Vísir - 28.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 28.11.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Siml: 1660 5 llnur 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 28. nóvember 1942. 251. tbl. Landgöngulið Bandaríkjaflotans býst til bardaga. Menn úr landgönguliði Bandaríkjaflotans eru látnir refa sig í að skjóta úv skamm- byssum, er þeir sitja á hækj- um sínum, eins og myndin sýnir. Með því móti eru þeir sjálfir miklu minna skot- mark, en ef þeir standa. Kut- inn, sem maðurinn til liapgri bei*, er til þess að nota í ná- vigi. brezkor sendiherra hér. Nýr brezkur sendiherra hefir verið skipaður fyrir ísland — Mr. Edwrad Henry Gerhard Shepherd. Mr. Sheplierd — menn rugli honum ekki saman við aðal- ræðismanninn, sem liér var — er 56 ára og hefir verið í utan- rikisþjónustu Breta um alllangt skeið i Ameríku, Frakklandi, Liberlu og Litliáen. Undanfarið liefir hann gegnt séstökum störf- um fyrir Bretastjórn í New York. Nýja-Guinea: Japanir gera g:agrnáhlanp. Eftir að Japanir komu liðs- auka á land við Buna eru þeir byrjaðir þar miklar gagnárés- ir. — í fregnúm frá bækistöð Mac Arthurs segir, að þessar árásir liafi lííinn árangur í för með vsér, og sé manntjón Japana mikið. Flugvélar Bandamanna liafa undanfarið gert árásir á Lae á Nýju-Guineu, og Timor. Frá Guadaleanal er það lielzt að frétta, að tvær japanskar flugvélar reyndu í fyrradag að gera árás á stöðvar Bandaríkjá- manna, en ollu engu tjóni. Flug- vélar Bandaríkjamanna lialda stöðugan vörð yfir eynni, en þar eru engar miklar iiernaðarað- gerðir þessa daga. Loka§ókn liafin i Tnniii 1. lierinix tekur bæ 24 km. frá Tiinishorg. Fregnir frá aðalbækistöðvum bandamanna í Norður- Afríku eru nú á þá leið, að 1. herinn brezki og Banda- ríkjahersveitirnar þar séu nú búnar að ljúka undir- búningi sínum undir Iokaviðureignina við hersveitir Ííala og Þjóðverja og hafi þegar verið lagt til atlögu. Minningarfyrirlestur Haralds Níelssonar. Þriðji minningarfyrirlestur _ Har- alds Níelssonar ver'Sur fluttur n.k. mánudag, 30.. nóv., kl. 5 hátíÖasal JTáskólans. AtS ])essu sinni flytur Gunnar skálcf Guiinarsson fyrirlest'- ur, er hann nefnir: SiÖmenning — siðspilling. Öllum er heimill aÖ- gangur. Fyrstu fregnir al' lokasókn bandamanna í Tunis eru á þá leið, að hersveitir þeirra hafi tekið hæinn Tabuna, sem er aðeins 24 kílómetra beint vestur af Tunisborg. Hafa þeir þvi farið drjúgan spöl frá því, er þeir tóku járnbrautarbæ þann, sem skýrt var frá í gær, en hann var um 60 km. frá Tunis-borg. Fluglið bandamanna heldur uppi mögnuðum loftárásum á flugvelli möndulherjanna og segir svo í fregn frá herstjórn- inni, að á einum þeirra Iiafi 40 flugvélar verið eyðilagðar. Nokkurar flugvélanna voru eyðilagðar af bryndeild, sem gerði skyndiárás á vollinn um leið og loftárásin var gerð. Auk þess skutu orustuflugvél- ar bandamanna niður 11 flug- vélar og var þvi 51 flugvél eyði- lögð á einum degi á þessum slóð- um. Fréttaritari United Press í Gasahlanca hefir ált tal við yfir- mann franska flugliðsins i Norður-Afríku. Segir hann í við- talinu, að hann liafi lieitið yfir- hershöfðingja bandamanna því, að flugmenn Frakka mundu veita þeim allan þann stuðning, sem þeir gætu. \ Tedtler fær viðurkenningu. Sir Arthur T.edder flugmar- skálkur, yfirmaður flughers Brela i löndunum við auslanvert Miðjarðarhaf, hefir nú fengið viðurkenningu fyrir það, Iiversu vel honum fórst úr hendi stjórn flugliersins gegn flugsveitum Rommels. Eins og kunnúgt cr, , voru það nokkrar vel skipu- I lagðar og gríðarharðar loftá- 1 rásir, sem færðu flugher handa- manná yfirráðiii í lofti nokkuru I áður en sókn 8. hersins hófst. Tedder hefir verin • gerður að varaformanni flugforingjaráðs hrezka flughersins og gengur því næslur að völdum Sir Char- les Portal, sem er formaður ráðsins. Porter var gerður að yfirmanni flughersins Iiaustið 1940, þegar sprengjuflugvélar hans gerðu liinar hörðu árásir á innrásarhafnir Þjóðverja og skutu þannig loku fyrir það, að innrás væri möguleg. Yfinnaður Tedders í Egipta- landi verður Shelto-Douglas, sem hingað til hefir verið vfir- maður orustuflugvéla Breta. Smuts, Eisenhower og Cunningham hittast. Sm.uts marskálkur og Dwight Eisenhower .vfirhershöfðingi handamanna i Norður-Afríku hittust, þegar Smuts fór heim- leiðis frá London í byrjun þess- arar viku. Smuts fór lil Gibraltar og þar hittust þeir, og Sir Andrew Cunningham foringi flotans, sem flutti innrásarliðið á vett- vang, kom og lil fundar við þá. Þeir ræddu hið Iireytta viðhorf i Afriku eftir sigur 8. hersins og laiidgöngu bandamanna i ný- lendum Frakka. Útrýming Pólverja. Pólska stjórnin í London hef- ir ásakað Himmler fyrir að hafa gefið út skipun um að útrýma skyldi Gyðingum í Póllandi. Segir stjórnin, að 6000 Gyð- iugar sé nú flutlir dagléga á brott frá Gyðingahvcrfinu i N'afsjá og viti enginn hváð af þeiin verður. Sókn Rússa heldur áfram. borg: milli Kalatsh og Stalingrad. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. II ersLjórnartiIkynning Rússa og fregnir frá blaða- mönnum skýra frá því, að hersveitir Timo- shenkos haJdi jafnt og þélt áfram sókn sinni og fái Þjóðverjar við ekkert ráðið. Síðustu fregnir eru um það, að rússneskar hersveitir liafi tekið járnbraut- arborg eina um 25 km. fyrir austan Kalatsli, á járn- brautinni frá Kliarkov til Stalingrad. Bárdágar eru allstaðaar gríðarharðir, en belri úíbúnaður Rússa og meiri mannafli ráða því, að þeir geta allsstaðar brotið varnir Þjóðverja á bak aftur. Á einum stað kveðast Rússar hafa átt i höggi við úiwalsherdeild þýzka, en hún hafi ekki stað- izt áhlaup þeirra frekar en aðrar og orðið að láta undan siga. Kins og áður kveðast Rúss- ar taka mikið herfang og fjölda fanga. Á einum stað kveðast þeir i gær hafa komizt yfir 51 skriðdreka. , • I Stalingrad sjálfri segjast Rússar vera í sókn í öllum liverfum borgarinnar. Flutn- ingar fara nú aðeins að litlu leyti fram yfir Volga, því að síðan leiðin opnaðist til borgar- innar að norðán, hefir verið þangað að heita má óslitinn straumur farartækja, sem flytja allskonar nauðsynjar til verj- cnda og særða menn síðan á brott. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna átti tal við blaðamenn i gær. Ræddi hann um styrjoldina yfirleitt, ep sagði um sókn Rússa, að hún væri miklu eftirtektarverðari en menn sæju við fvrstu at- hugun. Stimson henti á það, að nú t;x*ki Rússar fanga í tugþús- undatali, en i fyrra liefði þeir ekki tekið neina fanga, svo að teljandi væri. Þessi breyting táknaði varla annað en það, að þýzki hermaðurinn sé ekki eins agaðiu’ og í fyrra, liann hlýði ekki eins yfirmönnum sínum og áður, þegar á móti blæs. Þjóðverjar segja litið annað en að þeir eigi i hörðum varnar- bardögum á syðri hluta austur- vígstöðvanna. Þeir skýra og frá sókn Rússa á miðvígstöðvun- um, hjá Ilmenvatni, en segja að þeir hafi ekki náð tilgangi sin- um nefnlega að rjúfa varnir Þjóðverja á þeim slóðum. Flotinn í Toulon: 1 kaitar lorOuðu sér. Aðein.s tveir kafbátar munu hafa getað forðað sér frá Tou- lon, þegar Þjóðverjar tóku höfn- ina þar í fyrrinótt. Þegar sýnt þótli, að sjóliðið mundi ekki gela varizt áras j Þjóðverja, var sumum skipun- j um sökkt, en önnur voru ; sprengd í loft upp. Fórht fjöldi manna af áhöfnunum m.eð skip- um sinum. í Toulon voru þrjú orustu- skip „Dunkerque“, „Provenee“ og „Strassbourg“. Auk þess var þar stöðvarskip sjóflugvéla, 10 Leitiskip, 25 hmdurspillar og um 20 kafhátar. Kkkert skip var á floti kl. 10 í gærmorgun, effir frönskum lima, en sprengingar ljéldu á- fram í þeim fram eftir degi. De Gaulle ávaujiaði frönsku þjóðina i gær og minntist sjó- liðanna, sem fórust. Neinustu fréttir Sundknattleiksmótið: R lið Ármanns vann B liðið með 5:1 Sundknattleiksmót Reykja- víkur hélt áfram í gærkveldi. Kepptu þá A og B lið Ármanns og sigraði A-liðið með 5 mörk- um gegn 1. Leikurinn var drengilegur og fór ve| frani. Næsti leikur fer fram n. k. fimmtudag ’og keppa þá A-lið Ármanns við K. R., en á föstu- daginn keppa B-lið Ármanns og Ægir. Kona Chiangs Kai-shek í U. S, • Það var tilkynnt seint í gær í Hvíta húsiiiu í Was- hington, að Mei-ling, kona Chiangs Kai-sheks væri komin loftleiðis til Banda- rík janna. Frú Chiang Kai-shek er komin þangað í boði-Roose- velts forseta og konu hans. Hún mun ferðast um ýms iðnaðarhéruð Bandaríkjanna og kynna sér átök þeirra á styrjaldarsviðinu. Flughershöfðingi týndur. Einn af snjöllustu flughers- höfðingjum Bandaríkjamanna. Asa Duncan.hefir týnzt í flug- ferð. Hanu var á leið frá Bretlandi til Norður-Afríku rétt eftir miðjan mánuðinn, er flugvél lians neyddist til að lenda skammt undan strönd Norður- Frakklands. Var vonazt til þess, að mönnunum yrði bjargað, en þó voru líkur taldar litlar. Duncau var 50 ára að aldri og hafði verið gérður að formanni flugforingjaráðsins i Evrópu. Hann er fjórði flughershöfðingi Bandaríkjanna, sem týnist eða ferst i þessu stríði. Tinker hers-. liöfðingi hvarf í Midway-orust- unni og tveir liafa farizt af slys- förum. 2400 km. flótti frá Filipps- eyjum til Astralíu. 159 daga svadilför tveggja amepískra liðsfopingja. Tveir amerískir liðsforingjar, William Osborne, höfuðsmað- ur í fótgönguliðinu, og Damon Gause, flugforingi, eru nýkomn- ir til Ástralíu eftir 159 daga flótta frá Filippseyjum. Á þeim tíma fóru þeir um 2400 km. og er það lengsti flótti, sem um getur í þessu, stríði. Osborne sljórnaði hersveit Filippseyinga, er varð að gefast upp á Bataan-skaga, en þegar það gerðist komst hann ijndan og yfir Manillaflóann. Þar hafðist hami við í fjöllunum sunnan flóans í tvo íhánuði og gáfu hinir innbornu honum að eta. 1 júní frétli hann um annan liðsforingja,* er líkt var ástatt fyrir og gat gerl honum orð um að liitta sig á tilteknum stað. Var stutt þangað, en svo ó- greiðfært, að þeir Gause hittust ekki fyrr en eftir mánuð. Gause hafði orðið viðskila við féiaga síha, er hann var einu sinni á ferð í híl og japönsk sveil varð á vegi hans. Gause stöklc úr bil sínum og gat leynzt, svo að Japanir fundu hann ekki. Næstu nótt gat hann læðst framlijá) herhúðum Japana og komst niður að sjó. Japanir voru allsstaðar á sfröndinni svo að Gause lagðisl til sunds og synti meðfram henni, svo langt undan aS hann sást ekki úr landi. Þegar liann kom að landi rakst liann á japanská hermenn, sem tóku hann til fanga. Hann slaþp þó von bráðar frá þeim, kömst aftur til sjávar og gat náð i bát, serri hánn komst á til Corregidor. Þá var svo komið, að það eyvirki var að því komið að falla, svo að Gause náði sér aftur í bát og komst til suðurstrandai' Man- ilaflóans. Litlu eftir að hanii kom þangað, náði hann sambandi við Osborne og þeir komúst í sameiningu yfir 20 feta bót með Diesel-vél. í honum fóru þeir milli eyja i allskoriar veðrum og þurftri oft að standa í austri tímum saman. Það sem þjáði þá mest var matarskortur, en Osborne kunni að búa til mat, svo að á miili fengu j>eir sæmi- lega í sig. Þeir voru næstum ó- þjakaðir þegar þeir kómu til Ástralíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.