Vísir - 27.05.1943, Side 3
VISIR
Stórkostlega Hlutaveltu
lieklur §jálf§tæði§kveunafélag:ið “HVÖT„
á mopgun föstudaginn 28. í Sýningarskálanum.
Verða þar hinir fjölbreyttustu úrvalsmunir er hverjum kemur vel, að ógleymdri matvörunni eins og
Hveitisekkjum, Sveskjum og Sykurkössum Kol, Leðurtöskur, Skófatnaður, Hreinlætis-,
og Niðursuðu. Sælgætis- og Vefnaðarvörur.
Sjón er sögu ríkapi.
Notið þetta einstaka tækifæri að fá góðan hlut fyrir lítið verð.
Hiutaveltan byrjar kl. 5.
SkemmtifiMdur Sjálf-
stæðismanna í Yestur-
Skaftafellssýslu.
Síðastliðinn sunnudag efndu
Sjálfstæðismenn í V.-Skaft. til
skemmtifundar að Múlakoti á
Síðu. Nærri 200 manns tóku
þátt í fundinum, sem fór mjög
vel fram.
Aðalræðuna flutti Gísli Sveins-
son sýslumaður, um liéraðsmál
og samgöngumál sýslunnar. —
Næst talaði Jóh. Hafstein fram-
kvæmdastj. Sjálfstæðisflokksins
um landsmál og stefnumál
flokksins.
Pétur Jónsson söngvari
skemmti með einsöng á milli
ræðanna. Auk aðalræðumanna
töluðu Ragnar Jónsson frá
Hellu, Gisli Jóhannsson frá Gröf
og Sveinn Gíslason í Vík.
Síðan var dansað fram eftir
nóttu.
Framkvæmdanefnd
þingstúku Rvíkur.
Framkvæmdarnefnd þing-
stukunnar fyrir næsta ár er
þannig skipuð:
Þingtemplari: Þorsteinn J.
Sigurðsson, varatemplari: Ingi-
björg ísaksdóttir, gjaldkeri:
Bjarni Pétursson, skrásetjari:
Sverrir Johansen, gæzlumað-
ur fræðslumála: Guðmundur
Ragnar Ólafsson, gæzlumaður
löggjafarstarfs: Kristinn Vil-
hjálmsson, þingkanzlari: Ein-
ar Björnsson, ritari: Ivrist-
mundur Jónsson, kapilán: Jar-
þrúður Einarsdóttir, gæzlumað-
ur unglingastarfs: Böðvar S.
Bjarnasón. Fyrrverandi þing-
templar: Sigurður Þorsteins-
son, en hann hefir gegnt em-
bætti þingtemplars um margra
ára slceið af mikilli prýði, en
baðst nú undan endurkosn-
ingu.
Borgfirðingair
stofna félag.
23. þ. m. stofnuðu Borgfirð-
ingar, búsettir í Reykjavík félag,
er hlaut nafnið „Fræðafélag
Borgfirðinga“, en tilgangur
þess er að hlúa og styðja að
hagsmuna- og menningarmál-
um Borgfirðinga.
Stofnfundurinn var lialdinn í
Kaupþingssalnum, var hann
þéttskipaður og áhugi ríkti mik-
ill meðál fundarmanna. Kosin
var stjóm félagsins og lög sam-
þykkt. Stjómina skipa: Matt-
hías Þórðarson fornminjavörð-
ur formaður, Ragnar Jónsson
fulltrúi gjaldkeri, Guðmundur
Illugason lögreglumaður ritari,
en meðstjómendur þeir Eyjólf-
ur Jóhannsson forstjóri og ól-
afur Bergmann Erlingsson
framkvæmdarstjóri.
'• a*v/.'4í,. fU__
I.0.0.F5s= 1255278V2^
Næturvörður
er í Laugavegs apóteki.
Næturlæknir
er í SlysavarðstQfunni, sími 5030.
Næturakstur.
Geysir, sími 1633.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin
(Þórarinn Guðmundsson stjórn-
ar) : a), Lagaflokkur úr „Sylvia“
eftir Debiles. b) Rínarhljómar, vals
eftir Joh. Strauss (eldri). 20,50
Minnisverð tiðindi (Jón Magnús-
son fil. kand.). 21,10 Hljómplöt-
ur: Norrænir söngvarar. 21,25
Spurningar og svör unx íslenzkt
mál (Björn Sigfússon magister).
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Orðið“ kl. 8 í kvöld. —
Aðgöngumiðar eru seldir frá kl.
2 í dag.
Knattspyrnumót 2. flokks.
í gærkveldi fóru leikar þannig,
að Fram og K.R. gerðu jafntefli
1:1, en Valur vann Viking 5:0.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Áheit frá J. Þ. 20 kr. Kærar
þakkir. Ásm. Gestsson.
25 ár
eru liðin frá því frk. Guðrún
Jónsdóttir byrjaði kennslustarf sitt
við Landakotsskólann og hefur
verið þar síðan aðalkennari í ís-
lenzkum námsgreinum. í tilefhi af
starfsafmæli þessu hafa nemend-
ur hennar í hyggju að minast þess
með samsæti i skólanum rnánud.
31. þ. nú — Þátttaka tilkynnist í
síma 3685 og 3028.
Taflfélag Reykjavíkur.
Taflfundur í kvöld í Thorvald-
sensstræti 2. Lokið við biðskákir
íslandsmótsins.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina ungfrú Guðrún Eðvarðsdótt-
ir verzlunarmær og Guðni Þ. Guð-
mundsson gjaldkeri hjá Sjóvá-
tryggingarfélagi íslands.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Bergþóra Guðjónsdóttir og
Árni ‘ Vigfússon, bæði til heimilis
í Ólafsvík.
Hlutavelta Hvatar.
„Hvöt“, Sj álf stæðiskvennaf é-
lagið, heldur hlutaveltu á morgun
í Sýningarskála listamanna. Verð-
ur þar margt ágætra rnuna, svo
sem matvara, hveiti í sekkjum, syk-
urkassar sveskjukassar og niður-
suðuvörur. Ennfremur kol, leður-
vörur 0. m. fl. — Hvatarkonur eru
beðnar að fjölmenna og aðstoða við
hlutaveltuna. Tekið er á móti mun-
um t Thorvaldsensstræti 2.
Grieg-liljómleikar
i Gamla bíó.
Síðastliðinn sunnudag voi-u
lialdnir hljómleikar í Gamla
Bíó á vegum Tónlistarfélagsins
i tilefni af hundrað ára afrnæli
norska tóilskáldsins Iódvards
Griegs. Illjómleikarnir hófust
með því að hljómsveit Reykja-
vikur (strengjahljómsveit) lék
Holbergssvítuna undir stjórn
dr. Urbantschitdt. Vúrk þetta
er upphaflega samið í tilefni af
hátíð, er haldin var í Noregi í
minningu Holhei*gs og gert í
þeim stíl, er x-ikjandi var á tím-
um hans. — Tókst flutningur
þcss prýðilega undir öruggri
og smekkvísri stjóm dr. Ux’-
bantschitsch. — Þá söng Sigurð-
ur Markan fjögur lög eftir Grieg
og tókst ágætlega. Er rödd hans
karhnannlcg og þróttmikil, en
þó heitt með hófi og góðri
smekkvisi. Lék dr. Urbants-
chitscli undir söngnum.
Áhi'ifamesti liður hljómleika-
skrárinnar var flutningur pianó-
lconsertsins í a-moll, sem er eitt
veigamesta og frægasta verk
Gi’iegs. Þó samdi lxann verk
þetta í eiixni lotu, þá uiigur
maður, enda er lagið innblásið
snilldarverk og ramnorskt. Árni
Kristjánsson fór með píanó-
hlutverkið og fórst það ágæt-
lega, sem vænta mátti, enda á
þetta Ijóðræna tónverk vel við
skapgerð hans. Samleikur pí-
anós og liljómsveitar var góð-
ur, og átti stjórnandi hennay
sinn mikla þátt í því, live vel
tókst með þetta ágæta tónverk.
Húsfyllir var og viðtökur á-
heyrenda hinar beztu, sem
vænta mátti.
Ræjarstjóraskipti
hafa orðið á Isafirði. Þorsteinn
Sveinsson sagði starfinu upp, en í
hans stað var Jón Guðjónsson, bók-
ari hjá Eimskip, kosinn. .
Veizlan á Sólhaugum
verður sýnd í Iðnó annað kvöld
kl. 8,30. Verða aðgöngumiðar að
þessari eftirsóttu leiksýningu þá í
fýrsta sinu seldir við venjulegu
leikhúsverði.
Frá hæstarétti:
Sviksamlegt gjaldþrot.
Þann 26. mai var i hæstarétti
kveðinn upp dómur í málinu:
•Réttvisin og valdstjórnin gegn
Jósep M. Thorlacius, með þeim
úrslitum, að ákærði var dæmdur
i 2ja mánaða fangelsi fyrir ó-
réttmæta ivilnun til lánardrott-
ins, og fyrir að fullnægja ekki
ákvæðum laga um bókhald.
J.yk f?T?TT71
rrn^TTO
•
Ljósamótor
með kringum 20 hestafla
orku óskast til kaups.
NOKKRAR
Stariitnlbnr
vantar nú ]>egar á Elli- og
lijúkrunarheimilið Grund. —
Upplýsingar á skrifstofunni
kl. 9—12 og 5—6.
(villa)
6—7 lierbergi óskast til kaups
nú þegar; mikil útborgun.
Tilboð, merkt: „Villa“ send-
I ist afgr. blaðsips fyrir 1.
júní.
Stakar buxur
Stakir undirkjólar,
Strigaefni í sumarkjóla.
VERZLUN
MATTH. BJÖRNSDÓTTUR,
Laugaveg 34.
Haðnr
óskast strax til að kynda miðstöð
Anstnrstræti 3 h.f.
K.R.R.
Í.S.Í.
TULINIUSAR MOTIÐ
í kvöld kl. 8,30 fer fram leikurlnn milli
VIKINGS og FRAM
Fást úrslit í kvöld? Allir út á völl!
Tilkynning
frá hiísaleignncfnd.
Samkvæmt heimild í 5. í>t. laga nm húsaleigu, nr. 39,
frá 7. apríl 1943, mun liúsaleigunefndin taka til um-
ráða lausar íbúðir og ráðstafa þeim til handa húsnæðis-
lausu innanliéraðsfólki, hafi eigendur ekki sjálfir ráð-
stafað þeim lil íbúðar fyrir 28. ]>. m.
Jafnframt vill húsaleigunefnd beina því til þeirra,
sem kynnu að vita-um lausár íbúðir í bæeum, að þeir
skýri nefndinni frá þvi, i viðtalslima iiennar, á mánu-
dögum og miðvikudögum kl. 5—7 eða skriflega.
Húsaleigunefpdia íi Reykjavík.
Otvegum frá Bandaríkjunum:
Heðalaglöi
Niilíugiöi — flöiknr
og flestar aðrar glerumbuðir.
Hagkvæmt verð og skilmáMr.
Ólaíur Gíslason & Co. h.f.
Sími 1370.
BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL
Á Ráðningaskrifstofu landbimaðariiv; i Lækjargötu
14 B, sími 2151, geta konur og karlar og imglingar, er
vinna vilja í sveitum landsins í vör og sumar eða ár-
langt, valið úr mörgum ágætum heimiium víðsvegar
um landið.
N ú er sumarið komið og annimar kalla og nauðsyn
krefst vinnufúsra handa lil landbúnaðarstarfa — lífs-
bjargarframleiðslu.
Framleiðslan er þjóðarnauðsyn, og það er hún sem
er undirstaða þjóðarhagsins.
■ b. a »
itn
Saltað:
120 kg. tunna
60 kg. tunna
í lausri vigt pr. kg.
Frosið:
í heilum og hálfuin skrokkum
I smábitum, frampartar
Reykt:
1 heilum og liálfum skrokkum
í smábitum, frampartar
Notið þetta einstaka tækifæri, sem
aðeins gefst í örfáa daga.
kr. 316.00
— 164.00
— 3.20
kr. 3.75 pr. kg,
— 3.20 pr. kg.
kr. 4.00 pr. kg.
— 4.35 pr. kg.
Vesturgötu 16, gamla kjötbúðin.
Faðir minn og tengdafaðir,
Albert J. Sigurdsson9
verður jarðsunginn laugardaginn 29. maí, frá Dómkirkj-
unni, og hefst athöfnin með húskveðju kl. 1% e. h. á Tún-
götu 12.
Jarðað verður i Hafnarfjarðar-kirkjugarði.
Fyrir okkar hönd, barna og annara venslamanna.
Þorbjög og Sig. Þ. Skjaldberg.