Vísir - 09.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 09.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, föstudaginn 9. júlí 1943. 153. tbl. Ný flugstöðvarskip bandamanna undanfarið hefir þess verið getið nokkuð í fréltuni, að banda/nenn se íarnir að noia nýja og minni gerð flugstöðvarskipa, sem liægt er að smíða á mjög stuttum tíma. Myndin hér að ofan sýnir eitt þessara skipa, sem hafa 20—30 flug élar innan borðs. Þau eru nefnd „Woolwortli- skip“, vegna þess livað þau eru tiltölulega ódýr. Framleiðsla bandamanna ferföld á við framleiðslu möndulveldanna í lok ’44 Ultírís á Kili. Brezkar flugvélar fóru til Þýzkalands í nótt og réðust á Köln. I---- Ein flugvél á 5. egar komið verður undir lok þessa árs munu Banda- ríkin og Kanada framleiða sem svarar einni fullgerðri flugvél á hverjum tæpum fimm mín- útum, sagði Donald Nelson, yf- iraður hergagnaframleiðslu Bandaríkjanna í ræðu, sem hann hélt í Töronto í Kanada í gær. Til þessa tíma frá því að stríðið hófst hafa þessi tvö lönd framleitt um 150.000 flug- vélar af öllum gerðum. Á sama tíma liafa verið smíðaðar 60*000 skriðdrekar eða skriðdreka- grindur, sem liafa verið notað- ar sem fallbyssugrindur fyrir hina nýju skriðdrelcabana bandamanna. Vörubílar hafa líka verið framleiddir í stórum stíl, svo að þeir eru orðnir 1.600.000 samtals. Skipasmíðar hafa líka verið gífurlegar. Stærð kaupskipanna neraur 20 milljónum smál. deadweight, en herskipin hafá verið samtals 10 milljónir smál. í fyrra reiknaðist banda- mönnum svo til, að þeir fram- leiddu tvisvar meira en mönd- ulveldin og á þessu ári á fram- leiðsla þeirra að verða þrisvar meiri, sagði Nelson. Á næsta ári á framleiðsla bandamanna að verða fjórföld á við fram- leiðslu möndulveldanna. Ekki mun veita af, sagði hann að lokum, því að bráðlega munu hefjast orustur, sem munu gleypa hergögn með meiri hraða en dæmi eru til áður. Lausn í Martinique- málinu bráölega. Hull utanríkisráðherra Banda- ríkjanna segist vonast til að geta gefið út tilkynningu um fram- líðarstöðu Martinique á næst- unni. Samingar eru ekki um garð gengnir, en þeim verður lokið innan skamms. Giraud hershöfðingi fer til Kanada í næstu viku, þegar hann hefir lokið viðræðum sín- um í Washington. Þar verður bæði rætt um aðstöðu Frakka hernaðarlega og stjórnmála- lega. hverrl minUtu. S V-Ky rrahafið: Segjast sökkva 29 sklpum vid Salo- monseyjar. Japanir segjast hafa unnið al- geran sigur á hersveitum banda- manna, seih fóru á land á Nýju Guineu við Nassau-flóa. Gaf japanska herstjórnin út til- kynningu um þetta í gær. Þann 30. júní reyndu her- sveitir undir stjórn MacArthurs að ganga á land við Nassau- flóa, segir í 'tilkynningunni, og lókst það. Um sama leyti fengu ástralskar hersveitir skipun um að fara til móts við þær fráWau. Japönsku hersveitirnar i Sala- raaua gripu þegar til gagnráð- stafana og á mánudaginn, þann 5. júlí lögðu þær til orustu við bandamenn. Urðu úrslit þeirr- ar orustu þau, að bandamenn biðu algeran ósigur. Frá bardögunum á Rendova og Nýju-Georgiu segja Japanir þær fregnir, að þeir haldi uppi miklum loftárásum á skip og stöðvar Bandarípjamanna þar við eyjarnar. Segjast þeir hafa sökkt 29 skipum, en laskað 8 skii). Skip þau sem Japanir segjast hafa sökkt eru: Tvö beitiskip, 5 tundurspillar, 3 lier- skip af óvissri gerð, 8 flutninga- skip og tíu skip önnur. Löskuð voru tvö beitiskip, einn tundur- spillir, einn tundurskeytabátur og fjögur flutningaskip. I herstjórnartilkynningu Mac Arthurs í mórgun segir, að am- erískar liersveitir steí'ni til Munda úr þrem áttum. Ein fregn hermir, að slegið liafi í bardaga á einum stað fimm kílómetra frá flugvellinum. Stórar flugvélar bandanjanna á N.-Guineu hafa gert harðar áriásir á Japana hjá Mubo og Salamaua. Árásin var stutt en hörð, segir í tilkynningu flugmálaráðuneyt- isins. Átta flugvélar komu ekki aftur. Þó er ekki víst, að þær liafi allar farizt í árásinni á Köln, því að tundurduflum var einn- ig varpað á skipaleiðir. 10 japönskum skipum sökkt. Amerískir kafbátar hafa enn sökkt tíu skipum fyrir Jap- cnum*við Austur-Asíu. Tvö skipanna voru olíuflutn- ingaskip og eitt stórt vöruflutn- ingaskip. Auk þeirra skipa, sem var sökkt, löskuðu kafbátarnir fjögur skip. Hefir ekki verið tilkynnt áður um neitt þessara skipa. Orói I Kiel. „Handelstidningen“ í Gauta- borg birtir þá fregn, að komið hafi til uppþota í Kiel í vikunni i sem leið. I Að sögn blaðsins var SS-sveit ' send til skipasmíðastöðvar flot- j ans í síðustu viku og var hún I látin hafa þar eftirlit í tvo daga. ' Orsökin var sú, að flugmiðum hafði verið dreift meðal sjóliða þar og hljóðuðu þeir á þessa leið: „Kafbátastríðið hefir einn- ig inislieppnazt. Farið ekld út i hinum fljótandi líkkistum. Ljúkum striðinu. Niður með Hitler.“ Bretar láta i Ijós ýmsar efa- semdir um þessa frétt og aðrar svipaðar. Er þeim ekki grun- laust, að Þjóðverjar útbreiði viljandi slikar fréttir til þess að auka bjartsýni meðal almenn- ings í löndum bandamanna, svo að síðari fregnir geti komið eins og reiðarslag, þegar almenn- ingur á þeirra sízt von. Samkvæmt skýrslu norska út- varpsins eru nú, aðeins 8500 gjaldskyldir útvarpshlustendur í Noregi. Þeir voru 460.000 áður en tækin voru tekin af fólki. Rússar reyna að ut- má fleyg Þjóðverja fyrir sunnan Knrsk Noirður undir Orel haía þeir hrundið ölium áhlaupum. Þjóðverjar aldrei snarari i . MiiiÍDiiii^um. Þótt barizt væri af saraa kappi í Rússlandi í gær og áður, áttu sér þó engar verulegar breytingar stað. Rússar sögðu i gærkveldi, að þeir hefði einkum gert tilraunir til að útmá l'leyginn, sem Þjóð- verjar voru búnir að reka í varnarkerfi þeirra fyrir sunnan Kursk. En þeir sögðu ekki, að sér hefði tekizt það. Fyrir norðan Kursk hafa Rússar ekki látið undan siga og er þó engu minni ofsi í bardögum þar. Það sem ræður því, að Þjóðverjum gengur ekki eins vel þarna, er landslagið. Það er hentugra til varnar en sóknar. Milli Kursk og Orel er hinsvegai' hið fyrirheitna land skriðdrekanna. Þar eru lágir ásar og aflíð- andi, landið næstum því flatt og hingað og þangað þorp og smáskógar. Rússar og Þjóðverj - ar skiptast á að hafa þorpin á valdi sínu og jafnvel, þegar þau eru ekkert annað en múrsteina- hrúgur og spýtnahaugar er á- fram barizt um þau af engú minna kappi en þegar þau veita nærri fullkomið skjól fyrir vél- byssuskyttur og skriðdreka- byssur. Sami ofsi og1 í fyrrasumar. Fréttaritari Daily Telegraph í Moskva simar, að bardagarnir sé búnir að ná sama ofsa og í fyrra, þegar Þjóðverjar geyst- ust austur að Volgu, en nú sé munurinn aðeins sá, að Rússar hafi getað haldið Þjóðverjum í skefjum næstum allsstaðar. En Þjóðverjar hafa aldrei verið skjótari í snúningum en einmitt í þessari sókn. Skrið- drekaflotar þeirra fara til og frá til að leita að veikum, bletti i vörnum Rússa og þeir fara hraðar en nokkru sinni. Hið hreyfanlega stórskotalið Rússa er þó jafnfljótt á sér og það er jafnan fyrir þar sem Þjóðverj- ar leita á. Orsökin fyrir því, að Rússar geta alltaf fylgzt með þessum hreyfingum þýzku skriðdrekanna er sú, að þeir þyrla upp svo miklu ryki, að það er hægt að fylgjast með ferðum þeirra í órafjarlægð, þótt þeir sé í hvarfi við ása eða skóga. Það mundi koma sér vel fyrir Iþóðverja, ef skúr gerði, til þess að draga úr ryk- inu, en þvi fylgdi þá sú hætta, að tigris-skriðdrekar þeirra, sem eru um 60 smál., mundu sökkva svo í gljúpan jarðveg- inn, að þeir gætu ekki fylgt hin- um léttari eftir. Loftbardagar, Þjóðverjar segja margar sög- ur af þvi, hversu mikil afrek flugmenn þeirra vinni. Þann 5. júlí segja þeir, að flugsveit sú sem kennd er við Mö’deru fbVár- foringja, en hann er fallinn, hafi skotið niður 99 rússneskar flugvélar. Einn flugmaður úr lienni skaut niður 15 þessara flugvéla. Önnur flugsveit hefir síðan skotið niður 77 flugvélar á ein- um degi, en misst aðeins eina sjálf. Kínverjar taka borg. Kínverjar hafa tekið borg eina af Japönum, sem er um 25 kílómetra innan landamæra Yunnan frá Burma. Chiang-Kai-shek gaf út dag- fckipan í fyrradag, vegna þess að styrjöldin við Japani liafði staðið í sex ár. Sagði hann, að stríðinu mundi lokið eftir tvö ár og bráðlega niundu Kínverj- ar hefja gagnsókn. Grikkir vinna sigur. Grískir ættjarðarVinir hafa unnið allmikinn sigur í norð- vestur hluta landsins. Skæruhópur sat þar fyrir þýzkri flutningalest. Yoru í henni mest flutningabílar, sem voru með fullfermi af allskonar nauðsynjum. Grikkir stöðvuðu bílana, felldu 37 af mönnunum, sem voru með þá en tóku alla hina til fanga. Yoru þeir 78 að tölu. Harðari loftárásir við Miðjarðarhaf Yfirstjórn 9. ameríska flug- hersins, sem er við botn Mið- jarðarhafsins, tilkynnti í fyrra- dag, að amerískar sprengju- flugvélar liefði varpað niður um 1800 smálestum af sprengjum á borgir og hernaðarstöðvar á Ítalíu og víðar í júnímánuði. Bætt var við, að í þessum mánuði mundi loftsókn þessa flughers verða hert og farnar fleiri og lengri leiðangrar. Japanir tilkynna, að kínversk- ! ur hershöfðingi, Clieng Tu-yang, liafi gefizt upp í norðaustur- Kína með öllu liði sínu, 20.000 mönnum. ★ Fyrstu sex mánuði þessa árs voru 879 flutningaskip, samtals nærri 9 millj. smák, fullgerð í Bandaríkjunum. Njr Island snppdráttur komlnn á markaðínn. Nýtt íslandskort er nú að koma á markaðinn og er það uppdráttur sá sem Ferðafélag íslands hefir gefið út og prent- aður var vestan hafs. Það er Ágúst Böðvarsson sem teiknað hefir uppdráttinn og búið hann undir prentun. Hefir hann farið eftir ítarleg- ustu mælingum, sem fyrir hendi voru, en það voru landmæling- ar herforingjaráðsins danska. Starfaði Ágúst sjálfur, ásamt Steinþóri Sigurðssýni, að þess- um mælingum á vegum herfor- ingjaráðsins síðustu árin, sem unnið vai' að þeim. Þessi nýi íslandsuppdráttur kemur i stað uppdráttar Daniels Bruun, en er stórum endurhætt- ur og prentaður í 5 litum. Um 2000 örnefni eru prentuð á kort- ið og allt er það hið vandaðasta. Þó liafa slæðst inn fáeinar mein- lausar prentvillur og smávegis skekkja er á því á einum stað í Þingeyjarsýslu. Aðalumboð fyrir uppdráttinn hefir Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Upplagið er mjög takmarkað og gengur vafalaust allt of snemma til þurrðar. Færeyingur særist í loftárás. EINKASKEYTI TIL VlSIS. — Seyðisfirði í morgun. Færeyski kútterinn „William Martin“, 82 brúttólestir, varð í fyrrakvöld kl. 19.30 fyrir árás þýzkrar flugvélar austur af Langanesi. Veður var bjart og gott í sjó. Flugvélin kom úr vestri, flaug tvisvar yfir skipið og skaut fjölda vélbyssuskota og fallbyssuskota bæði skiptin á skipið. 3 kúlur fóru í gegnum skipið rétt ofan sjávar. Ein kúla fór gegnum lúkarsþak og sprakk í lúkarnum. Þar var einn maður og særðist allmikið. Var honum komið í skip er var ekki allfjærri árásarstaðnum. „William Martin“ fær gert við skemmdirnar hér og fer aftur á veiðar. Var nýbyrjaður veiðar þegar árásin var gerð. — Gísli. Virkjun [Fljótaár Vinna við virkjun Fljótaár er hafin fyrir nokkuru, og vinna þar nú um 60 manns. Unnið er í flokkum allan sólarhringinn og verður bráðiega fjölgað upp í 100 manns. Höjgaard & Schultz A/S sér um verlcið, en vélar verða fengn- ar frá Ameríku. Vann Jakob Gíslason verkfræðingur að því, er liann var fyrir vestan, að af- greiðslu vélanna yrði hraðað. Munu þær að líkindum verða komnar til landsins fyrir vetur- inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.