Vísir - 28.11.1942, Blaðsíða 3
VISIR
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. II, síra FriÖ-
rik HaUgrimsson; kl. 1,30 Barna-
guðsþjónusta (sira Fr. Hallgríms-
son); kl. 5 síra Bjarni Jónsson
(ferming Jóhönnu Gerðar Krist-
jánsdóttur, Hólavallagötu 3).
.4 Ettiheímilinu kl. 4 síðd., síra
Sigurbjörn A. Gíslason (altaris-
ganga).
HaUgrímssókn. Kl. 10, sunnu-
dagaskóli i Gagnfr'æðaskólanum við
Lindargötu, kl. 11. Barnaguðsþjón-
usta i Austurbæjarskólanum, síra
Jakob Jónsson. Kl. 2 messa á saina
stað, síra Sigurbjörn Einarsson.
Nespresiakall. tjarnamessa í skól-
anum á Grímsstaðaholti kl. 11 f. h.
— Fermingarbörn frá því í vor og
frá fyrra ári gjöri svo vel að koma
tii viðtals í Mýrarhúsaskóla kl. 3
á morgun. Jón Thorarensen.
Laugarnesprcstakall. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10 f. h.
Guðsþjónusta í kapellu Háskól-
ans kl. 5 e. h. Stud. theol. Guðmund-
ur Guðmundsson prédikar.
Fríkirkjan kl. 2, síra Árni Sig-
urðsson.
Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað
í fríkirkjunni í Rvík kl. 5, sira Jón
Auðuns.
Kaþólska kirkjan. Hámessa kl.
10 og bænahald kl. 6)4 síðd. I Hafn-
arfirði: Hámessa kl. 9 og bænahald
kl. 6 síðd.
Frikirkjcm i Hafnarfirði. Messað
kl. 2, síra Jón Auðuns.
Brautarholtskirkja. Messað kl. 13,
síra Hálfdán Helgason.
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af síra Bjarna Jónssyni ung-
frú Guðrún Jónsdóttir, Njálsgötu
43 og^ Einar Sæmundsson iðnaðar-
maður, Bergstaðastræti 2. Heimili
þeirra verður á Njálsgötu 43.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af síra Bjarna Jónssyni ung-
frú Guðrún Þorgeirsdóttir, Páls-
sonar framkv.stj., Lindargötu 41,
og Daníel Þórarinsson, Kjartans-
sonar kaupmanns, Laugaveg 76. —
Heimili þeirra verður á Lindarg. 41.
Edisonsmyndirnar.
Gamla Bíó sýnir nú og næstu daga
tvær myndir úr lifi Tómasar Edi-
sons, uppfinningamannsins mikla.
Myndir þessar eru með afbrigðum
góðar og skemmtilegar, auk hinnar
miklu fræðslu, sem þær flytja um
þennan heimsfræga mann, líf hans,
stríð hans, baráttu og viljaþrek, og
líka um hans stóru sigra. -— Margir
atburðirnir frá æsku Edisons eru
sýndir svo spénnandi, að áhorfand-
inn stendur næstum því á öndinni
af eftirvæntingu. En svo erfitt á
drengurinn með köflum, að eigin-
lega er barátta hans sem fullorðins
manns við heimsku og skilnings-
leysi umhverfisins ekki nærri því
eins hörð og barátta barnsins.
A. S.
Bridgekeppnin.
Síðari hluti fyrri umferðar fer
fram á morgun í húsi V.R., Vonar-
stræti 4, og hefst kl. 1. Keppa þá
þessir flokkar: Brynjólfs Stefáns-
sonar við flokk Ingólfs Ásmunds-
sonar, flokkur Gunnars Viðars við
flokk Lúðvíks Bjarnasonar og loks
flokkur Axels Björnssonar við
flokk Gunngeirs Péturssonar. Að
því loknu hefst fyrri hluti 2. um-
ferðar og keppa þá þeir flokkar
sín á milli, sem tapað hafa í fyrstu
umferð.
Rafmagnslaust
var viða í bænum seinni hluta
nætur í nótt, er mun hafa stafað
af því, að unnið var við Sogslín-
una. Er þá Elliðaárstöðin ein í
gangi, en hún gefur ekki nema lít-
ið eitt af þeirri orku, sem bærinn
þarf.
Puliveldisins
verður minnzt bæði meðal ís-
lendinga í Bretlandi og Ameríku.
Á morgun flytur Pétur Benedikts-
sou sendiherra erindi í Lundúna-
útvarpið, sem útvarpar á íslenzku
og mun hann enn fremur flytja
kveðjur til íslendinga frá Bret-
landi. — I New York og Washing-
ton munu sérstök hátíðahöld fara ■
fram í tilefni dagsins með veizlmn
i báðum borgunum.
Nœturlæknir.
1 nótt: Bjarni Jónsson, Reyni-
mel 58, sími 2472. Næturvörður í j
Lyfjabúðinni Iðunni.
Aðra nótt: Haldór Stefánsson,
Ránargötu 12, sími 2234. Nætur-
vörður í Ingólfs apóteki.
Helgidagslæknir.
Halldór Stefánsson, Ránargötu
12, sími 2234.
■ . 1.1— —.i ,
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman i hjóna-
band ungfrú Unnur Samúelsdóttir,
Ólafssonar fátækrafulltrúa og Er-
lingur Brynjúlfsson, Björnssonar
tannlæknis. Heimili þeirra verður
að Laugaveg 53. Síra Bjanii Jóns-
son gefur þau saman.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá G.J. 31 kr.
frá Jónínu Vigfúsdóttur.
Háskólafyrirlestur.
Samkvæmt boði Handíða- og
myndlistaskólans flytur Kurt Zier
listmálari fjögur erindi í háskólan-
um um trú og list. — Fyrsta erind-
ið verður flutt næstk. mánudag, 30.
þ. m., kl. 8.45. Fjallar það um eðli
hinna listrœnu fonna. 1 inngangs-
erindi þessu mun Zier gera grein
fyrir helztu grundvallaratriðum
myndlista. — annað erindið, sem
flutt verður viku síðar, verður um
byggingalist miðalda. Þriðja verð-
ur um höggmyndalist og siðasta er-
indið verður um málaralist. —
Skuggamyndir verða sýndar með
erindunum. Erindin verða flutt á
islenzku. Öllum er heimill aðgang-
ur ókeypis.
Aðalfundur V.R.
var haldinn á heimili félagsins
kl. 8)4 í gærkveldi. í félagið hafa
gengið á árinu 57 konur og 135
karlar og er félagatalan nú 1026,
auk 13 heiðursfélaga. Formaður var
kosinn Hjörtur Hansson kaupmað-
ur. Aðrir, sem eiga sæti í stjórn-
inni, eru Lárus Bl. Guðmundsson,
Konráð Gíslason, Bergþór Þor-
valdsson, Stefán G. Björnsson, Bogi
Benediktsson og Sveinn Helgason.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15,30 Miðdegisútvarp. 18,30
Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Ensku-
kennsla, 2. fl. 19,25 Hljómplötur:
Samsöngur. 20,00 Fréttir. 20,20
Dagskrá listamannaþingsins: Þætt-
ir úr íslenzkum leikritum: a) tjti-
legumennirnir eftir Matthías Joch-
umsson, 4. þáttur. b) Lénharður fó-
geti eftir Einar H. Kvaran, 1. þátt-
ur. c) Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann
Sigurjónsson, 2. þáttur. d) Skálholt
eftir Guðmund Kamban, 3. þáttur.
(Félag íslenzkra leikara. Leikstjórn
Haraldur Björnsson, IndriðiWaage,
Soffía Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Ö.
Stephensen). — 22,45 Danslög til
kl. 24.
Loít varna merkin
Ný tilhögun til þess að afstýra
vinnutruflunum.
Ákveðið hefir verið að loft-
varnarnerki verði ekki gefin
framvegis,nema 3 eða fleiri flug-
vélar séu nær bænum en 50 km.,
en hingað til hafa loftvarna-
merki verið gefin þó að aðeins 1
flugvél hafi komið yfir bæinn.
Hinni nýju tilhögun er komið
á til þess að afstýra truflunum
við allan atvinnurekstur, en auk
þess hefir borið á, að menn
hættu að sinna þvi, þótt loft-
varnamerki væru gefin, þegar
þau voru mjög tíð eða voru gef-
in dag eftir dag.
Lögð er sérstök áherzla á, að
bæjarbúar leiti hælis strax og
byrjað er að skjóta úr loftvama-
bjssum, reykjarmekkir sjáist í
lofti í sambandi við slíka skot-
hrið, eða bardagar eru háðir
niilli flugvéla yfir bænum.
Krlstján Guðlaugsson
HæstarétUrlögmaftor.
Skrifstoíutinii 10—12 og 1—6.
Hverfisgata 12. — Sími 3400.
1 j.fú «h j;i 3
nrr-ýprtm
»Rafn«
Vörumóttaka til Tá'kna-
fjarðar, Bíldudals og Þing-
eyrar fyrir hádegi á mánudag
»Freyja«
Vörumóttaka á Snæfells-
neshafnir og Flatey fyrir há-
degi á mánudag.
Jarðneskar leifar
manna.
Mér datt ekki í hug að grein
mín gæti vaklið misskilningi á
þann liátt sem orðið er. Það
skiptir engu máli, hvort grafið
er í leiði næstum daglega eða
„við og við“. Aðalatriðið er, að
það er gert, og að rétturinn til
legrúmsins er útrunninn eftír
tiltölulega stuttan tima — 25 ár
skemmst.
Mér var kunnugt um, að til er
uppdráttur yfir kirkjugarðinn,
sem á að segja til um, hvar hver
er grafinn, og eg efast ekki um,
að kirkjugarðsvörður útfyllir
hann samvizkusamlega, en það
var fyrst byrjað að riota þetta
kort 1918, svo margir eru ó-
merkingarnir, —- og annars
vegar — þegar búið er að grafa
tvisvar í sömu gröfina, hver veit
þá hver er hver, þegar kisturnar
eru búnar að vera? Um krossa
og grindur vísast tíl auglýsinga
síra Sigurbj. Á. Gíslasonar.
Líklegt er að Suðurgata verði
breikkuð í náinni framtíð. Þar
má búast við að fari undir götu
leiði merkra manna. Getur ekki
hugsazt að atburðirnir í kirkju-
stræti eigi eftir að endurtakast
þar? Það vill máske einhver
segja að það komi aldrei til,-—
en haldið þið, að þeir sem réðu
fyrir garðinum í Kirkjustræti,
NÝ BÓK:
Snal»l>i
Eftir P. G. WODEHOUSEL
Kaflar úr ævisögu Snabba S. Snobbs’, fjáraflasníllingsíns mikla,
sem lætur aldrei bugast, þó að stundum vilji sjettast upp á vín-
skapinn hjá honum og hamingjudisinni. Snabbi magnast um
allan helming við hvert skakkafall, sem hann verður fyrir, og
leggur gunnreifur til næstu omstu.
Þetta er skemmtilegasta bók ársins, og þótt lemgra væri katað
— „mjög varlega áætlað, vinur“ — svo að notuð séu óhreytt
orð söguhetjunnar sjálfrar.
Er komin í bókabúðir
S P E G í L L I N N.
_______________________________________Bókaétgáfa._________
liafi ekki getað sagt með meiri
rétti, að aldrei yrði grafið fyrir
símastöð í horninu eða Kirkju-
stræti yrði breikkað? Það var
einu sinni háttsettur maður sem
sagði að liér kæmi aldrei vagn.
Eg hefi séð litlu trén, en þau
verða því aðeins stór að þau fái
að vaxa í friði, og ekki sé graf-
ið upp að þeim.
Að endingu vil eg biðja þá,
sem vilja láta skoðun sína í ljósi
um þetta mál, að gjöra það
ekki í kosningastíl. Það er svo
vandséð hvað aðrir vita að ó-
reyndu.
22. nóv. 1942.
Árni Ámason.
Málfundafél.
Ódinn
FUNDUR verður haldinn á morgun, sunnu-
daginn 29. þ. m., kl. 2 e. h. í Baðstofu iðnaðar-
manna.
Mörg áríðandi mál á dagskrá.
STJÓRNIN.
Karlmannaföt
ágætis tegund, fallegt snið, tekin wpp í dag.
4 \
Cíeysir Ii.f.
FATADEILDEÝ.
lllÍK
með tveim ibúðum, i Miðtúni, Höfðalivefi, er til sölu. önnur
ibúðin, að minnsta kosti, verður laus til íbúðar frá 14. mai'n. k.
Semja ber við
Krlstfán Knðlangiion
hæstaréttarmálaflutningsmann.
Ilverfisgötu 12. — Sími: 3400.
Greiöslusloppar UNDIRFÖT, NÁTTKJÓLAR, mikið úrval.
■ Ragnar Þórdarson & Co , Vefnaðarvöruverzlun. Aðalstræti 9.
Til leigu
Verksmiðjuhúsin nr. 6B við Aðalstræti, eru til leigu frá
næstu áramótum.
Vélimiðjan HcðÍEm h.f.
m.sk. „ARCTIC"
til sölu
Þeir, sem kynnu að vilja gera .tilboð í skipið sendi
þau til fiskimálanefndar fyrir 5. des. k.
Réttur er áskilinn til að hafna öHutso tilboðum. —
eru stöður II. aðstoðarlæknis lausar frá 1. jan. 1943.
Umsóknir sendist fyrir 27. des. næstk. til stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna, Arnarhváli.
Reykjavík, 13. nóv. 1942.
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna.
ílsvör -
Nú um mánaðamótin (2. desbr.) falla dráttarvextir
á síðasta (3/s) hluta útsvaranna 1942, þeirra gjaldenda,
sem greiða útsvörin ekki reglulega af kaupi, skv. lögum
nr. 23,1940.
Þá aðvarast gjaldendur, sem hafa ekki greitt útsvör
sín ennþá og kaupgreiðendur, sem hafa ekki greitt út-
svör starfsmanna sinna, um að lögtök verða nú gerð
án frekari aðvörunar.
XÓtt
Nýtt sönglag eftir
HALLBJÖRGU BJARNADÓTTUR
fæst í Kljóðfærahúsinu og híjóðfæraverzl- I
un Sigríðar Helgadóttur.-
BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSI.
Maðurinn minn, Arnbjörn Árnason andaðist í sjúkrahúsi 27. nóvember. Fyrir mína hönd, barna og tengdadætra. Guðrún Sigurðardóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar, Jóhanns Þorbjörnssonar. Sigurður Jóhannsson. Júlíus Jóhannsson. Gísli Ág. Jóhannsson.