Vísir


Vísir - 21.12.1942, Qupperneq 2

Vísir - 21.12.1942, Qupperneq 2
2 V ISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR HJ. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuðt. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Virkjun Andakilsár. Þeir Pétur Ottesen og Bjami Ájsgeirsson flytja á [)ingi frumvarp lil laga um virkjun Andakílsrár, og hefir þess lítillega verið getið hér í blaðinu. Með þvi að hér er um merkífega framkvæmd að ræða þykir rétt að birta hér greinargerð frumvarpsins að nokkuru, en hún er svohljóð- andi: Um marga áratugi hafa ibúar Borgarfjarðarhéraðs haft virkj- un Andakilsárfossa i hyggju. Fyrstu rannsóknir eru gerðar af Halldóri heitnum Guðmunds- syni raf magnf ræðingi, um 1907. Á árunum 1920—1922 fram- kvæmir Steingrímur Jónsson ýtarlegar rannsóknir á virkjun fossanna og gerir kostnaðar- áætiun -um 2400 hestafla orku- ver, er iiann áætlar á 1.780.000 kr. 4»eirri virkjun reyndist ekki hægí að koma í framkvæmd vegna fjárhagserfiðleika, er þá voru miklir á [ieim árum. Rannsóknir þessar voru birtar í timariti V. F. í. 1923. Þóft Yirkjun kæmist þá eigi í framkvæmd, var inönnum ljós nauðsyn liennar, og náðu þá sýslurnar kaupum á vatns- réttindum fossanna árið 1930, en þau vatnsréttindi voru þá komin í eigu útlendinga. Á kreppuárunum eftir 1930 var ókleift talið að ráðast í virkjun, en sterkur áhugi var ávallt rikjandi fyrir því að hrinda þessu verki í fram- kvæmd strax og úr rættist. Málið liggur því niðri fram að 1937. Þá gera báðar sýslunefnd- ir Mýra- og Borgarfjarlarsýslu samþykktir um, að kostnaðar- áætlanir verði gerðar að nýju um virkjun. Drógust þær rann- sóknir þó enn um nær tvö ár, þar tíl 1939, að Ámi Pálsson verkfræðingur gerir ýtarlegar áætlanir um virkjun, og er þeim lokið f ágústmánuði það ár. Er það greinargerð fyrir órkuþörf héraffanna og hentast talið að byggja fyrst um sinn háspennu- linur tíl Akraness, Borgarness og Hvanneyrar, þar eð aðrar linur bera sig ekki að svo síöddu. Á veitusvæði þessu búa um 2.800 manns. Orkuþörf þeirra er taiin 13.000.0CK) kwst. með þeim atvmnurekstri, sem nú er. Iðnaður er tiltölulega mikill, þegar miðað er við íbúatölu. Aðallega er það, auk vélarekstr- ar við jám- og trésmiðar, fryst- ing kjöts, fiskjar, sildar og fiskimjölsvinnsla og niðursuða mjólkur. Mjög þykir nú æski- legt að koma á auknum iðnaði, og þarf þá mun meiri orku en að framan getur. Til að framleiða 13.000.000 kwst. er talið, að þurfi 5000 liestöfl. Það er auk þessa mark- mið með virkjuninni, að sjá sem flestum héraðsbúum fyrir orku, og mun þá þurfa 6000— 7000 hestöfl, þegar orkan nær til allra héraða Mýra- og Borg- arfjarðsýslu auk Akraness. I þvi sambandi skal þess getið, að við fulla virkjun Andakílsár- fossá fást 12.000 hestöfl. Er af þessu Ijóst, að þarna er afgangs | mikið afl, sem vafalaust væri j hagkvæmt að hagnýta til raf- magnframleiðslu fyrir nær- liggandi héruð. Af fjárliagsástæðum og vegna [æirrar dýrtíðar, sem nú rikir, [jykir þó ekki kleift að ráðast í 6000—7000 hestafla virkjun. Tiltækilegast þykir að hefja virkjun með 2400 hestöflum og fullnægja með [>eim brýnustu þörfum atvinnuveganna, með hliðsjón af því að sú virkjun geti horið sig fjárhagslega, en auka síðan virkjun eftir því, sem efni og ástæður leyfa, þar til náð er því marki að fullnægja ölluin þörfum héraðsbúa. Fyr- irhuguð fjárframlög af hálfu ríkisins til slikra framkvæmda ættu að greiða götu þess í fram- tíðinni. Kostnaður þessarar virkjunar er 1939 áætlaður 1.673.000 kr. og orkuverið talið kosta 960.000 kr., en háspennukerfi, bæjar- kerfi og kostnaður við sveita- veitur 716.000 kr. Áætlunin um orkuverið er gerð af Ánia Páls- syni verkfræðingi, en um há- spennu- og bæjarkerfi af raf- magnseftirliti rikisins. Rann- sóknir Ieiddu í Ijós, að hér er um mjög hagstæða virkjun að ræða, [ægar horið er saman við aðrar virkjanir hér á landi. Á það rót sína að rekja til ágætra virkjunarskilyrða, er koma fram í mikilli fallhæð, — 51 m. á 570 metrum, samfara lítilli stíflugerð og ágætum miðlun- arskilyrðum í Skorradalsvatni. Tekjur virkjunar voru áætl- aðar 240.000 kr. Áætlanir voru gerðar með hliðsjón af virkjun I.axár, en þeirri virkjun var þá um það bil að verða lokið. Árni Pálsson gerði á sínum tíma all- ar áætlanir um Laxárvirkjun- ina ,og reyndust þær mjög á- bj'ggilegai'. Felur sú reynsla í sér mikið öryggi um raunhæfni [jeirra áætlana, sem hér um ræðir, sem einnig eru fram- kvæmdar af honum. Þar eð sýnt þykir, að há- spennulína frá Soginu geti ekki borið sig og héraðsbúar geta ekki ætlað öðrum að sjá þeim fyrir 6000—7f)00 hestöflum og virkjunarskilyrði eru hin allra ákjósanlegustu, hafa Borgfirð- ingar ákveðið að hefja þá virkj- un Andakilsár, sem um áratugi hefir farizt fyrir vegna fjár- skorts, enda er j)að einasta leið- in til að útvega héraðsbúum ódýra, næga og trygga orku, og [)eir óska að hafa í sínum liönd- um framleiðslu til sinna eigin þarfa. Eftir að heimsstyrjöldin skall á, hefir tilboða verið leit að í vélar og annað efni til virkj- unar. Bárust þau tilboð hingað t sumar og voru lögð til grund- vallar við endurskoðun áætlana. Samkvæmt síðustu áætlun- um, sem gerðar eru í nóvem- ber, nemur virkjunarkostnað- ur 5.188.999 kr., án bæjarkerfa. Heildartekjur af allri raforku- isölu eru áætlaðar 680.000 kr. og rekstri vel I)orgið með þeim tekjum. Jólablaö Fálkans kom út s.l. föstudag, og er 6o bls. að stærS. Þar skrifar síra Jón Thorarensen huglei'ðingu, frú Eufemia Waage um Reykjavík fyr- * ir aldamót, Júlíus Júlínusson ferða- sögu, dr. Guðmundur Finnbogason grein, sem heitir Rikisstjórinn, dr. Helgi Péturss um „Ágætar ættmæð- ur“, Anna Z. Osterman, sendikenn- ari um sænska dýrlinginn Birgittu. Sögur flytur jólaheftið eftir m. a. Johan Falkberget, Johs. Buchholtz, Paul Gjesdal og Emil Bonnelycke, greinar um Kyrrahafseyjuna Pit- cairn, Ansgar kristnibo'ða og óper- ettuna „Leðurblakan", auk fjölda smærri greina, fjölda mynda og barnasagna. Það er nýmæli, að í þessu blaði er lag eftir Pál Isólfs- son við vísur Þorsteins Erlingsson- ar um „Snata og ÓIa“. Þá má nefna kvæði eftir Jakob Hafstein. Blaðið er prentað á góðan pappir, og ágæt mynd af Gullfossi; tekin af Edv, Sigúrgeirssyni, prýðir kápuna. Skípun 9 manna læknaráðs til aðstoðar dómstólunum i landinu. Vegna ýmissa erfiðleika, sem komið hafa í ljós við mála- rekstur fyrir dómstólunum, þar sem dæmt er í málum, er varða lækna og læknisfræðiieg efni — en þvílík mál ber oft á góma — hefir verið komið á stofn læknaráði er dómstólamir geti sótt til og leitað upplýsinga hjá, þegar á þarf að halda. í læknaráðinu eiga sæti eftirtaldir læknar: Landlæknir, Vil- mundur Jónsson, sém er forseti ráðsins; kennarinn í réttarlækn- isfræði við Iiáskólann, Níels Dungal; kennarinn í lieilbrigðis- fræði við háskólann, Júlíus Sigurjónsson; kennarinn í lyfjafræði við háskólann, Kristinn Slefánsson; yfirlæknir lyflæknisdeild- ar Landspítalans, Jón Hjaltalín Sigurðsson; yfirlæknir liand- læknisdeildar Líindspítalans, Guðm. Thoroddsen; yfirlæknir geðveikrahælis rikisins, Helgi Tómasson; yfirlæknir Trygging- arstofnunar ríkisins, Jóhann Sæmundsson; formaður Lækna- félags íslands, Magnús Pétursson. Ráðið hefir kosið sér ritara og hlaut Jóhann Sæmundsson læknir kosningu. Ennfremur hefir læknaráðið ráðið starfsmann utan ráðsins til að hafa á hendi skjalavörzlu, gerðabókaritun og önnur rit- störf fyrir náðið. Fyrir valinu varð Lárus Blöndal bókavörður. Á alþingi 1941 l)ar landlækn- ir Vilmundur Jónsson, fram frumvarp um stofnun lækna- ráðs, og á þinginu í vetur var frumvarj) þetta borið fram, þá sem stjórnarfrumvarp og var þá samþykkt og afgreitl sem lög. Það er hlutverk læknaráðs, að láta dómstólum, ákæmvaldi og stjórn heilbrigðismálanna í té sérfræðilegar umsagnir varð- andi læknisfræðileg efni. Læknaráð lætur meðal ann- ars í té umsagnir um hvers konar læknisvottorð, sem lögð eru fyrir dómstólana, enda sé þeim beint til ráðsins sam- kvæmt úrskurði dómara. Læknaráð lætur stjórn heil- brigðismálanna í té álit sitt á því, hvort tiltekin aðgerð, hegðun eða framkoma læknis, tannlæknis, nuddara, Ijdsala, hjúkrunarkonu, Ijósmóður eða annarra þvilíkra lieilbrigðis- starfsmanna sé tilhlýðileg eða «kki. Læknaráð Iætur og stjórn heillirigðismálanna í té álit sitt í sambandi við mikilsverðar heilbrigðisframkvæmdir, eink- um varðandi meiri Iiáttar sótt- varnarráðstafanir. Læknaráð starfar í þrem þriggja manna deildum: Réttarmáladeild. Hún er skip- uð kennaranum í réttarlæknis- fræði við háskólann, sem er formaður deildarinnar, yfir- lækni geðveikrahælis ríkisins. og yfiriækni handlækninga- deildar Landsspítalans. Heilbrigðismáladeild. Hún er skipuð landlækni, sem er for- maður deildarinnar, kennaran- um í heilbrigðisfræði við há- skólann og yfirlækni lyflækn- ingadeildar Landspítalans. Siðamáladeild. Hún er skipuð læknaráðsmanni sérstaklega til þess kjörnum af læknaráði, og er hann formaður deildarinn- ar, kennaranum í réttarlæknis- fræði við háskólann og for- manni Læknafélags íslands. Réttarmálanefnd fjallar um réttarmál, sem ber undir Iækna- ráð, heilhrigðismáladeild um heilbrigðismál og siðamála- i deild um mál varðandi hegðun ! og framkomu lækna og ann- arra heilhrigðisstarfsmanna. — j Siðamáladeildin er einkum hugsuð þannig, að ef dóm- stólamir hafa í hyggju að svipta lækni, ljósmóður, hjúkrunarkonu eða annan starfsmann í heilbrigðisþjón- ustunni störfum fyrir ein- dieldar Iæknaráðs er lætur í Ijósi álit sitt um, hve sak- næmur verknaðurinn er og hvort ástæða sé til að svipta viðkomanda starfi eða em- bætti. En síðan tekur lækna- ráðið í lieild afstöðu til álits- gerðar eða tillagna siðamála- deildar. Niðurstaða réttarmáladeild- ar og heilbrigðismáladeldar, hvorrar um sig, um mál, er fullnaðarniðurstaða læknaráðs, j nema iæknaráðsmaður krefjist, j að málið sé borið undir lækna- ! ráð í heild. I Siðamáladeild gerir einungis tillögur til læknaráðs um af- greiðslu mála. Formenn deildanna eru: Réttarmálanefndar, Niels Dung- al prófessor, heilbrigðismála- deildar Vilmundur Jónsson landlæknir og formaður siða- málanefndar Kristinn Stefáns- son læknir, er var sérstaklega til þess kosinn. í greinargerð sem landlæknir lét á sínum tíma fylgja fi*um- varpinu segir m. a. á J)essa leið: Það hefir þótt koma í ljós við málarekstur fyrir dómstól- um, er snertir lækna og læknis- fræðileg efni, að erfiðleikar geti orðið á því fyrir ólæknis- fróða dómara að skera þar úr á viðhlítandi hátt. I slíkum málum liggja að visú oftast fyrir vottorð og álitsgerðir lækna, en þá að jafnaði frá fleirum læknum en einum, og sá hængurinn á, að illa eða ekki vill bera saman. Hlýtur þetta að leiða til meiri og minni á- greinings meðal dómara og hæpinnar dómsniðurstöðu eða dóma, sem véfengdir verða og þá líldegir til að spilla trausti manna á dómstólunum. Skortir hér auðsjáanlega eitthvert æðsta ráð læknisfróðra manna, er málum varðandi lækna og læknisfræðileg, efni megi áfrýja til og dómstólamir geti síðan stuðzt við. Em slikar stofnanir til í öðram löndum og þykja ómissandi. Ýmsar nýjungar i heilbrigð- islöggjöf hinna siðustu ára liafa leitt til þess, að málum af þessu tagi fjölgar ört fyrir ís- lenzkum dómstólum, og er litt séð fyrir endann á því. Má þar einkum til nefna Iæjcnalögin, fóstureyðingalögin, lögin um afkynjanir og vananir, lögin um matvælaeftirlit og síðast en ekki sízt alþýðutryggingalögin. Hefir tryggingayfirlæknirinn vakið athygli á því, hve allur málarekstur í tryggingamálum sé erfiður og dómsúrslit hæpin, meðan dómaramir hafi ekki við annað að styðjast en sundurleit læknisvottorð, og telur hann ekki mega dragast að koma hér annarri skipan á. Að öðra leyti hefir einkum verið fundið til þess í sambandi við túlkun á ákvæðum læknalaganna, að vant væri einhvers konar yfir- dóms lækna þar að lútandi. Hafði landlæknir vakið máls á því við læknafélögin, sem nú hafa tekið afstöðu til málsins í heild og tjáð sig eindregið fylgjgandi frv. því, er hér ligg- ur fyrir. Vísir hefir átt tal við Iand- lækni og skýrði liann hlaðinu svo frá, að læknaráðið væri tekið til starfa og hefði þegar fengið eitl mál til meðferðar. Var það varð- andi útburð samkvæmt húsa- leigulögunum og um læknisvotl- orð í sambandi við útburðinn. Ennfremur gat landlæknir þess, að nokkurs misskilnings hefði gætt meðal almennings út af stofnun læknaráðs — það væri margir sem héldu, að það ætti að senda kvartanir eða kær- ur á hendur einstökum læknum og gerðum þeirra til ráðsins. Þessu væri þó ekki þann veg far- ið, því að læknaráðið væri þar ekki hinn rétti aðili og hefði ekkert með slík mál að gera, fyrr en þau væri komin í hend- ur dómstólanna. Gullbrúðkaup Jóhanna Loftsdóttir. Sumarliði Guðmundsson. Nýlega áttu þau gullbrúð- kaupsafmæli lún góðkunnu hjón í Borg í Reykhólasveit, Sumarliði og Jóhanna Friðrika. Þau hjón eru systkinabörn að frændsemi, og af ágætum ætt- um þar vestra að mannkostum og dugnaði. Allir, sem kynnast þeim hjónum verða þess fljótt varir að kostir ættmenna þeirra, hinir beztu, liafa orðið þeim fvlgispakir í viðmóti og dagfari öllu á lífsleiðinni. Veit eg líka að vinir og kunningjar nær og fjær hafa heint vinar- liug sinum heim að Borg, með skeytum eða heimsóknum og minnzt þeirra lijóna á þessum merkisdegi í lífi j)eirra, og árn- að þeim allra heilla og bless- unar við þenna einstæða áfanga á langri leið. Hin fyrstu kynni sem eg hafði af þeim hjónum voru þau, að eg kom að Barmi i Gufudals- sveit og gisti þar. En þar reistu þau fjTst bú, og var þar þá margt af ungu og lífsglöðu fólki. Var það auðséð að þarna ríkti gleði og ánægja svo til fyrirmyndar var, og ekkert til sparað að gera gestinum dvöl- ina sem ánægjulegasta. Þegar eg lagði á hálsinn dag- inn eftir gat eg ekki varizt þeirri hugsun, að svona ættu heimili að vera svo að vel væri. Þessir kostir hafa lika alltaf prýtt heimili þeirra hjóna, hvar sem Ieið Jæirra lá. Samtaka al- úð og gestrisni hver sem í hlut átti er fór aldrei að mannvirð- ingum. Glaðlyndi og mannúð hefir alltaf verið föruneyti J)eirra lijóna. Um J)að ljúka allir upp einum munni, J)eir, sem þeim hafa kynnzt, og J>eir eru margir. Þau hjón reistu hú eins og að ofan getur í Barmi, en voru þar skamma hríð og fluttust þá aftur í Reykhólasveitina að Bæ í Króksfirði. í Geiradal bjuggu þau í nokkur ár á Svarfhóli, en fluttu þá að Borg og hafa dvalið J)ar nú um fjörutíu ara skeið. Oftast hafa þau verið i húsmennsku síðan J)au fluttust að Borg, en samt hefir Sumarliði brotið þar ó- ræktar móa til ræktunar, girt landið og byggt þar penings- hús og er það allt snoturlega umgengið. Landið er fremur lítið en vel ræktað. I Borg hefir hann og byggt snotran bæ yfir sig. Það liefir jafnan verið yndi Sumarliða að hlú að blettinum_ sínum, J)egar tóm gafst til frá j)óstferðunum. En nú eru J)au hjónin húin að missa heilsuna, hún fyrir löngu en hann fyrir tveim árum. Dætur þeirra hjóna voru þrjár: Sólveig, dáin, Ingibjörg, gift Karli bónda Guðmunds- sjmi á Valshamri i Geiradal og Þórey, heima, gift. Auk J)ess ólu þau hjónin upp Karl Árna- son, bónda í Borg, sem sitt eig- ið bam. ÖIl eru J>au börn prýði- lega skynsöm og vel gefin i hvi- vetna. Aðallífsstarí' Sumarliða var póstferðir. Hefir hann nú um 40 ára skeið verið j)óslur á ein- hverri erfiðustu póstleið á Vest- urlandi, frá Króksfjarðarnesi um endilanga Barðastrandar- sýslu allt til Bildudals i Arnar- firði. Er J)að löng og torfarin leið um tvær erfiðar heiðar og fjölda hálsa, og er slíkt ekki heiglum hent hverju sem viðr- ar að vetrarlagi í misjafnri færð. En Jætta starf hefir hann leyst af liendi af miklum dugn- aði svo að frábært er og að orði liaft þar um syeitir hve vel lion- um hefir faraast alla tíð. Góðir gestir, eins og póstarnir, hafa ætíð veitt gleði og yl inn í hý- býli fólksins í dreifbýlinu þeg- ar þá bar að garði. Sumarliði var lijnn mesti af- burðamaður til allra verka, meðan lieilsu naut og sparaði sig hvergi, og var að hverju verki þar sem raunin var mest, og sást litt fyrir. Þrekinn og karlmannlegur á velli, einarður og djarfur í framgöngu, og hinn mesti ofurhugi á yngri ár- um. Lítt hefir hann gefið sig við opinberum störfum heima í sveit sinni enda ekki viðláthm til þeirra hluta sökum starfa síns, sem liann gegndi æfinlega vel og trúlega. Á morgun er Sumarliði 75 ára og vil eg leyfa mér að færa honum og J>eim hjón- um innilegar árnaðaróskir, með lijartans J>akklæti fyrir ágætlega xmnið*1 starf í J)águ sveitar og lands, og óska Jxúm allra heilla og blessunar ófarin æfiár. G. J.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.