Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 19. nóvember 1942. 243. tbl. tovei Hi f ■ ir swiJen9Éi. Verður mikið lið möndul- veldanna króað inni? Herstjórnartilkynningin frá Kairo í morgun sejpr frá því, að hersveitir Breta hafi náð sambandi — eins og það er kallað — við liðssveitir Rommels fyrir sunnan Benghazi. Virðist það því ætlun Montgomerys, að króa inni þær hersveitir Itala og Þjóð- verja, sem enn eru í Benghazi og nágrenni. Liðflutníngar til Túnis ganga sam- kvæmt áætlun, segja Þjóðverjar. Loftvarnabyssup Frakka skjóta á herflutningaflug- vélar þeirra. Bardagar að hefjast víða í norðurhluta Túnis. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Möndulveldin fara fáum orðum um það, sem er að gerast í Norður-Afríku, enda er það ekki venja þeirra að seðja forvitni manna nema helzt sé frá sigrum eða stórviðburðum að segja. I þýzku útvarpi var frá því sagt í gær, að herliðs- flutningar tií Túnis gengi samkvæmt áætlun og hefði bandamönnum á engan liátt tekizt að hindra þá, enda þótt reynt hafi verið. Ennfremur var frá því skýrt, að vegakerfið í norðurhluta landsins þar sem hersveitir Itala og Þ.jóðverja eru nær eingöngu, sé í sæmilegu lagi, og því sé það heldur ekki neinum sérstökum erfiðleik- um bundið að flytja liðið inn í land til fyrirhugaðra varnastöðva, sem komið hefir verið yfir Sikilevjarsund. 1 löndum bandamanna er ekki látið mjög af því, liversu sam- göngur séu góðar þarna. Er því m. a. haldið fram, að hersveit- um möndulveldanna muni reynast sérstaklega erfitt að flytja vopn og birgðir frá Tunisborg, því að þaðan sé nær eingöngu úlfaldaslóðir yfir eyðimörkina, sem umlykur hana á þrjá vegu. Buxnalaus ítali Pegar þessi ítali, sem hér sést á myndinni (t. v.) undir eftir- liti herlögreglumanns frá Nýja Sjálandi, var tekinn höndum i byrjun bardaganna i Egiptalandi, gafst honum ekki tími til að fara i buxurnar sínar. -— Teppið notaði hann ekki sérstaklega vegna feimni heldur freiriur vegna jæss live svalt er sneinma á morgnana í eyðimörkinni. Laval einvaldur. Hernaðargfagfnráðitafana er kraf- ixt seg:ir þpk fréttastofa. Pétain marskálkur hefir veitt Laval einræðisvald um stjórn Frakklands og útnefnt hann sem eftirmann sinn, en Darlan var áður hinn útvaldi til þess. Laval er þegar farinn að búa sig undir að beita hinum auknu völdum sínum. Fljúgandi virki gerðu í gær á- rásir i björtu á flugvöllinn í Bizerta, sem Italir og Þjóðverj- ar hafa tekið til sinna jiarfa. Flugu amer. flugvélarnar lágt og kveiktu í olíugeymum. og skotfærahlöðum, auk jiess sem j>ær eyðilögðu nokkrar flugvél- ar á vellinum. Á heimleið urðu flugvélarnar fyrir árás Messer- schmátt-flugvéla og skutu niður a. m. k. eina þeirra. Þá hafa franskar hersveitir Iiafið skothrið úr joftvarnabyss- um á þýzkar flugvélar —- flutn- ingavélar — sem nálguðust Tunisströnd, þar sem Frakkar voru fyrir. Ein þýzku flugvél- anna var skotin niður. I Frakkar kvaddir til vopna. Yfirvöldin i Norður-Afriku hafa fyrirhugað allsherjarher- væðingu j>ar og hefir árgang- urinn 1939 verið kallaður undir merki til að byrja með. Fransk - ar hersveitir halda inn i Tunis á mörgum stöðum með her: sveitum Bandarikjamanna og Breta, og hefir þegar slegið í bardaga við njósnaflokka möndulhersveitanna, sem eiga að hafa gætur á ferðum banda- manna. Én Jö að yfirvöldin í Norður- Afriku sé bandamönnum hlið- holl, eru þar ýmsir, sem fylgja Kanada: 5000 flugvélár smíðaðar á þ. ári. f flúgvélaverksmiðjum Kan- ada verða 5000 flugvélar smíð- aðar til hernaðarþarfa á þéssu ári. Hermálaráðherra landsins hefir sagt frá jiessu í ræðu og i því sambandi gat hann þess, að Kanada muni verja 625 milljón- um dollara til styrjaldarþarfa á jjessu ári, en á næsta ári verða þau útgjöld alikin um tvo | fimmtu hluta — upp í 875 millj. dollara. möndulveldunum að málum. Hefir Eisenhower hershöfðingi skýrt frá þvi, að nokkrir hátt- settir Alsírbúar liafi verið hand- teknir fyrir að reyna að hindra j)að, að fyrirætlanir banda- anna næðu fram að ganga í Norður-Afríku. Blaðamenn í Norður-Afriku síma, að fallhlífahermenn leit- ist við að ná nokkurum flugvöll- um úr liöndum möndulveld- anna. Hafa jjeir jægar unnið mikilvæg verk Jiarna, svo að áð- ur hafa fallhhfaliermenn ekki unnið öiinur mikilvægari. Loítárás á Torino. Brezkar flugvélar heimsóttu Torino (Turin) á Norður-ftalíu í nótt og er það í annað skipti, síðan loftsóknin gegn borgum Norður-Ítalíu hófst. f Torino eru m. a. Fiat-verk- smiðjurnar, sem ná jfir 25.000 ekra land og veita 50.000 manns atvinnu. Auk j>ess eru þar kon- unglegar hergagnaverksmiðjur, efnaverksmiðjur, stálsmiðjur og útbú Caproniverksmiðj- anna. Órói á Ítalíu 400 Neapelbúar handteknir. Fregnir frá Sviss herma, að ítalir verði æ svartsýnni vegna hinna síðustu atburða í Afríku og loftárásanna á Milano, Gen- ua, Torino og fleiri borgir. Sérstaklega hafði loftárásin á Milano mikil áhrif á borgarbúa, því að j)á hafði aldrei dreymt um J)að að verða fyrir loftárás. Hefir jiað komið fyrir einu sinní, að mannfjöldi hafi kraf- izt Jiess, að friður yrði saminn. Yfirmaður fasistaflokksins i borginni hefir verið settur af. í Neapel ríkir og ótti um J>að, að miklar loftárásir verði hafn- ar J>ar, jiegar bandamenn liafi ^Petain hefir veitt honum vald til að gefa út lög og til- skipanir alveg á eigin spýtur, jafnvel þó að svo langt sé geng- ið að segja bandamönnum stríð á liendur. * Laval er þegar farinn að búa sig undir að nota j>essi nýju völd sín. Hefir liann neytt tvo af ráðherrum sínum til að segja af sér — Ophan flotafor- ingja, sem var flotamálaráð- herra, og Gilbrat, er var sanir göngumálaráðherra. Hinir nýju ráðherrar heita Abrial flotafor- ingi og Bichelon. Þýzka fréttastofan Transo- cean News Agency, sem var að- allega stofnuð fyrir blöð í Norð- ur- og Suður-Anleriku, hefir látið svo um mælt í fréttasend- ingju, að Frakkar megi ekki lála sér nægja, að grípa lil póli- tískra gagnráðstafana vegna at- burðanna í Norður-Afríku, lield- ur yrði ]>eir einnig að gripa tii hernaðarráðstafana, ef vel eigi að vera. • Tveir jjekktir Frakkar — flugliershöfðingi og verklýðs- foringi — liafa komizt úr landi og gengið í lið með de Gaulle. komið sér fyrir i nýlendum Frakka. Fjögur hundruð af íbúum borgarinnar hafa verið handteknir. Loftárás á 210 þýzkar borgir. Sir Archibald Sinclair flug- málaráðhen-a Breta gat þess á þingfundi í gær, að brezki flug- herinn hefði gert árásir á 210 þýzkar borgir. Flestar árásir hafa verið gerðar á Köln, sagði Sir Archi- bald, því að J)á borg liafa brezk ar flugvélar heimsótt 110 sinn- 'um, Atján aðrar borgir hafa orðið fyrir 20 árásum, eða fleiri og eru J)ær jjessar: Bremen 101 árás, Bremerhaven 20, Dússel- dorf 50, Dortmund 39, Duisburg 55, Emden 80, Essen 49, Gelsen- kirchen 42, Hamborg 93, Hamm 85, Hanover 44, Kiel 70, Mann- heim 56, Magdeburg 23, Múnst- er 21, Osnabrúck 44, Soest 33 og Wilhelmshaven 69 áyásir. Finnskur þingmaður 'íiefir látið svo um mælt i ræðu, segir í fregn frá Stokkhóimi, að Finn- ar muni ávallt verða hlynnlir lýðræðinu. O Stjórn Eigiptalands ætlar að kosta pílagrímsför 5000 manna til Mekka á næstunni, þar eð styrjaldarhættunni hefir nú að mestu verið bægt brott. 1 gærkveldi bárust fregnir um j>að frá blaðamönnum með 8. hernum, að hann væri kominn til Cyrene, um 65 km. frá Derna. A hann j)á ófarna um 150 km. eftir strandveginum til Beng- liazi, en í gær vár frá j)ví sagt, að liann ætti um 100 km. ófarna til borgarínnar eftir leiðinni, sem liggur inni i landi. 8000 smál. olíuskip, sem var á leið frá Benghazi til Tripoli í gær, var hæft tveim tundur- skeytum, og sökk j>að. Alexander hershöfðingi hefir sagt við blaðamenn, að hörð baráttá sé enn eftir og hann telji ekki fjandmanninn sigrað- an fyrr en hann hefir verið lagður að velli svo rækilega, að liann fái ekki risið á fætur aft- ur. Ný teg-und skriðdreka. Alexander hersliöfðingi hefir skýrt frá því, að í or- ustunni við E1 Alamein, sem Churchill liefir kallað „or- ustuna um Egiptaland“ var not- azt við nýja tegund amerískra. skriðdreka, sem ekki liafa kom- ið við sögu áður. Heita jjeir „General Sherman“, eftir ein- um af hershöfðingjum Banda- rikjanna i þrælastriðinu. Skrið<Irekar jiessir hafa m. a. 77 millimetra fallbyssu, sem er betri en þær 75 mm. byssur, sem þýzkir skriðdrekar eru út- búnir með. Skjóta J>ær um 700 m. lengra og auk J)ess hafa kúl- urnar meiri kraft til að brjóta brynvarnir. Grant-skriðdrekaniir liöfðu þann galla, að þegar miða átti stærstu byssunni til annarar livorrar hliðarnar, varð að Riisslandt Jlikill bardagi lijá Ifloidok. Þjóðverjar létu allt í einu til skarar skríða við Mosdok í gær, eftir alllanga hvíld. Gerðu þeir skyndiáhlaup með 20(K) mönnum, sem nutu stuðn- ings 50 skriðdreka. Rússar vörð- ust áhlaupinu og tókst J)eim að eyðileggja 17 skriðdrekanna. Voru 6 Jæirra ]>á komnir svo nærri stöðvum. Rússa, að J>eir gátu breytt J>eim i lilil virki, þegar Þjóðverjar hörfuðu til fyrri stöðva. Lítið liefir verið um stórbar- daga lijá Voronesh, en Rússar kveðast fyrir skemmstu hafa tekið þar J>ýzka hermenn til fanga, er voru enn i þunnum sumarbúningum. hreyfa skriðdrekann sjálfan, þvi að sjálf varð byssan aðeins lireyfð upp og niður. Kínverjar fella 5000 Japani, Sókn Japana til borgarinnar Ichang í Suður-Shantungfylki í Kína hefir farið út um þúfur og eru þeir á hröðu uUdanhaldi. Japanir ætluðu að taka J>essa borg, sem er mikilvæg miðstöð mótspyrnu Kínverja, til þess að uppræta hana um þessar slóð- ir, en umhverfi hennar er há- lent, svo að erfitt er um sókn J>ar. Sendu Japanir fram 40.000 manna lið, en Kinverjar vörðust svo vel ,að J>egar 5000 höfðu verið felldir af Japönum létu J>eir undan síga. Nýja-Guinea: Broftflutningur frá Buna? Sézt hefir til 8 japanskra tundurspilla norðaustur af Buna á Nýju-Guineu. Tundurspillarnir eru J>ar á sveimi i tveim hópum og er tal- ið, að þeir eigi annaðhvort að bjarga liði Japana í Buna eða flytja þangað liðsauka. Hersveitir bandamanna á eynni J>okast smámsaman nær Buna. Útflutningur mynd- arinnar »Iceland« ekki leyfður frá U.S. Eftirfarandi hefir Vísi bor. izt frá utanríkisráðuneytinu: Samkvæmt símskeyti frá sendiherra Islands í Washing- ton hefir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna komið því til leiðar við kvikmyndafélagið, að breyta nafni kvikmyndar- innar í „Married on Ice“ og sleppa úr kvikmyndinni öllu, sem beinist að íslandi, undir eftirliti utanrikisráðuneytis- ins og sendiráðs íslands þar, og verður útflutningur kvik- myndarinnar úr landi ekki leyfður fyrr en þetta hefir verið gert. Tuttugu menn hafa verið skotnir í Belgrad í J>essari viku fyrir að hjálpa mönnum Mik- hailovitch. N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.