Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 3
VISIR f Vö r 11 )l n lí a. Sir William Dobbie hershöfðingi var landstjóxi JBreta á Malta þeg- ar ítalir höfu þátttöku sína í styrj- öldinni, en lét af landstjórastörf- unum í maúnánuði síðastliðnum, og tók þá við af honum Gort lá- varður og hershöfðingi. — Eftir- farandi Tcaflar eru úr grein eftir Sir William. Birtist greinin nú fyr- ir skemmstu í blaði B.B.C. Cailing“. .London Það eru enn óskráð mörg blöð hinnar glæsilegu varnar- sögu Malta. En þrátt fyrir það verður að teljast réttmætt að taka til athugunar þáð, sem þeg- ar hefir gerst, og athuga hvað mrá af því læra, þann tíma sem eftir er umsátarinnar. I orust- um og styrjöldum eru það ekki vopnin, svo mikilvæg sem þau eru, er úrslitum ráða. Þegar allt kemur til alls er það — næst guðlegri forsjón — mennirnir sjálfir og andlegt þrek þeirra, sem mest er um vert. Varnar- saga Malta leiðir þennan sann- leik skýrt í ljós. Hún sýnir, að þrátt fyrir skort vopna og her- gagna og annars, er það þol manna, festa og trú, sem sigrar. Eg víl minnast nokkrum orð- um á Malta og íbúa hennar. Malta er þétthyggðasta land heims. íhúatalan er talsvert yfir 250.000, og koma 2700 rnenn á ferhyrningsmílu. Af þessu er augljóst, jið eyjarskeggjar geta ekki brauðfætt sig, þótt hver blettur ræktanlegs lands sé nýtt- ur til hins ítrasta. Mestan liluta þeirra matvæla, sem íbúarnir þarfnast, og næstum allar iðn- aðarvörur, verður að flytja inn. Malta og ibúar hennar eiga þvi allt undir því, að auðið sé að halda uppi flutningum á sjó til eyjarinnar og frá henni. Af þessu leiðir að komið hefir verið ó traustum tengslum Maltabúa og brezka sjóðliðsins, og sjó- menn frá Malta eru á flestum herskipum Breta og á fjölda mörgum brezkum kaupskipum. Maltabúar skilja vel við Jivað átt er, þegar talað er um yfir- ráðin á sjónum. Vegalengdin frá Malta til Sikileyjar er að eins 60 mílur, en 1000 mílur frá Malta til næsta iands sém lýtur brezkri stjórn. Af þessum sökum liéldu margir, vinir jafnt og fjandmenn, vegna ókunnugleika, að ekki yrði unnt að verja Malta. ítalir Iétu drýg- indalega pg sögðu, að þeir myndu ná eynni á sitt vald fyrstu daga styrjaldarinnar. Þá — i júní 1940 — þegar harðast blés gegn Bretum, var varnar- styrkur Malta miklu minni en liann er í dag. ítalir munu liafa litið svo á, að þeir hefðu gullið tækifæri, til þess að láta ekki sitja við svigurmælin tóm. Þeir töluðu sem mikilmenni, en reyndust smámenni, er á hólm- inn kom, og þeir hafa aldrei getað þrýst sjálfum sér, ef svo mætti segja, til þess að hefja stór átök, til þess að hertaka eyna, sem enn er á valdi Breta, og ítölum stöðugt þrándur í götu. Malta var fyrsti staðurinn í Bretaveldi, \sem varð fyrir mikl- um loftárásum. íbúar Malta urðu því að liorfast í augu við hættur og ógnir, sem þeir vissu lítil deili á. Ríkisstjórnin á eynni veitti íbúunúm allar þær leið- beiningar, sem unnt var — en þær leiðbeiningar, sem unnt var að gefa á þeim tíma; byggðust vitanlega ekki á reynslu nema að litlu leyti. Ibúar Malta urðu sjálfir að læra af reynslunni, hversu bezt yrði varist hinum nýju hættum. Á þessu sviði höfðu ibúar Malta forystuna og — fordæmi Jieirra reyndist hið glæsilegasta. Ibúar Malta hafa litlar mætur á Itölum. í sannleika sagt hefir það jafnan komið í Ijós í styrj- öldinni, að Maltabúar fyrirlíta þessa fjandmenn sína. Þegar hættumerki var gefið vegna þess, að ítalskar flugvélar nálg- uðust, héldu menn áfram störf- um, yptu öxlum og sögðu: „Það eru bara ltalir“. Jafnvel konur og börn tóku þannig til orða. Vitanlega varð að beita áhrif- um til þess að uppræta þetta, því að ítalskar sprengjur geta valdið manntjóni ekki síður en þýzkar. Og var nú unnið að því að fá menn til þess að leita jafn- an loftvarnabyrgja á hættu- stundum. Svo er guði fyrir að þakka, að náttúruskilyrði eru hin beztu á Malta til þess að útbúa neðan- jarðarbyrgi. Klettarnir eru ekki liarðari en það, að það er hæg't að vinna á þeim, en það er ör- ugg vörn í byrgjum þeim, sem sprengd 'hafa verið í björg og kletta, og auk jjess eru liellar af náttúrunnar hönd gerðir. Af þessum sökum hefir manntjón á Malta orðið miklu minna en ella liefði verið. En þótt lifi þúsunda vrði þannig bjargað var ekki liægt að vernda liús ibúanna. Margir þeirra koma upp úr loftvamabyrgjunum að liúsi sínu í rústum. Það var á- takanleg sjón að sjá menn leita í rústunum, að einhverju nýti- legu, minjagripum og öðrum, en hugrekki manna var jafnan að- dáunarvert. Margoft hefi eg heyrt konur segja: „Við höfum glatað öllu, en það skiptir engu, ef sigur vinst.“ Nokkur orð um börnin. Það voru gildar ástæður til þess að hafa áhyggjur miklar af því hver áhrif hinar tíðu árásir og bættumerki mundi haE á börn- in, en reyndin hefir orðið, að þau hafa ekki verið eftirbátar hinna fullorðnu að þvi er hug- rekki snertir. Einkum var áber- andi hve áhugi smádrengja var mikill. Þeir vildu fylgjast með öllu — frá því er flugvélarnar komu í augsýn, og einkum er Spitfireflugvélar okkar komu til skjalanna. Eg er smeykur um, að sumum þessara drengja finnist deyfðarbragur á öllu, þegar stríðinu lýkur. — Það er eitt af vandamálunum að sjá börnum og unginennum fyiii menntun, þvi að skólan.ir eru í rústum eða voru teknir til notkunar sem sjúkraliús. Ung- mennin eru framtiðarborgar- arnir og það verður að gefa þeim tækifæri til þess að koma sér áfram í lífinu, og til þess er menntun nauðsynleg. En kennslu hefir verið haldið áfram á ýmsum stöðum, ineð sæmileg- Um árangri. Vegna styi'jaldarinnar liefir kreppt að fólki ýmissa stétta. Atvinna byggðist á innflutningi. Þetta fólk varð að fá önnur við- fangsefni, og fékk þau, ó vegum landhers, flughers og flota, við margskonar hjálparstörf. Sættu menn sig við þetta glöðu geði, en glaðiyndi og jafnlyndi er einkenni íbúa>Malta. Eitt sinn fékk eg bréf frá drengjum í þor,pi nokkru. Þeir spurðu livort þeir gætu tekið þátt í einhverjum störfum eins og fullorðna fólkið. Þeir sögð- ust gjarnan vilja fá einkennis- búninga, en annars skipti það ekki miklu máli, ef þeir bará gætu gert eitthvað gagn. Eg er sannfærður um, að það sem til grundvallar lá, var einlægur vilji til þess að verða að liði. Hjá þessum ^rengjum var einnig um hið rétta hugarfar að ræða. Ibúar Möltu finna mikið til sín. Þeir eru( hreyknir af bygg- ingum sínum, sem margar eru gamlar og stilfagrar. Margar þeirra hafa laskast, en sumar eru í rústum, og er það ibúun- um sorgarefni. Það gengur kraftaverki næst, að sumar byggingarnar skuli vera uppi- standandi. Eg sá eitt sinn sprengju koma niður á turn- hvelfingu þorpskirkju, sem þorpsbúar höfðu miklar mæt- ur á. Kirkjan var mikið mann- virki og var byggð af þeim inönnum, sem nú eru á lífi. Sprengjan eyðilagði að mestu turnhvelfinguna, en í kirkj- unni sjálfri, þar sem fólk hafði leitað skjóls í tugatali, varð ekkert tjón. Fólk leit á þetta sem kraftaverk, eins og það í sannleika var. Samvinna hers, flughers og flota við íbúana hefir verið með ágætum. Hermenn og ibú- ar Malta annast sameiginlega loftvarnabyssur eyjarinnar. Skytturnar eru fyrsta flokks —r og hafa líka fengið æfing- una. Einn mánuð skutu þær niður eitt hundrað þýzkar og ítalskar flugvélar. Það er alvörublær á öllu lífi eyjarskeggja nú í styrjöldinni, en þeir hafa þó — þrátt fyrir allar hörmungarnar — varð- veitt lífsgleðina í hjarta sínu, og bíða vongóðir friðar og betri tíma. Hjálpin, sem komið hefir annarstaðar frá, hvatning og aðdáun og virðingarvottur, hefir glatt þá, ekki sizt er þeir voru sæmdir Georgskrossinum fyrir liugrekki þeirra, þrek og trúfesti. V Að eins fá orð til viðbótar. Þau tvö umsátrarár sem eg var Nýreykt hangikjöt fæst nú aftur í helztu bæjariiis landstjóri á Malta var eg mér þess alltaf meðvitandi, að Guð hélt verndarhendi sinni yfir okkur — að öryggi okkar liyggðist mest á því, að við vor- um æ aðnjótandi verndar guð- legrar forsjár. Reynslan kennir oss, að þetta þrent er mikil- vægast: Að vera hugrakkur, aíj hjálpa hvor öðrum og treysta Guði. Útvarpið í dag. Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljóm- plötur: Lög leikin á blásturshljóð- færi. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöld- vaka : a) Gils Gu'Ömundsson kenn- ari: Gamalt og nýtt frá Vestfjörð- um, I: Mannskaðaveður. Frásögu- þættir. b) 21.00 Jón Eyþórsson :* „Lönd leyndardómanna“; þættir úr ritum Sven Hedins. Upplestur. c) 21.25 Anna Guðmundsdóttir leik- kona: „Við banabeð", smásaga eft- ir Victoriu Benedictsen. Upplestur. Ennfremur lög af hljómplötum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLtSA í VÍSI Hallo! Hallo! lltsalan hekiui' áfram á Bergstaðastræti 22. Seldar verða allskonar tækifærisg.jafavörur svo sem: Leðurvörur, veski, karla og kvenna, silki- sokkamöppur, vasaklútamöppur, peninga- buddur, tóbaksveski, sigarettuveski, hanzkar, belti, skólatöskur, götu-„tuðrur“. — Þá snyrtivörur, hálsfestar, brjóstnælur, arm- bönd, steinhringar og m. m. fl. Loks mikið af barnaleikföngum, speglum, myndarömmum, saumakössum, gúmmí- hönzkum. Og svona mætti lengi telja. Afsláttur frá 5% —10% af öllu. Allt nýjar vörur. Komið, sjáið, sannfærist. — Sá tapar ekki, sem fyrstur fær. Verzlunin BJARMI, Bergstaðastræti 22. Börn óskast til að bera blaðið til kaupenda um Langfarnesvegr ogr Kleppsliolt , Dagblaðið Yf.Hllt Simriefio Miðstöðvareldavél til sölu, frekar stór.-Upplýsingar hjá JÓNI GUÐNASYNI, Grettisgötu 59, eftir kl. 7 á kvöldin. Alúðar þakkir til allra vina minna og kumnngja, sem glöddu mig og heiðruðu á svo margvislegim hátt á $]&- tugs-afmæli minu, 2. nóvember. Tómas Þo l•5teinssort Alúðar þakkir til allra, er sendu okkur heiílaóskir og: komu og glöddu okkur á afmælisdegi okkar. Guð blessi gkkur öll. Sigriðnr og Simon, Höfðaborg . SkrifstofustMka óskast. jlv.1L Ntdlku Upplýsingar i vantar á Hótel Borg skpifstofunni. Stúlka frá 1&—25 Flóra. 1---- ára getur fengið franitiðaratvinnu i BIómaverzL Eiginhandar umsókn sendist i Flóru fyrir fludagskvöld. Landskjr rstjórn kemur saman í Alþingishúsimi fimmfudag 5. nóv. kl. 10 árdegis til þess að útþluta uppbótar- þingsætum. til jöfnunar milli þingflokka. ■— MAGNtJS sigurðsson, oddviti landkjörstjórnar. ; ; Independence eldspýtur Kosta 12 aura stokkurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.