-listinn 81‘ (3) og D-listinn 706 (7). Auðir seðlar voru 12 og 10 ógildir. Orslit 5. júli: Sigurður Þórð- arson (F) 1117, Pálmi Hannes- son (F) 1091, landlisti flokksins 8. Pétur Hannesson (S) 746, Jóhann Hafstein (S) 652, land- listi flokksins 5. Ármann Hall- dórsson (A) 66, Ragnar Jó- hannesson (A) 67, landlisti flokksins 8. Pétur Laxdal (Soc.) 61, Þóroddur Guðmundson (Soc. )59 og landslisti flokks- ins 12. i Suður-Múlasýsla. Orslit urðu þau, að kosningu hlutu tveir efstu menn af lista Framsóknarmanna, þeir Ey- | steinn Jónsson og Ingvar Pálma- j son. A-listinn (A) hlaut235 (11) i atkv., B-Iistinn (F) 1244 (12), I C-listinn (Soc.) 540 (9) og D- j listinn (S) 523 (20). Auðir seðl- ar 8 og 23 ógildir. j Orsht 5. júli: Eysteinn Jóns- son (F) 1090, Ingvar Pálmason (F) 1022 og landslisti flokksins 15. Árni Jónsson (S) 504, Jón Sigfússon (S) 446 og landslisti flokksins 34. Lúðvíg Jósefsson (Söc.) 385, Arnfinnur Jónsson (Soc.) 335 og landslisti flokks- ins 30. Jónas Guðmundsson (A) 232, Eyþór Þórðarson (A) 160 ög landslisti flokksins 30. Norður-Þingeyjarsýsla. Kosinn var Gisli Guðmunds- son (F.) með 590 atkv., Bene- dikt Gíslason (S.) hlaut 106 og Kristján Júlíusson (Soc.) 61 I atkv. Landlisti Alþýðuflokksins | fékk 18 atkv. Auðir seðtar voru i 2, og einn ógildur. Á kjörskrá voru 1076 manns. Úrslit 5. júlí: Gísli Guðmunds- son (F) 594 (14), Benedikt Gíslason (S) 124 (9), Kristján Júlíusson (Soc.) 43 (6), Benja- min Sigvaldason (A) 15 (8). I Austur-Skaftafellsssýla. Kosningu hlaut Páll Þorsteins- son (F) með 285. Helgi H. Eiríksson (S) 202 (9) og Ás- mundur Sigurðsson (Soc.) 100 (2). Landslisti Alþýðuflokksins fékk 4 atkv. Auðir seðlar voru 6 og ógildir 3. Orslit 5. júlí: Páll Þorsteins- son (F) 287 (16), Helgi H. Ei- ríksson 164 (0), Knútur Krist- insson (A) 126 (0). Ásmundur Sigurðsson (Soc.) 39 (1). Dalasýsla. Kjörinn var Þorsteinn Þor- steinsson (S). Hlaut hann 366 (7). Pálmi Einarsson (F) 298 (5), Jóhannes úr Kötlum (Soc.) 32 (0), Gunnar Stefánsson (A) 7 og landlistinn 2. Á kjörskrá voru 855. (Úrslit 5. júlí: Þorsteinn Þor- steinsson 355 (2), Pálmi Ein- arsson (F) 304 (3). Jóhannes úr Kötlum 32 (1). Gunnar Stef- ánsson (A) 11 (2). Kosinn var Gísli Guðmunds- son (F) með 590 atkv., Benedikt Gíslason (S) hlaut 106 og Krist- j ján Júlíusson (Soc.) 61 atkv. — Landslisti Alþýðuflokksins fékk 18 atkv. Auðir seðlar voru 2 og 1 ógildur. Á kjörskrá voru 1076 manns. Hafnarfjörður : Dómur fyrir ölv- un við akstur. Nýlega var í Hafnarfirði kveð- inn upp dómur yfir bílstjóra nokkurum sem valdið hafði bifreiðaárekstri austur á Þing- völlum í sumar og var þá ölv- aður við stýrið. Var hann dæmdur í 10 daga varðhald og sviptur ökuleyfi um 3ja mánaða skeið. Bifreiðaárekstur. Fyrir nokkurum dögum varð i Hafnarfirði bifreiðaárekstur milli nýrrar íslenzkrar fólks- flutningsbifreiðar og litillar er- lendrar bifreiðar. Rákust þær á á götuhorni Vesturbrúar og Vesturgötu með þeim afleiðing- um, að íslenzka bifreiðin stór- skemmdist, en hinsvegar mun herbifreiðina lítið eða ekkert hafa sakað. Þórhallur Þorgilsaon mun í vetur, eins og að undan- förnu, kenna ítölsku og spænsku í Háskólanum, en að þessu sinni verður engin kennsla fyrir byrjend- ur, heldur aðeins fyrir lengra komna. Þeir, sem vilja taka þátt í þessum námskeiðum, komi til við- tals í Háskólann mánudaginn 26. ]). m. kl. 6 e. h. Fertugur í dag: Kristmann Guðmundsson. Þegar eg stundaði nám í Menntaskólanum fyrir nokkr- um árum, kynntist eg á Lands- bókasafninu ýmsum ungum mönnum, sem stunduðu þar bóklegan fróðleik, {)ótt ekki sætu þeir á skólabekknum. Meðal þeirra manna var Krist- mann Guðmundsson. Einkenni- leg atvik Ieiddu til þess, að við bundumst vinaböndum, og eftir því sem árin hafa liðið hefi eg ávallt kunnað að meta hann betur og að verðleikum. Kristmann Guðmundsson er gæddur óvenjulegu þreki. í upp- vextinum kaus hann heldur að svelta, en biðja aðra ásjár. „Han har aldrig gaaet paa Akkord med Sletheden", eins og einhver vitur maður sagði, og hefði það þó getað verið freistandi, ef miðað var við þann árangur, sem ýmsir skáldbræður hans náðu, með þvi að beita slíkum brögðum. En ekki meira um það. Kristmanni væri ógeðfellt, ef honum væri hrósað á annara kostnað. Ungur að árum gaf Krist- mann út Ijóðabók, birti smá- sögur og kvæði i ritum og blöð- um, sem vöktu á honum nokkra athygli. Enga viðurkenningu hlaut hann þó, og kaus sér þvi það hlutskiptið, að leita út fyrir landsteinana, i þeirri von að gáfur hans og hæfileikar yrðu betur metnir með öðrum og framandi þjóðum. Það leið heldur ekki á löngu þar til fréttir bárust hingað til lands, er hermdu að Kristmann hefði unnið sér frama erlendis. Yrði of langt að rekja hvern sigur hans ,enda nægir þess að minnast, að hann hefir nú látið frá sér fara 12 bækur á norskri tungu, en þær hafa aftur birst í þýðingu í 20 þjóðlöndum utan Noregs, og hvarvetna hlotið ein- dæma lof. En allt þetta gerðist fyrir stríð. Kristmann Guðmundsson leit- aði hingað til lands, er ófriður- inn hófst. I fyrstu settist hann að hér í höfuðstaðnum, en felldi sig ekki við þann eril, sem hér er, og flutti því til Hveragerðis og unir sér þar úgætlega. Hefir hann unnið þar að ritstörfum undanfarið, og kemur nú í vet- ur á markaðinn bók eftir hann, er nefnist: „Nátttröllið glottir", en auk þess hefir hann margar bækur í smíðum, sem bráðlega munu lita dagsins ljós. Það hefir háð Kristmanni nokkuð hversu töm honum gerðist erlend tunga vegna lang- dvala fjarri fósturjörðinni, en hann gerir gys að öllum erfið- leikum og býður öllum hættum byrginn. En það tekur tíma að fá vald á íslenzkri tungu að nýju, og Kristmann vill engin ritverk láta frá sér fara, nema því aðeins að þau séu lítalítil, og því hefir orðið nokkurt hlé á afköstum hans. Eg hefi haldið til haga ýms- i um ritdómum, sem eg hefi séð i erlendum blöðum, varðandi Kristmann. Eg fór að blaða 1 þeim i kvöld. Rakst eg þá á grein úr sænska blaðinu: „Folket i bild“, sem fjallar um bókina „Gudinden og oksen“ og er svohljóðandi: „Kristmann Gudmundsson, den unge islend- aren er kánd over hela várlden. Han er en diktare med guda- gáva, — ingen kan som han skánka sin pros stálets glans, dunens mjukhet og silvermoln- -ans skára lyrik. I sina besta stunder er han underbar". Fleiri lofsamlega dóma mætti tilgreina og ekki er úr vegi að geta þess, að „Gyðjan og uxinn“ var einnig út gefin í Ameriku fyrir rúmu ári og hlaut hina ágætustu dóma. Það er grátbroslegt, að er Kristmann kom hingað til lands flutti hann með sér eitthvert á- gætasta bókasafn, sem völ hefir verið hér á landi í einstaks manns eigu. Þetta bókasafn varð hann að selja, til þess að tryggja sér þak yfir höfuðið, og einnig af þeim sökum að vegna styrj- aldarinnar fékk hann engar greiðslur fyrir bækur sínar frá meginlandi Evrópu. En Krist- mann seldi bókasáfn sitt þegj- andi og liljóðalaust frekar en að leita aðstoðar hins opinbera eða einstaklinga, til þess að halda því. Þetta gefur nokkra hug- mynd um innræti Kristmanns. Hann fer sinna eigin ferða og ætlast til einskis af öðrum. Það er athyglisvert að þrátt fyrir sárustu fátækt hefir Krist- mann Guðmundsson aldrei látið hugfallast, og aldrei kropið á kné fyrir öfgastefnum. Hefði hann gert það nyti hann nú ríf- legra launa, eins og ýmsir rit- höfundar, sem selt hafa sálu sína án þess að blikna. Mér er persónulega lcunnugt um, að eins og sakir standa á Krist- mann við þröngan kost að búa, en er ekki ástæða til að sýna það í verkinu að hann sé einnig nokkurs metinn hér á landi. Væri hann kommúnisti nyti hann nú tryggra launa, en af þeim sökum að hann fer sinna eigin ferða nýtur hann einskis annars en hlýrra kveðja á fert- ugsafmæli hans í dag. K. G. Bœíop frétlír LQM.\ = m\mvu= Myrkvun skipa. Ákveðið hefir verið, að skip, sem liggja á Reykjavíkurhöfn, utan garða, eða í nágrenni bæjarins, skuli vera myrkvuð frá sólarlagi til sól- aruppkomu. Skip, sem liggja við festar, skulu hafa cfauf akkerisljós byrgð að ofan, en þaú skulu byrgð að öllu, ef hættumerki er gefið. Skip, sem ekki liggja við festar, eiga að hafa uppi venjuleg sigl- ingaljós, en slökkva á þeim, ef til. loftárásar kemur. Engar hömlur eru lagðar á notkun ljósa t skipum, sem liggja í innri höfninni, en þó skal slökkva öll ljós, ef til Ioftárásar kemur. Kvenfélag: Laugarnesaóknar efnir til hlutaveltu á næstunni og mun fé því, sem áskotnast kann, verða varið til að skreyta að inn- an hina væntanlegu kirkjubyggingu Laugamessóknar. Kvenfélagskon- urnar hafa unnið að kirkjubygging- armálunum af mikilli ósérplægni og dugnaði og hafa þær þegar safnað í álitlegan sjóð, er varið skal til þess að skreyta nteð kirkjuna og til þess að koma upp faltegum skrúðgarði umhverfis kirkjuna. Er þess vænzt, að vegna hins góða til- gangs bregðist bæjarbúar vel við og gefi konunum muni á hluta- veltuna. Félagið Anglia heldur fund í kvöld kl. 8,30 að Hótel Borg. Enskur flugliðsforingi flytur erindi. Dansað á eftir. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðju- daga og föstudaga kl. 3,15—4 fyr- ir börn, sem eru með og hafa feng- ið kíghósta. Næturlæknir. María Hallgrímsdóttir, Grundar- stíg 17, sími 4384. Næturvörður i Reykjavíkur apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15,30 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Harmónikulög. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: „Máninn líður“; sögukafli eftir Steinbeck (Sigurður Einarsson dósent). 20,55 Strokkvartett útvarpsins: Ungversk þjóðlög eftir Kássmeyer. 21,10 íþróttaþáttur. 21,25 íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21,50 Fréttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.