Vísir - 28.10.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórár: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgt'ciðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Soðin egg. Qreigi einn reikaði soltinn um götur amerískrar stórborg- ar. Leið iians Iá fram hjá veit- ingahúsi nokkru, og hugkvæmd- ist honum þá að seðja hungur sitt, þótt engin hefði hann aura- ráðin. Varð það úr, að liann hélt inn í yeitingasalinn og -bað um tólf soðin egg, sem fijótlega voru á Ijorð borin. Er liann hafði neytt liinS fyrsta sló samvizkan hann, hætti hann snæðingi og gekk :4.k í vandræðum sínum lagði maður þessi leið sina til framandi landa, og áskotnaðist honum |>ar nokkurt fé. Hélt hann hpnnleiðis að nýju, er hann þóttist kunna svo fótum sinum forráð, að öllum gæti hann greití það, sem hann áður skuldaði. Segir svo ekki söguna meir, fyr en hapn ieitaði til veitingahúss þess, sem han nliafði neytt hjá soðna eggsins. Þar bauð hann eigandanum greiðslu og fullar bætur, en hinn settist niður og tók að reikna. Að því loknu af- henti hann reikning sinn, sem var nokkrum dollurum lægri en sú fjárhaíð, sem skuldunautur- inn hafði flutt með sér heim til föðurlandsins. Menn kunna nú að segja, að þetta sé staðleysa, en enginn má dóm sinn of fljótt upp kveða. Eigandi veitingahússins taldi, að úr þessum 12 eggjum hefði að öllu slysalausu komið 12 ungar. Þvi næst reiknaði hann út hve mjög þeir myndu hafa marg- faldast á áraliili því, er leið frá því er skuldunauturinn hvarf að lieiman og þar til er hann kom heim áð nýju og ætlaði að greiða skuld sína, og þannig komst hann að þeirri niðurstöðu að skuldin væri orðin svo há, sem að ofan er lýst. Þrátt fyxir mikla viðleitni skuldunauts tókust engar sættir, og vár þá ekki annað til ráða, en að leita úrskurðar dómstól- anná. Skuldunauturinn treystist ekki til að mæta þar einn, en fékk málaflutningsmann í lið með sér. Er í réttinn kom, var málaflutningsmaðurinn ekki mættur þar, og varð á þvi nokk- ur bið, að hann sýndi sig. Að lokum kom hann þó, og er hinn virðulegi dómari spurði hvað valdið hefði fjarveru hans, gaf hann þá skýringu, að hann hefði verið að sjóða útsæðið sitt. Dóm- arirín tók slíkri firru fjarri og kvað það ekki liklegt til upp- skeru. „Eg hefi ekki heldur heyrt að ungar kæmu úr soðnum eggj- um,“ sagði málaflutningsmað- urinn. Féllust allir aðilar á það, nema stefnandínn, sem engum kröfum sínum kom fram. Svona er nú sagan og sitt Iiefir hún gildið. Hún minnir menn með ólíkindum á reikn- ingsfærzlu kommúnistanna og væntanlegt uppgjör þeirra i hinu fyrirheitna öreigaríki. Þar spretta laukar og þar gala gauk- ar og þar koma ungar úr soðn- nm eggjum. Xommarnir segja það sjálfir, að ef menn hefðu að þeirra ráð- um farið i bæjarmálum sem í þjóðmálum, væri allt með öðr- um svip en hjá bannsettu í- haldinu. Það hugsi um það eitt, Nf barnaskólal^v^- íiíU handa 000—700 Ihöriium. (Ji><lirluímugi %el á veu komid. Það er að rætast úr erfiðleikum Skildinga- nesskólans og kennsla í þann veginn að byrja. ^Píðindamaður Vísis átti viðtal í gærkveldi við Arn- A grím Kristjánsson, skólastjóra Skildinganesskól- ans, um oreakir þess, að skólinn hefir ekki enn tekið til færu að komast í gott liorf hvað liði, og í stuttu viðtali því, sem fer hér á eftir. — Skólast jórinn kvað börnin í umdæmi hans verða kvödd saman upp úr helginni og hefst þar næst skólavist bamanna. Skólast jórinn kvaðst gera sér góðar vonir um, að skólamál þessa bæjarhluta færu að komast í gott horf hvað liið, og í stuttu viðtali við Einar Sveinsson húsameistara, fékk tíðindamaður- inn það staðfest, að undirbúningi húsameistara bæ.jar- ins að hinum ný.ja skóla, sem fyrírhugað er að reisa, er vel á veg komið, en uppdrættirnir hafa ekki enn verið lagðir fyrir skólanefnd og bæ.jarráð. Mun hér verða um að ræSa vandaSa byggingu, sem rúmar 600—700 börn, og er hún ætluS börnum Skildinganess og þeirra svæSa, sem verSa sameinuS því. Byggingunni hefir þegar veriS valinn staSur, sem skipulagsnefnd hefir fallizt á. Er staS- urinn yzt í slcólahverfi Skildipganess, á Melunum. A?onandi verSur unnt aS hefjast handa uin bygginguna svo snemma, aS einhver hluti hennar aS minnsta lcosti verSi tilbúinn næsta haust. I viStali því^ sem tiSindamaS-. ur Vísis átti viS Arngrím Krist- jánsson skólastjóra, lét slcóla- stjórinn þess getiS, aS tala barn- anna, sem nám stunda í Skild- inganesskóla, hafi lækkaS. „Þau voru 315, þegar flest var,“ sagSi skólastjórinn, „en seinustu árin hefir talan lækkaS smám saman, og var 252 síSast- liSiS ár, en þegar auglýst var í haust, eins og venja er til áSrír en kennsla byrjar, komu aSeins um 200 börn, og munu ekki vera að safna fé, til þess aS vera fært um aS mæta erfiSIeikum þeim, sem framundan eru, og sitji yfir öllum rétti almennings, en kommúnistar telja aS þeir myndu hafa variS fénu til marg- víslegra umbóta í verklegum efnum, sem allar myndu bera ríkulegan ávöxt. En kommarn- ir reikna eins og veitingasalinn. ÞaS er ekki nóg aS hafa völd og hafa fé, ef féS er aS öllu bundiS nákvæmlega á sama hátt og soSin egg, sem ætluS eru til útungunar. Allir geta veriS sam- mála um aS margt þyrfti aS gera, jjannig aS málum yrSi bet-‘ ur skipaS en nú, og aS þvi er einnig keppt af fremsta megni, en til þess verSur aS gefast tími og tækifæri. Kommarnir eru hólpnir meSan aS þeir geta hag- aS reikningslokum sinum eirís og vgitingasalinn, en þegar þeir eru dregnir fyrir dómstólinn óg eiga aS svara til saka, fer af þeim mesta „forgyllingin“. Þaö eitt nægir ekki aS gera kröfurn- ar. Þær venSa aS vera rökstudd- ar á þann veg, aS likindi séu til aS þær verSi teknar til greina. Kjósendur Kommúnistaflokks- ins hafa látiS blekkjast af rök- um hans, um aS tólf ungar myndu hafa komiS úr tólf eggj- um, en hafa ekki gætt þess, aS eggin voru soSin. Ef almenn- ingur tekur kommana ekki of alvarlega, en leyfir sér aS kryfja til mergjar hvaS fyrir þeim vakir í öllu opinberu mála- vafstri, má fullyrSa, aS allir myndu láta þá sæta sama dómi og veitingasalann, sem varS aS gjalti fyrir dómstólunum vegna soSnu eggjanna. — Fyr en var- ir verSur þaS einnig hlutskifti kommúnistanna, aS verSa aS gjalti vegna sinna soSnu eggja. iSleikar liafa veriS á aS útvega bráðabirgSah úsnæSi handa skólanum.“ „En nú er kennsla i þann veg- inn aS byrja:“ „Já, viS þurftum að fá all.s 5 stofur, og nú er aS rætast úr þessum erfiSleikum, og býst eg viS aS geta kvatt börnin á vett- vang upp úr helginni.“ Ath. Eftir atvikum þykir rétt aS leggja áherzlu á, aS viStal þetta fór fram i gær, og fékk tíðindarnaSurinn fyrrneindar upplýsingar og skrifaSi grein þessa áSur en fyrir hans augu kom grein um Skildinganes- skólann, sem birt er i blaSi hér i bænum í dag, en þar eru erfiS- leikar þeir, senx við var að stríða, notaðir sem árásarefni á bæjar- yfirvöldin. neina 200—220 börn á skóla- skyldualdri í skólahverfinu. Liggja til þess ýmsar orsakir, sem kunnar eru, og leitt hafa til brottflutnings fólks úe hverfinu, svo sem að hús hafa verið rifin o. s. frv.“ „Hvernið stendur á því, að kennsla í skólanum er ekki byrj- uð enn?“ „Til þess að skýra orsakir þess vil eg taka fram, aS skólinn var á tveimur stöðum, aðalskólinn í húsi við Baugsveg, en tvær stofur fyrir yngri börnin á holt- inu í húsi við Smyrilsveg. Seinm •part vetrar í fyrra og undir vor var vart kleift að halda uppi kennslu í húsinu við Baugsveg, vegna hávaða og ónæðis, og svo gerist það, að bæjaryfirvöldun- um berst tilkynning um, að fleiri liús yrðu rifin á þessu svæði. Ilorfði nú svo að húsið yrði um- kringt af rennibrautum. Var þá þessu húsi við Baugsveg breytt í íveruhús á nýjan Ieik og skóla- húsnæðinu þar sagt upp. Var því nauðsynlegt að útvega nýtt hús- næði, þótt fyrrnefndar tvær kennslustofur væru tryggðar. Var þá ákvfeSið að reisa nýtt skólahús yzt í hverfinu, á Mel- unum, en staðinn undir skóla- bygginguna þar hefir skipulags- nefnd lagt samþykki sitt á. í sambandi við þessa fyrirætl- un vil eg taka fram, að i ráði er að breyta skipun skólahverf- anna þannig, að hverfi þessa skóla — Skildinganesskólans — nái að Hringbraut, þ. e. það af Nessókn, sem tilheyrir lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur, þó að undanskildu Fossvogshverfi austan flugvallar, en þar eru nokkur hús. ÞaS var ekki liafizt handa um byggingu skólahússins i júli, eins og ráð var fyrir gert, og munu liggja til þess ýmsar or- sakir. Ef unnt hefði verið að byrja á húsinu mundi hafa verið liægt að hefja kennslu á einni hæð. En það er unnið að undir- búríingi hinnar nýju byggingar, og er það von allra, að kleift verði að hefjast handa innan langs tíma, svo að skólahúsið verði ð einhverju leyti að minnsta kosti tilbúið næsta haust. Orsakir þess, að skólahald er ekki byrjað nú, eru þær, að erf- Elliheimilið Grund heíir starfað í tvo áratugi. Viðtal við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra. ^ morgun, fimmtudaginn 29. október, eru tveir áratupir liðnir frá stofnun Elliheimilisins Grund. Við mikla erfið- leika var að etja í byrjun og Iengi framan af, en smám saman befir úr ræzt, og er nú sjálfseignarstofnun þessi, sem jafnan hefir notið stuðings bæjarfélagsins, orðin mikið fyrirtæki, sem jafnan sér 170 gamalmennum fyrir vist, rekur sitt eigið kúabú, garðrækt og svínarækt og starfrækir þvottahús fyrir sig og bæjarbúa. Tíðindamaður Vísis átti stutt viðtal við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Elliheimilisins, og bað hann um nokkrar upplýsingar um Elliheimilið, og fara þær hér á eftir: Það eru 20 ár síðan Elliheim- ilið tók til starfa, því að það var liinn 29. október 1922, sem starf- semin byrjaði. Var það fyrst á Grund við Kaplaskjólsveg og var rekið þar um mörg ár. Elli- heimilið var i upphafi sjálfs- eignarstofnun og hefir jafnan verið, en notið stuðnings bæjar- félagsins. Stofnendur voru sira Sigurbjörn Á. Gíslason, Harald- ur Sigurðsson verzlunarfulltrúi, Júlíus Árnason kaupmaður, Flosi Sigurðsson trésmíðameist- ari og Páll Jónsson kaupmaður. — Eru [>eir látnir Páll og Har- aldur, sem var forstöðumaður frá stofnun þess og þar til hanu lézt í október 1934, en þá varð eg forstöðumaður heimilisins. 1 Elliheimilinu eru að jafnaði 170 vistmenn,eða eins margir og | frekast er rúm fyrir, og hefir svo verið lengi. Eru að jafnaði 20—30 manns, sem bíða eftir þvi, að komast að. Hús Elliheimilisins var aðal- lega byggt 1929 og tók Elliheim- ilið til starfa þar í september 1930. Formaður stjórnarinnar hefir frá uphafi verið síra Sig- urbjörn Á. Gíslason, sem nú er prestur Elliheimilisins. Flosi og Júlíus eru og áfram í stjórninni sem áður, en i stað þeirra Har- alds og Páls, sem látnir eru, komu þeir Frímann Ólafsson verzlunarfulltrúi og Hróbjartur Árnason burslagerðarmaður. — Slarfsmenn hælisins eru um 50. Matreiðsluráðskona er frk. Guð- ný Rósants, en ráðskona þvotta- hússins Guðríður Jósefsdóttir. — Karl Sig. Jónasson er heim- ilislæknir. Þá má geta þess, að Elliheim- ilið starfrækir sitt eigið kúabú i Laugarnesi og liefir þar um 20 kýr. Einnig hefir heimilið garð- rækt og svinarækt. Leiðrétting. 1 bæjarfrétt, sem birtist í Vísi í gær, um hinar nýju útgáfubækur Leifturs h.f., stendur Jónasar Hall- dórssonar, en á að ^era Jónasar 11 allyrímssonar. Knattspyrnufétagið Valur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8 í húsi K.F.U.M. Hlutavelta fé- lagsins er n.k. sunnudag og veitir Grímar Jónsson í Varmá munum móttöku. Næturlæknir. Jóhannes Bjömsson, Hverfisgötu X17, sími 5989. — Næturvörður í Lyfjabúðinni Iðunni, Minningarorð. I dag er til moldar borin á Seyðisfirði Friða Eiríksdóttir kaupkona. Fríða sál. var ættuð frá Vopnafirði, en ól mestan sinn aldur á Seyðisfirði, þar sem hún fékkst við verzlunarstörf, fyrst sem afgreiðslustúlka, en rak síð- ar sína eigin verzlun, þar til hún fyrir nokkunim árum fluttist hingað til Reykjavikur. Þegar eg minnist Fríðu, þá er það fernt, sem mér stendur ! svo ljóst fyrir sjónum, að mér j finnst eg varla hafa kynnzt nokkurri manneskju, sem jafn greinilega hefir sameinað i sjálfri sér þá fjóra eiginleika, en þeir eru góðvild, hjálpfýsi, glað- værð og dugnaður. Við, sem þekktum hana bezt, munum ætíð minnast hennar sem hinnar glöðu og sistarfandi manneskju, sein aldrei lét bug- ast, hvað sem á móti blés. Hún hafði fyrir löngu fundið að kraftar hennar voru að bila og að hún þurfti að taka sér hvíld frá störfum, en til þess gat hún ekki liugsað, að hætta að vinna, á meðan þess var nokkur kostur. Þess vegna er það, Fríða min, að við kunningjar þínir eigum erfitt með að átta okkur á því, að þú sért farin frá okkur, svona fljótt. Við höfðum vonazt til að eiga enn eftir að eiga með þér margar glaðar stundir. En, Fríða, eg held að við trúum því 1 öll, sem þú trúðir sjálf, að við | eigum öll eftir að' hittast aftur, I enn glaðari og ánægðari, og því segi eg nú: Vertu sæl á meðan, Friða mín, og hafði þökkr fyrir allt. — Vinur. Ske.utahöllin. BæjarráÖ samþykkti á síÖasta fundi sinum að veita H.f. Skauta- höllinni frest til að byggja fyrir- hugaða skautahöll, þar til öðruvísi yrði ákveðið. Þá voru enn fremur samþykkt á fundinum tilmæli frá Skautafélaginu þess efnis, að mega hafa stóran skúr á tjarnarbakkan- um við Hljómskálann í vetur. Hótel- LEIB Nýkomnar birgðir af af- ar sterkum og góðum hótel leir. Diskar, 4 stærðir. Föt, G stærðir. Kartöfluföt. Bollapör. e rpaaí^ Vil selja 2 ’/2 tonns vörubiíreið með ný jum mótor. Uppl. á Laugave.ííi 73 frá kl. 7-8. Skipstjóra vantar lierbergi sem fyrst. Helzt nálægt miðbænum. — Tilboð sendist Vísi, merkt: „Skipstjóri". Tll söln L. C. Smith haglabyssa (tvíhleypa). Skot geta fylgt. Uppl. Ránargötu 10, uppi. Guðmundur Jónsson. VATNS- CHERRY- PORTVÍNS- COCTAIL- Sízni 1884. Klapparstíg 30. Stiílku % vantar í eldhúsið á Vífils- stöðum. Upplýsingar gefur ráðskonan í síma 5611. Soðinn blóðmör, LIFRARPYLSA OG SVIÐ. Kjöt & Fiskur. horni Baldursgötu og Þórsgötu. Uppl. í síma 3146, alla daga frá kl. 5—7. ,Kristján Gnðlaugsson Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutimi 10—12 og 1—S. Hverfisgata 12. — Sími 3400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.