Vísir


Vísir - 21.11.1942, Qupperneq 1

Vísir - 21.11.1942, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, Iaugardaginn 21. nóvember 1942. Ritstjórar Blaðamenn Sími: Auglýsiugar 1660 Gjaldk’eri 5 linur Afgreiðsla 245. tbl. Möndulherinn grefur skot- grafir og skrið dr ekagildr ur SV af Bizerta og Túnis. Frakkar hafna ur- $Iftakostnm þeirra. IEINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Hersveitir ítala og Þjóðverja í Tunis vinna af kappi að því nætur og daga, að koma upp vöm- um á þeim stöðum í landinu, þar sem ætlunin er að verjast. Frá bandamönnum í Norður-Afríku ber- ast þær fregnir, að möndulhersveitirnar grafi skotgraf- ir og skriðdrekagildrur í hálfhring, sem hefst við sjó um 50 km. fyrir vestan Bizerta og liggur þaðan suður og austur til Hameimat-flóa. Reynist þetta rétt, munu Þ jóðverjar og ftalir ekki tel ja það svara kostnaði eða hafa neinn raunhæfan til- gang að reyna að hafa sameiginlegar vígstöðvar með Rommel frá Tripolitania. Eða þeir hafa ekki getað flutt nægilegt lið frá Sikiley til þess að hægt væri að stofna svo langa varnalínu og er sú skýring sennilegust og eðli- legust, þegar þess er gætt, hve stutt er, síðan bandamenn hófu innrásina (2 vikur í nótt) og að möndulveldin hófu ekki flutninga til Túnis fyrr en nokkurum dög- um síðar. Frakkar í Tunis, sem bandamannahersveitirnar, er sækja inn í landið, hafa ekki náð sambandi við, hafa enn neitað að leggja niður vopn sin eða ganga í lið með möndulveldunum. Þegar for- ingi 'setuliðsins hafði liafnað úrslitakostum möndulherjann'a, sló þegar í bardaga og hefir þeim ekki tekizt að yfirbuga Frakka. I fregnum frá höfuðstöðvum handamanna í Norður-Afríku i morgun segir, að slegið hafi-i bardaga milli lítilla skriðdreka- sveita þeirra og möndulherj- anna á þrem stöðum í gær. Seg- ir i fregnum þessum, að mönd- ulhersveitirnar hafi allsstaðar látið undan síga eftir stutta bar- daga, þegar þær höfðu orðið fyrir nokkuru tjórii. Þegar lqftárásir eru ekki tald- ar með, eru þetta einu hernað- araðgerðirnar, sem getið er um á þessum slóðum. Bandamenn halda jafnt og þétt áfram loftárásum á flug- velti þá, sem ítölsku og þýzku flugvélarnar nota, en þær fara til árása á hafnarborgir og flutningaleiðir bandamanna. Fljúgandi virki eru komin til Norður-Afriku og hafa þar bækistöðvar. I gær voru sex bandamanna- flugvélar skotnar niður yfir Norður-Afriku, aðallega í árás- arleiðöngrum vfir Tunis. Hins- vegar skutu bandamenn niður níu flugvélar andstæðinganna. Átta þeirra voru skotnar niður, •er gerð var loftárás á Alsirborg og voru það loftvarnaskyttur, sem náðu helmingi þeirra. Uppgjöf saka. ÓUurn mönnum í Norður- Afríku, sem settir höfðu verið i fangelsi fyrir skoðanir sir.ar á styrjöldinni og afstöðu Vichy- stjórnarinnar til ítala og Þjóð- verja, hefir nú verið gefið frelsi. Meðal þeirra, sem hafa verið látnir lausir, eru margir Pól- verjar og Tékkar. New York-blaðið „PM“ ritar um þetta og segir, að þarna sjái menn, hvað það þýðir raun- verulega, að bandamenn sigri. Sigur þeirra tákni ekki aðeins, að borgir og lönd sé tekin og f jandmenn felldir og reknir á ílótta, heldur og skoðanafrelsi. Hlutleysi Spánar og Portúgals. Bandamönnum hefir nú bor- izt svar frá Spánverjum og Portúgölum vegna orðsendingar þeirra, er þeirn var send, þegar innrásin í Norður-Afríku hófst. Var hún á þá leið, að hlutleysi þeirra skyldi virt. Svar Spán- verja og Portúgala er á þá leið, að þau ríki telji sér ekki stefnt í yoða með atburðunum í Norð- ur-Afriku. Minningarathöfn. Á morgun fer fram í kirkj- unni í Rabat minningarathöfn um þá Frakka og Bandarikja- menn, sem fallið hafa í Norður- Afríku. Að athöfninni lokinni verða blómsveigar lagðir á graf- ir hinna föllnu. Samskonar at- hafnir fara fram i Casablanca og Port I.yautay. Árásir á kafbáta- bækistöðvar. Undanfarna daga hafa flug- vélar bandamanna gert tíðar á- rásir á St. Nazaire, Lorient, La Pallice og fleiri borgir á Frakk- landsströndum. Ástæðan er sú, að þarna eru helztu kafbátalægi Þjóðverja og nú er sérstaklega mikilvægt að geta grandað kafbátum þeirra eða hindrað, að þeir komist í leiðangra, þar sem svo stutt er að fara á miðin, aðeins til Norður-Afrikú. Kafbátabækistöðvar Þjóð- verja eru gríðarvel úr garði gerðar. Hafa verið steypt feikna- stór skýli yfir þá hluta hafn- anna, þar sem kafbátunum er ætlað að liafast við, þegar þeir eru ekki í viking, og telja Þjóð- verjar þessi skýli næstum örugg I gegn árásum. Bandamenn eru annarar skoðunar og því gera þeir þessar árásir. seint í gærkveldi komnar suður til Agedabia við Syrtuflóa — um 60 km. frá E1 Agheila — en um morguninn héldu aðrar deildir hans inn í Benghazi. Pinmmel hafði komið sér upp bráðabirgðavörnum hjá Antilat, sem er um 120 km. suður af Benghazi, en hersveitum banda- manna tókst að ryðja þeim úr vegi með lítilli fyrirhöfn. Jafnt og þétt er unnið að því, að safna saman föngum, sein helzt hafa úr lestinni hjá mönd- ullveldunum. Þjást þeir mjög ,af þorsta og hungri, og oft deyja þeir af þessum sökum, af þvi að þeir finnast ekki nógu fljótt. Hertzog látinn. Hertzog, fyrrum forsætisráð- herra Suður-Afríku, er látinn. Hertzog var lögfræðingur og yfirdómari í Friríkinu Oranje í S.-Afríku, sem Bretar tóku siðan. I Búastríðinu var Hert- zog hershöfðingi í liði Búa, en þegar Suður-Afríkusambandjð* var stofnað, varð hann ráðherra i ráðuneyti Botha. Siðar stofn- aði ‘ hann þjóðernissinnaðan flokk og varð forsætisráðherra samsteypustjórnar árið 1933. Hann var aðalandstæðingur Smuts síðustu árin og vildi að S.-Afrika væri hlutlaus i stríð- inu. Laval úrillnr. Laval hélt útvarpsræðu í gær og kom berlega í ljós, að hann kennir bandamönnum allt það, sem honum gengur miður heima fyrir. Var ræðan að nokkru leyti skammaræða um bandamenn, en auk þess óskaði hann ,þess, að hann hefði de Gaulle á valdi sínu, því að þá mundi hann fá það, sem hann hefði gott af. Laval kvaðst trúa á rígur Þjóð- verja. Riissar reka enu flotiaiin. Þjóðverjar halda sem hraðast undan norður á bóginn í Mið- Kákasus. Rússar telja, að manntjón Þjóðverja, fallnir og særðir, í bardögunum hjá Ordsjonikidse og undanhaldinu, sé milli 15 og 20 þúsund. Auk þess hefir mik- ið verið skilið eftir af allskonar hergögnum. Víðar eru allsherjar bardagar og hafa Rússar verið í sókn. Suð- ur af Stalingrad kveðast Rússar m. a. hafa tekið hæð eina. Á miðvigstöðvunum eru tíð stór- skotaliðseinvigi. I Hinip særdu snúa aftup Þessi mynd er frá Nýju Guineu og sýnir særða nienn, sem snúa aftur frá vigstöðvunum til þess að komast í sjúkrahús. Mennirnir verða oft að ganga dögum saman frá fremstu umbúða- stöðvum til næsta sjúkraskýlis. ' ' ' ' I ■' , ' ‘ ' : ’ :.í ' ' Guadalcanal: Flugvöllurinn í minni hættu. Bandaríkjamenn hafa að mestu bægt hættunni að austan frá Henderson-flugvellinum á Guadalcaital. Þeim megin hans liöfðu Jap- anir komið á land 1500 manna sveit. Bandaríkjamenn létu til skarar skríða gegn þeim eftir nokkra daga og liafa nú fellt um helming af þeim, en hinir hafa leitað liælis i skógunum. Loftárás hefir verið gerð á Bouin á Bougainville-oy, þar sem nokkur skip voru hæfð sprengjum. Ellefu japanskar flugvélar voru skotnar niður. Ncita loftárás á á ítulska liorg. Mesta loftárásin, sem gerð hefir verið á Ítalíu, síðan loft- sóknin gegn henni hófst, var gerð á Torino í nótt. Eins og áður var aðallega ráð- izt á Fiat- og Caproni-verk- smiðjurnar, sem framleiða álit- lcgan hluta hifreiða og flugvéla ítala. Að þessu sinni voru þrjár brezkar flugvélar skotnar niður. Nýja-Guinea: Japanir snúast til varnar. Japanar hafa nú loks neyðst til að verjast sókn bandamanna á Nýju Guineu. Harðir hardagar standa yfir hjá Buna, Gona og Sapotu, sem er um 12 km. uppi í lanÚi. Er búið að þjappa liði Japana sam- an á svo iitlu svæði, að þeir geta ekki annað en snúizt til varnar. Fregnir frá höfuðstöðvum MacArthurs lierma, að Japanir hafi fengið aukinn flugher til þessara stöðva. Loftárásum er þó haldið áfram af fullum krafti. Auknar vélbáta- byggingar. Kjötskortur í Svíþjóð og stöðvun á innflutningi fiskjar frá Danmörku og Noregi, hafa leitt til þess að fiskimenn Iands- ins geta ekki fullnægt eftir- spurninni eftir fiski. Þeir geta ekki lengur veitt síld við ísland, né ýmsan annan fisk á Norðursjó, svo að þeir verða að láta sér nægja að veiða í Skagerrak og Kattegat. Nokk- ur veiði er auk þess í Eystrasalti við suðurströnd landsins. Allur’ útgerðarkostnaður hef- ir þotið upp, margir bátar liafa farizt eða orðið fyrir meiri eða minni skemmdum. Veiðai'færa- töp eru og tið. En fiskverðið er viðunandi og afli oft góður. Fyrstu daga stríðsins, þegar Þjóðverjar tóku. mþrg fiskiskip, voru menn mjög bölsýnir, en nú hafa menn aftur gerzt bjart- sýnari. Kemur það m. a. fram í auknum bátabyggingum. í Vestur-Svíþjóð. Byggja menn einkum stærri báta en áðuríog með sterkari vélum. Méðal- stærð er 70 fet á lengd og 20 f. á breidd, með ca. 180 lia. hráolíu- vél. Ganga hátar þessir um 11 hnúta. Miðstöð er í bátunum og' þá eru þeir útbúnir talstöðvum og miðunarstöðvum. Stærri vélar eru liafðar af þvi, að menn þykjast hafa fullreynt það, að afli aukist með auknu vélarafli, sérstaklega þegar not- uð er botnvarpa. Týndur—fannst aftur. Rannsóknarlögreglan auglýsti í gær eftir pilti, Ragnari Emil Guð- numdssyni, Bergþórugötu 31, átján ára gömlum, er ekki hafði komið heim til sín né látið frá sér heyra síðan á miðvikudaginn var, um kl. 3, er hann fór út. Ragnar er nú kominn fram. Hafði 'hann dvalið uppi í Skíðaskála þennan tíma. Stúdentar halda dansleik í háskólakjallar- anum í kvöld kl. 10. Daaðaslys í Aðalstræti I gærkveldi. í gærkveldi um kl. 18.30 Varð maður nokkur, Hans Peter Jen- sen, verkstjóri hjá firmanu Höj- gaard & Schultz, fyrir bifreið í Aðalstræti og beið bana. Atvjkaðist þetta með þeim hætti, að fólksfhitningabifreiðiil R R1()8 var á leið suður Aðal- stræti. Segist bifreiðastjóririn liafa ekið mjög hægt, eða með 10—15 km. hraða. Þegar hann var kominn á móts við húsið rir. 9 við Aðalstræti, sá hann að þar stóð hópur fólks, semhann hjóst við að væri að bíða eftir strætis- vagni. Segist bifreiðarstjórinn þá hafa ekið um það bil 1 met- er frá gángstéttinni. E11 þegar bifreiðin vár kpmin á móts Við fólkið, þar seiri það stóð, vatt einn maður sér út úr liópnum, út á götuna og lenti þá á vínstri hlið bifreiðarmnar, frartian til við framhurðina. ' Rifreiðarsljórinn stöðvaðií bifreiðiria - samstundis, en þá liafði maðurínn kastast frá bif- reiðirini, fallið á götuna og lent á gangstétarbrúninni. Varð það lians barii. Hans P. Jensen var fæddur 1884 og var búséttur á Laufás- vegi' 2. Ránnsóknarlögreglan hiður fólk það, sem statt var á göt- 1111111 og horfði á atburðinn, að koma tii viðtals. Æfing í meðferð eldsprengja fer fram á morgun í Austurbæjarbarnaskól- anun), kl. 9.30 f. h., á Óðinstorgi kl. 11 f. h., á Landakotstúni kl. 1.30 e. h., og á leikvellinum viS Lækjar- götu kl. 2.30 e. h. Æfingin er bæði fyrir allar -loftvarnasveitir og al menning. Er nauðsynlegt að fólk kunni einhver skil á meðferð eld- sprengja ef til loftárásar kemur á bæinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.