Vísir - 21.12.1942, Side 6

Vísir - 21.12.1942, Side 6
6 V í S I R Bæknr á iólamarkaðiimm SÖGUÞÆTTIR LANDPÖSTANNA. 'Svo heitir bók í tveiinur bind- eam, er bókaútgáfan Norðri á Akureyri hefir aimazt útgáfu á, «g nýlega er kornin á markað- inn. Helgi Valtýsson rithöfund- nr hefir safnað og búið undir prentun, og prenfe^ð er rit þetta Á Prentverki Odds Björnssonar. Frágangur ritsins er prýðilegur. Bókin er 800 bls., eða 50 arkir :.a& stærð, með fjölda mynda af póstunum, hestum þeirra og pósthúsum hér og þar. „Þeir eiga það sannarlega skil- Íð, þessir karlar, að þeirra sé minmzl'‘, sagði einn jieirra manna, sem skrifaði Helga Val- itýssyni og gaf honum upplýs- ingar um einn af póstunum, og hefir Helgi valið bókinni þessi ummæli að einkunnarorðum, og á það vel við. IBókin skiptist í þessa kafla: I. Ágrip af sögu póstmálanna. 31. Söguþættir landpóstanna. 3IL Póstmál og annálar. Wígfús Guðmundsson, fræði- anaður i Reykjavík, hefir ritað I. og III. kafla, en Helgi Vaitýs- sqb. :safnað tií og sett saman II. ikaífla ritsins. "Margir góðir naénn hafa lagt ts'inn skerf til bókarinnar, aðrir en Helgi og Vigfús, og má þar helzt til nefna: Kristleifur Þor- steinsson á Stóra-Kroppi, Stefán Jónsson inn ættfróði áHöskulds- stöðum í Blönduhlið, Jón Jó- hannesson á Siglufirði, Guð- mundur Jónsson frá Mosdal, Jón Jónatansson á Öngulsstöð- um, Björn Jónsson í Núpdals- tungu, Guðmundur Árnason á Gilsárstekk, Benedikt Gíslason í Hofteigi, Ari Hálfdánarson, dbrm. á Fagurhólsmýri, Erling- ur Filippusson i Reykjavík, Snorri Halldórsson, Iæknir á Breiðabólsstað á Síðu, Björn Eymundsson, hafnsögumaðúr í Lækjarnesi, Eyjólfur Guð- mundsson, hreppstjóri á Iívoli, Þórarinn Benediktson frá Höfða á Völlum, Jón Pálsson, fv. aðal- féhirðir í Reykjavík, Pétur Jóns- son, fræðimaður á Stökkum og Jón Guðnxundsson i Ljárskóg- um. Enn liefir aðalhöfundur bók- arinnar aflað upplýsinga hjá fjölda pósta, og mátti ekki seinna vera, eins og hann skýrir frá í Lokaspjalli sínu. — H. V. hóf söfnun til rits þessa á miðju sumri 1937. Farast honum svo orð um starf þetta: „Eigi veit eg, hvað valdið hef- ir, en málefni þetta hreif þeg- ar liuga ininn og hefir eigi sleppt j>eim tökum síðan. Var mér þó full-Ijóst þegar í upp- liafi, aö eg hafði fátt eitt til hrunns að hera af kostum þeim, sem æskilegir væru til sliks starfs, — nema áhuga minn og starfsgleði. En það hvorttveggja liefi eg lagt franr óskipt og ó- slitið síðan. Vann eg að söfnun þessari um 10—12 mánaða skeið, daga og nætur, og var þá lauslega samantínd nær öll syrpa sú, sem hér kemur fyrir almennings sjónir. í sumar var loks ráðizt í að prenta allt sáfn- ið. Hefi eg síðan unnið að fulln- aðar-frágangi J>ess og búið það til prentunar, lireinritað allt safnið og raðað, bætt inn í við- aukum margvíslegum, er feng- izt hafa smám saman úr ýmsum áttum, leiðrétt villur, er fundizt hafa o. s. frv. Er nú lesenda að dæma um, hvernig tekizt hefir. En á livem veg, sem dómar J>eir kunna aö falla, býst eg við, að flestir skynhærir menn og sann- gjarnir muni telja, að betur sé farið en heima setið. Enda skall hér hurð nærri hælum: Myndi mikill hluti safns J>essa liafa glatazt með öllu, liefði eigi verið haflzt lianda um, söfnun þessa hiklaust og dráttarlaust á fyrr- nefndum tímamótum. Á tveim næstu missirum, og smám sam- I an síðan, hafa sem sé fallið í valinn 12—15 meðal beztu lieimildarmanna minna, og all- margir liinna eru senn á förum. Voru í J>eim hópi margir gamlir alþýðumenn, fjölfróðir og lang- minnugir, 70—03 ára aö aldri. Þeim ber þakkir, lífs og liðnum, fyrir það, sem unnizt hefir! Sjálfur vænti eg engra þakka né æski, enda tel eg mig aðeins verið liafa þægan ljá í þúfu í höndum, þessara lieiðursmanna, sem liér hafa lagt hönd að verki af heilum lmga. Samvinnan við þá hefir orðið mér dýrmætur \iðburður og ógleymanlegur. — Væri ekki nenia skylt, að póst- málastjóm sýndi viðurkenning sína og sóma sumum þeim góðu mönnum, sem enn eru á lífi, þótt furðu seint sé, — fyrir liið verðmæta vogrek, er þeir hafa tínt saman, henni til lianda, á „gleymskunnar sökkvisæ“, og bjargað undan sjó á furðu- ströndum fásinnis og skeyting- arleysis.“ Svo farast aðalhöfundi hókar- innar orð. Það er merkilegt starf, sem landpóstamir is- lenzku liafa innt af höndum. Um þá hefir samt löngum verið hljótt, en með þessu riti er þögn- in rofin, og myndir þær, sem brugöið er upp af baráttu þeirra við Kára og Frosta, Grimu og Snæ, verða margar ógleyman- legar. Sumir sagnaþa'ttimir eru ágæta vel ritaðir. Aðalhöfundur bókarinnar, Helgi Valtýison, hefir unnið þarft og gott verk. Vigfús Guð- mundsson hefir í-annsakað kynstrin öll af ]x>stmálaskjöl- unl, en þau eru varðveitt i Þjóð- skjalasafni, og kannað kirkju- hækur, og var rannsókn lians lokið, áöur en þær voru fluttar burt. Hlýtur slík könnun að liafa verið margra mánaða verk. Söguþættir landpóstanna eru merkilegt heimildarrit um harð- gerva trúnaðarmenn, dyggva og drottinholla, sem „héldu sitt strilc, voru i hættunni stórir“. Þessi bók verður mikið lesin. Br. T. Jakob Thorarensen: Haustsnjóar. Kvæði. Félagsprentsmiðjan h.f. Höfundur þessara ljóða er fyrir löngu þjóðkunnur maður af skáldskap sínum. Um hann kann að hafa staðið nokkur styrr manna á meðal, með því að ávallt hefir hann farið sinna eigin ferða og aldrei hirt hvort líkaði betur eða ver. Vist er þó það að viðurkennt inun það af öllum að margt gott hefir hann látið frá sér fara og sumt ógætl. Þessi bók ber á sér öll fyrri einkenni höfundar. Hann er nú miðaldra maður, og þá er ekki að vænta hamfara i stefnubreyl- ingum, enda væri l>að óhkt hon- um, að víkja frá þvi, er skyn- semi lians hefir sagt honum að rétt sé, og liallast að einhverj- um þeim „ismum“, sem nú kunna að þykja útgengileg vara. En höfundurinn er heill maður og stefnufastur. Honum er ljóst að: Iljásna til, er framtið felur, för má hefja um leiðir tvær, aðra beina, en hina í hlykkjum, hennar fólk því litlu nær. Önnur krefur afls og vilja, andróðrana, er fái þreytt. Hinnar mið er liark og skvaldnr, hávært þvarg um ekki neitt. En höfundurinn byggir trú sína á æskunni: Söm er æskan eins og fyrrum, augun tindra skær og snör, hvötin djörf. — En hvert er markíð, hvert er heitið yðar för? og hann óskar henni fararheilki: Bækur til jólagjafa: Bækúr eftir íslenzka höfunda: Þýddar bækur: Söguþættir landpóstanna, 100.00, 125.00. Frásagnir um Einar Benediktsson, 50.00. íslenzk menning I, eftir Sig. Nordal, 80.00, 95.00. Skáldsögur Jóns Thoroddsen I.—II., 50.00, 90.00, 110.00. Sandur, skáldsaga eftir Guðm. Daníelsson, 20.00. Einn er geymdur, sögur eftir Halldór Stefánsson, 15.50, 19.50. Rit Jóhanns Sigurjónssonar, síðara bindi, 15.00, 20.00, 28.00. Sjö töframenn, þættir eftir H. K. Laxness, 22.00, 26.00, 28.00. Kristin trú og höfundur hennar, eftir Sig. Einarsson, 20.00. Fólkið í Svöluhlíð, eftir Ingunni Pálsdóttur, 10.00, 12.00. Kvistir í altarinu, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, 23.00. íslenzk úrvalsljóð IX., Kristján Jónsson, 15.00. Haustsnjóar, kvæði, eftir Jakob Thorarensen, 10.00, 15.00. Ferð án fyrirheits, ljóð eftir Stein Steinarr, 20.00. Stund milií stríða, ljóð eftir Jón úr Vör, 12.00, 18.00. Utan af víðavangi, kvæði, eftir Guðm. Friðjónsson, 16.00. Rauðar rósir, kvæði, eftir Aðalst. Halldórsson, 10.00. Ljóðmæli, eftir Magnús Gíslason, 10.00, 13.00, 15.00. . Pála, sjónleikur, eftir Sig» Eggerz, 10.00. Skrúðsbóndínn, leikrit eftir Björgvin Guðmundsson, 10.00,16.00. Ævintýri Magnúsar Grímssonar og Jóns Árnasonar, 25.00. Indriði miðill, eftir Þórberg Þórðarson, 25.00, 30.00. Aftur í aldfir. eftir Oscar Clausen, 6.00. 'Jah sagnaþættir og þjóðsögur III., 12.50. Isl. annálabrot, eftir Gísla Oddsson, 10.00. ÍViðnýall, eftir dr. HeJga Pjeturss, 13.00, 17.00. Saga og dulspeki, eftir Jónas Guðmundsson, 15.00. Frá miðöldum í Skagafirði, eftir Margeir Jónsson, 9.50. Islenzkar þjóðsögur II, Einar Guðmundsson safnaði, 4.00. Jón Þorleifsson listmálari, 25.00. Hrafnkatla H. K. Laxness, 10.00. Ultima Thule, eftir Vilhjálm Stefánsson, 40.00, 50.00. Ladý Hamilton, eftir Schumacher, 50.00. Frú Roosevelt segir frá, 40.00, 52.00. Feigð og fjör, endurminningar handlæknis, 45.00, 55.00. Tóníó Kröger, eftir Thomas Mann, 12.00, 15.00. Snabbi, kaflar úr ævisögu fjáraflamanns, eftir P. G. Wode- house, Páll Skúlason þýddi, 28.00. Bókin um dygðina og veginn, eftir Lao Tze, 20.00. Máfurinn, skáldsaga, eftir Daphne du Maurier, 16.00. Ævintýri góða dátans Svejks, 23.00, 30.00. Lönd leyndardómanna, eftir Sven Hedin, 30.00. Tess, eftir Thomas Hardy, I.—II., 50.00. Kapítóla, I.—II., 40.00. Sara, ástarsaga, eftir Skjoldborg, 13.50, 16.50, 26.50. Veronika, skáldsaga, eftir Garvice, 12.00. Máninn líður, skáldsaga, eftir John Steinbeck, 15.00. Húsið í hlíðinni, skáldsaga, eftir Maugham, 8.50. Katrín, skáldsaga, eftir Bendix Nielsen, 12.00. Hlekkjuð þjóð, 16.00. Krapotkin fursti, 40.00. t leyniþjónustn Japana, 16.00. Flökkusveinn, skáldsaga, eftir H. Malot, 10.00. Undir ráðstjórn, 14.00, 18.00. Anna Iwanowna, eftir E. Höjer, 15.00. María Stuart, eftir St. Zweig, 36.00. Florence Nightingale, eftir Lytton Straehey, 30.00. Rödd hrópandans, eftir Douglas Reed, 28.00. Bláa eyjan, eftir Woodman Stead, 12.00. Jólaævintýri, eftir Charles Dickens, 55,00. Barna- og unglingabækur: Milla, eftir Selmu Lagerlöf, 17.00. Kátur piltur, eftir Björnson, 20.00, 25.00, Góðir vinir, eftir Margréti Jónsdóttur, 14.00. Kofi Tómasar frænda, 11.00, 15.00. Tóta, saga um litla stúlku, 10.00. Dæmisögur Esóps I.—H., 20.00. Hrói höttur, 10.00. Ragnheiður, eftir Margit Ravn, 10.00, 17.50. Leggar og skel, eftir Jónas Hallgrímsson, 2.50. Gulleyjan, eftir R. L. Stevenson, 12.00. Ratvís, Indíánasaga, eftir Cooper. Guðvin góði og aðrar sögur, Fr. Hallgrímsson, 6.50. í útlegð, drengjasaga, eftir Gredsted, 12.00. Ekki neitt, saga fyrir Iítil böm, 5.60. Gullnir draumar, 18.00. Tilhugalíf, eftir M. L. Alcott, 15.00. Tarzan sterki, 30.00. Mikki mús og Mína, 12.00. Milljóna-snáðinn, 15.00. Drengir sem vaxa, eftir Aðalst. Sigmundsson, 12.00. Tjöld í skógi, eftir Aðalst. Sigmundsson, 17.00, 22.00. Sá ég svani, eftir Jakobínu Johnson, 6.00. Skóladagar, eftir Stefán Jónsson, 12.00. Skólasystur, eftir Ellen Reumert, 15.00. Það er gaman að syngja, söngtextar barna, 5.00. Ævintýri bókstafanna, eftir Astrid Vik Skaftfells, 15.00. Ævintýrið í kastalanum, 6.00. Smávinir fagrir, 20.00. Stígvélaði kötturinn, 8.00. Rauðhetta, 4.00. Öskubuska, 3.00. Þymirósa, 3.00. Komið sem fyrst. Margar af bókunum verða uppseldar fyrir jól. Bdkaverzlun Nig:fn§ar E^mnnd§§onar og Bókabúð Austurbæjar B.S.E. Laugaveg 34

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.