Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF7 DAGBLAÐ (ítgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið. inn frá, Ingólfsstrwti). Simár: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skipti manna á millum. M iðaldra menn og liinir það- an af eldri minnast þess flestir, að í uppvexti þeirra var oft minnzt á embætlis- mannahroka, og þótti það lítfL prýði hverjum þeim, sem slík- um sjúkdómi var haldinn. Sem betur fer verður þessa fyrir- brigðis lítt vart nú orðið hjá embættismönnum, enda munu þeir margir hverjir vera alþýð- legastir allra manna, þótt þeir að sjálfsögðu verði að gegna skyldum sínum gagnvart þvi opinbera í allri afgreiðslu mála. Slíka skyLdurækni kann hver maður að meta, og sættir sig við, þótt málalok hans kunni að verða önnur, en hann liafði óskað í upphafi. Yfirleitt má segja að til skamms tíma liafi íslending- um verið margt betur gefið en kurteisin og allvíða eimir eftir af því enn þá, að einstakling- arnir hafa Utilli kurteisi vanizt í uppvextinum, og hvað ungur nemur gamall temur. Ókurt- eisir menn eru gallagripir og ættu að vera hverjum manni hvimleiðir. Hljóta þeir ýmsir hæfilega ráðningu á þann hátt, að menn sneiða hjá þeim og vilja sem minnst skipti við þá hafa. Þannig er því farið um slíka menn, sem verzlun stunda. Þegar menn eiga annars völ, leggja þeir leið sína fram hjá hverri þeirri verzuln, sem svo er rekin, að menn eiga það á hættu að verða fyrir ókurteisi, stirðbusahætti eða annari af- káralegri framkomu. Fyrsta boðorð verzlunarmannsins er þvi að temja sér kurteisi og stimamýkt, — það eru þeir eiginleikar, sem bezt tryggja viðskiptin. Þótt verzlunar- mönnum sé þetta yfirleitt ljóst, gætir þess enn, að starfslið sumra fyrirtækja hirðir ekki um það svo sem skyldi að sýna viðskiptamönnum þá kurteisi, sem þeir eiga skilið, og er þar engin afsökun þótt afgreiðslu- fólk kunni að vera þreytt eftir dagsins annir. Hitt er svo ann- að mál, að einstaka viðskipta- menn eru með þeim ágöllum, að fólk getur verið í fullum rétti, þólt það hlaupi ekki af sér tærnar fyrir þá, en láti „þrælinn liggja á sínum gem- ingum“, þótt sú meginregla hljóti einnig að gilda í við- skiptalífinu að launa illt með góðu, að því er framkomuna snertir. En einkennilegt er það, að kvartanir heyrast oft varðandi afgreiðslu hjá þeim fyrirtækj- um, sem ríki eða bæjarfélög stofna til og reka, — þeim fyr- irtækjmn sem hafa einkarétt á afgreiðslu mála eða einkasölu ákveðinna vörutegunda. Þó fer fjan-i því að allar slikar stofn- anir eigi hér til saka að svara, — margar eru til fyrirmyndar um afgreiðslu alla, og veldur þar hver á heldur eins og verða vill. Alger undantekning í þessu efni sýnist mjólkursölunefndin vera. Ef fundið er að gerðum hennar, snúast fulltrúarnir önd- verðir, svara illu einu til og ausa Grelnargerð Kjötverðlagsnefndar: Á 5. hundrað þús. fjár slátrað í haust. 140.000 kg. meiri innanlandssala á kjöti i ár — en í fyrra. I haust hefir alls verið slátrað 403.693 f jár með kjöt- þunga ca. 5832 tonn á móti 391.200 f jár í fyrra með k jötþunga 5583 tonn, samkvæmt upplýsingum, sem VLsir hefir fengið h já k jötverðlagsnefnd. K jötbirgðir pr. 1. nóv. virðast vera ca. 4727 lonn, en voru á sama tíma í fyrra ca. 4073 tonn. Sala til setuliðsins hefir svo sem engin verið í haust, en talsverð í fyrra, en sala til innjendra manna virðist vera ca. 140 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, enda þótt mjög litið væri selt á sumarmarkaði. Slátrun sauðfjár í haust skiptist sem hér segir: Samtals var slátrað 365.333 dilkum sem vógu samtals 5.073.470 kg., 13.008 geldkindum, sem vógu samtals 301.082 kg. og 25.352 ám, ^ sem vógu samtals 458.022 kg. AJls var þvi slátrað 403.693 kindum, sem höfðu að kjötmagni 5.832.574 kg. svívirðingum á báða bóga, ekki aðeins til blaðamanna, stjórnar- valdanna eða flokkanna, heldur og til neytendanna, sem.Jæir eru fulltrúar fyrir og eiga að sýna hina fyllstu lipurð. Er þetta þeim mun einkennilegra sem að minnsta kosti einn þessara manna er prestvigður maður og hefir í frammi guðrækilegar iðkanir í héraði sínu, jjótt við annan tón kvgði er hann lætur svo htið að ávarpa höfuðstaðar- húa. Þótt hér hafi aðeins eitt dæmi verið nefnt eru þó fleiri slíkar stofnanir undir sömu sök seldar og mætti Reykjavíkur- bær hafa forgöngu i þvi efni að losa sig við menn, sem ékki hirða um almenna kurteisi, og sem betur fer munu slíkir menn vera fáir á vegum bæj- arins eða bæjarfyrirtækjanna, — en þeir eiga þar engir að vera. Menn liafa unað því hljóða- lítið að sæta slíkri afgreiðslu hjá hiiium opinberu fyrirlækj- um, og ef til vill vanist svo illu að gott hafi þótt eftir atvikum, en almenningur á ekki að sætta sig við allt það, sem að honum kann að vera rétt af hálfu opin- berra starfsmanna, en bera fram kvartanir, — rökstuddar og réttmætar, — við yfirboðara þessara manna, þannig að þeir fái úr bætt, ef út af hefir borið. Það er engum gerður greiði með því, að þagað sé yfir vömm- unum, en annmarkana á að laga hvar, sem þeir finnast. Vestur-íslendingar gefa út tímarit á ensku. „The Icelandic Canadian“ heitir nýtt tímarit, sem gefið er út á ensku af The Icelandic Canadian Club. Það er að stærð rúmar f jörutíu blaðsíður, í sama broti og Tímarit Þjóðræknisfé- lags ísl. og mun koma út í fjór- um heftum á ári. Mun það starfa í sambandi við þjóðræknismál, en að mestu leyti á nýju sviði: á meðal fólks, sem er af ísl. bergi brotið, í aðra eða báðar ættir, og sem talar að mestu leyti enskt málv Hlutverk tímaritsins mun verða að nokkru leyti það, að ihjálpa þessu fólki til að kynnast fortíð íslenzku þjóðarinnar, og túlka fyrir því hin haldbeztu ís- lenzku verðmæti, einnig að styrkja samband milli þeirra, sem af íslenzkum ættstofni eru runnir, en eru dreifðir víðsveg- ar um Vesturlieim. Ritstjóri tímaritsins er Mrs. Laura Goodman Salverson, sem mikla frægð hefir hlotið fyrir ritstörf sín. Að efni er rit- ið fjölhreytt. Meðal annars eru þar ritgerðir eftir Próf. Skúla Johnson, Walter dómara Lín- dal; einnig saga eftir Mrs. Ragn- hildi Guttormsson, og margt fleira, ásamt myndum. Grein um fsland. 1 árbók Smithsonian Institute 1941, er grein um ísland (Iceland, land of frost and fire) er dr. Stef- án Einarsson hefur skrifað. Grein- in er stutt, en drepur þó á margt, sem mikinn fróðleik hefur að færa þeim, sem íslandi og bókmenntum þess e?u ókunnugir. Auk þess er þar svo sögulega og skemmtilega sagt frá, að nútíð og fortíð sögu- landsins blasa jöfnum höndum við sjónum lesandans. Það er þakkar- vert, að sjá Iýsandi greinar um Is- land birtast í erlendum vísindabók- um. Greininni fylgir fjöldi mynda. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af lögmanni Hanna Hannesdóttir, Grettisgötu 4 og Ágúst Guðmundsson prentari. — Heimili þeirra verður á Akranesi. Til samanburðar má geta þess, að haustið 1941 var slátr- að alls 391.200 fjár, eða 12.493 kinduin færra en nú. Kjötmagn- ið 1941 var samtals 5.582.885 kg. eða 249.689 kg. minna en nú. Heildarsfila í sláturtíð Í941 eða til 1. nóv. nam 1177 tonnum. Þá seldist mikið kjöt á sumar- markaði, í ágúst og byrjun septembermónaðar. Þá keypti setuliðið mikið kjöt, eða sam- tals 214 tonn. Sala til lands- manna var þá i sláturtiðinni 1941, 963 tonn. Kjötbirgðir 1. nóv. 1941 voru 4073 tonn. Kjötsala á siðastliðinni slát- v urtíð liefir gengið mjög greið- lega. Hefir sala til landsmanna aukizt til muna, og var 14.5% meiri til 1. nóv. s. 1. heldur en 1941. , Heildsala í sláturtíð nam 1105 tonnum, þar af til setu- liðsins 2 tonn. Sala til lands- manna befir því numið 1103 tonnum á móti 936 tonnum 1941. Ef tekið er tillit til þess að sumai-sala var mjög lítil að þessu sinni, en óvenjulega mik- il 1941, verður ekki hægt að segja annað, en kjötsalan hafi gengið með afbrigðum vel á sláturtiðinni í haust, og jafnvel betur en bjartsýnir menn bjuggust við. Birgðir voru 1. nóv. s. 1. 655 tonum meiri nú en á sama tíma 1941. Stafar það af meiri slátr- un og einnig þvi að dilkar, sér- staklega sunnánlands voru vænni í haust en árið áður. Eins og áður er greint hefir setuliðið nær ekkert kjöt keypt um sláturtíð, en hefir nú byrj- að kaup sem má ætla að verði 5—600 smálestir samtals. Má því fullyrða, ef dæma skal eíftir kjötneyzlu landsmanna í Iiaust, að langmestur hluti kjötsins seljist innanlands. Þannig þarf það lika að vera, þar sem ekki er vitað um mögu- leika til þess að fá sæmilegt verð fyrir kjötið erlendis. Stundum hefir verið talað um hátt kjöt- verð, enda verður ekki á móti því mælt að það hefir hækkað mikið. En þessi dýrmæta fram- leiðsluvara hefir samt ekki verið hækkuð meira en nauð- syn bar til, svo framleiðslan dragist ekki svo saman, að kjöt verði hér ófáanlegt á næstu ár- Um. Kaupgetan hefir aldrei verið meiri en nú, enda sýnir sala kjötsins það, að henni hef- ir ekki verið ofboðið. Allir ábyrgir menn ættu að vera sammála um það, að framleiðslan, bæði til lands og sjávar verður að bera sig ef vel á að fara. Framleiðendur og neytendur eiga að leitast við að skilja hagsmuni hvors annars. Bænd- ur, sem selja framleiðsluna á innlendum markaði, hljóta að óska þess, að atvinnan og hag- ur neytendanna sé góður. Að- eins með því móti er fenginn möguleiki til j>ess að gott verð fáist fyrir framleiðsluna. Þegar kjötið var verðlagt i september- byrjun s. 1. höfðu launastéttir landsins fengið miklar kjara- Ijætur og hækkað kaup. Atvinna var mikil og tekjur manna ó- venjulega miklar. Það var þvi vitað, að kaupgetan var góð og meiri en nokkuru sinni fyrr. Kjötverðlagsnefnd Iiafði í höndum tillögur og áskoranir frá fjölda mörgum bændum um það, hvað verð þeir þyrftu að fá til þess að framleiðslan i gæti borið þau auknu útgjöld, sem stöfuðu af síhækkandi kaupkröfum. Tvær leiðir voru fyrir hendi: Önnur var sú að taka sanngjarnar kröfur bænda ekki til greina og verðleggja Þar fannst líka einkennilega tilhöggvinn steinn. Höggvin var rauf umhverfis annan enda hans, eins og tiriað festa yfir um hann taug. Ekki verður getið sér til, til hvers steinn þessi hefir verið notaður. Fundust fornnitenjar þessar í Herjólfsdal, en þar hjó Herjólf- ur landnámsmaður. Fyrir neyzluvatni verður graf- iðá 5 stöðum i Eyjum, þar sem líkur eru mestar fyrir því, að vatn geti verið i jörðu, og gröft- ur hinsvegar sem minnstur. Er þegar byrjað á greftinum. Gefi liann jákvæða bendingu um grunnvatn, mun Trausti leggja til, að boruð verði 8 m. djúp hola, sem næst miðbiki Heima- eyjar — á Strembunni. i \ Bam í herbúðum. Lögreglan hefir undanfarið rannsakað hvarf 14 ára stúlku- bams, sem vantaði heim til sín heilan sólarhring. Stúlkan hefir upplýst, að hún liafi verið í hermannaskóla. Málið hefir verið sent bama- veradaraefnd til afgreiðslu. Slíkt sem þetta hlýtur að Vekja skelfingu meðal almennings, og er sagt frá því öðrum, til við- vörunar. íslendingum svíður sárt, þeg- ar íslenzkar konur —r- svo að kjötið án tillits til þess, sem bændur þurftu til þess að geta og vilja stunda þennan atvinnu- veg áfram, eða að styðjast við kröfur J>eiri'a vitandi það, að kaupgetan þoldi það og að það er þjóðarvoði, ef flóttinn frá framleiðslunni getur. ekki stöðvast. Það er ekkert leynd- armál, að síðustu mánuðina og missirin hefir þeim fækkað mjög sem vinna að framleiðslu- störfum. En það er þó ekki nægilega ljóst fyrii: öllum al- menningi, hver hætta þjóðinni stafar af slíku. Eg held að það hljóti að vera eitt stærsta verlc- efnið, sem liggur fyrir hinu nýv byrjaða þingi, að finna leið til þess að auka framleiðsluna bæði til lands og sjávar. En það verður ekki gert með því að stuðla að því, að þeir fáu, sem enn. stunda framleiðslustörf, beri minna úr býtum en þeir, sem vinna lijá setuliðinu, eða stunda aðrá óarðbæra vinnu, heldur verður það gert með því að skapa þann skilning hjá þjóðinni, að framleiðslan sé öryggi og fjöregg hennar, og þeir sem vinna þau störf séu olnbogabörn þjóðarinnar, held- ur njóti að minnsta kosti sama réttar og aðrir borgarar. Framleiðslan verður að auk- ast og framleiðslan verður að bera sig. Þetta er sannleikur, sem allir góðir Islendingar verða að viðurkenna, og þetta er sú staðreynd, sém við í nú- tíð og framtíð getum byggt okk- ar þjóðfélag á. Þegar só skiln- ingur verður aímennur mun enginn mæla því í gegn að framleiðslan fái kostnaðarverð fyrir afurðirnar. ekki sé talað um börn — verða leiksoppar i hermannaskálum. Námskeið. Námskeið standa yfir í Eyj- um, bæði í siglingafræði og vél- stjórafræði. Á því fyraefnda era 22 nemendur, og stendur það frá 9. okt. til 1. febr. Skólastjóri er Þorlákur Guðmundsson skip- stjóri frá Eskifirði. Auk hans kenna fjórir kennarar., Námskeiðið er kostað af Stýrimannaskólanum í Rvik og veitir það nemendum, er prófi Ijúka, réttindi til skipstjórnar á 75 smál. skipi i innanlandssigl- ingum. Vélstjóranámskeiðið stendur yfir frá októberbyrjun og fram yfir hátíðir. Skólastjóri er Ósk- ar Jónsson vélfræðingur í Eyj- um, en auk hans kenna þrír kennarar. Nemendur eru 19 að tölu. Námskeiðið er að mestu kostað af Fiskifélagi Islands. . Hækkar í tign. Sigurbjörn Sigurðsson, fjrrrum kaupmaður í Riverton, sá er fyrir tveimur árum tókst á hendur skrif- stofustjórastarf við þá deild nátt- úrufríðindaráðuneytis Manitoba- fylkis, er um umsjón fiskveiðanna annast, var nýlega skipaður af fylk- isstjórninni aðstoðar Director of Game and Fisheries. Leðurger ð Maður sem getur tekið að sér að sníða leðurvörur ósk- ast. —- Tilboð, merkt: „Leð- urgerðarmaður“ sendist blað- inu fyrir hádegi á laugardag. fi ’.t 1 ■! mrhrm Ms. JÉortf hleður á morgun til Siglu- fjarðar og Akureyrar. — Vörunióttaka fyrir hádegi. hleður á morgun til Sauðár- króks og Hofsóss. Vörumóttaka fyrir hádegi. á telpur. VERZLUN n. Toit Skólavörðustig 5. Sími 1035 Smábókin Reykjavlk á ensku, með 37 myndum, fæst nú aftur hjá bóksölum. Tilvalin jóla- eða nýárs- kveðja til vina, kunningja eða viðskiptasambanda í út- löndum. — Verð 3 krónur. Peninoaskipnr óskast til kaups. Upplýsingar í símum 5867, 4577. Ntiílka óskast nú þegar til að ganga um beina. — Herbergi. — Hátt kaup. — Vaktaskipti. MATSALAN, Amtmannsstíg 4. Sími 3238. IVotaðar hnrðir og gluggar verða seldir í Túngötu 6 í kvöld og á morg- un. — SeidMisWI til sölu. Uppl. í síma 4577 og 5867. 88 ÞAÐ BORGAR SIG gg AÐ AUGLÝSA Cð æ 1 VISII § ææææææææææææ Fréttir frá Vestmannaeyjum: Fornminjar fnndnar við neyzlnvatnsleit. Trausti Einarsson, jarðfræðingur, hefir dvalið um 2ja vikna tíma í Vestmannaeyjum við athuganir á öflun neyzluvatns. Rakst hann þá á einum stað á fomminjar — gamla hleðslu, er líktist einna helzt brunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.