Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 19.11.1942, Blaðsíða 3
» VISIR OOQQOOOOOOOQOQOOOOOQQOOOQQQQOQQOCQQCOQQQQQQOQOOQOQQOOC ö Hugheilar hjartáns þakkir votta ég vinum mínum X 5 og frændum fyrir auðsýnda vináttu og kærleik á fimm- & 8 tugsafmæli minu. « x P etrína N arf adöttir. b 5 « OOOOOÍSOOOOOOOOOOOOOOOÍÍOOOOOOOCÍOÍXÍOOOOCÍOOOOOOOOÍÍOOOO;} Hálít, stórt hús í Austurbænum til sölu. Nánari upplýsingar gefur Gnðl. Þorlákison, Austurstræti 7. Sími 2002. Hús tíl sölu Hæð, —• 4 herbergi, eldhús og hað og hálfur kjallari, — i steinsteyptu húsi, sem er í smiðum, er til sölu nú þegar, með liagkvæmum kjörum. Semja her við Kristján Onðlangsson hæstaréttarmálaflutningsmann, Hverfisgötu 12. — Sími: 3400. Lítið hús sem er i smíðum í Kleppsholti er til sölu. Upplýsingar gefur Guðlaugup Þox*láksson Austurstræti 7. Simi 2002. Ný sending er komin af Batter sby-höttn m Amerískar og enskar gerðir i mörgnm litnm. ö^kaupfélacjiá Vefnaðarvörudeild. Tilkynning til leigubifreiöastjópa. Að gefnu tilefni er hér með vakin athygli á því, að samkvæmt bifreiðalögum eru tóbaks- reykingar bannaðar við akstur leigubifreiða til mannflutninga. 17. nóv. 1942. LÖGREGLUSTJÓRINN I REYKJAVÍK. Fyrirmæli til fjáreigenda sunnan Hvalfjarðargirðingar austur að þjóð- garðsgirðingu, Þingvallavatni, Sogi og ölfusá, vestur að Reykja- nessgirðingu, vegna garnaveikivarna. 1. gr. Vegna þess að gamaveiki kann að leynast í Reykjavik eða nágrenni, er bannað að flytja sauðfé til dvalar eða hýsingar á milli heimila eða búa á öllu svæðinu sunnan Hvalfjarðar- girðingar, vestan Þjóðgarðsgirðingar, Þingvallavatns, Sogs og ölfusár, vestur að Reykjanessgirðingu. Undanþágu frá banni þessu getur, Sauðfjársjúkdómanefnd veitt, ef sérstaklega stendur á. Umsókn um leyfi til fjárfhitninga skal fylgja umsögn viðkomandi hreppsnefndar, en ef um flutn- ing milli hreppa er að ræða, skal fylgja umsögn beggja viðkom- andi hreppsnefnda. 2. gr. Bannað er að flytja nokkra kind burtu af eða inn á svæðið, sem um ræðir í 1. gr. 3. gr. Fyrirmæli þessi gilda einnig um geitfé. 4. gr. Hreppstjórum ber að sjá um, að fyrirmælum þessum verði hlýtt. 5. gr. Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum eða fangelsi, samkvæmt 40. gr. laga, nr. 75 frá27. júní 1941. Reykjavik, 15. nóv. 1942. SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFNDIN. Lítil athugasemd. Herra ritstjóri. Út af viðtali við Benedikt Jakobsson, íþróttaráðunaut, í blaði yðar í fyrradag, langar okkur, að gefnu tilefni, að hiðja yður fyrir litla athugasemd. í viðtalinu segir iþróttaráðu- nauturinn meðal annars: „Tilgangur hinna frjálsu sam- taka, eða íþróttafélaganna, hér í bæ, hefir frekast verið sá, að ala upp keppnis og sýningar- hæfa einstaklinga.“ Og ennfremur segir hann: „Húsnæðisvandræði og þröng- ur fjárhagur hafa sameiginlega Ieitt til þess að íþróttafélögin hafa fyrst og fremst tek- ið það fólk upp á sína arrna, sem líklegt hefir þótt til stór- ræða eða íþróttaafreka. Þetta verður að breytast og það sem fyrst.“ Þar sem íþróttaráðunautur- inn virðist ekki kunnugur starfi allra íþróttafélaga bæjarins, vfldum við mega upplýsa fyrir hönd félags vors, að aðaltak- mark Glímufélagsins Ármanns um 15-—20 ára skeið hefir verið, þrátt fyrir mjög þröngan fjár- hag, að íþróttirnar næðu fyrst og fremst til sem allra flestra og þess vegna liefir það haft fimleikaflokka við allra hæfi eða frá unglingaflokkum telpna og drengja til frúarflokks og öldunga, alls 9 fimleikaflokka, auk 5 annarra íþróttaflokka eða 14 íþróttaflokka. Undanfarin ár hafa yfir 500 manns stundað inniæfingar hjá félaginu. Lang- samlega mestur hluti af þessum stóra hóp hefir eingöngu stund- að íþróttir vegna jæirrar holl- ustu og þeirrar gleði sem þær veita án tillits til „stórræða eða íþróttaafreka“, en upp úr svo stórum hóp vaxa ávallt úrvals- ! menn, og það er fjöldinn sem ! hefir gert Glimufélaginu Ár- manni kleift að eignast sína frægu úrvalsflokka á hinum ýmsu sviðum íþróttanna, sem eru löngu þekktir um land allt fyrir glæsileik og hafa auk þess farið 6 sinnum til annara landa og orðið þjóð sinni til hins mesta sóma. Stjóm Glímufél. Ármanns. Húsbyggingaráform S F.F.Í í síðastliðnum marzmánuði hirti húsnefnd Sálarrannsókna- félags íslands i hlöðum ávarp eða áskorun til félagsmanna og annara vina sálarrannsóknanna, um að leggja fram, eftir getu hvers eins, stóran eða smáan skerf til liúsbyggingarsjóðs fé- lagsins, sem þvi hefir lengi ver- ið þörf á, og fer sú þörf ekki minnkandi — allt að því að vera lifsskilyi'ði, sem þyrfti að vera öllum vinum málsins hugfast. Vér höfum enn ekki leitað um þelta til hvers einstaks, en ætl- uðumst í ávarpi voru aðeins til þess, að hver sendi eða af- henti einhverjum af oss nefnd- armönnum framlag sitt. Hafa að vísu allmargir gjört það, — þar á meðal myndarleg gjöf vestan frá Kyrrahafi, — en þó hvergi nærri eins og vér höfð- um búizt við og með þarf, ef duga skal. Vér ætlum þó ekki að það stafi af áhuga- eða vilja- leysi, en ef til vill ætla margir, að til sín verði sérstaklega leit- að, og mun það ráð ef til vill ennþá verða tekið. Að þessu sinni viljum vér þó áður endurnýja aftur fyrri á- skorun vora, að sem flestir vilji koma til vor því, sem þeir vilja og geta af mörkum látið ótil- kvaddir af öðru en þessu ávarpi voru. Það má gjarnan vera nokkuð stórt, en gleyma þó ekki að hið smáa hefir undraverðan mátt til að safnast og verða stórt. Vér lifum á miklum harm- kvælatímum. Flestar þjóðir herjast angistarfullar fyrir lífi sínu og lifa við margskonar skort, þar á meðal sjálfsagt fjár- skort, áfallinn eða yfirvofandi. En þá vill svo undarlega til, að þetta lieimsástand hefir ausið fé i oss íslendinga, svo að nálega hver maður hefir nú yfir meira fé að ráða en dæmi eru til. En þó að þetta séu blóðpeningar, verður ekki komizt hjá að nota þá, og riður þá á, að þetta sé gjört í nokkru menningar og mannhóta skyni. Og hverjir sem, dómar eru um það, hvernig oss liafi tekizt þetta yfirleitt eða sé að takast það, þá er ekki að neita, að þetta hefir verið gjört og safnað stórfúlgum á þessum misserum til margra fyrirtækja, sem öll hafa verið góð til liknar eða menningar á annan hátt. En um leið og vér minnum á, að málefni vort stendur í þessu engu öðru að baki, leyfum vér oss að vona, að félag jort verði aðnjótandi7 þess góðav?fjárhags, sem margir hafa nú. Þó að við þá peninga loði harmar og tár, þá er það eitt aðalmárk þessa máls, að mýkja þann sviða. Og vegna þess, að málefnið er svo mikilvægt, mikilvægasta inálefnið sem til er í heimi, sagði Gladstone, og margir djúpvitrir andans menn hafa tekið undir það, — þá þarf það að eignazt sitt eigið liús, lielzt dálitla höll, bæði til þess að starfið, sem unnið er fyrir það, eigi sér fastan samastað og at- hvarf, og einnig til þess að benda megi á það sem verðugt minn- ismerki, sem allir festa auga á, um liið mikla og góða mál. Með góðu trausti til félaga og vina. í húsnefndinni eru: Kiistinn Daníelsson, Bókhlöðustig 9, formaður. Guðjón Sæmundsson, húsameistari, Tjaniarg. lOc Jón Jónsson, Mörk, verkstj., Bræðra- borgarstíg 8 B. Málfríður Jónsdóttir, frú Frakkastíg 14. Sighvatur Brynjólfsson, tollemhættismaður, Oðins- götu 4, ritari. Sigurjón Pétursson, kaupm., Þingholtsstræti 22 A. Soffía M. Olafsdóttir, frú, Skólavörðustíg 19. BÆfillR Búri bragðarefur. Útg. h.f. Leiftur, Rvík. Búri bragðarefur er lítið hefti fyrir yngri lesendurna, en prýtt fjölda mörgum teiknimyndum, sem liklegar eru til að falla börnum vel í geð. Það er annars athyglisvert og þakkarvert að h.f. Leiftur hefir á undanförnum árum gert sér mjög far um að gefa út góðar og vandaðar bækur handa börnum. Má þar til nefna Mjall- hvít, Hans og Gretu, Öskubusku, Rauðhettu, Þyrnirós, Blómálfa- hókina, Nasreddin, Kónginn í Gullá, Hróa Rött, D'æmisögur Esóps, Grimms æfintýri og margar fleiri úrvals harnabæk- ur, flestar eða allar í úrvals út- gáfum, vönduðum að frágangi og líklegum til að skapa og auka smekkvísi hjá börnunum. Þ. J. Leggur og skel eftir Jónas Hallgrímsson. Útg.: h.f. Leiftur, 1942. Hér liggur hið gullfallega ævintýri Jónasar Hallgríms- sonar, „Leggur og skel“ fyrir í vandaðri og smekklegri sér- prantun, skreyttri mjög falleg- um teikningum eftir frú Bar- böru W.Árnason. Það er þakkar- vert þegar útgefendur gera sér far um að gefa út í fallegum útgáfum úrval úí ævintýrum, þjóðsögum og öðrum íslenzk- um bókmenntum. Þessi útgáfa er prentuð með sérstaklega stóru letri á vandað- an pappir og er útgáfan útgef- andanum öll til sóma. Þ. J. Krlstján Gnðlangsson , Hœstaréttarlögmaðar. Skrifstofutimi 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Slmi 3400. HATTARNIR • I ! eru komnir fjölbreytt úrval, fallegir Ktir, fallegt snið. Komið á meðan ur nógu er að velja. CÍÉFSIR h.f. Fatadeildin. Fyrir baðherbergi Speglar Glerhillur Handklæðahaldarar Fatakrókar o. fl. ^ ________________ ■ !: ‘ '■' •; ‘1 ■ A. Einarsson Fnnk Tryggvagohit 28 Gólfteppi (Wilton og Aiminster) Gangadreglap Gólfmottui* . i ; : ,< / VICTOR Laugaýegi 33 Sölumaður sem getur tekið mjög seljanlega vörutegund me'ð öðru, óskast. Tilhoð um skilmála sendist Vísi fyrir laugardag, merkt: „Sölumaður“. Nokkur vörusýningaborð til sölu í dag Jarðarför mágkonu minnar, fiöllu Waage fer fram frá dómkirkjnnni, laugardaginn þann 21. nóv. og hefst með húskveðju á heimili minu, Hellusundi 6, kl. 1 e. h. Fyrir hönd ættingja. Eufemia Waage.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.