Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1942, Blaðsíða 3
V I S 1 H Flugvélarnar ráða urslitum IV: Japanir standa illa að vígi gagnvart loítárásum. Eftir Alexandcr Neversky í þrem fyrri köflum útdráttarins, sem Vísir hefir birt úr húkinni „Victory through Air Power“, hefir höfundurinn sett fram kenn- ingar sínar um hernað í lofti á komandi árum. f þessari síðustu grein tekur hann styrjöldina á Kyrrahafi til athugunar með hliðsjón af þeim kenningum. — Skipin eru að verða úrelt, en fiugvélarnar rétt að „kom- ast á legg“, svo að það verður að leggja álierzlu á þróun ]>ess. sem er að verða til í stað hins gamla og úrelta. Megnið af því fjármagni, sem varið er til hernaðar, verður að ganga til flughers, sem getur gert Banda- ríkin að flugveldi. Aðalkostur ótakmarkaðs flugveldis er sá, að þá verður hægt að skapa alveg sérstaka Iofthernaðartækni, sem er leyst úr tengslum við þá hernaðar- tækni, sem er beitt, þegar flug- vélar starfa í samvinnu við her- skip og landher. Sú tækni mundi beinast að þvi að afvopna fjandmennina úr Iofti, eins og eg hefi bent á. Þegar búið er að slá vopnin úr hendi hans, þá er hægt að svelta hann til undirgefni eða afhenda hann flota eða landher til frekari meðefrðar. * rwiil þess að lofther komi að ™ fullum notum að nafninu til, þarf baráttusvið hans að ná alveg umhverfis heiminn og að því kemur, að það verður svo stórt. 25.000 km. svið mundi samt í rauninni vera nóg. Tveir fimmtu hlutar af því — 10.000 km. — mundi því vera hið raunverulega bardagasvið. Með því móti mundi t. d. vera hægt að herja á hvaða iðn- aðarmiðstöð sem er í heimin- ura, frá bækistöðvum í Amer- íku. Þannig yrði liægt að beita flughernum hversu viðtækt sem stríðið yi'ði. Aðallega yrði um tvennskon- ar flugvélar að ræða, orustu- flugvélar og sprengjuflugvélar. í sameiningu mundu þessar flugvélar verða notaðar til sóknar gegn fjandmönnunum, en til verndar þeim yrði í lang- ferðum sérstakar fylgdaror- ustuflugvélar. Hlutverk þeirra yrði að eyði- leggja stöðvar flughers and- stæðinganna, því að ef flugher þeirra vill ekki leggja til orustu við innrásarflugher, þá er eina leiðin að eyðileggja hann með því að uppræta flugvellina, verksmiðjurnar og viðgerðar- stöðvar hans. Tiyjönnum er það almennt “''*ekki ljóst,að upprunarlega sprengjuárásin er fyrst og fremst gerð til að fá flugher fjandmannanna til að leggja til bardaga. Þegar svo er búið að lama hann, þá eru þungu sprengjuflugvélarnar „teknar fram“ og þær á að gera þannig, að þær beri sem mest sprengju- magn, en fylgdarflugvélar- eiga að verja þær, svo að þær hafi ekkert annað að gera en að varpa farmi sínum á tiltekinn stað. Eg tel, að í flugvélum fram- tíðarinnar verði brynvarnirnar ekki neitt aukaatriði, heldur verði þær aðalatriði við smíði þeirra. Þær verða ekki eins og „húð“ utan um skrokkinn, held- ur skrokkurinn sjálfur og með þvi sparast mikill þungi. Menn hafa ekki verið trúaðir á það, að langfleygar flugvélar mundu geta staðið orustuflug- vélum snúning, en þar kemur það til greina, að því stærri sem flugvélin er, því brynjaðri verð- ur hún og því fleiri og stærri byssur getur hún borið. Þar við bætist lika, að það er æ betra að miða byssum eftir þvi sem flugvélarnar, sem þær eru í, verða stærri. Stærri byssur tákna, að kúl- urnar draga lengra og þá er spurningin, livort orustuflug- vélarnar geta yfirleitt komizt í skotfæri. Það hlýtur þá auðvit- að að leiða til stærri varnai'flug- véla. Þá byrjar samskonar kapphlaup og þegar herskipun- um fleygði sem mest fram. Sú þjóð, sem er auðugust, hefir betri verksmiðjum og hugvits- mönum á að skipa, hlýtur að sigi’a að lokum. Striðið á Kyrrahafi -— sem Bandaríkin geta og munu vinna — byrjaði ekki sem bezt. Pearl Harbor, Manila, Hong Kong, Singapore og Java voru eins og kílómetrasteinar á braut stórra vonbrigða. Mestu von- brigðin stöfuðu ekki af því, hve mjög mönnum hafði skjátlast um styi’k og kænsku Japana, heldur hinu, hve mjög mikil- vægi flotaveldis hafði verið of- metið. Fám vikum eftir Peai’l Harbor var botn Kvrrahafsins stráður lierskipum bandamanna og Japana — flestum bráð flugvéla. Hversu fljótt og óyggjandi við vinnum striðið, veltur á þvi, hversu fljótt okkur skilst, að flugher er uppistaða allra hern- aðaraðgerða. Þessi bylting í hugsunarhætti; er nauðsynleg, áður en hægt er að afla manna og hugmynda til að smíða sig- urvopnin. I skýrslu rannsóknarnefndar- innar, er athugaði árásina á Pearl Harbor, er það ekki eftir- tektarverðast, hve samvinna var slæm, heldur hitt, að mönn- um kom vart til hugar, að loft- árás yrði gerð. Það koma meira að segja fram, að sumir for- ingjanna töldu það næga vernd gegn loftárás, að sterkur floti var í Pearl Harbor. Mánuði eftir Pearl Harbor fékkst sönnun þess að her- stjórnin hafði ekkert lært. Þjóðþingið var beðið um tuga milljarða dollara fjárveitingu, að sögn háttsetts flotaforingja til þess m. a., að ná „yfirráðum á sjó með því að eyðileggja flota fjandmannanna“. Þetta jafnaðist á við játningu um al- gerlega steinrunninn hugsunar- liátt i hernaðarmálum. Þó höfðu þingheimur, blöð og almenn- ingur ekkert við þessu að segja. Til þess að athuga liversu haldgóð umrnæli flotaforingj- ans eru, þá skulum við bara liugsa okkur, að við séum búnir „að eyðileggja flota fjand- mannanna“. Athugum þá, hvort það kraftaverk færir okkur „yfirráðin á sjó“. Gæti floti okkar siglt beina leið upp að landsteinum i Jap- an, skotið á hafriir Japana, kaf- bátalægi og strandvirki? Vissu- lega ekki. Meðan Japanir eiga flugher sinn óskertan, mundi slík för jafngilda sjálfsmorði. Gæti þá þessi sigursæli floti tekið aftur Filipseyjar, Mal- akkaskagann, Austur-Indíur og eyjarnar norður af Ástralíu? Svarið er aftur nei. Meðan flug- lier fjandmannanna er þar fyr- ir, getum við ekki sent skip okkar þangað, hversir mörg sem við eigum. Sannleikurinn er sá, að við stöndum enn í sömu spor- um, þó að við eyðileggjum flota í Japana, ef flugher þeirra hefir enn yfirráð í lofti. Hinn ágæti floti okkar yrði að halda sig i hæfilegri fjarlægð og flugvélar frá „fljótandi bækistöðvum“ gæti ekki ráðið niðurlögum flugvéla þeirra, er hefði bæki- stöðvar á landi, af ástæðum sem skýrt liefir verið frá. Það er kaldhæðni örlaganna, að við skulum vera að berjast við „útlimi og anga“ Japans, þegar hjarta þess og heili er mörgum sinnum nær okkur. Við liöfum barizt við þá á Fil- ipseyjum og víðar, þar sem flutningaleiðir okkar eru 7— 12.000 mílur, enda þótt að heimalandið sé að eins 3000 milur frá bakdyrum okkar, Al- aska, og um 2000 m. frá Aleut- eyjum þeim, þar sem hægt er að koma upp bækistöðvum. Það sem hefði getað orðið — og hlýtur að verða á endanum — stríð yfir 3000 m. vegalengd, hefir orðið stríð yfir 12.000 m. óraveg. Ef aðeins hluti þeirra hrá- efna, mannafla og hugvits, sem notuð eru við framleiðslu hinna gömlu vopna, væri notað til að koma upp sannkölluðum flug- her, þá mundi það verða stytzta og beinasta leiðin til sigurs. Það er bráðnauðsynlegt, að við hefjumst þegar handa um smíði mergðar risa- sprengjuflugvéla, á stærð við B-19 frá Douglas og flugbátinn Mars, sem Glenn Martin smíð- aði. Þau flugvélabákn geta flogið nærri 8000 milur í lotu, en Japan er tæpar 3000 milur frá Alaska. Þeim yrði því hægð- arleikur að bregða sér þann spöl. Þessar tvær risaflugvélar, sem getið var, voru teiknaðar og urðu til -á pappirnum fyrir mörgum árum og vantar ]>ví marga kosti, sem síðar hafa bætzt við. En sú reynsla, sem fengizt hefir við smíði þeirra, þær framfarir, sem siðan hafa átt sér stað, og hernaðarreynsl- an í stríðinu, munu gera hinum dverghögu flugvélasmiðum Ameríku hægt um hönd að hefja fjöldaframleiðslu á þeim strax. I>egar þessar flugvélar taka flugið í hrönnum, munu þær verða orustuskipaflotar loftsins. Vegna þeirra rótgrónu bar- dagaaðferða, sem við fylgjum, stöndum við mjög höllum fæti. Bæði Japanir og Þjóðvei’jar njóta hinna svonefndu innri flutningaleiða, sem hafa þann kost, að flutningar eru greiðari og styttri. Bandaríkin hafa hins- vegar ytri flutningaleiðir og all- ir flutningar eru þvi mörgum sinnum seinni. Við verðum því að vera viðbúnir öllu allssstað- ar og alltaf, en það hefir aftur i för með sér, að við verðuin að hafa miklu stærri flota og her en fjendurnir. Hvernig, sem á málið er litið, kemur því í ljós, að það er ekki aðeins æskilegt, að við hefjum tafarlaust undirbúning að því að gera harðar árásir á aðalbækistöðvar fjandmann- anna, lieldur og aðalvön okkar. Við eigum að halda þeim í skefjum á landi og sjó með eins litlu liði og hægt er, svo að við getum beitt öllum öðrum kröftum okkar að hinni algeru loftsókn. Bandaríkin standa svo mörg- um sinnum betur að vigi til að koma upp öflugum flugher en öxulríkin, að það þarf ekki að óttast um sigurinn í kapphlaupi á því sviði vígbúnaðarins. En við verðum jafnframt að hafa það hugfast, að með auknum landvinningum öxulrikjanna nálgast þau okkur jafnt og þétt í þessu efni. Við verðum því að láta hend- ur standa fram úr ermum nú, meðan við höfum betri aðstöðu. Á morgun getur svo verið kom- ið, að við verðum orðnir jafn- ingjar. Eins og nú standa sakir höfum við svo mikið af hráefn- um og vinnuafli, að það ætti að Þyggja okkur sigur. Her, floti og flugher á Sandvíkureyjum ætla ekki að láta koma sér á óvart aftur, eins og 7. desember. — Myndin er tekin við flugvöll, sem áður var gólfvöllur. Blikkdósirnar — er sjást á henni — eiga að vera vörn við því, að skemmdarverka- menn komizt að vellinum, án þess að vart verði við þá. — Battersb^haflar teknir upp í dag Hannes Erlendsson Laugaveg 21 Tilkyimmgr til lækna og sjákrahúsa. Eins og yður mun kunnugt er það miklum erfiðleikum bundið að fá Rekord’Sprautnr eplendis frá. Hefur oss nú teklzt aö fá breskt firma til að gera vid þær brotnu sprautur, sem til eru f landinu. Eru það því vinsamleg tilmæli vor, að þeir, sem brotnar sprautur eiga, sendi oss þær sem allra fyrst. Ráðskonustaðan við garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölvusi er llaais rtú þegar. — • ~ -y-- Uppl. í síma 3t50. Bifreiðaeigendur Eldslökkvitæki í bifreiðar höfum vér fyr.riltíggjandL Takmarkaðar birgðir. Verzlunin BRYNJA Golfflíiar nýkomnar í ýmsum litum. J. Þorláksion ék Horðmann Bankastræti 11. — Sími 1280 tékfiae ftaftækjiiirerzlBB Vesturgötu 2 (gengið inn frá Tryggvagðtn) Amerískar LJÓSAKRÓNUR LJÓSASKÁLAR og VEGGLAMPAR Swstfii til að sauma VESTI og BUXUR vantar mig. Einnig hjálparstúlku í JAKKASAUM hálfau eða allan daginn. GUÐM. SIGURÐSSON, klæðskeri. Stúlka óskasi i vist Jakoh IHölIer Hólaicrg 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.