Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóvember 1942. 230. tbl. Bretar víkka skarð- ið í víggirðingum Rommels. \ Orusta, sem úrslitum raeður, stendur yflr. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, i morgun. . * Attundi herinn hefir getað víkkað skarðið, sem hann hefir rofið í stöðvar Þjóðverja og ítala nyrzt á E1 Alameinvígstöðvunum. Stend- ur yfir mikil orusta á þessum slóðum og er aðalbardaga- svæðið um 13 km. frá sjó og 25—30 km. vestur af E1 Alamein. Heitir hérað það Tel el Akaki. Allar líkur virðast benda til þess, að sú orusta, sem nú er háð milli áttunda here Alexanders og hersveita Rommels muni ráða úrslitum í baráttu þeiiri, sem nú er hafin í Norður-Afríku. Sá, er bíður ósigur mun að líkindum tapa öllu. . Þetta er skoðun blaðamanna, sem fylgjast með hernaðarað- gerðum í Egiptalandi og það er heldur ekki dregin dul á það i löndum bandamanna, að þar er fylgzt með öllum atburðum af mikilli eftirvæntingu. Þjóðverjar hafa nú sent 15. og 21. bryndeildir sínar fram, til or- ustu og er þá talið, að þeir tjaldi öllu sem til er. Skriðdrekaorustan mikla, sem nú stendur yfir, hófst á þvi, að Rommel sendi ítalska skrið- dreka fram, en litlu siðar komu þeir þýzku tii sögunnar og fór þá orustan að nálgast hámarkið. Þýzku skriðdrekarnir ruddust fram hvað eftir annað, til að loka skarðinu, sem bandamenn rufu i varnir þeirra, en stór- skotahríðin var svo ægileg, að hún var eins og órjúfandi vegg- ur. Stendur orustan enn yfir, án þess að nokkuð lát hafi orðið á. Þáttur flugvélanna. Að þessu sinni hafa bandamenn ekki ætlað sér að þurfa að fara lialloka vegna þess að þá vantaði flugvélar. Þeir hafa alger yfir- í'áð í lofti og í fyrsta skipti, síð- an styrjöldin liófst, hefir flug- herstjórn þeirra í Egiptalandi skýrt frá því í opinberri til- kynningu. Flugher bandamanna er i si- felldum leiðöngrum, allan sól- Uíítar Kaisers veoa ul 140 smðl. Flugbátar þeir, sem byggð- ir verða í skipasmíðastöðv- um Henry Kaisers í Banda- ríkjunum verða meira en tvisvar sinnum stærri en stærsti flugbátur, sem smíð- aður hefir verið. Stærsti flugbátur heims er „Mars“, sem vegur 70 smá- lestir. Flugbátar Kaisers verða þvi að minnsta kosti 140 smálestir og burðar- magn þeirra skiptir tugum smálesta. Kaiser gerir ráð fyrir því, að hægt verði að hefja fjölframleiðslu á flugbátun- um, áður en tilraunaflugi verður að fullu lokið. arhringinn og hinar léttari teg- undir sprengjuflugvéla, sem beitt er nær eingöngu gegn framstöðvum ítala og Þjóðverja, varpa niður að jafnaði 100 smál. sprengja á dag. Hinar stærri og langfleygari sprengjuflugvélar hafa farið í árásir á Krít og fyrir suðvestaa eyna hæfðu þær tvo ítalska tundurspilla. Orustuflugvélarnar hafa hins- vegar aðallega það hlutverk að gæta þess, að ekki sé gerðar loft- árásir á stöðvar bandamanna. Nota Þjóðverjar aðallega steypiflugvélar af gerðinni .Tu— 87 til þeirra árása. Hópur þeirra — 25 að tölu — ætlaði í gær að gera árás á stöð þar sem skriðdrekar banda- manna söfnuðust til árásar. Þó að 20 Messerschmitt-flugvélar væri þeim lil verndar, lögðu or-» ustuflugvélar bandámanna samt til atlögu og skutu niður 5 steypiflugvélar og 3 af orustu- flugvélunum. Hlutlausir fréttaritarar i Berlín síma nú á þann veg til blaða sinna, segir i fregn frá Sviss, að af þvi má marka, að Þjóðverjar liafa áhyggjur af á- standinu í N.-Afríkp. 517 IVorðarlanda- skipum sökkt. 1 Síðan styrjöldin hófst hafa 517 skip Norðurlandaþjóða far- izt af völdum hernaðaraðgerða — samtals 2 millj. smál. Af þessum skipafjöldá eru 146 skip, sem Svíar áttu og voru þau um 700 þús. smálestir að stærð. Sænskar frégnir herma, að af þeim skjpuin, sem sigla til Þýzkalands nú, farizt að jafn- aði eitt á degi hverjum. Syifflugur eru nú í fjölfram- leiðslu bæði i Bandríkjunurri og Bretlandi. Á að nota þær við innrás. • • Norskt-sænskt félag var stofn- að í Stokkhólmi um siðustu helgi. Á fimmta hundrað manns hafa þegar gengið í félagið. Eimreið fyrir 2. vígstöðvar. Bretar eru að smíða sérstakar eimreiðar fyrir nýjar vígstöðvar í Evrópu. Þetta var tilkynnt i London í gær og gefnar þær upplýsingar að auki, að sporvídd eimreiða þessara væri hin sama og spor- vídd allra landa i Evrópu nema Spánar, Portúgals og Rússlands. Eimreiðar jæssar eru tiltölu- lega léttar —- en þó sterkar — svo að auðvelt sé að flytja þær yfir sjó. Kosningar í U. S. lylkisstiliri lievr York. Republikanar vinna á. Fjrstu úrslit kosninganna í Bandaríkjunum, sem borizt hafa, sýna, að flokkur republik- ana hefir unnið á. Þau kosningaúrslit, sem mesta eftirtekt vekja, eru úrslit- in í New York. Þar sigraði Thomas Dewey, fylkisstjóra- efni repúblikana með % millj. atkvæðameirihluta. í New York liafa demokratar verið ráðandi í 20 ár, en ósam- komulag varð um frambjóð- anda þeirra að Jiessu sinni. (Sjá greinina „Kosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag- inn“, sem birtist hér i blaðinu s. 1. föstudag). Síðustu fregnir eru á þá leið, að búið sé að telja í 304 kjör- dæmum og þar hafi repúublik- anar fengið 1 14 fulltrúa (höfðu 166 af 423 áður). Þjóðvepjar mega koma Guadalcanal: Japanir koma liði á land. Bandamenn þegar farnir að nota Kokoda- flugvöllinn á N. Guineu. ^lamkvæmt fregn frá Washington í nótt hefir Japönum tek- izt að koma liði á land að baki stöðva Bandaríkjamanna á eynni Guadalcanal. Ekki er þess getið, hve mikil brögð voru að þessu, og mun heldur um strandhögg að ræða. Jafnframt þvi, sem þessi fregn barst út um heiminn, var skýrt frá því, að herskip Banda- ríkjainanna, sem hafa bæki- stöð sína við eyna, hefði gert á- rás á stöðvar Japana. Skutu tundurspillar á hús og birgða- hlaða. Bandaríkjaherliðið hefir lika haldið áfram árásjum sinum á landi. Nýja Guinea. Fáeinum klukkustundum eft- ir að Ástraliumenn tóku Kok- oda vorú flugvélar þeirra af ýmsum gerðum farnar að riota flugvöllinn þar. Flýðu Japanar svo skjótt, -að þeir gáfu sér eng- an tima til þess að evðileggja rennibcautir flugvallarins. Foringi Ástralíumanna ávarp- aði menn sína, Jiegar til Kokoda var komið. Sagði hann, að nú I væri búið að hrekja Japani ofan úr Owen Stanley-fjöllun- um og væri þá næsta hlutverk að hrekja þá allsstaðar af Nýju Guineu. Rúsiar rryna að brjótait ytir Don, scjfja Þjóðverjar. Þjóðvarjar skýra frá því, að Rússar geri þráfaldlega tilraunir til að brjótast vestur yfir Don- fljót. Segja þeir að hersveitir þeirra sjálfra eða bandamanna þeirra hindri allar slíkar tilraUnir. Rússar skýra ekki frá þessu, en í gær var hinsvegar sagt frá þvi i viðaukatilkynningu herstjórn- arinnar, að Rússar hefðu brotizt yfir á eyju eða hólma i Don- fljóti. Rússar liafa skipað nefnd, sem ætlað er að rannsaka franl- ferði Þjóðverja í hinum lier- numda hluta landsins og hermd- arverk, sem jjeir eru sakaðir um að liafa framið þar. Nefndar- menn eru þrir og eru tveir þeirra Alexei Tolstoy rithöfundur og erkibiskupinn af Kiev. í Gtalingrad situr allt við hið sama. Þar skiptast á áhlaup og gagnáhlaup og kveðast Rússar hafa bætt aðstöðu sina. Þjóðverjar kveðast sækja enn á suðaustur af Naltsjik, þar sem þeir hafa þokast áfram, að und- anförnu, enda leggja þeir mikla áherzlu á sóknina þarna núna. Strandhögg. Landgöngulið Svartaliafsflota Rússa gerir tíð strandhögg á strönd Kákasus, allmikið fyrir norðan víglínu Þjóðverja. Ný- lega réðst sveit sjóliða á land, náði bigðastöð á vald sitt og gat eyðilagt hana að miklum leyti, áður en Þjóðverjum barst liðauki og þeir gátu hrakið Rússa á brott. Hvernig lýkur stríðinu. Samkvæmt fregnum frá Lon- don hefir blað Hillers sjálfs, „Völkischer Beobachler“, birt grein þar sem þýzkt blað gerir í fyrsta skipti ráð fyrir því, að Bretar verða betur við loft- árásum búnir framvegis en veturinn 1940—41. Meðal annars hafa verið gerð 8 djúp loftvarnaskýli fyrir al- menning, sem taka samtals 60.000 manns. Þau þola sprengjur og eru gas- og vatns-held. Myndin sýnir ganginn ofan í eitt þeiri-a. fórnaði liiinu íyrir Þegar Roosevelt skipaði ný- lega þriggja manna nefnd til að rannsaka gúmmivandamál- in, var Bernard M. Baruch, er var yfirmaður liergagnafram- leiðslunnar í síðasta stríði, sett- ur formaður hennar. Þjóðverjar geti beðið ósigur í styrjöldinni. Blaðið segir, að styrjöldinni geti lokið á þrennan hátt: 1) Engil-saxnesku þjóðirnar (þ. e. Bretar og Bandaríkja- menn) sigri. 2) Rússar sigri. 3) Þjóðverjar sigri í austri og engil-saxnesku þjóðirnar verði með öllu reknar frá Evr- ópu. í London er gerð sú athuga- semd við þetta, að greinarhöf- undur geri sér ekki ljóst, að bandamenn liafi gert með sér sáttmála, sem skuldbindur þá til að semja frið allir saman og ekki hver um sig. Hlaut Victoríukrossinn eftir dauðann. Bretakonungur sæmdi nýlega flugmann einn, er fórnaði lífi sínu fyrir félaga sína, Viktoríu- krossinum fyrir frækilega fram- göngu. Flugmaður þessi stjórnaði Manchester-flugvél í árás á Köln í maí-mánuði siðastliðn- um,. Kastljós fundu flugvélina er hun var að húast til að varpa sprengjum sirium. í stað þess að reyna að sleppa ú( úr .ljósinu, liélt llugmaðurnin stefnu sinni og varpaði sprengjunum úr 7000 feta hæð. Þá lækkaði hann flugið niður i 1000 fet, en loftvarnaskot hæfðu flugvéliná hvað eftir annað. Kviknaði í lienni, en eft- ir 10 mínútur var búið að slökkva eldinn. Um sama leyti bilaði annar hreyfill flugvélarinnar, en ef allt væri með feljdu, átti að vera hægt að komast heim á öðrum hreyflinum. Þá fór flugvélin að láta illa að stjórn, svo að flug- maðurinn skipaði mönnum sín- um að stökkva útbyrðis. Einn þeirra ætlaði að fá honum fall- hlif, en hann skipaði lionum að stökkva strax, því að það væri ekki að vita, hversu lengi hann gæti liaft stjórn á vélinni. Þegar allir voru stokknir út úr flug- vélinni, hrapaði húri til jarðar, án þess að flugmaðurinn gæti forðað sér. Skipasmiðar Kanada eru nú orðnar meiri en skipasmíðar Bretlands, sagði verkamálaráð- herra Kanadastjórnar í gær. • 1 Bandaríkjunum er unnið að smiði 183 svonefndra EC-skipa í einu. Þau eru af nýrri gerð, sem er svo grunnist, að tund- urskeyti eiga bágt með að hæfa þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.