Alþýðublaðið - 09.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ } alþýðÍjblÁbiðí < kemur út á hverjum virkum degi. ! Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við í < Hverfisgötu 8 opin irA kl. 9 árd. j J til kl. 7 siðd. < Skrlfstofa á sama stað opin kl. | ! 9‘ j — 101'* árd. og kl.8 —9 siöd. j < Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 > J (skriístofan). > < Verðlag: Áskriftatverö kr. 1,50 á > } mánuöj. Auglýsingarverðkr.0,15 > } hver mm. eindálka. » ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan { j (i sama húsi, simi 1294). ► Aukastörfin. Undanfarið hefir Alþýðublaðið birt noklcur sýnishorn af fjárstjóra íhaldsins, bitlingaaustri þess og gegndarlausri óskannnfeilini í me’öferð á almannafé. Tölurnar hafa verið látnar ta!a. Tölur, sem enginn sér við yfirlestur lands- reikningsins ojg sýnilega ekki var ætlast til að nokkur sæi. Þær eru tíndar upp úr fylgiskjölum við ýmsa og ólíka liði landsreikn- ingins. Hefir purft djúpt að kafa i gamlar íhaldshirzlur eftir mörg- ,um þeirra, enda hefir það aldrei verið ætlun íhaldsins, að þær yrðu dregnar fram í dagsljösið. Er því reiði þess og gremja yfir hnýsni og „taktleysi" ríkisgjalda- neíndarinnar ofur-skiljanleg. Þessar smágreinir Alþýðublaðs- ins hafa vakið geysi mikla athygli og eftirtekt. Að vísu var almenn- ingi kunnugt nokkuð um það, að íhaldsstjórnin,' þrátt fyrir alt sparnaðarhjalið, var ósár á því að gleðja góðvini sína á kostn- að ríkissjóðsins, en að ósvinn- an væri svo stórkostleg, sem nú er ljóst orðið, var þó á fæstra vitorði. Hálaunaðir m:mn í þýðingar- mestu embættum landsins, sem hljóta að taka og eiga heimtingu á að fá alla starfskrafta þeirra, hafa verið hlaðnir umfangsmikl- um aukastörfum, svo umfangs- miklum, að sjáanlegt var hverj- um manni, að þeim var ómögu- legt að inna þau sæmilega af hendi án þess að vanrækja emb- ættisstörf sín. Annaðhvort hiutu þeir að van.rækja, embættisstörf- in eða aukastörfin. En • störfin voru og eru líka í- haldinu oftast aukaatriði, launin, glaðningin var aðalatriðið. Oftast vanst líka, þrátt fyrir annríkið, nægur tími til að hirða launin, en þó kom það fyrir, að þau þurfti að sækja í svo marga staði, að eitt og eitt ár gleymdist að taka |jau á einum og einum stað. Það gerði ekkert til, þá voru þau bara tekin um leið og laun næsta árs. Endurskoðunin á reikningum Brunabótaféiagsins er eitt*» dæmi þess, hvernig aukastörf þessi á stundum voru af hendi leyst. Sjóðþurðin þar var gömul orðin, þegar upp komst. Hún var lítil í fyrstú, en óx ár frá ári, unz hún var orðin 7o þúsund krónur. öll þessi ár voru þó til endurskoð- unarmenn, ekki vantaði það, launaðir, eins og til stóð, sem áttu að sannprófa reikningana, bera þá saman við hækur félags- ins og sjóð. Forstjóri var þar líka, sem auðvitað bar skylda til að lita eftir undirmönnum sí"' um. En allir voru þessir menn öðr- um störfum hlaðnir, svo sem Ijóst er orðið. Því fór, sem fór. Safn Tepbalýðshreyfingarinnar í Srípjéð. Á fjórðu hæð Alþýðuhússms í Stokkhóimi er hægt að sjá margt einkennilegt, fróðlegt og skemti- legt. 1 nokkrum smáherhergjum þar, í ótal mörgum skápurn og kössum, er saman komið safn oerkilýoshreyfmffnrinwn- sœnsku (ArbetarrörelsenS Arkiv). Fyrir 26 árum var safn þetta stofnað. Hvatamaður að stofnun safnsins var dr. Oskar Borcje, sem strax í byrjun veitti safninu for- stöðu, og hefir þarm starfa með höndurn enn. En hvað er þá geynit í safni verkalýðshreyfingarinnar sænsku ? Þar er varðveitt alt það, sem á einhvem hátt snertir sögu hreyf- ingarmnar, einkum í Svíþjóð, en þó einnig rnargt, er áhrærir sögu jafnaðarstefnunnar og verkiýðs- málanna yfirléitt. Safn þettá er í nokkrum deild- úm. I eirani deildir.ni er bókasafn. Þar eru geymdar hækur, timarit. smákver og blöð á ýmsum tungu- málum, frá ýmsum löndum, mis- munalndi að útliti, aSdri og á- standi. En þó er eitt sameigiin- legt með öllu þessu. Alt snertir þetta jafnaðarstefnuna og verka- lýðshreyfinguna. Þar eru saman komnar margar merkilegar og.fá- séðar bækur, hiöð og tímarit. Þar er „Folkoilj:in<[, fyrsta jafnaðar- mannabiaðið í Svíþjóð, sem stjórnað var af einum frumherja stefnunnar þar í landi, August Palm. Þar er Social-Demokr:ríen sænski frá upphafi, aðalblað þýzkra jaíuaðarmanna . ,,For- w0rts“, frá byrjun, höfuðblað franskra skoðanabræðra, „/’ Hu- m:,nité“, er stjömað var af hin- um fræga rithöfundi ./é:m Jaurés, og þannig nrætti lengi telja. Þessu salni hafa áskotoást margar hnerkilegar bækur og rit, frá ýms- um flokksmönnum. Stjórmmá'a- maðurinn frægi, foringi sænskra jafnaðarmanna, fijalmúr Branhing, árfleiddi. safnið að öllum sínum bókum ofi ritum. Var safninu það mikilíl fengur og ómetanlegur. f bökasafnsdeildinni rnunu nú vfera um 200,000 bindi af bókum, tíma- ritum og blöðum — alt um jafn- aðarstefnuna og verkalýðshreyf- ihguna. 1 satn'.nu er ö.nnur deild, sem kal.'a mætti sögulega handri:a- deild. Þar eru geynrdar gerðabæk- ur verkalýðs- og jafnaðarmannar félaga, reikningsbækur féiaga, fé- lagaskýrteini, félagalög'og fimda- sköp, bréf, sem farið hafa á milii einstakra félaga og sambanda, samningar milii félaga og at- vinnurekenda og rnargt fleira af líku tagi. Eru í deiid þessari ó- metanlegir fjársjóðir saman komn- ir, viðkomandi sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og jafmaðárstefn- unnar í Sviþjóð. Þangað leita því allir þeir, er kynna vilja sér sögu sænskrar jafnaðarstefnu. 1 einni deildinni eru geymdar ýmiskonar minjarer snerta sögu jafnaðarstefnunnar í Sviþjóð. Minjasafn þetta er harla merki- legt. Þar eru gleraugu þau hálf- brotin, er August Palm hafði á frægum og viðburðaríkum verkamannafundi árið 1886, og urðu gleraugurr þá fyrir ailmiklu hnjaski i róstum-, sem urðu á íundinum. Þár eru einnig teningar, gerðir úr brauði, sem August Palm bjó tii og skemti sér við, þegar hann sat í fangelsi árið 1887, fyrir baráttu sína í þágu jafnaðarstefnuinnar. Sömuleiðis er þar geymt frumvarp að stefnu- skrá sænska jafnaðarmannaflokks- ins, ritað af Axel Danielsson, sem var einn af glæsilegustu og fyrstu frumherjum jafna ðarste fnunnar í Svíþjóö. Á sama stað er uþpkast að stefnuskrárræðu Hjalmars Brantings, þegar hann myndaði fyrstu jafnaðarmannastjórnima í Svíþjóð, 10. marz 1920. Og loks má nefna merkilega blaðagréin, sem F. V. Thorson sendi starfs- bræðrum sínum í ríkisstjórninmi, spm hinztu kveðju. Minjasafn þetta er geysi merki- legt. Hver ’ hiutur hefir þar sína sögu að segja — sögu um hetju- raunir, fórnfýsl og baráttu. Yfir safni þessu hvílfr helgur blær og hátíðleikur. Sá, sem skoðar minja- safnið fjjnnur, að hann er kominn á helgan stað — miunin?|arstað orustunnar fyrir fögru og göfugu málefni. Að lokum má nefna mynda- safnið. Þar eru geymdar myndir og teikningar af ýmsum braut- ryðjendum og forvígismönnum jafnaðarstefnunnar, einkum í Sví- þjóð, en þó einnig frá öðrum löndum og þjóðum. Við flestar myndirnar eru skráð helztu æfi- atriði þeirra manna, sem mynd- irnar eru af. Er deild þessi hin skemtilegasta og mjög fróðleg. í safninu eru nokkrar myndir af íslenzkum jatoaðarmönnum. I bókasafn’nu eru auk þess nokk- ur íslenzk blöð og rit urn jafn- aðarstefnuna. . Alt safn verkalýðshreyfingar- iinnar í. Svíþjóð er geysi rnerki- leigt, fjöLskrúðugt og lærdómsríkt. Til ^þessa safns er alt af leitað; þegar skrifað er um sögu verk- lýðshreyfingarinnar sænsku og þróun jafnaðarstefnunnar þar í landi. Og á síðustu árum hefir verið ritað margt og mikið um sögu jafnaðarstefnunnar í Sví- þjóð. Io::r Vemerström rithöfund- ur og ríkisþingmaður hefir ritað ágæta bók um F. V. Thorson, sem, eins og mörgum er iíunn- ugt, var eiinn af frægustu frum- herjum jafnaðarstefnunraar í Svi- þjóö, og fjármálaráðherra í sið- asta jaínaðarmanna-ráðuneyti Brantings. Er þessi bók um leið ágætt yfiriit um sögu jafnaðar- stefnunnar og verkalýðshreyfing-' arinnar í Svíþjóð. Einn af nú- lifandi foringjum jafnaðarmanna í Svíþjóð, Zeth Höglund, er ei.nnig að rita mikla bók og merkilega um HjalmaT Branting. Kernur sú bók út í mörgum hefturn, skreytt fjölda mynda, og er útlit fyrir að sú bók verði stórmerkilegt verk. En örðugt hefði verið að rita þessar ágætu bækur, ef ekki hefðiL notið hins prýðilega safms. Er því gagnið, sem af safninu leiðir, ó- metanlegt. Jatoaðarstefnan og verkalýðs- hxeyfingin hefir ekki enn þá átt sér langan aldur á íslandi. Þó' er um aidarfjórðungur síðan áð fyrstu ákveðnu boðendur jafnáð- arstefnunnar hófu upp raust sína á Islandi, og þau síðast liðnu 12. ár, sem Alþýðuflokkurinin á Is- landi hefir starfað, hefir margt: verkið óeigingjarnt verið leyst af hendi! á landi voru í þágu. jafn- aðarstefnunnar. Margar minjar þess starfs væri ;hægt að finna í verkalýðsblöðunum, gerðabókum. verkamanna- og jafnaðarmanma- félaga. Er því fullkomin þörf að þessum minjum sé safnað á einin stað , og1 stofnað safn oerklýds- hreijfþigftrþwir ú íslandi. Þyrfti hið fyrsta að hefjast handa til stofnunar slíks safns, því brátt hlýtur að líða að því að farið verði að rita rækilega um sögu jafnaðarstefníunraar og verkalýðs- hxeyfingariininar á Islandi. Myndi það verða uppörfun og góð leið- sögn öllum þeim, er starfa vilja að sigri jafnaðarstefnunnar. Stockholm, 28. júlí 1928. St. J. SL Sveinn Björnsson sendiherra i Kaupmannahöfn, tók við sendiherrastarfinu í byrj- un júlí 1926. Það ár fékk hann greitt af opinberu fé, sem hér segir: Laun með tilheyrandi í 6 mánuði d. kr. 22.500,00 ca kr.. 27.000,00 Fyrir iráðunautsstörf fyrri helming árs- ins — 3.000,00 Uppbót fyrir húsa- kaupatjón d. kr. 10.000,00 ca. — 12.000,00 Ferðakostnaður — 9.561,58 Fyrir Minningarrit Landsbankans — 125,00 Samtals ísl. kr. 51.686,58 — fimmtíu og eitt þúsund sex hundruð áttatiu. og sex krónuar fimmtíu og átta aurar —.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.