Vísir - 28.10.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1942, Blaðsíða 3
V ISI H Framtiðarstaður fyrir Meontaskó ann. TT ennslumálaráðherra hefir , skipað þá Guðjón Sam- úelsson, húsameistara ríkisins, Hörð Bjarnason, skrifstofu- stjóra Skipulagsnefndar ríkisins og Pálma Hannesson rektor til ! þess að gera tillögur um fram- tiðarstað fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Með heimild frá siðasta A1 þingi var ríkisstjórninni falið j að láta fram fara athugun á ! þessu rnáli, með séi'stöku tilliti til brottflutnings skólans úr : bænum og austur að Skálholti í Biskupstungum. Kennslumálaráðherra hefir nú skipað þriggja manna nefnd samkvæmt þessari heimild til að gera tillögur í málinu, en með tilliti til þess, að skólinn standi áfram þar sem hann hef- ir verið hér í Reykiavík frá því að núverandi skólahús var relst, og er nefndinni ætlað að athuga vandlega viðbótarskilyrði við núverandi lóð, svo að skólinn geti tekið við öllum Jæim nem- 'endafjölda; sem æskir upptöku í gagnfræðadeild. Það er full ástæða til l>ess að fagna því, að kennslumálaráð- herra skuli hafa ákveðið fram- tíðarstað skólans eins og verið hefir. Brottflutningstillasa rekt- ors þótti fráleit og hefði aldrei fengið byr hjá almenningi, enda | allra hluta vegna óráð að flytja slíka mennlastofnun sem Menntaskólann i fjarlægt hór- | að. —• Slík ráðstöfun mundi gera efnaminni fjöl- skyldum erfiðara um að senda börn sín í skólann, nemendur mundu ekki hafa aðgang að eins góðum bókakosti og þeir geta sótt frekari fróðleik í hér í Landsbókasafninu, því að það er ekki gert í einu vetfangi að koma upp fullkomnu bókasafni og loks er engin trygging fyrir því, að hinir beztu kennslukraft- ar fengjust, ef kennsluliðið ætti að vera búsett óraleiðir frá Reykjavík. Það er vitað mál að kennar- arnir eru elcki svo vel launaðir, að þeir megi missa þær auka- tekjur, sem þeir geta aflað sér með margskonar störfum, er þeir inna af hendi utan venju- legs vinnutíma. Þeir þurfa lika að geta haft greiðan aðgang að fullkomnu bókasafni, vegná vísindaiðkana beirra, sem marg- ir þeirra leggja stund á. Þeim yrði því gert mjög óhægt um hönd, ef skólinn flytti upp i sveit. Ein mótbáran fyrir skóla í Reykjavík hefir verið sú, að bæiarlífið og skemmtanir hefðu truflandi áhrif á námsfólkið. Sú mótbára er ekki mikils virði. Hvað mættu stórborgir eins og Kaupmannahöfn, Stokk- hólmur, Osló og fleiri segja i þeim efnum, þar sem allar þeirra menntastofnanir frá barnaskólum til háskóla eru í miðri hringiðu borgarlífsins? Varla er minna um skemmtanir þar en hér, eða færri þær freisf- ingar, er verða á vegi hinna ó- hörðnuðu unglinga. Hversvegna hafa ekki hinir æðri skólar Jiessara borga verið flnttir úpp í sveit? Þar er vart samgöngu- leysinu fyrir að fara. Ætli það sé ekki vegna þess, að í borgun- um eru þær menningarstofnan- ir, sem æskilegast er að skóla- nemendur kynni sér, svo sem bókasöfn, listasöfn o. s. frv, Það er líka öldungis óvíst, hvort æskan liefir ekki beinlín- is betra af þeirri tilbreytingu, sem hið fjölbreytta líf í bæn- um getur veitt, en „puri- tanskri“ einangrun í heima- vistarskólum. — Annarsveg- ar eru heimilin og skólamir í samvinnu um uppeldi ungling- anna, en hinsvegar einungis skólaaginn. Því er ekki að neita, að það getur átt sér stað, að þörf sé fyrir einangrun og sterkan skólaaga fyrir einstaka nemendur, en I>au tilfelli eru örfá og gefa enga ástæðu til gagngerðrar breytingar á skóla- fyrirkomulaginu. Sterk skólastjórn ineð góðum aga er heppilegri, ef hún starf- ar í samfélagi við heimilin að uppeldi unglinganna, heldur en skólasijórn, sem tekur sér ein- ræðisvald um uppeldi á fjölda æskumanna með mjög mis- jafnri lyndiseinkunn og eðli. 1 þessu sambandi væri það heldur ekki úr vegi, að skóla- stiórnin tæki meiri þátt i félags- lífi nemendanna, en gert hefir verið að undanförnu, þvi að á þann hátt gæti hún fengið ])eim fjölda nýrra og þarflegra um- hugsunarefna. Hús Menntaskólans i Reykja- vík verður innan skamms hundrað ára. Það hefir elzta og merkasta „tradition“ allra reyk- vikskra bygginga og er jafn- framt því eitt af fegurslu hús- um bæjarins frá byggingar- fræðilegu sjónarmiði. Þess ber mjög að óska, að hinni nýskip- uðu nefnd megi auðnast að ganga svo frá hinu mikilsverða hlutverki sinu, að Menntaskól- anum verði ætlaður í framtíð- inni staður, þar sem hann nú er og hefir fest rætur í menningar- sögu þjóðarinnar, að skólan- um verði afhent í afmælisgjöf nægilegt landrými tiJ hæfilegrar aukningar starfsemi sinni — og umfram allt að gamla húsið fái að standa óbreytt meðan þess er nokkur kostur. Við eigum svo fáar „tradi- tionir“ að við megum ekki við því að glata þeim dýrmætustu. Bœíar fréttír I.O.O.F. — Spilakvöld. Frú Gerd Grieg verður hér á landi nokkurn tíma enn. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Heddu Gabler kl. 8 í kvöld, og hefst sala aðgöngumi'ða kl. 2 í dag. — Eins og á'Öur hefir veriÖ getiÖ, átti frú Gerd Grieg aÖ fara til Eng- lands mjög fljótlega, þar sem henn- ar bíÖa önnur verkefni. En fyrir vinsamlega aÖstoÖ norska sendiherr- ans Esmarchs hefir frú Grieg feng- iÖ nokkurn frest á skyldustörfum sínum í Englandi. — Þessi fregn er óefað mikið gleðiefni fyrir leik- húsgesti, en þó mest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, sem nú mun geta haft nokkrar sýningar í viðbót með frú Gerd Grieg. AÖsóknin að þeim sjö sýningum, sem búnar eru á Heddu Gabler hefir verið sérstaklega góð, enda hefir leiknum veriÖ afar vel tekið. Frá Golfklúbb fslands. Félagar, munið að tilkynna þátt- töku ykkar í árshátíð klúbbsins fyr- i ir r. nóv. Tilkynnið þátttökuna til 1 Guido Bernhöft, simi 2790, og Ja- kobs Hafstein, sími 5948. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. — t9.25 Hljómplötur: Segovia leikur á gít- ar. 20,0 oFréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Knútur Arngrímsson kennari: Vesturlönd Asíu, II: Logaland. Er- indi. b) Sigurður Grímsson lög- fræðingur: „Á að selja Battaríið?“ Frásaga. c) „Kling-klang“-kvintett- inn syngur (Ólafur Beinteinsson og fleiri). 21,50 Fréttir. Bezt að augljsa í Vísi. Sjúkrasamlagsiðgjöldin verða hækkuð írá 1. nóv. n. k, Sjúkrasamlagið hefur sótt um lyfsöluleyfi. Vegna dýrtíðarinnar, hækkandi kaups og hækkandi vísitölu virðist óhjákvæmilegt að hækka iðgjöld Sjúkrasamlags- ins frá 1. nóv. n. k. Getur farið svo, að iðgjöldin verði að hækka upp í a«t að kr. 10.00 pr. mánuð. í fyrradag liélt stjórn Sjúkrasamlagsins fund og var þar sam- þykkt eftirfarandi tillaga: I „Stjórn S. R. telur nauðsyn- | öll gjöld til lækna i samræmi legt að liækka nú þegar iðgjöld við kauphækkun opinberra sainlagsmanna í kr. 10 um mán- starfsmanna og nemur sú hækk- j uð, en með hliðsjón af þvi, hvc un samlals 320 þús. kr., er iðgjöldin eru þegar orðin liá, Sjúkrasamlagið verður að treystir stjórn S. R. sér ekki til greiða. Ennfremur liefir kaup að leggja til að iðgjöldin verði skrifstofufólks og annars starfs- hækkuð meira en í kr. 8.00 pr. liðs Saml. liækkað i hlutfalli við mánuð og treystir þvi jafnframt, þetta. Loks hefir vísitalan hækk- að daggjöldin á sjúkrahúsum að til inikilla muna og bitnar ríkisins haldist óbreytt allt ár- það allt á Sjúkrasamlaginu. ið 1942 og opinber styrkur til Þess skal að lokum geta, að S. R. aulcinn." Sjúkrasamlagið hefir sótt um Hafði Visir tal af Gunnari E. lyfsöluleyfi til ríkisstjórnarinn- Benediktssyni lögfræðingi, sem ar fyrir samlagsmenn sina, sæti á í stjórn SjúkrasamJagsins. þannig að ágóðinn af lyfjaverzl- Tjáði hann blaðinu að samþykkt uninni renni til stofnunarinnar þessa bæri að skoða sem áskor- sjálfrar, en ekki til einstakra un til ríkisstjórnarinnar uin lyfjabúðaeigenda. verulega aukin fjárframlög til rikisspítalanna og til trygging- anna, svo ekki þyrfti að hækka daggjöld á ríkisspitölunum aö jafn verulegu leyti sem ákveðið hefir verið. Annars hefir rikisstjórnin á- kveðið að hækka daggjöldin um þriðjung, eða úr kr. 10 i kr. 15 frá 1. okt. s.l. Þessari hækkun hefir stjórn Sjúkrasamlagsins eindregið mótmælt. Þá hækkuðu frá 1. júlí s.l. Vanur bílstjóri óskar eftir að keyra góðan vörubil eða bíl hjá heildsölu- firrna. Hefi einnig góða vinnu fyrir vörubil. Tilboð, rnerkt: „Vanur“, sendist blaðinu fyrir laugardag. — Fy ri rliggjandi tii bygginga Steyptir steinar, einangr- unarplötur úr vikri og hefil- spónum. Ennfremur vikur- holsteinn. STEINAGERÐ Guðmundar Agnarssonar. Þvervegi 2. Skerjafirði. Mig vantar lijáioanraiii iil aðstoðar á vinnustofum minum og til að kynda tvær miðstöðvar. KRISTJÁN SIGGEIRSSON. Clark Gable, kvikmyndaleik- sýnir þegar hann gekk í flug- ! ari, verður í dag liðsforingi í , herinn í ágúst s. 1. flugliði Bandaríkjahers. Myndin ! Dug'lcs'ur nn^lingnr óskast til að bera blaðið til kaupenda um SólTellina Dagblaðiö Vísir Hú§ tíl §ölu Nánari upplýsingar gefur Gnðlans:nr Þorláksson Austurstræti 7. Sími 2002 10-15% afsláttur af cCtirtöklnm) töiisu: Herra- og dömu- rykfrökkum, drengía-vetirarfrökkum, dömu- og telpukápum og nokkurum kiólhöiinti. Takmarkaðar birgðir. Komið heldur fyni en síðari hluta dags, þá er minna að gera og þér fáið fljótari afgreiðslu. VESTA, Laugavegi 40. Diig'leg'iin ungling vantar til aö bera til ! kaupenda un, LaiigrariiewTeg ogr Klcppslíioltiö frá 1. næsta mánaðar 1 Uagblaðið VfSlít Simi 1660 Smásöluverð á vindlingum. Otsöluverð á enskum vindlingum má eigi vex.a hærra en hér segir. Players N/C med 20 stk. pk. Ms. 2.50 pakkinn I May Blossom 20 — 2.25 — De Reszke, Virginia 20 — 1.90 — Commander 20 — 1.90 — De Reszke, tyrkn 20 — — — 2.00 — Teofani 20 -r- 2.20 — Derby 10 — 1.25 — Soussa 20 — — 2.00 — . Melaehrino nr. 25 20 — 2.00 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má úisöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASÁLA R!KISINS. Utivist barna. Hér með er athygli vakin á 19. gr. lögreglusainþykkt- ar Reyk javikur, sem hl jóðar svo: „Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðom og öl- drykk justofum. Þeim er óheimill aðgangur að almenn- um kaffistofum eftir kl. 20, nema í fylgd með fullorðn- um, sem bera ábvrgð á þeim. Eigendum og umsjónar- mönnum þessara stofnana ber að sjá um5 að unglingar fái þar ekki aðgang né hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en íd. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seánna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum, Foreldrar og húsbændur bamanna skulu, að viðlögð- um sektum, sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt.“ Mun lögreglan hafa ríkt eftirlit með, að ákvæði þessi séu haldin og tafarlaust láta þá sæta ábyrgð, sem brjóta gegn þeim. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. okt. 1942. AGNAR KOFOED HANSEN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.