Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1942, Blaðsíða 2
V I S 1 fl 'VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félögsprentsmiðjan h.f. Hyggindi, sem í hag koma. Qll lönd heims heyja baráttu geng verðbólgunni, en beita misjöfnum og misjafnlega mörgum brögðum til að vinna bug á henni. Vafalaust kemur hér margt til álita svo sem auknir skattar, uppbótargreiðsl- ur af opinberri hálfu til fram- leiðenda, lækkun tolla á nauð- synjavörum, skyldusparnaður, en þó öllu öðru frekar lagasetn- ing, sem tryggi heilbrigt og ör- uggt eftirlit með kauplagi og verðlagi, svo og hitt að aldrei sé gengið á rétt einnar stéttar annari frekar. Hik i þessu efni er sama og tap, og í rauninni má segja að þjóðin hafi liðið tilfinnanleg skakkaföll fyrir þá sök að bún skildi ekki vitjunar- tíma sinn, — en þá sölc eiga fyrst og fremst injög fámennir flokkar i þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn treysti þjóðinni til að bregðast vel og drengilega við vandanum þegar í upphafi, og lagði því til að hin fi-jálsa leið yrði farin til þess að hefta verðbólguna, þannig að ekki þyrfti að koma til opin- berrar íhlulunar i lagasetning- arformi. Vel hefði einnig getað komið til greina að kjör liinna ýmsu stétta yrðu samræmd eftir því sem frekast voru föng á, ef athugun og rannsókn hefði sýnt, að launahlutföllin milli stétta væru ekki rétt, og þyrftu því breytinga við. Frjálsa leiðin kom hinsvegar aldrei til fram- kvæmda,' af þeim sökum að gegn henni var risið, og eiga þar alþýðuflokksmenn og socialista- flokkurinn þyngsta sök. Þegar svo var komið að sýnt þótti, að þjóðin kunni ekki að meta hina frjálsu leið, og þau réttindi, sem hún tryggði sér á þann hátt, hvarf Sjálfstæðisflokkurinn að því ráði, að styðja löggjöf þá, sem Framsóknarflokkurinn taldi allra meina bót, en varð þó fyrstur til að bregðast þegar á reyndi. Enginn neitar nú, að hin frjálsa leið hefði verið æskilegust allra hluta vegna, og allir viðurkenna, — aðrir en aumustu áróðursskriflin, — að lagasetningin um dómnefnd í kauplags- og verðlags-málum, hafi verið virðingarverð tilraun til að ráða bót á vandanum, þótt hún kæmi ekki að þvi gagni, sem ætlað var. Nú eru einnig allir á einu máli um, að einhverjar ráðstafanir verði að gera til þess að koma i veg fyrir frekari verðbólgu, og til þess einnig að draga úr þeirri verðbólgu, sem þegar er orðin. Almenningi er vel kunnugt, að megnið af fiskafurðum lands- manna er þegar selt fyrir á- kveðið verð, sem engin likindi eru til að breytist, þótt kauplag og allur kostnaður við útgerð- ina margfaldist. Þelta hlýtur ó- hjákvæmilega að leiða til þess, að starfsemi frystiliúsanna stöðvast fyrr eða síðar, og hafa þegar borizt fréttir um að sum frystihúsin hafi horfið frá starf- rækslu, af því að auðsætt er fyrirfram að um stórfelldan taprekstur yrði að ræðá. Þetta þýðir aftur að sjávarútvegur sá. sem hér hefir verið uppi haidið, dregst stórlega saman, — smærri bátar verða ekki reknir, heldur aðeins botnvörpungar og stærri skip, sem sjálf flytja afla sinn á erlendan markað, og þau þó aðeins meðan að markaður- inn er hagstæður. Um hinn innlenda iðnað má segja, að hann sé að nokkuru þegar fallinp i rústir, en aðrar greinar hans hangi á horriminni og muni fyrr en varir verða að draga saman seglin eða hætta alveg, og þannig mætti lengi telja. Þótl hér liafi örfá dæmi verið nefnd eru þau aðeins fyrirboði þess, sem verða vill, og ef ekki er úr bætt í tima bíður fram- undan eymd sjálfskapai*vítanna og þar getum við engu um kennt öðrum en okkur sjálfum, þótt illt muni mörgum þykja að Ixila er á reynir. Hver einsstaklingur hlýtur að sjá hvert,>itefnir, en ef svo er ætti liann einnig að vera reiðu- búinn til að leggja á sig nokk- ura byrði til þess að afstýra vandræðunum í tíma, og enn er það ekki of seint, ef hafizt er handa. Engum er gróði að á- framhaldandi verðbólgu, heldur tapar hver einstaklingur og þjóðin í heild, en tilfinnanleg- ast verður tapið hjá þeim, sem við engu slíku mega, gamal- mennum og öðrum þeim, sem' ekki þiggja laun og geta ekki lifað á því, sem þeir hafa lianda í millum, sökum aukinnar verðbólgu. Er það vist að þá er fleiri veggjum hætt, en náung- ans vegg, sem brennur, hvort sem menn hafa fulla skynsemi til að afstýra frekara tjóni eða ekki. Það væru vissulega hygg- indi, sem í hag kæmu, ef þjóðin æskti þess nú sjálf að taka á sig nokkurar byrðar til að af- stýra vandræðum, en þó þær minnstu sem þörf væri á. Al- þingi getur aldrei ráðið bót á vandanum, nema því aðeins að þjóðin standi heil og óskipt að málunum, og láti enga vand- ræðamenn bleklcja sig né hindra að þær ráðstafanir verði gerðar til úrbóta, sem gera þarf. Verkefni Tónlistar- félagsins í vetur. Tónlistarfélagið hefir nú gert heyrum kunnugt hvaða verkefni það tekur til meðferðar í vetur. Fyrstu hljömleikamir verða haldnii’ i sambandi við þing listamanna, og verða fluttir í há- skólanum. Verða þar eingöngu leikin norræn verk, eftir Sibe- lius, Atterberg, Pál ísólfsson og fleiri. Eftir áramótin verður haldið hljómJistarkvöld, sérstaklega helgað „kammermúsik“ og verð- ur þá fluttur einn af Branden- burgarkonsertum Bach’s, Oktett eftir Mendelsohn og eitthvað fleira. Seinna verður Jóhannesar- passían eftir Bach tekin til með- ferðar. í maimánuði verður aldaraf- mæli Griegs minnst með sér- stökunvhljómleikum, helguðum lionum. Klakadrönglar og sprengjuflutningur, Blaðið „íslendingur“ á Akur- eyri skýrir frá því fyrir skemmstu, að lögreglan á Ak- ureyri liafi orðið að ganga fram í því að brjóta niður stórgerða klakadröngla, sem hangið hafa að undanfömu niður úr þak- brúnum húsa í bænum. Hefir stafað allmikil slysahætta af ís- drönglum þessum, því þeir hanga beint fyrir ofan höfuðin á vegfarendunum, þegar þeir ganga á gangstéttunum. 10 millj. kr. skuldabréfalán til að ljúka hitaveitunni. Málið kemur fyrir bæjarstjórn á morgun. Á morgun liggur fyrir bæjarstjómai'fundi tillaga til annarrar umræðu um að bærinn taki allt að 10 miiljón króna skuldabréfalán til að Ijúka hitaveituframkvæmd- unum. Yrði bæjamáði falið að sjá um lántökuna og á- kveða lánskjörin, en borgarstjóra yrði veitt fullt og ó- takmarkað umboð til þess að undirrita skuldabréf fyr-ir láninu. Mál þetta kom til fyrstu um- ræðu í sumar, en verður nú tekið til annarar umræðu á bæjar- stjórnarfundi á morgun. I lieild var tillagan á þessa leið: „Bæjarstjórnin samþykkir að taka skuldabréfalán til þess að Jjúka hitaveituframkvæmdun- umj að upphæð allt að kr. 10.- 000.000,00 — tíu milljónir króna— og felur bæjarráði að sjá um lántökuna og ákveða lánskjörin, en veitir borgar- stjóra Bjarna Benediktssyni fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita skuldabréf fyr- ii Iáninu.“ Ennfremur var á sama fundi eftirfarandi tillögu einnig vísað lil annarar umræðu: „Bæjarstjórnin veitir borgar- stjóra Bjarná Benediktssyni fullt og ótakmarkað umboð lil þess, með samþykki bæjarráðs og með áskildum fyrirvara um ábyrgð á hitaveituefnivörum, sem liggja í Kaupmannahöfn, að .semja við A/S Höjgaarð & Schultz um óhjákvæmilegar breytingar á samningi bæjar- stjórnar við firmað, dags. 15. júní 1939, um framkvæmd hita- veitunnar frá Reykjum, eða gera nýjan samning um að ljúka verkinu.“ Yisir átti tal við borgarstjóra í morgun, en hann kvaðst ekki telja sér fært að gefa neinar upplýsingar um þetta mál fyr en á bæjarstjórnarfundinum annað kvöld, meðfram vegna þess, að hann hefði sjálfur enn- þá ekki fullnægjandi gögn í liöndunum. Sandpokabyrgi byggð á nokkrum stððnm í mlð- bænom. Byrgin eru stór og rúma alls um ÍOOO manns. Þeir, sem hafa á hendi stjórn loftvarnanna, hafa sannfærst um nauðsyn þess, til aukins öryggis borgaranna, þegar hættu- merki eru gefin vegna loftárása, að koma upp sandpoka- byrgjum á nokkrum stöðum í bænum. Hefir nú verið hafist handa í þessu efni og er verið að koma upp traustum byrgjum, sem hlaðin eru úr sandpokum og reft yfir með viðum og sand- pokum hlaðið þar yfir. Á fundi bæjarráðs fyrir skemmstu var lagt fram eftirrit af bréfi frá loftvarnanefnd, með tilkynningu nefndarinnar 5. f. m. um að byggja sandpokabyrgi við Oddfellowhúsið, við Tjarn- argötu 10, á Austurvelli, á Ot- norðurvelli og við Lækjargötu hjá Menntaskólanum. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að nefndin léti byggja nauðsynleg byrgi í Miðbænum, og fól borgarstjóra og bæjár- verkfræðingi að ákveða staði fyrir byrgin, í samráði við nefndina. Þá samþykkti og bæjarráð fyrir sitt leyíi að ioftvarnanefnd keypti 150000 sancpoka af setuliðinu fyrir ca. 25 aura stykkið. Vísir hefir spurt lögreglu- stjóra, Agnar Kofoed-Hansen, um byrgi þessi. Kvað hann fyrsta byrgið eða byrgjasamr stæðuna hafa verið byggða i Miðbæjarskólaportinu. Var það Þá skýrir sama blað frá því að bóndi nokkur i Eyjafirði hafi gert sér mikið ómak til að flytja sprengju langar leiðir, sjóleiðis, til setuliðsins. Til allrar hamingju fyrir bóndann var hér um að ræða æfingasprengju, með öllu skað- lausa, sem setuliðsflugvélar hér höfðu látið niður falla. En út af þessu atviki hefir setuliðið á Akureyri fundið sig knúð til að aðvara fólk að snerta ekki sprengjur og því síður að flytja þær til, heldur að gera sýslumanni eða setuliðinu að- vart. byggt í reynsluskyni, en hern- aðaryfirvöldin hafa eindregið mælt með þessari tegund byrgja. Hver byrgjasamstæða mun í'úma 100—200 manns. Vinna hafin við stórbygg ingu fyrir póst og sfma a Akureyrl. Á Akureyri er nú hafin vinna á stórbyggingu fyrir póst og síma, er póst- og símamála- stjórnin lætur reisa við Hafnar- stræti þar í bæ. Hús þetta er ákveðið að verði fjórar hæðir og kjallari og stærð þess 18.84x12.5 metrar á aðal- byggingunni, en útbygging, sem ákveðin er að reist <verði aust- an við aðalbygginguna verði 14.4x11.7 m. að stærð og 2ja hæða há. Stórhýsi þetta verður byggt úr járnbentri steinsteypu. Er vinna fyrir nokkuru hafin við grunngröft, og verður reynt að ljúka við kjallarabygginguna í haust, ef tíðarfarið leyfir. Tilboð óskast í húseignina Báru- götu 9. Ein bæð laus fró ára- mótum, Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað til Haf- liða Hafliðasonar, Bárugötu 9, fyrir 6. þ. m. Til §öln tvöfalt rúm, úr ljósu birki, með stoppuðum matressum. Til sýnis í Mjóstræti 6, neðsta hæð. — Landskjörstjórn kemur saman í Alþingishúsinu á morgun kl. io f. h. til þess að út- hluta uppbótarþingsætum til jöfn- unar milli þingflokka. Barnavinafélagið Sumargjöf biður þess getið, a<J framvegis ver'ði skrifa'Ö upp á reikninga til félagsins 3.—6. hvers mánaðar kl. 4—5 í Ingólfsstræti 9B. BcbJof frétfír Ljósmæður. Fjórar nýjar ljósmæður útskrif- uðust í september úr Ljósmæðra- skóla íslands. Þær voru: Ingibjörg Stefánsdóttir frá Mýrum í Skri'ð- dal, Katrín Loftsdóttir, Bakka í Landeyjum, Margrét Jónsdótitr, Arnarstapa á Snæfellsnesi og Sig- ríður Jónsdóttir frá Læknisstöðum á Langanesi. Þetta er minnsti Ijós- mæðrahópurinn, sem útskrifast hef- , ir frá Ljósmæðraskólanum síðan hann kom í Landspítalann, og mun breyttum aðstæðum í atvinnuhátt- j um að kenna, nóg og vel borguð í atvinna að öðru leytinu, qn lélega borguð Ijósmóðurstörf að hinu. Ferðafélag fslands hélt annan skemmtifund sinn á þessum vetri í Oddfellowhúsinu í gærkveldi. Þar flutti Einar Pálsson verkfræðingur ágætt og stórfróð- legt erindi um Grímsvatnaleiðangur frá síðastl. sumri, og drap hann þar á margt, er jökulförum 0g ferða- möynum yfirleitt mætti að gagni koma. Allmargar skuggamyndir frá leiðangrinum og fáeinar flugmynd- ir af Vatnajökli voru sýndar. Dans- að var til kl. 1. Reykholtsskóli tók til starfa fýrsta vetrardag. Nemendur eru um 80, en kennarar eru 8. Skólastjóri er Þórir Stein- þórsson. Næturlæknir. Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18, simi 4411. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki. Frá hæstarétti: Ók ölvaður fyrir Þann 30. okt. var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu réttvísin og valdstjómin gegn Sigurbirni Jóhanni Guðjónssyni og Þórði Guðna Guðmundssyni. Málavextir eru þeir, að i októ- ber 1941 var lögreglunni í Reykjavik skýrt frá því, að á- kærði, Sigurbjörn, væri að aka bil ölvaður. Brá hún þá við og lcom að ákærða, þar sem liann var að stíga út úr bifreið sinni í Lækjargötu. Innti lögreglan kærða að því, hvort liann væri ekki eigandi bifreiðarinnar, og játaði liann því. En ekki var hann að því spurður, hvort hann liefði ekið, né heldur skipti lög- reglumaður, sem leit inn í bif- reiðina, sér af manni, er sat þar og hvarf sá síðan. Er Sigurbjörn kom' til yfirheyrslu, en hann reyndist vera drukkinn, er lög- reglan kom að, játaði hann ölv- un sína, en kvað mann, er liann hitti, hafa ekið fyrir sig bifreið- inni i umrætt skipti, en neitaði að skýra frá hver það hefði ver- ið. Loks er að því var komið, að mál hans yrði tekið til dóms, skýrði hann frá því, að ákærði Þórður Guðni hefði í umrætt skipti ekið bifreiðinni, en þeir hefðu hitzt af tilviljun og hefði Þórður vepið allsgáður. Er Þórð- ur kom fyrir rétt hélt hann þessu sama fram. Kvaðst hann hafa flutt sig úr bifreiðarstjórasæt- inu strax er bifreiðin nam stað- ar i Lækjargötu, og áður en Sigurbjörn fór út, en er lögregl- an skipti sér ekkert af honum hélt hann heim til sín. Var Þórð- ur nú settur i varðhald, til þess að afplána ógreidda sekt, en þá j átaði Jiann. að hafa borið :rangt fyrir réttinum. Sannleikurinn væri sá, að Sigurbjörn og hann hefðu drukkið saman umrætt kvöld og Sigurbjörn síðan ekið bifreiðinni, en síðan fengið Þórð til þess* að játast undir að hafa keyrt bifreiðina, án þess þó að beita hann hótunum eða veita lionum, laun fyrir. Er Sigur- björn var yfirheyrður um þessi atriði, játaði hann brot sitt. Þá var og Sigurbjörn í máli þessu sakaður um óleyfilega töku á sykurpokum. Orslit málsins í héraði urðu þau, að Sigurbjörn hlaut fang- elsi í 5 mánuði fyrir brot sín, en Þórður fangelsi í 3 mánuði. Þá voru þeir og báðir sviptir kosn- ingarétti og kjörgengi til opin- og bar rangt rétti. berra starfa og æfilangt rétti til að stýra bifreið. Þessi málalok voru staðfest i hæstarétti. Skipaður sækjandi málsins var hrl. Magnús Thorlacius, en skipaður verjandi Sigurbjörns Gunnar Þorsteinsson hrl. og skipaður verjandi Þórðar Stefán Jóh. Stefánsson hrl. Strandsk ýli. Það reynir á hugrekki og þrek að berjast við úfinn sæ, við strendur lands. Er hinn síð- ari staðurinn oft hættulegri hinum fyrri, því oft er land- taka erfið við ómilda brima- strönd. Og þótt komið sé á land, eru skipbrotsmenn oft jafn nauðulega staddir. Svo auð og ill yfirferðar er mörg strönd- in. Til eru strendur, er svo eru ómildar aðkomu, að þær geta sér fyrir það orð um mörg lönd. Ein slík strönd er hér á landi, og mun vart þurfa að skýra frá því, hver eða hvar hún er. Þessi strönd ber meðal erlendra sjó- manna heitið „Skipakirkju- garðurinn,“ eða eitthvað á þá leið. Þessi strönd hefir ógiiað hverjum þeim, sem þar hefir að landi borið, með viðáttu sinni, vegleysum, vatnsföllum og skorti leiðarmerkja. Á strönd þessari risa nú upp 5 skipbrots- mannaskýli fyrir þá, sem þar rekur á land. Hefir kvennadeild Slysa- vamafélagsins í Reykjavik reist eitt þeirra, er stendur á Mýr- dalssandi miðjum og búið það vel að fatnaði, áhöldum og vist- um. Allur kostnaður þess er þeg- ar greiddur. Deildin ræðst nú í byggingu »nýs skýlis. Til að afla fjár til þess efnir Kvennadeild Slysavarna- félagsins til hlutaveltu um kom- ancli lielgi og eru þær áhuga- sömu konur, er það verk annast nú að búast til að ganga milli góðra og gjöfulla manna, og biðja þá að leggja þessu máli lið, með gjöfum til hlutavelt- unnar. Og varla mun nokkur láta þann synjandi frá sér fara, er til hans kemur jafn brýnna erinda; því hver er sá, er ekki telur auknar slysavarnir éitt hinna þýðingarmesiu viðfangs- efna þjóðar vorrar. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.